Dagur - 30.04.1958, Side 4

Dagur - 30.04.1958, Side 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 30. aprí 11958 DAGUR Aðalritstjóri og ábyrðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Meðritstjóri: INGVAR GÍSLASON Auglýsingastjóri: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Ráðstefnunni í Cenf lokið Ráðstefnunni í Genf um réttarreglur á hafinu er lokið. Ráðstefnan hófst, svo sem kunnugt er af fréttum, hinn 24. febrúar, og var sótt af 86 þjóðum, og mun því vera ein fjölmennasta al- þjóðaráðstefna, sem um getur. Ráðstefnan er um flest stórviðburður, þar sem nálega öll sjálfstæð ríki veraldar ræða sjónarmið sín um mikilvæg mál í alþjóðaviðskiptum. Hafið er hinn frjálsi farvegur samgangna um allan heim, þar sem allar þjóðir, stórar og smáar, eiga jafnan rétt, og því er að sjálfsögðu nauðsynlegt, að um það gildi sanngjarnar reglur, sem geti verið grundvöllur árekstralausra viðskipta og samgangna. Þetta er sú skoðun, sem allir geta orðið sam- mála um. En þá vandast málin, þegar kemur til þess að setja ýmsar reglur um það, hvað af haf- inu eigi að fylgja ströndum þeirra ríkja, sem að því liggja. Það hefur frá fornu fari verið viður- kennd regla, að strandríki geti helgað sér rétt á nokkrum hluta þess hafsvæðis, sem umhverfis það liggur. Það er hin svonefnda landhelgi. Lög- saga landsins nær þá út að þeim mörkum, sem landhelgin ákveður. Landhelgin er því ekki hluti af hinu „frjálsa hafi“, heldur er hún hluti ríkis- ins, sem helgað hefur sér réttinn á þessu haf- svæði. Landhelgi ríkja hefur lengst af verið mjög mismunandi stór. Því hefur verið haldið fram af þjóðréttarfræðingum, að engin ákveðin stærð landhelgi sé algild þjóðréttarregla, þó að sumar stórþjóðir svo sem Bretar hafi talið þriggja mílna landhelgislínu gildandi að alþjóðalögum. Ráð- stefnan í Genf hefur leitt í ljós mjög áþreifan- lega, að kenning Breta um þriggja mílna línuna er ekki aðalregla um landhelgi. Meirihluti þeirra ríkja, er ráðstefnuna sóttu, mun hafa stærri landhelgi. íslenzka sendinefndin á ráðstefnunni var ekki fjölmenn, en þeim mun meira hefur kveðið að henni í sumum málum, einkum að því er varðar landhelgi og fiskveiðilögsögu. Hefur íslenzka sendinefndin haldið fram ýtrustu kröfum Islend- inga í málinu og sýnt skelegga afstöðu okkar í þessu mikilsverða máli. Eftir að fulltrúi Kanada kom fram með tillögu sína, þar sem gerður er greinarmunur á landhelgi og fiskveiðitakmörk- um, hefur íslenzka sendinefndin fallizt á þenna greinarmun fyrir sitt leyti, og verður það að telj- ast viturlegt, þar sem við höfum eingöngu krafizt landhelgisstækkunar í þeim tilgangi að fá betur notið auðlinda þeirra, er felast í fiskimiðum um- hverfis landið og eru að mestu grundvöllur und- ir efnahagslegri afkomu okkar. Það var íslend- ingum einnig til mikillar ánægju, að svo virtist sem þessi greinarmunur ætti almennu fylgi að fagna á ráðstefnunni, og er það mjög til styrktar málstað íslands, þótt lokaniðurstaða yrði annars ekki fengin í landhelgismálinu. Þá er ekki að efa, að þriggja mílna landhelgin, sem Bretar hafa haldið fram sem hinni einu sönnu, er úr sögunni fyrir fullt og allt, enda hafa Bretar sjálfir dæmt hana til dauða með þeirri tillögu sinni að land- helgi skuli verá 6 mílur. Kom sú tillaga mörgum á óvart, en sýnir, hve haldlítil rök fylgismenn þriggja mílna reglunnar hafa haft til styrktar henni. Þótt íslendingar hafi fagnað því, að aðildarríki ráðstefnunn- ar hafa almennt tekið vel tillög- um um rýmri fiskveiðilandhelgi, þ. e. 12 mílum, var þeim þó frá upphafi ljóst, að það eitt yrði ekki nægjanlegt til verndar hagsmunum þjóðarinnar sem fiskveiðiþjóðar. Þess vegna bar íslenzka sendinefndin fram til- lögu þess efnis, að það ríki, sem eigi lífsuppeldi sitt og efnahags- þróun undir fiskveiðum við ströndina, og ef nauðsyn reyndist að takmarka veiðar til verndar fiskstofnum, skuli strandríkið hafa forgangsrétt til veiðanna, eins og því er nauðsynlegt vegna hagsmuna sinna í sambandi við fiskveiðar. Þessi tillaga var sam- þykkt í nefnd, en felld á allsherj- arfundinum. Onnur tillaga, er fór í svipaða átt, borin fram af Suður-Afríku, hlaut hins vegar lögmæta afgreiðslu á allsherjar- fundinum. Hún var ekki eins fortakslaus og íslenzka tillagan, fól meðal annars í sér gerðardóm og að tekið skyldi tillit til hags- muna annarra ríkja. Ef til vill er þessi tillaga þó spor í rétta átt, þótt íslendingar geti alls ekki verið ánægðir með hana að öllu leyti. Þar sem ráðstefnu þessari er nú lokið, mun ekki eftir neinu að biða með það, að íslendingar geri nauðsynlegar ráðstafanir til vendar fiskimiðum sínum. Þeir höfðu samþykkt að bíða með þessar ráðstafanir, þar til ráð- stefnan hefði sagt sitt álit og vilja ekki fresta aðgerðum í von um enn betri niðurstöðu á einhverri annarri ráðstefnu. Slík frestun er að dómi íslendinga ótæk. Er allt, sem bendir til þess að að- gerðanna sé skammt að bíða. Litli bróðir og stóri bróðir. Það er kunn saga á barnmörg- um heimilum, að litli bróðir taki ýmislegt upp eftir stóra bróður. Ekki er það allt fallegt, sem stóri bróðir hefur fyrir litla bróður, stundum er það ýmis konar ó- knyttir, hnupl, hnjóðan í vegfar- endur og skröksögur, en stundum aðeins smábrellur, sem ekki saka. Morgunblaðið, sem um langt skeið var heldur meinlítið og ósviptigið blað, fékk á sig annan brag fyrir nokkrum misserum, þó ekki beri að skilja það svo, að það hafi orðið tígulegra eftir en áður. Síður en svo. í gamla daga var Mogginn ævinlega að punta sig, bursta á sér hárið, brosa framan í spegilmynd sína og nikka vingjarnlega framan í alla, sem það taldi sína viðhlæjendur, — og jafhvel fleiri. Þessi tilhneiging Moggans til stertimannlegrar kurteisi má rekja að nokkru til þess uppeldis, er hann hlaut í æsku, er hann var í fóstri hjá dönskum kaupmönn- um, sem að sjálfsögðu höfðu ekki annað fyrir honum en hoffmann- lega siði og þær umgengisvenjur, sem kúltiveraðir forretningsmenn hafa ávallt tamið sér, þ. e. yfir- borðið slétt og fellt, en það, sem undir býr, ókönnuð heimsálfa. En sem sagt, fyrir nokkrum misserum tók Mogginn að breyta háttum sínum. Þetta fyrrverandi „gamánblað danskra kaupmanna“ (sem það væri enn, ef danskir kaupmenn væru enn við lýði) er nú með öllu búið að viðra af sér stertimennissvipinn en hefur í þess stað tekið upp háttu fúl- lyndra ribbalda og allur bragur eftir því. Hann er hættur að greiða sér, veður um hús manna með hárlubba ofan á herðar, viku gamalt skegg, gengur á óburstuð- um skóm og hreytir ónotum í vegfarendur. Menn þekkja ekki lengur góða, gamla Moggann sinn, sem áður ilmaði svo yndis- lega af old spice og bi'iljantíni. Mogginn á yngri bróður hér á Akureyri, vænsta barn, sem allt- af hefur verið foreldrum sínum til sóma fyrir fallega framkomu og geðslegar hugrenningar, — eins og allir vita. Stóri bróðir í Reykjavík fann upp á því í vetur að bera mútu- starfsemi upp á Bandaríkjamenn í sambandi við dvöl varnarliðs þeirra hér á landi. Sagði stóri bróðir, að Bandaríkjamenn gauk- uðu lánum að ríkisstjórninni gegn því, að hún léti kyrrt liggja, þótt herinn dveldist hér enn um hríð. Auðvitað hegðaði Mogginn sér þarna eins og ljótur strákur, og litli bróðir hefði átt að vera var um sig, en af barnslegri ein- feldni var hann því miður háður stóra bróður og fór, áður en nokkurn varði, að taka upp orð- bragðið eftir hinum. Gerði íslend ingur (en það er nafnið á litla bróður) sig sekan um það í for- ystugrein sinni nýlega að dylgja um það, að lánið, sem tek- ið var nýlega í Þýzkalandi, til þess að standa undir helztu og nauðsynlegustu stórframkvæmd- um í landinu, hafi verið fengið gegn því skilyrði, að ríkisstjórn- in legði upp á hilluna samþykkt- ir Alþingis frá 28. marz 1956, um brottför hersins. Nei, kæri litli bróðir, þú ert ekki svona slæm- ur inn við beinið! Varaðu þig á stóra bróður. Hann er vondur strákur, og getur haft illt fyrir þér. Þú veizt, að það er ljótt að skrökva, og þó að stóri bróðir geri það oft í seinni tíð, máttu aldrei gera það sjálfur. EX. Frá Meistaramóti Akur- eyrar í körfuknattleik Til viðbótar því, sem áður var sagt um meistaramótið á Akur- eyri í körfuknattleik, hafa nú enn verið leiknir þrír leikir. Þór og C-lið KA kepptu á þriðjudag- inn í vikunni sem leið. Þór vann með 80 : 34. Daginn eftir kepptu Þór og M. A. Þór vann með 72 : 52. Sama dag vann A-lið KA B- lið KA með 73 : 34. Enn eru eft- ir fjórir leikir, sem væntanlega verður hægt að segja frá síðar. SQÐÍN EGG Það virðist ekki vandamikið að sjóða egg — en þó þarf að gæta margs, þegar egg er soðið. M. a. er verra að bullsjóði á eggjunum, því að við það verða þau þurrari en annars. Eggin verða stíf, þótt vatn- ið sé undir suðumarki að hita, svo að það er ágætt ráð að setja eggin í sjóðandi vatnið, láta það sjóða áfram í eina mínútu, en draga pottinn síðan af plötunni eða suðuhellunni með hlemminn vel yfir, þar til eggin eru að fullu tilbúin. Gott er að salta vatnið lítið eitt. Linsoðin egg þurfa þriggja mín- útpa suðu, en harðsoðin 8—10 mín. Ef sprunga er í eggjaskurnið, er bezt að setja nokkra dropa af ediki í vatnið. Strax og eggin eru soðin, skal hella yfir þau köldu vatni til þess að stöðva meiri suðu. Soðin egg á undantekningarlaust að framreiða nýsoðin, mátulega heit. Hálfvolg egg eru ekki lystug, þó að menn verði stundum að láta sér nægja slíkt, er þeir borða morgunverð á matsölu- húsum. STEIKT EGG. Steikt egg kalla íslendingar enn, því miður, „spælegg“ upp á danska móðinn. Mætti þetta orð þó gjarna fara sömu leið og mörg önnur, svo sem bolsíur, gallosíur, telefónn og fortó, sem nú eru ýmist dauð eða í andarslitrunum. Um steikt egg er það að segja, eins og raunar alla eggjarétti, að það á að salta þau (og jafnvel pipra) áður en þau eru tekin af pönnunni. Er saltinu þá stráð yfir hvítuna. Hvítan á að vera föst í sér og ógagnsæ, rauðan mjúk. Smjörið á að vera rétt bráðið, hitinn jafn og ekki of sterkur. Hægt er að matreiða auðmelt „spælegg“ með því að hafa það á diski sem settur er yfir sjóðandi vatn, og er jafnan sett lok yfir diskinn. 315 milljón viðtæki í notkun í heiminum í Hagskýrslum Sameinuðu þjóðanna fyrir 1957, sem nýlega eru komnar út er talið, að árið 1956 hafi alls verið 315 miljón viðtæki í notkun í heim- inum og eru þá taldir með hátalarar, sem tengdir eru við „móðui'“-tæki. Af þessum viðtækjafjölda eru 160 miljónir í N.- Ameríku (þar af 150 miljónir í Bandaríkjunum), 82 miljónir í Evrópu. í Sovétríkjunum, eru sam- kvæmt opinberum skýrslum, 29,6 miljón- viðtæki og þar af eru 22,2 miljónir hátalara, sem tengdir eru „móður“-tæki. Áætlað er, að 1956 hafi verið 653 viðtæki á hverja 1000 íbúa í N.-Ameríku, 220 í Kyrrahafssvæðinu, 199 í Evrópu, 148 í Sovétríkjunum, 94 í Suður- Ameríku, 16 í Asíu, 15 í Afríku og 115 á hverja 1000 íbúa í öllum heiminum. 56 miljónir sjónvarpstækja. Hagskýrslur S. Þ. telja, að 1956 hafi verið sam- tals 59 miljónir sjónvarpstækja í heiminum. Þar af voru 45,000.000 tæki í Norður - Ameríku, 8,6 milj. í Evrópu, 500.000 í Asíu og Suðui'-Ameríku, en nokkur þúsund tæki í Afríku og á Kyrrahafssvæð- inu. Reiknað er með, að 184 sjónvarpstæki komi á hverja 1000 íbúa í Norður-Ameríku, 21 í Evrópu, 7 í Sovétríkjunum og 4 tæki á hverja 1000 íbúa í S.- Ameríku. Á árunum 1951—1956 jókst tala sjónvarpstækja í Bandaríkjunum úr 15.8 miljón í 42 miljón tæki og í Bretlandi úr 1.16 miljón í 6.57 miljón tæki. í þessum tveimur löndum var 87% allra sjónvarps- tækja í heiminum árið 1956. Lönd, sem koma næst í tölu sjónvarpstækja eru þessi: Kanada 2,450.00, Sovétríkjin 1.324,000, Vestur- Þýzkaland 703,500, Frakkland 442,000, ítalía 367,00« Japan 328,000, Kúba 275,000 og Mexico 250,000.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.