Dagur - 10.05.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 10.05.1958, Blaðsíða 7
Laugardaginn 10. maí 1958 D A G U R w 7 16. kvikmyndin um Carmen eftir Bizet sýnd í Nýja-Bíó Hinar ýmsu kvikmyndir um Carmen. Árið 1908 sást Carmen í fyrsta skipti í kvikmynd, sem William Selig gerði. Fyrstu tónkvikmyndina, Car- men 10., tók svo Cecil Lewis í Englandi. Og þá komum við að Carmen 16., „Carmen Jones", meistara- verki Premingers frá því árið 1954. Ekki eru oss kunnar fleiri kvikmyndir um Carmen, þótt vera kunni að ótal fleiri hafi verið gerðar víðs vegar um heim. En skyldi Merimeé, þegar skáld- saga hans um Carmen kom út árið 1847, hafa dreymt um það, að saga hans ætti eftir að vekja svo óskipta og óþreytandi athygli manna um víða veröld. Aðalhlutverkin leika þau Dorothy Dandridge og Ilarry Relafonte. — Efgtir frumsýning- una á Carmen Jones í New York voru gagnrýnendur svo hrifnir af Dorothy Dandridge, að þeir áttu erfitt með að finna nógu stór orð til þess að lýsa því, hversu ákaf- lega þeir höfðu hrifizt af hinni listrænu túlkun hennar á hlut- verkinu. í Hollywood fögnuðu menn auðvitað þessum mikla yleiklistarsigri, en samt fór ekki hjá því, að kaldhæðni örlaganna minntu þá háu herra á það, sem ó: undan var gengið. Nú var sem sé slegið föstu, að um langt skeið hefði ekki s'vo hetillandi, 'æsandi og gáfum gædd listakona komið fram á „hvíta léreftinu“, en fram að þessu höfðu kvikmyndafram- leiðendur þrjóskast við að fá henni viðunandi hlutverk í hendur. Ástæðan*til þess var lit- arháttur hennar. í Hollywood var það áður hefð, að ráða aldrei leikkonur af Negraættum í mik- ilvæg hlutverk. En nú hefur Dorothy Dandridge óefað sýnt hvað í henni býr, og hennar bíð- ur glæsileg framtíð. Harry Belafonte er fæddur í New York árið 1927, en bjó á æskupárum sínum á amaica með foreldrum sínum. Er hann út- Börnin og sJysahættan (Framhald af 4. síðu.) auga með henni, og fylgja þar sinni eigin skynsemi og frum- kvæði, en bíða ekki endilega eftir lögskipuðum fyrirmælum. Oft eru það haldbeztu lagareglurnar, sem menn setja sér sjálfir. En umfram allt: FIRRIÐ BÖRNIN SLYSUM! Gleymið því ekki, að mörg börn hafa dáið eða orðið örkumla fyrir gáleysi og glanna- skap, sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. Gleymið heldur ekki, að gáleysi er oft metið jafnsaknæmt og ásetningur, og gáleysisverkin fylgja mönnum þannig oft út yfir gröf og dauða, eins og flekkur á samvizkunni. X skrifaðist úr flotanum 1946 komst hann að við „The American Negro Theather“ og hélt þar áfram að þjálfa leikarahæfileika sína. Eitt kvöld kom hann fram sem söngvari í næturklúbb og vakti þá svo gífurlega hrifningu, að hann varð nú einn fi-ægasti dægurlagasöngvari Vesturheims. Þetta var honum samt ekki nóg, og því keypti hann, ásamt nokkr- um vinum sínum, veitingahús, og þar söng hann fyrir gestina gamla þjóðsöngva og vísur, en fyrir þess háttar hefur hann ætíð haft næman áhuga: Árið 1955 náði hann heimsfrægð með söngvum sínum og hljómplötum, eins og „Belafonte Sings“ og „Belafonae sings Galypso“ urðu metsöluplötur hvarvetna. Eftir það kom hann fram á mörgum stærstu hótelum og leiksviðum Bandaríkjanna, allt frá Waldorí Astoria í New York til Coconut Grove í Los Angeles. Harry Belafonte hefur leikið í eftirfarandi kvikm.: „Bright Road“, „Carmen Jones“ og „Island in the Sun“. Árshátíð Framsók.narfél. Svarf- aðardals var haldin í þinghúsi sveitarinnar, að Grund, laugar- daginn 3. maí sl. Formaður fé- lagsins, Klemens Vilhjálmssin, bóndi, Brekku, setti hátíðina, Ingvar Gíslas. erindreki flutti at- hyglisverða ræðu, Jóhann Kon- ráðsson söng með undirleik Jak- obs Tryggvasonar, sýndar voru kvikmyndjr og að lokum stiginn dans. Fjölmenni var og skemmtu menn sér hið bezta. Veðráttan hefur verið óblíð. Víðast hvar er enn mjög mikill snjór og sums staðar jarðbönn. Sauðburður er í þann veginn að byrja. Hafinn er undirbúningur að byggingu félagsheimilis í Svarf- aðardal. Bárðardal 26. apríl. Bárðdælskur bóndi skrifar blaðinu m. a., að bændur í norð- anverðum dalnum, er áttu hey við Engjavatn á Fljótsheiði, hafi fengið snjóbeltavélina á Vöglum í Fnjóskadal til að gera slóð frá Úlfsbæ að Engjavatni. Slóðin reyndist þó ekki fær hjólatrak- torum. Þá var fengin jarðýta og 6 hestasleðar tengdir aftan í hana í tvöfaldri röð. Á sleðum VINNINGASKRA Útdregnir vinningar í happ- drættisskuldabréfaláni Flugfél. íslands h.f., 30. apríl 1958. Kr. 10.000.00. 86547 Kr. 8.000.00. 79472 Kr. 7.000.00. 16739 Kr. 6.000.00. 75822 Kr. 5.000.00. 25853 58087 82770 83648 83649 Kr. 4.000.00. 3496 18471 26617 37080 41289 52038 55209 63255 73264 81245 Kr. 3.000.00. 3581 6281 7025 7204 19377 21839 25504 26585 29021 36174 36401 39946 55820 59542 65763 67975 75152 80397 80871 99445 Kr. 2.000.00. 8532 8820 15347 16149 20125 24404 26165 30151 31875 44339 48964 50535 51612 54783 58516 65099 69683 73865 74057 74905 75973 78620 79438 86697 91335 91588 92953 94632 95863 97338 Kr. 1.000.00. 523 1507 1784 2416 2518 3934 4398 5148 5641 6478 6575 6873 9281 11538 12319 12515 13155 17860 18698 20193 22353 23061 24141 25421 27455 29382 29712 31335 31346 32001 33977 34283 35807 41485 41907 42358 43242 4.3275 43344 43792 44226 44515 44572 44951 49353 50259 50992 52134 52509 53091 55159 55185 55663 55792 56305 57615 57962 58326 63488 63668 63706 64858 65696 70461 71918 72491 72655 73570 76244 76683 78020 79120 79544 79578 79854 79S69 80290 81229 82654 83492 85879 86338 86513 96526 þessum voru fluttir 40 baggar af heyi í ferðinni. Alls reyndist hey þetta 160 baggar, og var það flutt ó tveim dögum. Slíkir hey- flutningar eru óþekktir áður hér um slóðir með þessum hætti. Snjólítið er orðið í Bárðardai sunnanverðum, en mikill snjór þegar norðar dregur, en þó góð beit fyrir sauðfé alls staðar. Sýnt þykir að í hreppnum séu næg hey í heild. I smáskömratum Nokkrir starfsmenn KEA hafa stofnað með sér umræðuklúbb um samvinnumál. Er tilgangur klúbbsins að auka almenna þskkingu á samvinnumálum, bæði meðal starfsmanna KEA, félagsmanna og alls almennings, eftir því sem tök eru á. Bókabúðir á Akureyri eru mjög fátækar af góðum, erlend- um blöðum og bókum. Hins vegar er allmikið úrval morð- sagna, eldhúsrómana og „dömu“- blaða. íslenzkum mánaðarritum, sem öll flytja svipað efni, fjölgar stöðugt. í Reykjavík eru ýmsar góðar bókabúðir. Grani. Hjónaefni. 30. apríl opinberuðu trúlofun sína ungfrú Arnheiður Jónsdóttir, Borgarhó.li, Eyjafirði, og Freyr Ófeigsson, stud. polyt., Rauðumýri 8, Akureyri. KA-félagar! Mynda- taka verður í dag kl. 5 í íþróttahúsinu. — Allir flokkar, sem hafa æft eða keppt með KA í vetur mæti. Takið með ykkur leikfimiföt. — Teknar ákvarðanir um útiæfingar. — Stjórnin. Áskriftarsími og afgreiðsla Tímans á Akureyri er 1166. Til slasaða sjómannsins. —- Frá Ingibjörgu Kristjánsdóttur, Elli- heimilinu, Skjaldarvík, kr. 100. Dagur fæst keyptur í Sölu- turninum, Hverfisgötu 1, Rvík. Slasaði maðurinn. S. J. 100.00. —Áheit (2 ungar stúlkur) 100.00. — E. B. 100.00. — Frá starfs- mönnum togaraafgreiðslunnar 2000.00 — Frá skipstjóra og skipshöfn togarans Harðbaks 2950.00. — L. B. kr. 300.00. Kvenfélagið Hlíf heldur fund mánud. 12. þ. m. kl. 9 e. h. í Ás- garði (Hafnarstr. 88). Fundar- efni: 1. Skýrslur barnadags- nefndar. — 2. Nefndarkosningar. — 3. Onnur mál. — 4. Skemmti- atriði. — Konur taki með sér bolla og disk. — Stjórnin. Tízkusýningu heldur Kvenfél. Framtíðin að Hótel KEA annað kvöld og á sunnudag til ágóða fyrir Elliheimilissjóð. Sjá nánar á öðrum stað í blaðinu. - Genfarráðstefnan (Framhald af 2. síðu.) ar ákvæðum, sem felld eru inn í alþjóða lagabálk. 1) Fyrir því leggur ráðstefnan til, þar sem nauðsynlegt gerist vegna fiskverndunar, að tak- marka heildarafla fisktegundar eða tegunda á úthafssvæði, sem liggur að strandríki, beri öllum öðrum ríkjum, sem veiða stund- um á því svæði, að hafa sam- vinnu við strandríkið um að tryggja það, að réttlát lausn fáist á slíkum vanda með því að kom- act að samkomulagi um ráðstaf- anir, sem felá í sér viðurkenn- ingu á forgangsrétti strandríkis- ins með tiiliti tii þess, hversu mikið það á undir þeim fiskveið- um, sem um er að ræða, en að jafnframt sé tillit tekið til lög- mætra hagsmuna annarra ríkja. 2) Að efnt vcrði til réttmætra sáttaumleitana og koiriið á fót gerðardómi til þess að leysa úr öllum ágreiningi.“ Þess skal að lokum getið, að ákvæði um hámarkslengd grunn línu, sem dregin er milli and- nesja og skerja, til ákvörðunar landhelgi, var fellt niður úr ályktunum ráðstefnunnar, og eru ríki því frjáls að því, hvaða höfða eða sker þau nota sem grunnlínu depla. Er þetta að sjálfsögðu mjög mikilvægt, þegar um breiða flóa og firði er að ræða. íslenzka sendinefndin lýsti yfir því snemma á ráðstefnunni, að engin hámarkslengd gæti gilt um þetta atriði, að því er tæki til íslands, og hefði það því aldrei verið látið taka gildi hér á landi, hver svo sem endanleg samþykkt ráð- stefnunnar hefði orðið. Leit út um eitt skeið, að hámarks- ákvæðið yrði lögfest, en því var breytt um það bil sem ráðstefn- unni var að ljúka. Ber okkur að sjálfsögðu að fagna því, þar sem með því er tekinn af allur vafi í málinu. Hxinvetningafél. hefur skemmti- kvöld fyrir félagsmenn og gesti í Landsbankasalnum í kvöld,laug- ard. 10. maí, kl. 8.30. — Spiluð verður regnbogavist og dansað. Stjórnin. Dýralæknar. Helgidagavakt um helgina og næturvakt næstu viku: Ágúst Þorleifsson, sími 2462. Ferðafélag Akureyrar hefur keypt skíðaskála Barnaskóla Ak. og hyggst endurbyggja hann og reisa sem sæluhús í Herðubreið- arlindum. Þeir meðlimir F.F.A., sem vildu leggja fram sjálfboða- vinnu við að rífa skálann og að- stoða félagið við þessar fram- kvæmdir, tali strax við Karl Hjaltason, Jón Sigurgeirsson eða Karl Magnússon. Frá Slysavai’nafélagi kvenna, Akureyri. Fundur verður í Alþ.- húsinu þriðjud. 13. þ. m. kl. 9 e.h. Sagðar verða fréttir af lands- fundi og síðan flutt skemmtiatr- iði. Takið kaffi með. — Stjórnin. Myndastytta af Nonna „Aðalfundur Kvennasambands Akureyrai', sem haldinn var þ. 29. apríl, lýsir ánægju sinni yfir tillögu Menntamálaráðs og und- irtektum bæjarstjórnar Akur- eyrar, um að gerð verði mynda- stytta af pater Jóni Sveinssyni (Nonna) og hún staðsett á Ak- ureyri. Vill fundurinn beina þeirri til- lögu til hæstvirts bæjarráðs, að styttunni verði valinn staður á bernskustöðvum Nonna, sem nænst Nonnahúsinu. Einnig að gamla kirkjulóðin verði girt og lagfærð, sem allra fyrst.“ r Drengjahlaup Armamis Sunnudaginn 27. apríl fór fram í Reykjavík drengjahlaup Ár- mannh. Keppendur voru 36 og luku þeir allir keppni. Hlaupa- leiðin var um tveir km. Úi'slit urðu þessi: 1. Haukur Engilbertsson, Borg arfirði. 2. Kristleifur Guðbjörnsson, KR. 3. Jón Gíslason, UMSE. 4. Reynir Þorsteinsson, KR. 5. Birgir Marinósson, UMSE. í þriggja manna sveitakeppni varð röðin þessi: 1. ÍR. 2. UMSE. 3. KR. 4. Keflavík. í fimm manna sveitakeppni sigraði ÍR. Þriðji drengurinn í sveit UMSE var Vilhjálmur Björnsson, 16 ára, og varð hann 19. að marki. Þess skal getið, að Haukur Engilbertsson sigraði einnig í víðavangshlaupil ÍR á sumardag- inn fyrsta. Lífil íbúð óskast TVENNT í HEIMILI. Vil taka á leigu nú þegar litla íbúð (2 herb. og eld- hús). Fyrirframgreiðsla ef óskað er. — Afgr. vísar á. — (Birt án ábyrgðar.) r Ymis tíðindi úr nágrannabyggðum Svarfaðardal, 7. maí 1958.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.