Dagur


Dagur - 26.04.1958, Qupperneq 4

Dagur - 26.04.1958, Qupperneq 4
I D A G U R Laugardagimj 26. apríl 1958 DAGUR Aðalritstjóri og ábyrðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Meðritstjóri: INGVAR GÍSLASON Auglýsingastjóri: * Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sínii 1166 Argangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Stjórnarsamvimian STJÓRNARANDSTÆÐINGAR liggja Fram- sóknarmönnum á hálsi fyrir það að hafa gengið til stjómarsamstarfs með Alþýðubandalaginu eftir kosningarnar 1956. Telja þeir það fáheyrt glapræði og svik við kjósendur, og raunar svik við allan heimirm, þar sem með því sá kommún- istum opnuð leið til valda í lýrðæðisríki. Reyndu Sjálfstæðismenn því lengi vel, í skjóli einokunar sinnar á fréttamiðlun til helztu stórblaða og fréttastofnana erlendis, að dreifa þeim áróðri út meðal vinveittra þjóða austan hafs og vestan, að íslendingar væru í þann veginn að fjarlægjast vestrænar þjóðir og tengjast æ nánar hinni rauðu blokk í austri. Ófrægingarstyrjöldinni töpuðu Sjálfstæðismenn í fyrstu lotu, því að ekkert í aðgerðum núverandi ríkisstjórnar hefur bent til þess að hún ástundaði þjónustusemi við austurveldin, enda væri slíkt algerlega í andstöðu við lýðræðisafstöðu Fram- sóknarmanna og Alþýðuflokksins. M. a. hefur aldrei komið til orða að við segðum okkur úr þeim samtökum vestrænna þjóða, sem við þegar erum í, eins og t. d. Atlantshafsbandalaginu., og erum við þar enn fullgildir aðiljar, sem njótum fyllsta 'trkusts bandalagsþjóðanna í hvívetna. Ráðherrar Alþýðubandalagsins hafa aldrei imprað á því í ríkisstjórninni, að slíkt spor yrði stigið, og iþegar frestað var frekari samningum við Banda- ríkjamenn um dvöl varnarliðsins, eftir Ungverja- landsatburðina haustið 1956, gerðu ráðherrar Al- þýðubandalagsins engan fyrirvara um það mál. Yfirleitt má segja, að í utanríkismálum sé fylgt stefnu Framsóknarmanna, og þar kemur engin málamiðlun til greina við kommúnista, enda hlyti það ófrávíkjanlega að valda stjórnarslitum, ef kommúnistar yrðu látnir ráða utanríkismálum þjóðarinnar. Þeir hafa líka beygt sig undir vilja Framsóknarmanna með því að gera engan ágrein- ing varðandi svarbréf Hermanns Jónassonar til forsætisráðherra Sovétríkjanna í vetur. Er óþarfi að nefna gambur Þjóðviljans út af því máli og bergmál þess í Verkamanninum. ÞEGAR TALAÐ ER UM samvinnu við komm- únista í ríkisstjórninni, verða menn að hafa í huga ástandið eins og það var eftir kosningarnar 1956. Það er ekkert launungarmál, að bandalagshug- mynd Framsóknarmanna og Alþýðuflokksmanna heppnaðist ekki, vegna þess að Alþýðuflokkurinn gekk klofinn til kosninganna. Það var því þegar útilokaður sá möguleiki, að þessir flokkar gætu myndað starfhæfa ríkisstjórn. Stjórnarsamvinna við Sjálfstæðismenn gat heldur ekki komið til greina, þar sem einmitt hafði verið efnt til kosn- inganna vegna megnrar óánægju út af hinni Jöngu aðild þeirra að ríiksstjórn, og með því að Alþýðubandalag Hannibals Valdimarssonar kom tiltölulega sterkt út úr kosningunum og hafði greinilega verið stutt af fleirum en kommúnistum, var sú leið valin að freista stjórnarmyndunar með Alþýðubandalaginu, þar sem forystumenn þess hétu að vinna samkvæmt yfirlýstri kosninga- stefnuskrá Framsóknarflokksins og Alþýðu- flokksins í öllum aðalatriðum. Með því tókst líka að koma í veg fyrir þá samvinnu kommúnista og Sjálfstæðismanna, sem unnið var að eftir kosningarnar, og átti að hafa það að meginmarkmiði, að klekkja á Framsóknarmönnum og ónýta jafnframt kosningu fjögurra Alþýðuflokksmanna. Það er því ekki rangt ályktað, þegar sagt er að núverandi stjórnarsamstarf sé rökrétt af- leiðing kosningaúrslitanna og þeirra aðstæðna, er fyrir hendi voru sumarið 1956. Meginstyrkur stjórnarsamstarfsins er stuðning- ur stéttarsamtakanna við ríkis- stjórnina. Allir vita, hvers virði það er, eftir reynslu fyrri ára að dæma. Stéttarskmtökin hafa í raun og veru slíkt vald, að það getur vaxið ríkisstjórn landsins yfir höfuð, ef því er beitt í þá átt. Þess vegna er ekki hægt annað en að fagna því út af fyrir sig, að slík samvinna, sem þessi, er komin á milli ríkisstjórnarinnar og stéttsaamtakanna. Um það ættu allir að geta orðið sammála. Bæjarstjórnar-hugvekja. — Hirða og vanhirða. — I. GUNNA, GUNNA. — Flýtt’ðér að sópa öllu ruslinu af baðstofu- pallinum innundir rúmin! — Það eru að koma gestir! — Þannig var hreinlæti og hirðu- semi á sumum sveitabæjum áður fyrr. Og utanhúss enn verra. Alls konar rusl og óþrifnaður umhverfis allan bæinn, í bæjar- sundunum, og jafnvel á hlaði og bæjarstétt. — Nærgöngulli gat óþrifnaður og hirðuleysi ekki verið. Hefur þetta ekki farið batn- andi? Auðvitað. Mjög víða. Svo að nú er víða allt prýðilegt, utan- húss og innan! — Og þar liður íólki vel! II. SÖMU SÖGU er að segja um bæina ikkar. Jafnvel Reykjavík og Akureyri, svo að nærtæk séu dæmin. En þar er hirða og van- hirða víða samferða enn í dag! Og jafnvel ekki haft fyrir því að „sópa inn undir rúmin“! Nú er verið að fullgera Sorp- eyðingarstöð Reykjavíkur, og var mál til komið. — Eg man enn vel hinn „eilífa eld“ bæjarstjórnar Reykjavíkur fyrir 25—30 árum á sorphaugunum miklu í nágrenni bæjarins, þar sem nú er Hljóm- skálagarðurinn við suðurenda Tjarnarinnar! Þar logaði og rauk og þefjaði daga og nætur árum saman um langa hríð! — En nú er sú saga öll. — III. HÉR A AKUREYRI er sorpinu safnað vandlega til geymslu að bæjarbaki. — Hve lengi? — Spyr sá sem ekki veit. — Og stór- spjölluð, guðsgræn náttúran í ná- grenni bæjarins! — Ég ætla mér ekki að lýsa ósómanum í Glerár- gili. En eg vil skora á bæjarstjórn Akureyrar að bregða sér þangað upp eftir — in corpore — og skelfast og ska. . . blygðast sín á eg við. — Þarna er ljótt umhorfs! — Þar er ekki verið að hafa fyrir því að brenna öllu sem brunnið getur. Heldur skilið eftir á ber- svæði að leikfangi gráglettinna og meinhrekkjóttra alviðru- vinda, sem enga virðingu bera fyrir bæjarstjórnum! Er eg gekk þarna um fyrir liðugu ári veitti eg því eftirtekt, að alls konar pappírsrusl — dag- blöð, umbúðapappír og allt þess háttar sem fokið gat, hékk klístr- að og klesst á öllum gaddavírs- girðingum, ofan frá öskuhaugum, niður með öllum vegi og ofan á Brekkubrún í miðjum bæ! — Það hefur verið ófögur „hríð“, meðan allur þessi éljagangur var á leið- inni ofan eftir! Þetta hefur verið ófögur sjón. Þó var enn ljótara að líta fram af bakkabrún Glerárgilsins og ofan í hvamminn, sem áður var grænn og grasi vafinn! — Síðan hefur Gleráin sjálf skorizt í leik- inn og reynt að bæta úr van- rækslu bæjarstjórnar, með því að ætla sér að flytja eitthvað af ósómanum fram til sjávar. En þetta hefur reynzt henni ofurefli og mistekist algerlega, og verra en það: Allur óþverrinn stóð al- gerlega í henni! Og nú er áin full af andstyggilegasta rusli langt niður eftir! IV. Þetta er ófögur sjón rétt að „húsabaki bæjarins"! Sennilega verður erfitt að bæta úr þessu að fullu, bæði dýrt og tímafrekt. En mikil bót væri að haglega gerðri og nægilega stórri eldþró, þar sem brenna mætti — og ætti — öllu því, sem brunnið getur, og ekki látið neitt fjúka út um hvippinn og hvappinn, né matar- leifar verða óþrjótandi forðabúr sægs af rottum! Allt járnaruslið verður erfiðara viðfangs, meðan engin brotajárns-bræðsla fyrir- finnst.... Um þetta vandræðamál verður háttv. bæjarstjórn Akureyrar að brjóta heilann rækilega — og sameiginlega — hvert sem eyrna mark flokksfulltrúanna kann að vera! v. Verðlaun í ritgerðasamkeppni Bindind- isfélags íslenzkra kennara árið 1958. Eins og auglýst var í Ríkisút- varpinu á öndverðum vetri, efndi B. í. K. til samkeppni meðal nemenda í III. bekkjum mið-, héraðs- og gagnfræðaskólanna í landinu um ritgerðarefnið ÆSK- AN og ÁFENGIÐ. — Þátttakan varð ekki mikil. Þó bárust rit- gerðir úr 8 skólum. Eftirtaldir nemendur hlutu verðlaun sem hér segir: I. vei'ðlaun, 500 krónur, hlaut jóna E. Burgess, Gagnfræðaskóla Keflavíkui'. II. verðlaun, 300 krónur, hlutu Hilmar F. Thorarensen, Reykja- skóla, Sigurjón Jónsson, Gagn- fræðaskóla Vestmannaeyja, Her- mann Einarsson, sama skóla. III. verðlaun, 200 krónur, hlutu: Valur Oddsson, sama skóla, Þorbjörg Jónsdóttir, sama skóla, Stefán Bergmann, Gagn- fræðaskóla Keflavíkur. Stjórn B. í. K. þakkar þeim skólastjórum, sem greiddu fyrir þessari ritgerðasamkeppni, og þá ekki síðui' nemendunum, sem tóku þátt í henni. Stjórn Bindindsfélags ís- lcnzkra kennara. Grænmeti og ávextir holl fæða „Það er heilsusamlegt og enginn munaður að ljúka máltíð með því að borða ferska ávexti.“ Svo mælii' einn frægur læknir í bók um mataræði. Um þetta eru að sjálfsögðu flestir sammála, nema e. t. v. það, að ekki sé munaður að neyta ferskra ávaxta í sumum þjóðlöndum, eins og t. d. íslandi, þar sem eitt epli kostar svipað verð og fiskur í eina máltíð handa lítilli fjölskyldu. En um hollustu ávaxta og grænmetis verður ekki deilt. Ávextir eru girnilegir á að líta (eins og Eva er til vitnis um) og bragðið ágætt. Þá er það ekki síð- ur kostur, hve hollir þeir eru. Ávextir og græn- meti hafa að geyma mismunandi mikið magn af eggjahvítuefnum og meltanlegum kolvetnum. — Grænmeti er fátækt af hitaeiningum — en auðugt af fjörefnum — og er þannig nauðsynleg fæðuteg- und með öðru. Margir sérfræðingar um mataræði álíta, að til þess að maður hafi fullt og gott dags- fæði, þurfi hann að neyta sem • svarar 150 gr. af ávöxtum eða berjum og 200 gr. af grænmeti, að sjálfsögðu með öðrum mat. Varla mun fæði á ís- lenzkum heimilum almennt standast þessar kröfur. ------o----- Sýnikennsla h já Fegrunarf élaginu Fegrunarfélagið á Akureyri hefur næg verkefni hér í bænum og ekki vanþörf á, að unnið sé með yfirvöldum bæjarins að fegrun hans og snyrtingu. Á þriðjudagskvöldið hélt félagið fund í Lands- bankasalnum. Þar flutti Magnús Guðjónsson bæj- arstjóri ræðu, Jón Rögnvaldsson hafði sýnikennslu í sáningu og meðferð ungplantna og Árni Jónsson talaði um hirðingu garðlanda og grasvalla og sýnd- ar voru skuggamyndir. Það virðist vera hentugur tími, einmitt nú, til að ræða um þessi mál og hefði mátt búast við húsfylli. En Fegrunarfélagið varð að láta sér nægja nokkru minna að þessu sinni. Engu að síður mun, sem fyrr, almennur áhugi fyrir hvers konar ræktun, bæði trjáa, runna og annarra fjöí- ærra garðplantna, auk sumarblómanna og að ógleymdum þýðingarmesta gróðrinum, grasinu á lóðunum. Um leið og snjóa leysii' má hefja vorstöi'fin í hverjum garði. Fyrsta og sjálfsagðasta verkið er að hreinsa til, en þar næst að velja gulrótunum stað. Þeir sem ætla að rækta gulrætur, þurfa að sá þeim sem fyrst, eftir að þessi tími er kominn. ------o----- Meðalaldur manna lengist enn í Hagskýrslum Sameinuðu þjóðanna fyrir 1957, sem nýlega eru komnar út, er margs konar fróðleik að finna. Þar er t. d. sagt frá því, að meðalaldur manna haldi áfram að lengjast. Þar kemur einnig fram, að í nærri öllum löndum heims verða konur eldri en karlar. Meðalaldur manna er lengstur í Hollandi, þar sem meðalaldur kvenna er 73,9 ár og karla 71. Konur, sem nú standa á sextugu geta (meðaltal) búizt við að lifa 19,6 ár ennþá, ef þær búa á íslandi, 19,45 ár í Noregi, 19,3 í Bandaríkjunum, 18,9 ár í Hollandi, 18,64 ár í Kanada og 18,61 í Svíþjóð. Sextugur karlmaður á íslandi getur búizt við að lifa 18,2 ár ennþá, 18,39 ef hann býr í Noregi, 17,8 í Hollandi, 17E,38 í Svíþjóð, 17,1 í Danmörku og 16,9 í ísrael. Meðalaldur manna hefur aukizt að miklum mun í mörgum löndum frá því 1920. T. d. hefur væntan- legur aldur stúlkubarna á Ceylon lengst um 27,6 ár, 22,2 ár í Trinidad, 12,9 ár í Skotlandi, 12,4 ár í Finnlandi og 11,9 ár í Englandi og Wales. ------o----- 35 ÁRA HJÓNABAND í HOLLYWOOD. Spencer Trasy, ameríski kvikmyndaleikarinn, á Hollywood-met í löngu hjónabandi. Hann hefur verið kvæntur einni og sömu konunni í 35 ár sam- fleytt. Annar á methafalistanum er Bob Hope, sem búinn er að vera kvæntur sömu konunni í 25 ár, en næstir koma Gary Cooper og Charles Boyer, sem eru í þann veginn að halda upp á silfurbrúð- kaupið.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.