Dagur - 10.05.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 10.05.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U R Laugardaginn 10. maí 1958 Yfirlif yfir siörf GenfarráSstefnunna Gwen Terasaki: Þitf land er mitt tand 15. arlegri og œgilegri sprengju, sem Ráðstefnan í Genf um réttar- reglur á hafinu hófst 24. febrúar og stóð rétta tvo mánuði. Ráð- stefna þessi var haldin á vegum Sameinuðu þjóðanna, og sóttu hana 86 ríki, en samkvæmt S. Þ. gátu ekki önnur ríki átt að- ild að henni en þau, sem aðild eiga að samtökum Sameinuðu. þjóðanna eða sérstofnana þeirra. Var nokkur deila um þetta í upphafi ráðstefnunnar, og héldu Austurveldin einkum uppi gagn- rýni á hina takmörkuðu aðild, og mótmæltu Sovétríkin sérstaklega aðild Formósustjórnarinnar kín- versku og hlutu í því efni stuðn- ing kommúnistaríkjanna og nokk urra Asíuríkja. Forseti ráðstefnunnar var kos- inn Wan prins frá Thailandi. — Störfum ráðstefnunnar var hagað •þannig í aðalatriðum, að hún skiptist niður í fimm nefndir eft- ir málaflokkum þeim, sem eink- um voru til umræðu. — Fyrsta nefnd fjallaði um stærð land- helgi, önnur nefnd um réttar- reglur á hafinu í þrengri merk- ingu, þriðja nefnd um fiskveiðar og verndun fiskstofna, fjórða nefnd um nytjar og rannsóknir á náttúruauðæfum, sem finnast á landgrunninu og fiminta nefnd, sem fjallaði um hagsmuni ríkja, sem ekki liggja að sjó. — Síðan voru framkomnar tillögur born- ar undir atkvæði allsherjar- fundarins. íslendingar tóku að sjálfsögðu þátt í þessarri ráðstefnu, og sótt.u hana í upphafi tveir ráðherrar, Guðmundur í. Guðmundsson, ut- anríkisráðherra, og Lúðvík Jós- efss., sjávarútvegsmálaráðh., auk íastanefndar íslands, en hana skipuðu Hans G. Andersen, am- bassador hjá NATO, Davíð Ól- afsson, fiskimálastjóri, og Jón Jónsson, forstjóri fiskideildar Atvinnudeildar Háskóla íslands. Fyrir ráðstefnunni lá frum- varp um réttarreglur á hafinu, sem Þjóðréttarnefnd S. Þ. hafði gert, en nefnd þessi hefur starfað árum saman að tillögum sínum og athugunum. Þó að málefni ráðstefnunnar væru margvísleg, létu íslending- ar sig að sjálfsögðu mest varða þau atriði, er snertu stærð land- helginnar og verridún fiskistofna. Þessi tvö mál eru helztu hags- munamál þjóðarinnar, og gat því oltið á miklu, hversu til tækist um afgreiðslu þeirra. Þessi tvö tnál áttu líka eftir að setja mjög svip sínn á ráðstefnuna alla, og voru þau málin, sem mestri •deilu ollu. Það kom þegar í ljós í nefnd- arstörfum, að hin ýmsu aðildar- ríki litu mismunandi augum á það, hvað teljast skyldi hæfileg landhelgi. Bretar héldu í upphafi :mjög fram sínu gamla sjónarmiði um þriggja mílria landhelgi, sem þeir hafa talið gildandi að al- þjóðalögum. — Bandaríkjamenn studdu Breta fi'aman af, en báðar þessar stórþjóðir ui'ðu þó að víkja sjónarmiðum sínum til hliðar, þegar í ljós kom, að þau áttu nálega ekkert fylgi á ráð- stefnunni. Gekk svo langt, að Bretar báru fram tillögu um 6 mílna landhelgi, og bjuggust þeir við, að með henni gætu þeir komizt að málamiðlun, sem al- mennt hlyti fylgi. Svo var þó ekki. Var Bretum hin mesta skapraun að undirtektum þeim, sem tillögur þeirra og málstaður allur hlaut og áttu ]>eir mjög í vök að verjast á þinginu og eins heima fyrir, því að togaramenn þar í landi litu óhýru auga til alls undansláttar frá þriggja mílna reglunni. Komu margar tillögur fram um landhelgisstærðina. — Indverski fulltrúinn lagði til, að strandríki skyldu sjálf hafa rétt til þess að ákveða landhelgi sína innan 12 mílna línu, og Mexikó-fulltrúinn bar fram svipaða tillögu. Sovét- ríkin fluttu tillögu um, að hverju ríki yrði í sjálfsvald sett að ákveða landhelgi sína frá þrem- ui' upp í tólf sjómílur, og loks fluttu Kanadamenn tillögu, þar sem gerður var greinarmunur á landhelgi og fiskveiðilögsögu. Fór tillagan fyrst í þá átt, að al- menn landhelgi skyldi vera 3 sjómílur, en fiskveiðilögsaga hins vegar 12 sjómílur. Síðar breytti Kanada tillögu sinni þannig, að almenn landhelgi skyldi vera 6 sjómílur og fiskveiðilögsaga 6 sjómílur út fyrir hina almennu landhelgi. íslendingar tóku það ráð að styðja þessa tillögu Kan- adamanna, og átti húnn allmikið fylgi í nefndinni. Bandaríkja- menn lýstu í upphafi fylgi sínu við tillögu Kanadamanna, en breyttu síðar afstöðu sinni og fluttu breytingartillögu, sem fól í sér mikla takmörkun frá því sem Kanadatillagan hafði gert ráð fyrir. Fólst í tillögu Banda- ríkjamanna, að landhelgi strand- ríkis skyldi vera 6 sjómílur og skyldi strandríki jafnframt hafa rétt til fiskveiða innan 12 sjó- mílna takmarka, og er þetta orða lag í samræmi við Kanadatillög- una, ef ekki hefði verið bætt inn þeirri klásúlu, að ríki, sem stundað hafi veiðar á þessu fyr- irhugaða, afmarkaða belti und- anfarin 5 ár (10 ár stóð upphaf- lega í tillögunni), skyldi áfram halda rétti sínum þar til fisk- veiða. Ef þessi tillaga, svona orð- uð, hefði verið samþykkt, hefði það þýtt það, að Bretar og aðrar þjóðir, sem nú nýta íslenzk fiski- mið, hefðu allar getað haldið áfram veiðum hér átölulaust, og stækkun landhelginnar þannig orðið íslendingum gagnslaus með öllu. Afdrif tillagna þeirra, er fram komu í landhelgismálinu, urðu þær, að engin hlaut lögmæta af- greiðslu, en til þess hefði þurft 2/3 greiddra atkvæða með. Ráð- stefnunni lauk því, án þess að endaleg samstaða fengist- um stærð landhelginnar. Þó verður að telja, að umræður þessar hafi ekki verið gagnslausar, og það er íslendingum a. m. k. gleðiefni, að sjónarmið þeirra áttu miklu fylgi að fagna þrátt fyrir allt, og sjón- armið sumra stórþjóða um þrönga landhelgi virðast á und- anhaldi fyrir öðrum sjónarmið- um, sem eru okkur í hag, s. s. hugmyndin um 12 mílna land- helgi, eða a. m. k. 12 mílna fisk- veiðilögsögu. Þótt ráðstefnan hafi ekki kom- izt að niðurstöðu, að því er varð- ar stærð landhelginnar, voru eigi að síðui' mörg mál afgreidd end- anlega. Þar á meðal var strax á fundi í marzmánuði (25. marz) samþykkt með allmiklum at- kvæðamun fyrsta grein frum- varpsins, er fyrir ráðstefnunni lá, og fjallaði sú grein um land- grunnið og skýrgreiningu land- grunnsliugtaksins. Er landgrunn- ið skýrgreint svo, að það taki til sjávarbotnsins og jarðvegsins á þeim neðansjávarsvæðum, er liggja út frá ströndum landanna, en þó fyrir utan landhelgislínuna allt út á 200 metra dýpi eða meira, ef dýpið er ekki meira en svo, að vinna megi auðlindir á þeim slóðum. Með þessu er ákveðið, að fiskurinn, sem í sjón- um býr, teljist ekki til auðlinda landgrunnsins, heldur sé það ein- vörðungu auðlindir sjávarbotns- ins, t. d. olía, sem þar kynni að leynast, sem heyra þar undir. — Með samþykkt þessarrar skýr- greiningar sýnist endanlega fyrir það girt, að íslendingar geti hér eftir hreyft því með nokkrum árangri, að fiskurinn á land- grunninu teljist til auðlinda þess, og að við getum helgað okkur einkarétt til fiskveiða á land- grunninu, svo sem stundum hef- ur vei'ið rætt um. íslendingar fluttu enga sjálf- stæða tillögu um stærð landhelg- innar, en kusu í þess stað að fylgja tillögu Kanadamanna, svo sem greint hefur verið frá. Hins vegar fluttu þeir í þriðju nefnd ráðstefnunnar mikilvæga tillögu, sem fjallaði um það, að strand- ríki hefði forgangsrétt til veiða utan fiskveiðilögsögu, ef ríkið ætti tilveru sína undii' fiskveið- um og nauðsyn væri að vernda fiskstofninn á svæðum í grennd við strandmið. Þessi tillaga var samþykkt í nefndinni, eftir að gerðardómsákvæði var skotið inn í hana, en var síðan felld við at- kvæðagreiðslu á allsherjarfund- inum. Það var eftirtektarvert, að flest Evrópuríki greiddu atkvæði gegn fslandi í þessu máli, önnur en Danmörk, og var því borið við, að í tillögunni fælust „sér- réttindi“, sem færu í bág við grundvallarregluna um frelsi á höfum úti. Rússneska blokkin stóð yfirleitt gegn okkur, að því undanskildu, að Ungverjaland og Tékkóslóvakía sátu hjá við at- kvæðagreiðsluna. — Júgóslavía greiddi atkvæði með tillögu ís- lands. Frændur okkar og banda- lagsmenn í Evrópu urðu okkur að liði, Bandaríkjamenn dugðu okkur til einskis, en Kanada- tnenn og Danir, einir Atlants- hafsþjóðabandalags, studdu till- löguna, Danir fyrst og fremst. vegna sjónarmiða Færeyinga. — Hins vegar áttum við skilningi að mæta meðal Suður-Ameríku- þjóða, Afríku- og Asíuþjóða. — Þessi tillaga íslands hlaut 30 at- kvæði gegn 21, en 18 sátu hjá, auk þess sem allmargir fulltrúar voru fjarverandi, er atkvæða- greiðslan fór fram. Þótt íslenzka tillagan fengi þannig heldur slæma afgreiðslu, var það nokkur bót í máli, að önnur tillaga, er fjallaði um sama efni, borin fram af Suður Afríku, hlaut lögmæta afgreiðslu. Tillaga Suður-Afríku var þó hvergi nærri jafnfortakslaus og tillaga íslenzku sendinefndarinnar, en er þó talin miða í sömu átt, svo langt sem hún nær. Þó er talið, að á hana beri aðeins að líta sem viljayfirlýsingu og að ekki felist í henni skuldbindingarákvæði fyrir viðkomandi ríki. Tillagan eða yfirlýsingin hljóðar þannig, skv. frétt í Tímanum 27. apríl sl.: „Ráðstefna Sameinuðu þjóð- anna um rcttarreglur á hafinu hefur huglcitt aðstöðu þeirra þjóða, sem eiga lífsafkomu sína eða efnahagsþróun að langmestu leyti undir fiskveiðum með ströndum fram. Ráðstefnan hefur einnig hugleitt afstöðu landa, þar sem fólkið við sjávarsíðuna á fyrst og fremst öflun sína á eggjahvítuefni til manneldis undir fiskveiðum mcð ströndum fram og veiða aðallega á litlum skipum. Ljóst er, að þegar svo stendur á, þarf að gera óvenju- lcgar ráðstafanir til þess að bæta úr sérstökum þörfum. Sakir þess, hversu slíkar aðstæður eru sjaldgæfar og óvenjulegar, hljóta þær ráðstafanir, sem gerðar cru þeirra vegna, að koma til viðbót- (Framhald á 7. síðu.) (Framhald.) Eftir því sem mánuðurnir liðu, dró stöðugt þróttinn úr okkur þremur. Við vorum á góðri leið með að svelta í hel, og það gerð- ist hægt og bítandi, án alls háv- aða. Okkur langaði bara óskap- lega í mat, og lystin var óþrjót- andi. Við gerðum okkur að góðu að sitja bara í sólskininu, móka og aðhafast ekkert. Við mistum valdið yfir tárunum. Við vorum farin að gráta, áðui' en við viss- um af. Hver hreyfing varð okkur þjáning og kvöl. Það tók mig a. m. k. þrjá stundai'fjórðunga að greiða mér á morgnana. Ef eg hélt höndunum ofan við höfuð í eina mínútu, þá logverkjaði mig í handleggina. Eg var nú orðin of máttvana til þess að geta fléttað löngu flétturnar á Makó. Við urðum að klippa þær af. Stundum greip mig allt í einu svo mikill svimi, að eg varð að styðja mig við, til að detta ekki. Neglurnar tóku að detta af fingr- unum, og eg varð að vefja góm- ana, svo að allt, sem eg snerti á, yi'ði ekki blóðugt. Eg píndist stöðugt af ótta um, að eitthvert okkar fengi alvar- legan sjúkdóm og dæi, því að ekkert okkar hafði neitt mót- stöðuafl. Svo fékk Makó hita- veiki, og Terry fékk aðsvif og varð að liggja í rúminu í margar vikur. Eftir því sem læknirinn sagði, þá var þetta eins konar hjartaslag. Mér fannst nú, að líkt væri komið fyrir okkur og land- inu, endalokin væru ekki langt undan. Blöðin komu mjög óreglulega, og af útvarpinu höfðum við eig- inlega engin not vegna mikilla lofttruflana þama uppi í íjöllun- um. Mestu tíðindi styrjaldarinn- ar fengum við því í bréfi. Dag nokkurn kom Makó til baka frá pósthúsinu niðri í þorpinu. Hún kom með bréf til pabba síns frá gömlum vini, sem var blaðamað- ur. í bréfinu sagði hann frá und- HEIMA ER BEZT Mynd af ungfrú Guðrúnu Kristinsdóttur skreytir forsíðuna á nýútkomnu hefti Heima er bezt maíheftinu. En um hana skrifar Björgvin Guðmundsson tónskáld. Þórður Jónsson á Látrum rit- ar greinina „Með hörku skal hættum mæta“ og J. M. Eggerts- son „Hvaða tré voru það“. Þá c-ru þarna Sögur Magnúsar á Syði’a-Hóli, Þættir úr Vestur- vegi, lokaþáttur ritstjórans í þessum greinaflokki, Hvað ung- ur nemur, eftir Stefán Jónsson, Fjárskaðaveður eftir Stefán Ás- bjarnarson, ný framhaldssaga, Sýslumannssonurinn, eftir Ingi- björgu Sigurðardóttur, tvrer aðr- ar framhaldssögur, getraunir og fleira. kastað hefði verið á Hiroshima. „Enn hefum við ekki heyrt um neinar varnir gegn þessu nýja og hræðilega eyðingarvopni," skrif- aði hann. Seinna fréttum við, að Taira, yngri bróðir Terrys, hefði verið fyrsti utanaðkomandi læknirinn, sem kom til borgarinnar, eftir að sprengjan var fallis. Hann var þá læknir í flotastöðinni í Kure og fór óðara af stað til hinnar nauð- stöddu borgar. Hann bai'ðist við það heila viku, því nær án svefns, ásamt 15 hjúkrunarkin- um og nokkrum hermönnum, að reyna að líkna þúsundum lim- lestra og kvalinna manna. Endalokin nálguðust nú með miklum hraða. Rússland gerðist þátttakandi í styrjöldinni, og gramdist Terry það mjög, eins og öllum öðrum Japönum, því að Japan var þegar gjörsigrað land. Morguninn 15. ágúst hljóp sendi- boði á milli húsa og kallaði æstri rödd, að við ættum öll að mæta hjá kumichóa sveitarinnar kl. 10. Keisarinn ætlaði að tala í út- varpið, en það hafði enginn keis- ari gert nokki'u sinni fyrr. Þar sem eg var erlendrar ætt- ar, var eg ekki viðstödd, er hlýtt var á þessa eftirminnilegu út- varpsræðu, en Terry sagði mér frá því, sem gerðist. Það komu þarna saman á milli tuttugu og þrjátíu manneskjur. Allt voru það konur og börn nema Terry og fáeinir gamlir menn. Sumt af fólkinu var frá sveitabæjunum f grennd, annað var flóttafólk frá borgunum vegna loftárásanna, og þar á meðal gömul kona frá Tókíó, sem því nær öll var vafin sárabindum. Börnin fundu af næmleik sínum, að eitthvað átakanlegt var að gerast, og hjúfruðu sig þögul og skelfd upp að mæðrum sínum. Allir voi-u al- varlegir og hátíðlegir á svip, og hlustað var af ákafri athygli á hina óþekktu rödd, sem með há- um og titrandi tónblæ skýrði frá örlögum Japans. Keisarinn talaði hirð-japönsku, sem enginn viðstaddra skildi nema Terry. Hann þýddi ræðuna jafnóðum, og er gömlu konunni, sem vafin var sárabindunum, skildist, að keisarinn hvatti þjóð- ina til þess að „bera það óbæri- lega“ — og með þessu ætti hann við uppgjöf, þá fór hún að gráta, ekki hátt og óhemjulega, heldur fékk hún djúpan ekka, og líkam- inn skalf og nötraði. Svo tóku börnin að kjökra, og áður en keisarinn hafði lokið ræðu sinni, voru allir fárnir að gráta hústof- um. Röddin þagnaði. Gömlu kai'l- arnir, konurnar og börnin stóðu á fætur og hneigðu sig þögul hvort fyrir öðru. Ekkert orð var sagt. Þau hurfu út úr dyrunum, og hver fór heim til sín. (Framhald.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.