Dagur - 21.05.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 21.05.1958, Blaðsíða 7
Miðvikviclaginn 21. maí 1958 D A G U R 7 ííankur Snorrason ritstjóri (Framhald af 5. síðu.) Þegar mér barst til eyrna and- lát vinar míns, HauksSnorrason- ar, flaug mér í buga niðurlag á kvæði Gríms Thomsens um Egg- ert Ólafsson: „Vandi er að skilja lífsins herra.“ Við Haukur vorum um skeið samverkamenn við blaðið Dag. Eg get skröklaust vottað það, að ánægjulegri og geðþekkari starfsfélaga hef eg ekki eignast fyrr né síðar. Eg var kominn á efri ár, ellin tekin að þjarma að mér og heilsubrestur farinn að gera vart við sig, en hann ungur og upp- rennandi maður. Óskaði eg þá einskis framar en að hann mætti taka til fulls við störfum mínum við Dág, enda varð sú raunin á. Með okkur tókst svo haldgóð vinátta, að'aldrei bar skligga á. tfaukui' sendi mér vinarkveðju, þegar eg var hálfníræður nýlega. En örskömmu síðar var hann burtkallaður úr þessum heimi frá mikilvægum störfum og fannst mér þá enn sannast, „að vandi er að skilja lífsins herra.“ Nú sendi eg honum mína hinztu kveðju og segi: Guð fylgi þér, ljúfi vinur, á ókunna land- inu og styrki ástvini þína, ekkju og börn, systkini og aldraðan föðúr. Ingimar Eydal. Haukur dáinn. — Óvænt og átakanleg fregn. — Eg hef misst einn úr hópi allra kærustu og minnisstæðustu' vina minna og félaga, bæði fyrr og síðar. Naum- ast getur þó sá persónulegi miss- ir minn kallast saga til næsta bæjar, svo algeng og hversdags- leg . sem sú saga er, enda má maður manni segja þvílík tíðindi harla oft og harla víða á lífsleið- inni. Og hversu smávægilegur og hraðfleygur hlýtur þó söknuður minn og sorg að kallast, þrótt fyrir allt, ef borið skyldi saman við það reiðarslag harms og kvíða, sem dunið hefur svo skyndilega og óvænt yfir nán- ustu ástvini og aðstandendur þessa góða drengs, ástríka eigin- manns og föðuf, sonar og bróður. — Guð blessi slíka syi’gjendur, huggi þá í harmi þeirra og gefi þeim styrk og kjark til þess- að standast þvílíkt áfall og regin- raun. Því að „hvar mpn skjól og frið að fá. .. . “ — ef hann liti eigi í náð sinni og kærleika til þeirra á svo döprum og dimmum stund- um? En stórum meira skarð er hér íyrir skildi en það eitt, sem sigð aauðans hefur höggvið svo skyndilega í hóp alúðarvina og samstarfsmanna og í frændgarð vandamanna, ættingja og ást- vina, þótt stórt sé það skarð vissulega og standi autt og gap- aridi eftir: — Þjóðin öll hefur sannarlega ástæðu til að harma þvílíkan missi, eins og ávallt endranær, þegar góðir drengir og óvenjulegir hæfileikamenn eru hrifnir frá starfi í blóma lífsins og leiddir af hulinni hönd — en ærið sterkri og öruggri þó — út af sviði mannlegra og jarðneskra athaína og umsvifa og inn í þá sali og svið tilverunnar,. sem ayljast að tjaldabaki, en við trú- um þó, að séu engu síður raun- hæf og þýðingarmikil um eilífð en sá vettvangur dagsins, sem við hin dveljumst enn á og fáum enn einan greint og gjörskoðað, meðan augu okkar eru enn þá slegin blindu og sjónhverfingum efnisheims þess og tilverustigs, sem við enn um sinn fáum eitt skynjað og skilið — og þó vissu- lega aðeins að harla takmörkuðu leyti. Mjög væri mér ljúft að rekja við þetta tækifæri ýmsa minn- ingaþræði frá fyrstu kynnum okkar Hauks, nánu samstarfi okkar um margra ára skeið og allt til þess dags, að vegir skild- ust og hann og fjölskyldá hans fluttust alfari burt héðan úr bænum og settust að í höfuð- staðnum. — Allar eru þær minn- ingar mjög á eina leið: bjartar og kærar. — En það er bæði, að óvenjulegar annir kalla að í svipinn — og úr ýmsum og ólík- um áttum — og eins hitt, að margir aðrir menn hafa þegar minnzt Hauks opinberlega, og enn aðrir munu vafalaust eiga eftir að taka sér penna í hönd í sama skyni nú á næstunni: — Þjóðin er þó ekki enn — og verð- ur væntanlega aldrei, sem betur fer — svo tómlát og svo lánlaus, ao hún láti andlátsfregn eins sinna beztu sona„ óvenjulegs hæfileikamanns og afreksmanns á sínu sviði — sem vind um eyru þjóta, þótt hitt sé rétt og eðlilegt, að ýmsum fleiri en mér einum Æskan og áfengið (Framhald af 4. síðu.) gera það að tízku okkar, að vera bindindissöm og hófsöm í öllu. Bezta hjálpin, sem fullorðna íólkið getur veitt ikkur í því, er skilningur á viðhorfi okkar, vel sagðar leiðbeiningar, og eitthvað handa okkur að hafast að. Það verður að umbera okkur með þolinmæði, sjá í gegnum fingur við fljótfærni okkar og minnast þess, að við eigum enga reynslu, og gerum oftast þveröfugt við það, sem við höfum hugsað okk- ur að gera. Eldra fólkið hefur sjálft verið í mörg ár að afla sér reynslunnar, sem það vill miðla okkur af. En það getur ekki gefið okkur neitt af henni. Hver ein- asta manneskja verður sjálf að þreifa sig áfram, gera glappaskot sín, og finr.a sjálf sársaukann af árekstrunum, sem lífið veitir. — Þa ðer einmitt hin erfiða leið til að verða fullorðinn. Og það verður líka að muna, að við eig- um dálítið erfitt með okkur í bili, við erum að leita að persónuleika okkar, og það er ekki auðvelt að vera tii, þangað til við höfum fundið hann, og getum haldið áfram að þroskast, og verða full- orðin — eins og það. — Jóna Edith Burgess, 3. bekk landsprófs. Gagnfræðaskóla Keflavíkur. muni reynast „tregt tungu að hræra“ við slík tíðindi, er þvílík- ir menn falla svo óvænt og skyndilega frá í blóma lífsins og í fullu starfi. — Að lokum aðeins þetta: Blaðamaðurinn var snjall, hugkvæminn og mikilvirkur. Hugsjónamaðurinn og félags- málafrömuðurinn var einlægur, trúr og ósíngjarn. En drengurinn góði, hjartahlýi og mannlegi, var þó miklu mestur þeirra allra, hugstæður, kærastur og ógleym- anlegastur öllum þeim, sem þekktu hann bezt. Blessuð sé minning hans. Jólíann Frímann. Sárt er að þurfa að trúa því, sem þó er sannleikur, að þú sért horfinn, Haukur. Atburðir liðinna tíma koma í hugann og gera söknuðinn um þig því sárari, sem fleiri eru rifj- aðir upp. Samfylgd þín var góð. — Birtan og gleðin, fjörið og öt- ulleikinn, sem einkenndi þig, var blessun þeim, sem blödnuðu við þig geði. Eg þakka þér af hjarta fyrir ételjandi, elskulegar samveru- stundir síðustu tvo áratugi. Sam- starf í stóru fyrirtæki, þar sem atorka þín, drenglund og gáfur greiddu þér veg til stórra við- fangsefna. Stundir söngs, glað- værðar og gamansemi, sem þú veittir ylnum í. Og síðast en ekki sízt félagsskap þinn á liðnum sumrum við ána okkar. — „Laxá er löng, en lífið stutt“ höfðum við í gamni eftir einum félaga okkar, en þessi orð verða þrungin al- vöru, er eg minnist þín nú. Eg bið Guð að styrkja ástvini þína í harmi þeirra og leiða þeim fyrir sjónir „að aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú.“ Góði vinur. Nú vorar óðum nyrðra og áin fagra umvefst sum arskrúði. Brátt fer að verða vart hreyfingar í Grástraumi og Vit- aðsgjafa. Þá mun að vanda verða haldið austur yfir heiði. — En í sumar munu sporin þín ekki sjást í morgundögginni, sem perlar á grasinu á árbakkanum áður en sólin lyftir sér upp yfir Hvammsheiðina, og meðal okkar, félaga þinna, mun niður árinnar láta í eyrum, sem brostið hafi strengur, er hljómar aldrei framar. Vertu sæll. Gísli Konráðsson. Meinleg villa leiðrétt 1 sambandi við frásögn síðasta Dags ber að leiðrétta meinlega villu, sem slæddist inn varðandi dagpeninga til togaranna: Ætlun- in er, að dagpeningar falli niður í framtíðinnij en þar sem rætt er um dagpeninga til togara í frum- varpinu, þá á það eingöngu við um tímabilið fram til 14. maí. — Þess láðist að geta í frásögn blaðsins um daginn, og er það hér með leiðrétt. Karlmannaföt Stakir jakkar og Buxur Vinmiföt Karlmanna og Drengja Gallabuxiir Kvcnna og barúa Klæðaverzlun Sig. Guðmundssonar h.f. I. O. O. F. — 1405238i(. — Kirkjan. Hátíðamessa í Akur- eyrarkii’kju á hvítasunnudag kl. 2 e. h. Sálmar: 248 — 249 — 233 — 234. — K. R. Messað í Lögmannshlíðarkirkju á sunnudaginn kemur, hvíta- sunnudag, kl. 3 e. h. Sálmar: 248 — 241 — 236 — 243 — 680. — Ath., að messan er kl. 3. Strætis- vagn fer frá vegamótunum kl. 2.30. — P. S. Guðsþjónustur í Grundarþinga- prestakalli: Grund, hvítasunnu- dag kl. 1,30, ferming. — Munka- þverá, sunnudaginn 1. júní kl. 1.30, ferming. Fíladelfía, Lundargötu 12. Al- menn samkoma á hvítasunnudag kl. 8.30 e. h. — Einnig á 2. í hvítasunnu kl. 8.30 e. h. — Allir velkomnir. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Hugljúf Pálsdóttir, starfsstúlka ó Krist- neshæli, og Ottar Skjóldal, Ytra- Gili. — Ungfrú Arnbjörg Stein- unn Gunnarsdóttir frá Kotum og Olafur Skagfjörð Olafsson bóndi, Garðshorni, Glæsibæjarhreppi. Búnaðarsamband Eyjafjarðar hefur ákveðið að láta niður falla fyrirhugaða bændaför til Suður- landsins í sumar, vegna hins óhagstæða tíðarfars. Frá kristniboðshúsinu Zíon. — Almennar samkomur verða báða hvítasunnudagana kl. 8.30 e. h. — Olafur Olafsson kristniboði talar. Allir velkomnir. Plöntusalan Laugarbrekku. — Símanúmer plöntusölunnar við Fróðasund er 2071, en ekki 2041, eins og misritaðist í auglýsingu í síðasta blaði. — Þetta eru við- skiptamenn beðnir að athuga. Orðsending til þeirra, er tóku barnapróf við Barnaskóla Akur- eyrar í vor. Börnin eru beðin að mæta í Barnaskólanum föstudag- inn 23. maí kl. 8.30 e. h. Áríðandi að öll börnin mæti, sem eru í bænum. fnimvarpið (Framhald af 2. síðu.) ;um 5%, en hins vegar haldist kaupgreiðsluvísitalan óbreytt frá því, sem nú er (183), þar til vísi- tala framfærslukostnaðar hefur hækkað um 9 stig. Þessi ákvæði frumvarpsins valda því, að kaupgjald hækkar fyrr en ótt hefði sér stað, ef nú- gildandi skipan hefði verið haldið óbreyttri og kaupgjald hefði braytzt með breytingum á kaup- gjaldsvísitölu. Fram til 1. sept- ember n.k. má gera ráð fyrir, að vísitala framfærslukostnaðar hafi hækkað um 8—9 stig. Að óbreyttri skipan í kaupgjalds- málum hefði kaupgjald fram til 1. september orðið lægra en það verður samkvæmt ákvæðum frumvarpsins, en í mánuðunum september, október og nóvember hins vegar væntanlega hið sama. Á hinn bóginn munu verða frek- ari hækkanir á vísitölu fram- færslukostnaðar á síðustu mán- uðum ái’sins. Við ákvörðun út- flutnings- og yfirfærslubóta þeirra, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu, hefur verið tekið tillit til 5% hækkunar á kaup- gjaldi. í kjölfar frekari kaup- gjaldshækkunar má því búast við að sigli kröfur um nýja hækkun á útflutnings- og yfirfærslubót- um. Hækókun þeirra hefði í för með sér meiri hækkun á frain- færsluvísitölunni og hún ylli svo á hinn bóginn nýrri hækkun á kaupgjaldi og afurðaverði, og Dýralæknar. Helgidagavakt um helgina og næturvakt næstu viku: Ágúst Þorleifsson, sími 2462. Hjálpræðisherinn. Hvítasunnu- mót í Borgarbíó laugardaginn 24. maí og hvítasunnudag, 25. maí, kl. 20.30. Samkomur í Borgarbíó. Samkomur í sal Hjálpræðishers- ins: Hvítasunnudag kl. 11 f. h.: Helgunarsamkoma. — 2. hvíta- sunnudag kl. 14: Barnasamkoma. Kl. 17: Hljómleikasamkoma. Kl. 20.30: Almenn samkoma. — Lúðrasveit Hjálpræðishersins í Reykjavík, barnastrengjasveit frá Siglufirði, ásamt foringjum frá Reykjavík, Siglufirði og Akur- eyri taka þátt í öllum þessum samkomum. — Verið velkomin. Frá Sundlaug Akureyrar. — Laugin er opin daglega frá kl. 8 árdegis, og með því að baðvatn er enn af skörnum skammti upp úr hádegi, er bezt fyrir almenning að fara í sund á morgnana eða kvöldin. Sundnámskeið fyrir börn hefjast þ. 27. maí. Foreldrar, hringið í síma 2260 og látið skrá börn yðar. Jón Sveinbjörnsson, verka- maður, Aðalstræti 13, Akureyri, varð sextugur 9. þ. m. Karlakór Akureyrar og vinnufélagar hans færðu honum gjafir. Ýmsir aðrir heimsóttu hann og margir munu hafa sent honum hlýjar kveðjur á afmælinu. Hlífarkoiiur! Munið kirkju- gönguna á hvítasunnudag kl. 2. Mætið vel og stundvíslega. — Nefndin. Skíðamenn, Akureyri! Síðustu skíðamótin fara fram laugard. 24. og sunnud. 25. maí. Einarsmót (ganga, 5 km„ stökk, 20 m. braut, svig, 150 m. bra^ut, 15 port). — Sveitasvig, Ak.mót. Stökk, af- mælismót SRA og brun, Ak.mót. Þátttaka tilkynnist SRA fyrir kl. 5 á föstudag. — Þátttakendur í Einarsmóti ý3 ára og' eldri.) þannig koll af lcolli. 5r þetta óhjákvæmileg afleiðing þeirrar skipunar, að kaupgjald og af- urðaverð breytist sjálfkrafa í kjölfar breytinga á framfærslu- vísitölu. Háskinn felst í vísitölukerfinu. Vegna þess, að breytingar á vísitölu framfærslukostnaðar hafa áhrif á nær allt kaupgjald í land- inu og verðlag á öllum innlend- um landbúnaðarafurðum, hefur jafnvel hin minnsta breyting á vísitölunni mjög víðtæk áhrif á alilt efnahagskerfið og getur bakað innflutningsatvinnuvegun- um útgjöld ,sem þeir fá ekki ris- ið undir, nema gerðar séu ráð- stafanir til þess að auka tekjur þeirra. Á hinn bóginn er varla hægt að kimast hjá því að slíkar ráðstafanir haf iaftur áhrif á vísi töluna. í sambandi við lausn efnahagsvandamálanna er því nauðsynlegt að taka sjálft vísi- tölukerfið til athugunar, þ. e. þá skipan að allt kaupgjald og af- urðaverð breytist sjálfkrafa með breytingu á framfær'sluvísitölu. Ríkisstjórninni er ljóst, að slíkt mál verður að leysa í nánu sam- starfi við stéttasamtökin í land- inu og mun beita sér fyrir sam- starfi við þau um þetta efni. Munu mál þessi verða tekin til nánari athugunar þegar þessi samtök halda þing sín síðari hluta þessa árs. -■ Greieagerð iim efnahagsmála-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.