Dagur - 10.05.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 10.05.1958, Blaðsíða 4
4 DAGUR Laugardagjnn 10. maí 1958 DAGUR ASalritstjóri og ábyrðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Meðritstjóri: INGVAR GÍSLASON Auglýsingastjóri: Þorkell Björnsson Skrifstofa í I-Iafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Kuldakveðja Ríkisútvarpsins UM LEIÐ OG RfKISÚTVARPINU er þökkuð mörg ánægjustund, er ekki úr vegi að gera hina nýju innheimtuaðferð afnotagjaldanna að umtals- efni. Daglega klingir auglýsing frá fyrirtækinu um dráttarvexti og lögtök ef gjalddaginn gleym- ist. Nú þegar eru þessir dráttarvextir fallnir á 200 króna afnotagjaldið og eru þeir hvorki meira né minna en 10% á mánuði, eða sem svarar 120% ársvöxtum. Slíkum vöxtum hefur oft verið gefið ófagurt nafn, sem hverri menningarstofnun ætti að vera óljúft að bera. En Ríkisútvarpið lætur þó ekki staðar numið með því að feta í fótspor okr- aranna með refsivöxtum og hótunum um lögtök, heldur gengur það feti framar. Það auglýsir að bifreiðir fái ekki skoðunarvottorð fyrr en eigend- ur þeirra sýni kvittun fyi'ir gx'eiðslu afnotagjalds viðtækja bifreiðanna. Þetta má nú kalla að kunn- að sé til verka. Blaðið hefur aflað sér þeirra upplýsinga, að bif- reiðaeftirlitið hér, telji sér ekki skylt að hlíta þessum áminnstu auglýsingum og hafi þær að engu, samkvæmt úrskurði dómsmálaráðuneytis - ins. Sýnist því tími til kominn að útvarpið taki auglýsingar sínar til rækilegrar yfirvegunar og fari að lögum í þessu efni. Hér í blaðinu hefur verið bent á þá leið í innheimtu afnotagjalda við- tækja, að leggja þau á sem hvei'n annan nefskatt, þar sem segja má að allir landsmenn njóti þess, sem útvarpið hefur að bjóða. Matthíasarfélag og byggðasafn MÖRGUM MUN það gleðiefni að stofnað er Matthíasarfélag hér í bænum, sem áður hefur verið sagt frá í fréttum hér í blaðinu. Félagið ætl- ar að vinna að því, að heiðra þjóðskáldið og halda minningu þess á lofti. Fyrsta verk hins nýja félags mun vei'ða það, að safna ýmsum munum úr eigu skáldsins og ritvei'kum og koma þeim fyrir í öðru hvoru húsi hans á Akureyri, koma upp Matthías- arhúsi á svipaðan hátt og konur hafa komið upp Nonnahúsi. Er vel að slíkt skuli fyrirhugað, enda þótt heiður sér aMatthíasar Jochumssonar sé ekki brothættur eða minningu hans gleymskuhætt. En þá er um þrennt að velja: Þjóðskáldið bjó 17 ár í Aðalstræti 50 og önnur 17 á Sigui'hæðum. Annað þessai'a húsa mun sennilega varðveitt. En bæði eru þau mjög vel stæðileg. En einnig má hugsa sér Matthíasarsafn í fyrirhugaðri safna- hússbyggingu bæjarins. Þar yrðu munir hans og bækur vai'anlegast geymdir, hvoi’t sem sú hug- mynd fær nokkui’n byr. En sé hoi'fið að því ráði, að varðveita hús skáldsins, verður að líta stærra á málið en ennþá hefur komið fram opinberlega. Kemur þá til álita að hugsa sér gamla bæjarhlut- ann, Fjöi'una, sem minningai-stað. Þar er nú.þeg- ar Nonnahúsið. Þar er og hús séra Matthíasar á næstu grösum og þar er ennfremur tryggð lóð fyi’ir byg'gðasafn. Um eða yfir 800 munir, margir hinir mei-kilegustu, eru geymdir í kjallara heimavistar Menntaskólans. Þeim mun vei'ða hol- að niður til bráðabirgða á öðrum stað nú bráð- lega. Þessir gömlu munir njóta sín hvergi nema í upphaflegu umhverfi. Þeir tilheyrðu gömlu bæj- unum og eiga að vera til sýnis í torfbæ. Hvers vegna ekki að ætla byggðasafni stað skammt frá Nonnahúsi og Matthíasai'húsi? Og það er fleira í Fjöi'unni: Kirkjugarðurinn, kirkjugrunn- urinn, gamla prentsmiðjan, „El- ínarbaukur“ og margt fleira, sem varðveita þai'f. Þar sýnist því minningarstaður, sem líta þarf á, þegar ákveðið er um Matthíasar- hús. „Dæmið ekki, svo þér verðið ekki dæmdir" Þessi orð komu mér í huga, er cg hlýddi á erindi Sæmundar G. Jó- hannessonar í Nýja Bíói sl. sunnu- dag. Erindið fjallaði um lífið eftir dauðann og hvaða ljósi biblían varpar á ódauðleikasannanir og á- stand látinna manna, og hvort hægt væri að ná sambandi við þá. Það kom greinilega fram, að með þessu erindi ætlaði Sæmundur að revna að kollvarpa spíritismanum og gera ómerk öll verk sálarrann- sóknarmanna. Miðlar voru svikarar eða ofsjónarfólk að hans dómi, „með bilaðali kirtil í höfði“, sem náðu þó stundum sambandi við illa anda! Og fólk það, er að sálar- rannsóknum stendur, var aðeins auðtrúa fáráðlingar, sem töluðu við illa anda, sem blekktu það. Þetta var ófögur lýsing á starli sálarrann- sóknarmanna. Auk þessa taldi Sæ- mundur, að liér væri um óguðlegt athæfi að ræða að dómi biblíunnar. Það var því ekki að undra, þótt þessi mikli guðsmaður fyndi hjá sér kölfun til þess að koma þessu fólki til hjálpar. Ekki verður annað séð en að Sæ- mundur Jóhannesson áliti, að þeir sem staðið hafa að sálarrannsókn- um, hafi lítið kynnt sér biblíuna og kenningar hennar um lífið eftir dauðann. Telur hann þá sennilega pxófcssor Harald Níelsson villutrú- armann og þá um leið skrif lians og rannsóknir ómerk. Eins og öllum mun kunnugt, var séra Haraldur einn af brautryðjendum á sviði sál- arrannsókna hér á landi. Hann sannaði það, svo að ekki vcrður um villzt, að hægt er að ná sambandi við framliðna rnenn, sem gegnum miðla koma mikilvægum boðum til æ.ttngja og vina hér á jörðunni. Hann vann ótrauður að þessum rannsóknum, meðan hans jarðneska líf entist, þrátt fyrir harðar árásir skilningslausra manna. Enginn mun draga í efa, að séra Haráldur Níclsson liafi kynnt sér biblíuna í réttu ljósi áður en hann hóf sálarrannsóknir sínar. Hann mun ekki hafa fundið þar neitt, er fvrirmunaði honum Jxetta og Jxví ékkert hafa framkvæmt, sem raskaði kenningum biblíunnar. I jicssti efni nægir að vitna til upphafs kaflans „Vitranamaður" í bók séra Haralds „Lífið og ódauðleikinn". Þar segir svo: „Aliur fjöldi manna trúir Jxví, að lieilög ritning segi oss frá opinber- unurn og að margt í henni sé opin- berað orð Guðs. Hverja leið þær opinberanir séu til vor komnar — fyrir því gera fæstir sér nokkra grein. Margir vita J)ó, að almennast er svo álitið, að spámcnn og postul- ar hafi verið J>ar milliliðir. Lengra komst rannsókn ýmissa „trúaðra" manna ekki í þessum efnum. Ritningin sjálf segir þó víða frá því, að bæði spámenn og postular hafi verið gæddir sérstökum hæfi- leikum og stundum að minnsta kosti komizt í einkennilegt og und- arlegt ástand og Jxá iðuglega séð sýnir. Þess er Jxegar getið um Abra- liam, sem ritningin talar um sem spámann, og [)á ckki síður um Móse, scm talinn var höfuðspámað- ur ísraelsþjóðarinnar. Allir kannast við sýn hans í þyrnirunninum (2. Mós. 3.). Hæfilciki sá að geta séð sýnir, virðist hafa verið eitt aðal- einkenni á spámönnum allra alda. Það leynir sér ckki, ef Gamla testa- mentið er atliugað. Einkennilega gliiggt kennir Jxað fram í frásögn- inni um Samúel (í 1. Sam. 9, 9.): „Fyrrum komust menn svo að orði í ísrael, J)á er J)eir gengu til frétta við Guð: Komið, vér skulum fara til spáandans! Því að Jxeir, sem nú eru kaliaðir spámenn, voru fyrrum kallaðir sjáendur". Samúel sá sýn- ir, var gæddur einhvers konar skyggnigáfu, og hann lieyiði radd- ir úr einhverjum ósýnilegum heimi Jtegar á barnsaldri. Fyrir Jressa gáfu sína varð sjáandinn spánxaður eða guðsmaður, eins og slíkir menn voru nefndir. Því að lýðurinn trúði því, að Jxeir senx slíkar náðar- gáfur hefðu öðlazt, gætu verið meðalgöngumenn eða nxilliliðir milli Guðs og manna. Til Jxeirra yrði að leita, ef ganga ættti til frétta við Guð eða fá opinberanir frá honum. Af Jxví að Samúel.var gæddur slíkum gáfum, „kannaðist allur ísrael við það frá Dan til Beerseba, að Samúel væri falið að vera spámaður Drottins" (1. Sam. 3, 20).“ Þessi tilvitnun í riti séra Harald- ar Níelssonar ætti að nægja, enda ekki að efa að Sæmundur Jóhannes- son getur aflað sér bókarinnar. En nú má spyrja Sæmund: Voru sýnir spámannanna ekki ofsjónir manria með „bilaðan kirtil í liöfðinu" eða vísvitandi blekkingar og svik svo orðalag Sæmundar sé notað um miðlana? Þessar hugleiðingar mínar út af .erindi Sæmundar skulu nú ekki hafðar lengri, ])ótt um bær mætti rita lagt mál. Eg dreg ekki í efa gáfur eða lærdóm Sæmundar. Eg læt mér lieldur ekki detta í hug að færast J)að í fang að breyta skoð- unum hans. Enda tel ég að hvcrj- um manni eigi að vera frjálst að liafa sínar trúarskoðanir. Þess vegna finnst mér að J)eir, sem ekki Jrekkja til sálarrannsókna, og vilja ekki kynnast Jreim, eigi heldur ekki að dcema þá, cr Jxær liafa liclgað sér. Spíritistar eru það réttsýnir menn, að þeir láta aðra í friði með skoð- anir sýnar í trúmálum og um fram allt reyna þeir ekki á neinn liátt að rýra gildi biblíunnar. Hins geng ég ekki dulinn, að Jxeir hafa Ixaft stórbætt áhrif á mannlífið. Með þessum orðum læt ég útrætt um þetta mál. Ég áfellist ekki trúar- skoðanir Sæmundar, en mér finnst liann geta x’xtbreytt J)ær, án ])ess að ófrægja aðra J)á, sem ckki eru sömu skoðunar og liann. Steingrimur Sigursteinsson. Börnin og slysahættan Eitt af vandamálum nútíma þjóðfélags er að bæta úr neyð fatlaði-a og lamaðra manna, þar á meðal bai-na. Fjöldi lækna og hjúkrunarliðs og mörg mannúðarfélög hafa á hendi ýmiss konar starfsemi til úi'lausnar þessu vandamáli, og hér á landi hef- ur eigi alls fyrir löngu verið stofnað félag, er nefn- ist Styi-ktarfélag fatlaðra og lamaðfa og vinnur að þessum miklu mannúðai'málum. Það er vissulega átakanlegt þegar menn, sem áð- ur voru í fullu fjöri, missa allt í einu oi’ku sína fyrir tilvei'knað sjúkdóma og slysa. Þó er hvað átakanlegast að hoi'fa á lömuð eða fötluð börn, og e. t. v. er það einnig sái'ast fyrir þau allra manna að lenda í slíkri ógæfu. Við getum gert okkur í hugarlund, hve mjög hin óþi'oskaða barnssál hlýt- ui' að mótast af slíku, og það er þess vegna ekki óeðlilegt, J)ótt reynt sé að géra allt, sem í mann- legu valdi stendur til þess að leysa vanda þeirra. Og það er vissulega gleðilegt að verða vitni að því, að margt er það í mannlegu valdi, sem oi'ðið hef- ur til þess að þjóna þessum tilgangi með undra- verðum árangri. Þó að margt sé hægt að gei'a í þessu máli, fer því víðs fjarri, að það sé einfalt og auðvelt. Til þess að verulega góður ái'angur fáist, þarf bæði mikla þol- inmæði og andlegt þi'ek og mai'ga sérmenntaða menn, allt frá læknum til séi'fræðinga, er fjalla um stai’fsval fyrir hina fötluðu og lömuðu. Þá er ekki síður þörf sérstofnana, er láta sig þessi mál sér- staklega varða, og allt krefst þetta mikils fjár og mikils starfs. Það virðist því, fljótt á litið, vera einfaldast og ódýrast að reyna að koma í veg fyrir slysin, sem eiga sinn ríka þátt í því að lama menn og limlesta, m. a. börn. Enda er það svo í nútíma Jxjóðfélagi, að mikið er gert til þess að útiloka slys, m. a. með því að setja ströng skilyi-ði um umbúnað véla í verk- smiðjum og öði'um vinnustöðum, fastar ökureglur á vegum úti og annað það, er verða má til þess að koma í veg fyrir slys. Er óhætt að fullyrða, að ábyrgð vinnuveitenda á afleiðingum slysa er nú, samkv. lögum og dómsúrskurðum mjög rík hér á landi, eigi síður en í öðrum löndum, þar sem svip- að réttai'far ríkir, og oi'kar það allt í þá átt að fleira er gert til þess að koma í veg fyrir slys en ella myndi. En slys eru slys. Oftast er eins og til- viljun ráði slysum og við fáum ekki ráðið við til— viljanir. Það er því hai'la ólíklegt, að við getum í framtíðinni útilokað öll slys, hversu góð lög, sem við setjum og hversu rík ábyrgð, sem lögð veiður á vinnuveitendur og ökumenn. Slysahættan er ekki sízt mikil meðal bai'na. Þau eru ógætin og æi'sla- fengin og kunna sér ekki hóf í hegðun. Þau Jxurfa því sífelldlega náinnar umönnunar og gæzlu, sem Jxví miður vill oft og einatt verða misbrestur á, ekki sízt vegna fólksfæðar og anna foi-eldi'a. Með sívaxandi véltækni og hraða á öllum svið- um eykst slysahættan, því að gera má í'áð fyrir, að slysavai'nirnar vaxi e. t. v. ekki að sama skapi, ef ekki er gert fleii-a en nú er almennt tíðkað til j)ess að útiloka slysahættuna. í kaupstöðum er slysa- hættan vafalaust mun meiri en í sveitum. Þó er J)ví alls ekki að leyna, að slysahættan í sveitum fer sí- fellt vaxandi eftir J)ví sem fleiri vélknúin tæki eru tekin til notkunar við bústörf. Er því sjálfsagður hlutur, að bændur gefi náinn gaum að þessarri þróun og geri ráðstafanir til þess að hindra slys, svo sem frekast er hægt. Það er ekki sízt ástæða til þess að beina þessu til húsmæðra í sveitum, J)ví að e. t. v. hafa þær ríkari skilning á Jxeirri hættu, sem getur stafað af ógætni í meðferð vélknúinna tækja, og þaér munu a. m. k. ekki sízt finna fyrir J)ví, ef eitthvað alvarlegt hendir börnin. Þannig ætti að banna allt óþai'fa „sport“ barna eða ungl- inga með vélknúnar vinnuvélar, og fylgjast ná- kvæmlega með þeim, ef nauðsynlegt er að láta þau stjórna slíkum vélum vegna skorts á öðru vinnu- afli. Það hljóta allir að skilja, að það er ill nauð- syn að þurfa að láta börn eða unglinga stjórna vandasömum, vélknúnum tækjum, og menn takast með því á hendur mikla ábyrgð. Þess vegna bei' að hafa ávallt vökult auga með þeim böi'num, sem slík vex'k vei'ða að vinna. Kaupstaðabörn eru í sífelldri hættu fyx'ir öku- tækjum, sem um vegi og götur fai-a, svo lengi sem leikvöllur mai'gra bai’na eru gangstéttir og jafnvel ökubi'autir, sem bílar þjóta um. Það verður J)ví aldrei ofbrýnt fyirr foreldrum, sérstaklega mæðr- um, að kenna böi-num sínum að gæta sín fyrir götuumferðinni, og helzt náttúrlega að sjá svo um, að þau leilti sér alls ekki á götunni eða í nánd við hana. Slysin gera engin boð á undan séi', en það er hægt með skynsamlegum ráðstöfunum að draga úr slysahættu, og verða allii' þeir, sem eiga þar nokk- uð undir, að skilja það og virða með raunhæfum aðgerðuiri. Á J)etta bæði við um fólk í sveitum og kaupstöðum. Hvar, sem slysahætta ei' fyrir hendi, verða þeir, sem ábyrgðina bera, að hafa vakandi (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.