Dagur - 24.05.1958, Síða 1

Dagur - 24.05.1958, Síða 1
Fylgizt með því, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dagu DAGUR kemur næst út fimmtu- daginn 29. maí. XLI. árg. Akureyri, laugardaginn 24. maí 1958 29. tbl. Ilér sézt mynd af því, er Bandaríkjamenn skutu upp gervitungli sínu, Könnuði, þann 17. marz síðastliðinn. Hamrafellið í 14. ferð sinni Hefir flutt 220Ö00 smálestir af olíuin til landsins Frá Ulgerðarfélagi Akureyringa h.l. Óráðið í hvaða formi bærinn yfirtekur r eignir Utgerðarfélagsins Bæjarstjórn Akureyrar hélt fund sl. þriðjudag, til þess að ræða málefni Ú tgerðarfélags Akureyringa h.f. Svo sem kunn- ugt er, liggur fyrir beiðni frá hluthafafundi Ú tgerðarfélagsins um, að Akureyrarbær taki að sér rekstur félagsins. í því sam- bandi var kosin 5 manna nefnd til þess að athuga leiðir er til greina kæmu um vfirtökuna. Olíuskipið Hamrafell hefur nú siglt undir íslenzkum fána í hálft annað ár og er nú í fjórtándu ferð sinni í olíuflutningum itl landsins. Samtals hefur skipið flutt til landsins tæplega 220.000 smálestir af olíum, en skipið flytur á sextánda þúsund lestir í hVerri ferð. Hamrafell hefur, eins og öll þau íslenzk kaupskip, sem flytja þungavöru, fylgt heimsmarkaði í farmgjöldum sínum. Hafa verið geysimiklar sveiflur á farmgjöld- unum, þetta hálfa annað ár, sem skipið hefur verið í þjónustu fs- lendinga, og hefur þetta gert út- gerð skipsins mjög erfiða. í byrjun síðastliðins árs voru farm gjöldin mjög há, vegna Súezdeil- unnar, og sigldi Hamrafell þá þrjár ferðir fyrir 160 shillinga farmgjald, enda þótt leiguskip fengust þá ekki fyrir minna en 220 shillinga til íslandsferða. — Seinni hiuta ársins lækkuðu farmgjöldin mjög ört og fóru langt niður fyrir reksturskostnað. Síðan um áramót hafa farm- gjöldin verið fyrir néðan 35 shillinga og í síðustu ferðinni, sem farin var í þessum mánuði, var farmgjaldið aðeins 22 shill— ingar ZVi pence, eða minna en einn sjöundi af því, sem hæst var fyrir einu ári. Rekstur olíuskipa erfiður. Þessar gífurlegu sveiflur hafa valdið miklum erfiðleikum fyrir útgerðina og er það ógæfa, að fyrsta útgerð olíuskips í íslenzkri eigu skuii í byrjun lenda í svo stói-koetlegum sveiflum, þar sem núverandi farmgjöld nægja eng- an veginn fyrir kostnaði, hvað þá vöxtum og afborgunum af skip- inu. Nú er olíuskipum lagt vegna skorts á verkefnum og lágra farm gjalda víða um heim. Sveiflur hafa jafnan verið allmiklar á farmgjöldum olíuskipa, en venju lega jafnað sig þegar á heildina hefur verið litið, en þó hafa farmgjöld olíuskipa aldrei verið lægri en nú og erfiðleikar á rekstri þeirra aldrei slíkir, sem nú eru. Hamrafell hefur verið í stöð- ugum flutningum milli olíuhafn- arinnar Batum við Svartahaf og olíuhafna við Faxaflóa. Áhöfn skipsins er 41 menn og hefur skipið í alla staði reynzt hið ákjósanlegasta. Erlendir sérfræð- ingar voru með skipinu aðeins fyrstu ferðina, en síðan hafa ís- lenzkir sjómenn unnið þar öll störf. Sakari S. Tuomioja Ilér er mynd af Wheeler hers- höfðingja, þeim er stjórnaði opn- un Súezskurðarins á sínum tíma, er Egyptar höfðu lokað honum. Voru skiptar skoðanir í nefnd þessari um yfirtökuleiðirnar, en hins vegar samdi nefndin tillögu, sem lögð var fyrir ofannefndan bæjarstjórnarfund og fjallar um skilyrði, sem nefndin er sammála um að þurfi að vera fullnægt, ef til yfirtöku eigna Utgerðarfélags- ins kemur, hvert svo sem form hennar verður. Tillaga þessi, sem var sam- þykkt með 6 atkv. gegn 4, hljóð- ar þannig: „Með tilvígun til málaleitunar Útgerðarfélags Akureyringa h.f. um, að Akureyrarbær takr að sér rekstur félagsins, samþykkir bæjarstjóm að verða við mála- leitan þessarri með eftirtöldum skilyrðum: 1) Að samningar takizt við al- menna kröfuhafa Ú. A. h.f., að Landsbankanum undanskild- um, um að þeir gefi eftir 1/3 hluta af kröfum sínum á fé- lagið og fallist á að fá eftir- stöðvarnar greiddar með skuldabréfum, sem greiddust upp á næstu 10 árum með jöfnum árlegum afborgunum. Ábyrgðist bærinn greiðslu bréfa þessarra — allt að 5 milljónir króna. 2) Að Landsbankinn veiti Út- gerðarfélagi Akureyringa h.f. Þann 18. apríl sl. var aðalfund- ur Mjólkursaml. K. Þ. í Húsavík. Haraldur Gíslason mjólkursam- íagsstjóri flutti skýrslu um rekstur og starfsemi samlagsins fy.rir sl. ár. Innvegið mjólkur- magn nam á árinu 2.741000 kg. og hafði aukizt um 18%. Seld ný- mjólk var 13%, en 87% fóru í -vinnslu. Endanlegt verð til fram- leiðenda varð 3,11 pr. ltr. Allmikið var rætt um vetrar- flutninga og reynslu þá, sem skapaðist í héraðinu eftir síðasta snjóavetur. Fjórir snjóbílar voru stöðugt í förum, og fluttu allir mjólk og vörur, og héldu uppi þýðingarmiklum samgöngum um sveitirnar. Ákveðið var að unnið a. m .k. 8 milljón króna lán til 20 ára, gegn ábyrgð Akureyr- arbæjar. 3) Að Akureyrarbær fái 1—2 milljón króna lán eða framlag af atvinnubótafé ríkisins og fái auk þess 1 milljóna króna hagstætt lán. 4) Að samningar takizt við aðra kröfuhafa Ú. A. h.f. en þá, er í 1) greinir um hagkvæma breytingu á lánskjörum, greiðslufrest á gjaldföllnum afborgunum og vöxtum á ein- hverjum hluta af föstum lán- um félagsins og greiðslufrest- ur fáist á forgangskröfum, eftir því, sem tök eru á. Jafnframt samþykkir bæjar- stjórn að frcsta að taka ákvörðun um, í hvaða formi rekstur Ú. A. yrði yfirtekinn, unz úr því fæst skorið, hvort framangreind leið reynist fær.“ yrði að því við vegamálastjórn að vegurinn suður frá Húsavík verði allur hækkaðui' og endur- bættur, með tilliti til snjóalaga. í fundarlik minntust fundar- menn 10 ára afmælis Mjólkursam lagsins og hinnar miklu þýðingu, sem það hefur haft fyrir búskap- inn í Þingeyjarsýslu og alla af- komu bænda á félagssvæðinu. Á síðastliðnu ári varð sauðfjárinn- legg meira en nokkru sinni fyrr, svo að segja má, að mjólkur- framleiðslan sé alveg viðbótarat- vinnuvegur í héi'aðinu. Frá stofnun Mjólkursamlags K. Þ. hefur Haraldur Gíslason veitt því forstöðu. Fundarmenn þökk- uðu honum heillarík og góð störf. Eftirfarandi viðbótartillaga frá Árna Jónssyni var samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum: 5) Ú. A. h.f. veðsetji Akureyrar- bæ eignir sínar, að svo miklu leyti sem hægt er. Tillaga Braga og Jóns felld. Eftirfarandi tillaga Braga Sig- úrjónssonar og Jóns B. Rögn- valdssonar var felld með 6 atkv. gegn 5: „Með tilvísun til málaleitunar Útgerðarfélags Akureyringa h.f. þess efnis, að Akureyrarbær taki að sér rekstur félagsins, sam- þykkir bæjarstjórnin að verða við málaleitan þessarri með eftir- greindum skilyrðum: 1) Að samningar takizt við al- menna kröfuhafa Ú. A. h.f., að Landsbankanum undanskild- um, um, að þeir gefi eftir Vz hluta af kröfum sínum á fé- lagið, enda sé þeim þá greidd- ur að fullu helmingur. 2) Að Landsbankinn veiti Ak- ureyrarbæ a. m. k. 10 millj. kr. lán til 20 ára. Sé 6,5 millj. kr. varið til að greiða jafnháa ótryggða skuld Ú. A. við Landsbankann, en eftirstöðv- um til að greiða þeim kröfu- höfum, sem gefa eftir helming skulda sinna við Ú. A„ svo og til annarra nauðsynlegra skila á gjaldföllnum skuldum Ú. A. 3) Að Akureyrarbær fái 1—2 millj. kr. Ián eða framlag af atvinnubótafé ríkisins og fái (Framhald á 7. síðu.) Kappreiðar Hestamannafélagið Léttir á Akureyri efnir til kappreið'a og góðhestasýningar á skeiðvellin- um á bökkum Eyjafjarðarár um hvítasunnuna. Verða þar margir úrvals gæð- ingar og þátttaka mikil. Þar verða einnig valdir þrír góðhest- ar til keppni á Þingvöllum í sumar, á landsmóti hestamanna. Góðhestar verða dæmdir á laug- ardaginn kl. 3 síðdegis, en kapp- reiðarnar fara fram 2. hvíta- sunnudag kl. 2 e. h. Veðbanki verður starfandi í sambandi við þessar kappreiðar. Ef veður verður hagstætt má búast við mikilli aðsókn áhorf- enda. Enda mjög gaman að sjá gæðinga í keppni og á sýningu. Aðalfundur Framsóknarfélagsins á þriðjudaginn Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar verður haldinn í Gildaskála Hótel KEA næstk. þriðjudag, 27. maí, kl. 8.30 e. h. — Fyrir fundinum liggja venjuleg aðalfundarstörf. — Félagar eru vinsamlega áminntir um að fjölmenna. Aðalfundur Mjólkursamlags K.Þ. Innvegin mjólk var 2.7 millj. kg. - Meðal- verð til bænda varð kr. 3.11

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.