Dagur - 10.05.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 10.05.1958, Blaðsíða 5
Laugardaginn 10. maí 1958 D A G U R 5 Úr Afbrýðisöm eiginkona. — (Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson.) Leikfélag Akureyrar: Afbrýðisöm eiginkona Jóhann Ögmundsson sviðsetti þetta f jórða og síðasta verkefni L. A. á þessu leikári Á þriðjudagskvöldið gafst bæj- arbúum kostur á að sjá nýjan leik hjá Leikfél. Akureyrar. Er það fjórða og síðasta verkefni fé- lagsins að þessu sinni. Sjónleik- urinn 'er í þrem þáttum og eftir Guy Paxton og Edvard Hoile, en þýðandi er Sverrir Haraldsson. Nafna hans: Afbrýðisöm eigin- kona. . Leikurinn er hreinn og ómeng- aður gamanleikur og til þess eins saminn og sýndur að vekja hlát- ur. Gamansemin er bæði uppi- staða og ívaf og líklega verður hann að teljast vitlausastur allra þeirra sjónleikja, sem sýndir hafa verið hér um árabil. Hitt getur verið álitamál hvort vitlaust sé þrátt fyrir það, að setja hann á svið. Undirritaður svarar því eindregið neitandi, eftir að hafa hlegið sig máttlausan eina kvöld- stund og síðan gleymt efni hans, ef það var eitthvað. Þeim, sern vilja hlæja í leikhúsi, er eindreg- ið ráðlagt að sjá Afbrýðisama eiginkonu. Hinum, sem vilja vitkast eða verða fyrir varanleg- um áhrifum, er ráðlagt að vera heima eða venda í önnur hús. — Sjaldan mun hafa verið hlegið Afkoma togara- útgerðarinnar Hin lélega afkoma togaraút- gerðarinnar í landinu er almennt áhyggjuefni. Sagt er, að meðal- tap togara verði meira á næst- unni, samkv. áætlun Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda, en verið hefur að undanförnu, og var þó ekki á það bætandi. Eitt með öðru, sem talið er að lagað gæti afkomuhorfur togaranna, er að útgerðarfélögin reki jafnframt veiðiskapnum fullkomnarvinnslu stöðvar til þess að hagnýta afl- ann, t. d. hraðfrystihús, skreið- arhjalla og fiskimjölsverksmiðj- ur. Mætti þá vinna upp tapið á veiðunum með því, sem vinnst í fiskverkun og fiskimjöls- og lýs- ísframleiðslu. — Grani. meira á frumsýningu en í Sam- komuhúsi bæjarins, frumsýning- arkvöldið. Leikstjórn Jóhanns Ögmunds- sonar var góð, en þó þyrfti hann að lyfta síðasta þættinum nokk- uð. Leikendur eru 9, og af þeim fjórir nýliðar. Emil Andersen leikur eigin- mann hinnar afbrýðisömu eigin- konu. Hann gerir margt vel, en er e. t. v. ekki nægilega tauga- veiklaður og niðurbrotinn þegar verst gegnir og tvísýnan er mest í hjónabandi hans. Þórhalla Þorsteinsdóttir leikur þá afbrýðisömu af öryggi og myndarskap. Guðmundur Ólafsson kennari leikur son eiginmannsins. Hann mun áður hafa komið í.snertingu við leiklistina, ef ráða má af lík- um. Hann er þó nýliði hér að minnsta kosti, en fer mjög snot- urlega með hlutverk sitt og mun eiga meira í pokahorninu, ef hann gefur sig að þessum málum framvegis. Ragnar Sigtryggsson er kunn- ari á leikvelli en undir leiksviðs- ljósum og er hér alger nýliði. — Hvernig leikstjóranum hefur dottið í hug að velja hann í þetta hlutverk, sem er tvíþætt, svo að hann verður að leika bæði karl og konu, veit eg ekki. En hann stóð sig furðu vel á þessum nýja vettvangi. Svanhvít Jósepsdóttir og María Jóhannsdóttir eru ennfremur ný- liðar og leika leikkonu og heima- sætu á sveitasetri. Þær fara mjög þokkalega með hlutverk sín. En þau gefa takmörkuð tækifæri. Sigríður P. Jónsdóttir leikur ráðskonu á sveitasetrinu. Lítið hlutverk en vel leikið. Jón Ingimarsson leikur gamlan skátaforingja, hreinan af allri synd eða því sem næst. Gerfi hans er ágætt og leikur hans mjög spaugilegur. Tæplega verð- ur því neitað, að í þetta skipti komi hann manni ánægjulega á óvart. Oddur Kristjánsson leikur bíl- stjóra, algerða aukapersónu, sem aðeins segir eina setningu. Held- ur lítið fyrir Odd, finnst mér. Aðalsteinn Vestmann málaði leiktjöldin af mestu prýði. E. D. Klippt og skorið „ÍSLENDiNGL“ SVARAÐ f 22. tbl. Dags ritaði cg stutta grein og benti þar á þá sögu- legu staðreynd, að undanfarinn rúman aldarfjórðung hafa gjaldcyriseríiðleikar sett aðal- svipinn á stjórnmálalífið í landinu, og þyrfti því engum að koma á óvart, þótt vart hefði orðið við gjaldeyriserfið- leika á þessu ári. Eg gat þess sérstaklega, að ckki hefði gjaldeyrisástandið verið betra á þeim árum, sem Sjálfstæðis- menn voru aðiljar að ríkis- stjórn, þó að stríðsárunum undanteknum, þegar mjög óeðlilegar ig óvenjulegar að- stæður urðu til þess að gjald- eyrisaðstaða landsmanna var góð. Jafnframt bcnti eg á þá alkunnu staðreynd, að um ára- mótin 1946—47, þegar nýsköp- unarstjórnin, sem naut forystu Sjálfstæðismanna, var í and- Farfuglarnir koina LÓUÞRÆLLINN Hann er nú kominn eins og allflestir farfuglarnir og sá eg þá fyrstu hér á Leirunum 29. apríl. í fyrra sá eg fyrstu lóuþrælana hér 25. apríl. Þeir hafa nú síðustu dagana hópast að hér á Leirum- ar og blandað sér saman við aðra vaðfugla þar, sérstaklega sendl- ingana. Þeir fljúga um með þeim í stórum hópum, nokkur hundr- uð saman og sveifla fuglarnir sér fram og aftur í loftinu, þétt hver við annan, án þess að rekast á, og sýna svo samtaka og mikla flug- fimi, að furðu gegnir. Eftir dá- litla stund sezt hópur á Leir- urnar, dreifir sér þar í ætisleit og hinir eftir ofurlitla stund, en þýtur svo upp áður en varir, án þess að maður verði var við að nokkur styggð hafi komið að Ókeypis skólavist við norræna lýðliáskóla Eins og undanfarin ár mun ókeypis skólavist verða veitt á norrænan lýðháskólum næsta vetur fyrir milligöngu Norræna félagsins. f vetur njóta 20 unglingar slíkrar fyrirgreiðslu: 13 í Sví- þjóð, 5 í Noregi, 1 í Danmörku og 1 í Finnlandi. Umsækjendur skulu hafa lokið gagnfræðaprófi eða öðru hlið- stæðu námi. í umsókn skal til- greina nám og aldur. Afrit af prófskírteinum fylgi ásamt með- mælum skólastjóra, kennara eða vinnuveitanda, ef til eru. Umsóknir skulu sendar Nor- ræna félaginu í Reykjavík (Box 912) fyrir 20 maí næstkomandi. þeim. Þeir fljúga nokkrar ferðir fram og aftur með taktföstum sveiflum og beygjum og setjast svo oft á sama blettinn aftur. Það er með lóuþrælinn eins og sandlóuna og kríuna, að nokkur hluti þeirra stendur hér við stuttan tíma, en heldur svo áfram lengra norður á bóginn til Norð- austur Grænlands, þar sem þeir á hinu stutta sumri verða að hafa sig alla við að verpa, unga út og ala upp ungana, og hverfa svo aftur suður á bóginn svo fljótt sem auðið er. Lóuþrællinn kem- ur þarna norður eftir seinustu dagana í maí og fyrst í júní, svo að tíminn er ekki langur. Seinni partinn í maí fara lóu- þrælarnir að hverfa héðan úr fjörunum og af Leirunum og dreifa sér út um mýrar, móa og heiðar og fara nú að búa sig undir varpið. Hreiðrinu er oftast valinn staður í mýri, við tjarnir eða læki. Oftast er það í sinu- þúfu, ofurlítill bolli með þykku lagi af mosa og grasi, oft klætt að innan með smá stráum og blöð- um. Eggin eru oftast 4, stundum 3 og stendur klakið yfir 16—17 daga. Foreldrarnir liggja á tii skiptis. Eftir um það bil 24 daga eru ungarnir orðnir fleygir og fylgjast þeir með foreldrunum fyrst í stað, en um miðjan ágúst safnast þeir í hópa, sem halda til sjávar og safnast þar í fjörur og ú leirur með öðrum vaðfuglum. Eftir nokkurra vikna dvöl í fjör- unum fara þeir að fara af landi burt og eru flestir horfnir í lok september. Kr. Geirmundsson. arslitrunum, voru allar erlend- ar innstæður landsmanna upp- étnar og jafnvel byrjað að safna gjaldeyrisskuldum. ÁBYRGÐ ÍIIALDSINS. Eg gat þess líka, að Sjálf- stæðismenn hefðu verið aðiljar að þeirri ríkisstjórn sem við tók 1947, eftir hina eftirminni- legu hrakför nýsköpunarsteín- unnar, sem lauk með uppgjöf og strandi, svo að ekki voru önnur ráð tiltækileg en að setja á stórfelldari fram- kvæmdahömlur og vöru- skömmtun en nokkru sinni hefur þekkzt hér á landi. Þetta getur enginn Sjálfstæðismaður hrakið, þótt hann væri allur af vilja gerður, því að þetta er kunn staðreynd úr sögu síðasta áratugs og öllum vitibornum mönnum ljóst. Eigi að síður rcynir Islendingur í síðasta tbl. sínu að bera brigður á þessa staðreynd og kallar sögulega fölsun hjá mér að geta um þetta. En hér er það íslending- ur, sem reynir að falsa söguna, og er það honum til lítils sóma. Blaðið gefur í skyn, að eg vilji EIGNA SJÁLFSTÆÐIS- MÖNNUM ÖÐRUM FREM- UR AÐGERÐIR STJÓRNAR ÞEIRRAR, sem Stefán Jóh. Stefánsson var í forsæti fyrir. Ekkert slíkt sagði eg í greinar- korni mínu, en vitanléga áttu Sjálfstæðismenn þar sinn hlut, enda fóru þeir með mikilvæg mál í stjórninni, m. a. fjár- málin. AFLEIÐING NÝSKÖPUNAR- STEFNUNN AR. Það kom í hlut ríkisstjórnar St. J. St. að reyna að finna leið út úr þeim erfiðleikum, sem nýsköpunaj-stefna íhalds og kommúnista hafði leitt yfir ís- lenzka þjóð. Vegna bágborins gjaldeyrisástands var engin lcið tiltækileg önnur en sú, sem lá gegnmn skömmtun nauðsynjavarnings og hömlur á fjárfcstingu. Þetta var það neyðarúrræði, sem gripið var til, vegna óstjórnar undanfar- andi ára, sem Sjálfstæðismenn áttu sinn verulega þátt í. Þeir geta því aldrei firrt sig ábyrgð- inni af því, sem Stefaníu- stjórnin gcrði, þar sem aðgerð- ir þeirrar stjórnar voru bein afleiðing ástandsins eins og það var, þegar nýsköpunar- stefnuna hafði borið upp á sker. Og það stendur, sem eg hcf sagt, að gjaldeyriserfiðleik- ar eru ekki einkenni dagsins í dag öðru fremur, heldur eru þeir sorgarkaflinn í efnahags- sögu landsins frá því á árunum eftir 1930, og gildir einu hver hcfur farið með stjórnina. Sjálfstæðismenn þurfa enguin ráð að kenna í þessu máli, því að þeirra ráð cru fánýt. INGVAR GÍSLASON.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.