Dagur - 21.05.1958, Side 5

Dagur - 21.05.1958, Side 5
Miðvikudaginn 21. maí 1958 DAGUR 5 Haukur Snorrason ritstjóri Fæcldur 1. júlí 1916 — Dáinn 10. maí 1958 Haukur Snorrason var fæddur á Flateyri 1. júlí 1916, sonur hinna góðkunnu hjóna Snorra Sigfússonar námsstjóra og Guð- rúnar Jóhannesdóttur frá Þöngla bakka, sem dáin er fyrir all- mörgum árum. Hingað til Akur- eyrar . fluttist fjölskyldan árið 1930 og hér átti Haukur heima til 1956, er hann fluttist til Reykja- víkur. Haukur lauk hér gagnfræða- prófi, en sigldi síðar til Englands og nam þar meðal annars sam- vinnufræði. Fyrir og eftir þessa íyrstu utanför vann hann að gjaldkerastörfum hjá Kaupfélagi Eyfirðinga og var einnig mörg ár fræðslufulltrúi þess. En þá þegar hafði hugur hans hneigzt að blaðamannsstörfum og varð hann snemma aðstoðarmaður Ingimars Eydal við blaðið Dag. Þar hófst hinn glæsilegi blaðamannaferill hans. Þegar Ingimar lét af rit- stjórnarstörfum, tók Haukur við og var óslitið ritstj. Dags frá árs- byrjun 1944 til 1956.Þá varðhann annar af tveim ritstjórum Tímans í Reykjavík og fluttist þangað. Við brottför sína lét hann svo um mælt að leiðir hans og Dags hefðu legið saman nálega hálfa ævi beggja og var það rétt. í fjögur ár var hann ennfremur ritstjóri Samvinnunnar, frá og með árinu 1947 til ársloka 1950. Auk þessara starfa voru honum að sjálfsögðu falin margvísleg trúnaðarstörf. Má þar nefna að hann var einn af fulltrúum ís- lands á heimssýningunni í New York 1939, átti mörg hin síðari ár sæti í Menntamálaráði og hér heima hafði hann áunnið sér virðingu og traust í hverju starfi og við hann voru bundnar meiri <og glæstari vonir en flesta menn aðra úr röðum flokks- manna hans og samvinnumanna. Haukur var víðförull maður og var í boðsferð þýzkra stjórn- arvalda, ásamt tveim öðrum ís- lenzkum blaðamönnum, er hann veiktist skyndilega og var örend- ur degi síðar, 10. maí sl. Eftiríifándi eiginkona hans er Else Friðfinnsson. Börn þeirra eru: Haukur og Hilda, bæði upp- komin, og Kristín 7 ára, öll hin myndarlegustu, eins og þau eiga kyn til í báðar ættir. Þeim og öðrum ástvinum hans sendi eg innilegar samúðarkveðjur. Hér hefur verið drepið á nokk- ur ytri æviatriði Hauks Snorra- sonar ritstjóra. Ritstörf og blaða- mennska voru aðalstörf hans. Þar voru hæfileikar hans óum- deildir. I liöndum hans varð Dagur víðlesnasta blað norðan- lands og harðvítugt málgagn Norðlendinga og dreifbýlisins í landinu. Samvinnan hafði ham- skipti þegar hann tók við rit- stjórn hennar og varð nýtízku- legust allra íslenzkra tímarita á þeim tíma, og Tíminn tók þann fjörkipp er honum hlotnuðust starfskraftar Hauks, sem öllum blaðalesendum er kunnugt. Nú væri þetta tæplega umtals- vert, ef hann hefði tekið við rit- stjórnarstörfum úr höndum ein- hverra miðlungsmanna. En þar voru þó engir aukvisar á ritvell- inum, þeir Ingimar Eydal, Jónas Jónsson og Þórarinn Þórarinsson. Yfirburðir Hauks sem blaða- manns voru fyrst og fremst fólgnir í hinni alhliða hæfni, ör- uggum smekk og afburða dugn- aði. Hann var einn snjallasti blaðamaður landsins á þessari öld og fjölhæfari blaðamann mun landið aldrei hafa átt. Og honum var vís frami búinn á opinberum vettvangi, hefði honum enzt líf. Þar missti ísland góðan son, sem féll með flekklausan skjöld. Eg vann afgreiðslustörf við Dag 5 síðustu ritstjórnarár hans hér á Akureyri og hafði við hann nær daglegt samband, síðan hann fluttist héðan. Haukur kom mörgum svo fyrir sjónir, að þar væri fljótfær maður og miðlungi traustur. Það hugði eg líka, áður en samstarf okkar hófst. En þá vissi eg ekki að hann var um margt betur gerður en aðrir menn og mjög sérstæður per- sónuleiki. Það sem sýndist fljót- færni var einfaldlega það, að hann var svo óvenjulega og ótrú- lega fljótur að hugsa og fram- kvæma og er það sitt hvað, og traustari samstarfsmann hef eg ekki þekkt. — I frí- stundum las hann góðar bækur, greip stundum byssu eða veiði- stöng eða gladdist með góðum vinum. Haukur Snorrason var skarp- gáfaður og vel menntaður og greindi skjótlega kjarna hvers máls, en fékkst lítt um auka- atriði. Hann var allra manna fljótastur að skrifa og ritvélin hans, sem reyndar átti ekki sjö dagana sæla, varð að hreinasta furðuverki í höndum hans og hafði mér aldrei hugkvæmst að svo samstilltur hraði huga og handa væri yfirleitt til. Þegar hann vann að ritstörfum, ein- beitti hann huga sínum svo gjör- samlega, að hann var alveg ein- angraður, og var þá ónæmur fyrir hvers kyns skarkala og var jsfnvel staðinn að því að tala við menn, án þess að ritvélin stöðv- aðist og án þess að minnast þess á eftir. En þetta er einmitt ein- kennandi fyrir Hauk. Hann var heill og óskiptur í hverju staríi og lífi sínu öllu. Kraftur og fjör voru ein- kennandi í fari hans og allri framkomu. Hann talaði hratt, gekk rösklega og allar hreyfing- ar voru snöggar og ákveðnar. — Langar orðræður voru honum lítt að skapi og smámunir angi'- uðu hann ekki. Ferskur og hress- andi blær fylgdi honum hvar sem hann fór og í návist hans var tæpast hægt að sitja auðum höndum. Skapríkur var hann og tilfinninganæmur, hreinskilinn, einarður og kurteis. Með honum var gott að vinna. Nöldur, bak- nag, kvartanir og svartsýni heyrði eg aldrei af hans munni þau ár, sem við unnum saman, enda alveg andstætt lífi hans og starfi. Hygg eg þetta nokkuð ein- stakt eftir að hafa skyggnzt í eigin barm og þeirra vina minna, sem eg þekki bezt. Þegar sú harmafregn barst hingað, að Haukur Snorrason væri dáinn, setti menn hljóða og trúðu naumast. En hún reyndist rétt og þessum dómi verður ekki áfrýjað. Engum vandalausum á eg meira að þakka en honum og er bæði ljúft og skylt að minnast þess við leiðarlok. En á það skal líka bent við fráfall hins ágæta drengs, að hugarvíl var ekki að hans skapi og eigingjörn eítirsjá hefur ekkert markmið. Þótt tregi sé í huga og tár falli, verðum við þó öll, sem eftir stöndum, að hlýða kalli lífs og starfs meðan vegferð varii'. En á þeirri leið varpa göfugustu minningai'nar birtu fram á veginn. Erlingur Davíðsson. —o— „Dáinn — horfinn — harmafregn’.“ Eitt af áhrifaríkustu og oft átakanlegustu orðum íslenzkrar tungu er oi'ðið „dáinn“. Maður les það varla eða heyrir án þess að það valdi geðshræi'ingu. Mis- sterk eru geðbi'igði að vísu og ólík að nokkru leyti. Jafnan mun þó andlátsfregn fá eftii'lifendum trega, jafnvel þó að lausn frá líkamsþrautum megi stundum í sjálfu sér teljast fagnaðai'efni. — Sárastur er treginn, þegar kallið kemur óvænt og sá, sem kallað- ur er, virðist geta átt mikinn hluta ævinnar fi'amundan. „DÁINN“, sagði útvai-pið fyrir fáum dögum. „Haukur ritstjóri Snorrason er dáinn.“ Maður á bezta aldi'i, aðeins 41 árs. Maður ötull að hvei'ju sem hann gekk. Maður, sem mátti vænta mikils af í því starfi, er hann hafði með höndum. Maðui', sem átti vin- sældir margi'a, — eg held flest- allra, sem kynntust honum að nokkru ráði. Samskiptum vina er fyrirvai'alaust slitið. Samleiðinni lokið í bi'áð. Hann komst ekki einu sinni heim til að deyja í faðmi ástvina sinna á fóstui'jörð- inni. Svo skyndileg var brott- kvaðningin. „HORFINN." — Haukur Snorrason er hoi'finn af sviði lífsins að sýnilegum návistum. Aldrei framar gefst mér tækifæri til að ræða við hinn unga áhuga- mann. Við ræddum margt í fullri vinsemd, þó að langur vegur væi'i fi'á því, að við værum ætíð sammála. Eg finn mig fátækari, er eg á ekki lengur kost þess, að að njóta hans hressilegu and- svara og skemmtilegu viðbragða, góðlátlegi’ar glettni hans og bjartra brosa. „HARMAFREGN“ hefur oss borizt, öllum sem Hauk þekkt- um, og alveg séi'staklega öllum hans nánustu ástvinum. Þeim sendi eg öllum heitustu samúð- arkveðju mína. Eg býst að vísu ekki við, að sú kveðja mín megi sín mikils. Svo djúpar undir græðir aðeins Kristur sjálfur og trúin á endurfundi í æðri heim- um. Þangað er huggunar að leita. Þar er harmbót að fá. Þá gefst sú yfii'sýn yfir líf og dauða, sem leggur oss orð Matthíasar á varir: Vér sjáum, hvar sumar rennur með sól yfir dauðans haf og lyftir í eilífan aldingarð því öllu, sem Drottinn gaf. Eg kveð þennan vin með kær- um þökkum fyrir margs konar samskipti á umliðnum árum. Eg þakka þau öll. Hann er nú fluttur á æðri og betri starfsvettvang. Vér ættum að samgleðjast hon- um og láta huggast. Dáinn — horfinn — harmafregn, hvílíkt orð mig dynur yfir! En eg veit að látinn Iifir, það er huggun harmi gegn. Blessuð sé minning Hauks Snorrasonar! Vald. V. Snævarr. Lífið er margbreytilegt og hverfult. Skin og skúrir skiptast á, oft óvænt og furðulega. Mitt í önnum og umsvifum barst mér svipleg harmafregn. — VTinur minn og samstarfsmaður um mörg ár, Haukur Snorrason, ritstjóri, er látinn. — Mig setti hljóðan. Aðeins 41 árs að aldri er hann horfinn af leikvangi lífsins, kvaddur frá konu og börnum, öldruðum föður, fjölda vina og félaga, miklum störfum og vafa- laust mörgum óunnum. Fyrir nokkrum dögum fór hann utan, glaður og reifur, svo sem honum var lagið, en er nú fallinn fyrir sigð dauðans í framandi landi. Svo hverfult er lífið og svo ör- uggur og miskunnarlaus er dauð inn. Haukur Snorrason var fæddur á Flateyri við Onundarfjörð 1. júlí 1916, þar sem foreldrar hans, Guðrún Jóhannesdóttir og Snorri Sigfússon, skólastjóri, bjuggu þá. Árið 1930 fluttist hann með foreldrum sínum til Akureyrar og bjó þar síðan, þar til fyrir tveimur árum, að hann fluttist til Reykjavíkur. — Hér starfaði hann hjá Kaupfélagi Eyfirðinga nokkur ár eftir að hann lauk námi. Mjög snemma fékk hann mikinn áhuga fyrir blaða- mennsku og var ráðinn aðstoðar- ritstjóri Dags um nokkur ár, en aðalritstjóri blaðsins varð hann 1944 og þar til hann fluttist til Reykjavíkur. Ymsum öðrum störfum gegndi Haukur með ritstjórastörfunum. Var um skeið ritstjóri Samvinn- unnar, átti sæti í Menntamála- ráði íslands síðan 1954 o. fl. Þetta eru helztu áfangarnir í ftuttri en þýðingarmikilli sögu Hauks Snorrasonar. Hann var glaður og góður fé- lagi, skjótráður og ósérhlífinn og V t I dró sig aldrei í hlé ef berjast skyldi fyrir góðu málefni. Þó var hann í raun og veru ekki bar- dagamaður. Hann var viðkvæm- ur og stórlátur að eðlisfari, svo sem háttur er margra góðra drengja, og tók sér nærri að valda öðrum sársauka. í refskák stjórnmálanna lék hann aldrei falska leiki, enda mun fáum andstæðingum hans í sljórnmálum hafa verið kalt til hans, þótt oft ætti hann við þá harðan leik. Haukur Snorrason gekk ungur á hönd samvinnustefnunnar og vann henni þrotlaust og óhvikult ævilangt. Fyrir hönd Kaupfélags Eyfirðinga og samvinnumanna allra á félagssvæðinu, votta ég Hauki Snorrasyni látnum alúðar þakkir og virðingu. Frú Else,börnum hennar, mín- um gamla og ágæta vini Snorra Sigfússyni og fjölskyldunni allri, flyt eg persónulega mínar hlýj- ustu samúðarkveðjur á þessari reynslu- og harmastund. Jakob Frímannsson. (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.