Dagur - 07.06.1958, Side 8
Baguk
Laugardaginn 7. júní 1958
Aðal verzlunar- og skriístofuhús KEA. Hótel KEA lengst til vinstri.
("Ljósmynd: E. D.). .
Ýmis tíðindi úr nágrannabyggðum
Svarfaðardal 4. jvíní.
Enn hafa fáar nætur verið
frostlausar og enn er allt á kafi í
snjó í framdölunum, en snjó-
minna þegar neðar dregur. Hey-
birgðir eru enn nægar í hreppn-
um, þegar til heildarinnar er lit-
ið, þótt þurrð sé hjá einastaka
mönnum. Sauðburði er lokið og
yfirleitt hefur hann gengið vel.
En erfiðleikar hafa verið mjög
miklir vegna hins erfiða tíðarfars
og snjóþunga og fóðureyðsla gíf-
urleg. Neðan til í hreppnum er
Frá 72. aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga
Síðari fundardagur
Kaupfélag Eyfirðinga telur 5112
félagsmenn í 24 félagsdeildum. —
Það starfrækir 29 verzlunar- og
iðnaðardeildir á Akureyri, auk
útibúa Nýlenduvörudeildar og
Mjólkursamlags. Auk þess eigin
hlutafélög og önnur að hluta. Og
í félagi við SÍS-verksmiðjurnar,
Kaffibrennslu Akureyrar, Kaffi-
hætisgerðina Freyju og Sápu-
verksmiðjuna Sjöfn.
Hlutafélögin, sem KEA á að
fullu eða hluta í, eru: Grána h.f.,
Njörður h.f. Útgerðarfélag KEA,
Skipasmíðastöð KEA, h.f. Vél-
sm. Oddi h.f., Samein. verkstæð-
in Marz h.f. og Bifreiðaverkstæð-
ið Þórshamar h.f.
KEA hefur útibú í Dalvík,
Hrísey, Grenivík, Grímsey og
Hauganesi.
Fastráðið starfsfólk KEA er
384. Launagreiðslur á Akureyri
voru sl. ár 23,2 milljónir króna,
þar af til verkamanna og annars
lausafólks 7,7 milljónir kr. og hjá
útábúunum í Dalvík og Hrísey
samtals tæpar 4 milljónir. Sam-
tals kr. 27.203.286.67.
Stofnsjóðsinnstæða um sl. ára-
mót var tæpar 11.4 millj. Þess
utan M j ólk ursamlagsstof nsj óður
2.4 milljónir. Arður til úthlutun-
ar 1.142 milljónir króna.
Stjórn félagsins skipa: BernharS
Stefánsson, Brynjólfur Sveins-
son, Björn Jóhannsson, Eiður
Guðmundsson og Jón Jónsson. Só
síðastnefndi kosinn í stað Þórar-
ins Eldjárns, en stjórnin hefur
ekki kosið sér formann. Fram-
kvæmdastjóri KEA er Jakob
Frímannsson. Endurskoðendur
Hólmgeir Þorsteinsson og Ár-
mann Helgason. — Fulltiúarétt
höfðu 181 og mættu flestir þeirra
eða varamenn.
Oll vörusala félagsins varð nær
240 milljónir kr., þar í innifalin
sala afurða, verksmiðja og vara
ýmissa annarra starfsgreina og
deilda félagsins, og hafði aukizt
um 20 milljónir.
Umræður á aðalfundinum viru
miklar og prúðmannlegar. Eftir-
farandi tillögur voru meðal ann-
arra samþykktar:
1. 72. aðalfundur KEA sam-
þykkir, að stjórn félagsins boði
til fundar með ungum félags-
mönnum. Fundur þessi skal eins
vel undirbúinn og kostur er á,
nægur tími ætlaður til fundar-
haldsins og þar rætt um rekstur
félagsins og samvinnumál.
2. Aðalfundur KEA samþykkir
að veita Skógræktaifélagi Ey-
firðinga styrk að upphæð 20 þús.
kr. til starfsemi þess á yfirstand-
andi óri.
3. Aðalfundur KEA, 3.—4. júní
1958, óskar eftir því að stjórn fé-
lagsins, eftir tillögum deildar-
ÍZ
stjóra leggi framvegis fyrir að-
alfund ábendingu um kosningu
nokkurra fulltrúa á aðalfund
SÍS.
4. Af innstæðu ágóðareiknings
í árslok 1957 úthlutist og leggist
í stofnsjóð félagsmanna 3% af
ágóðaskyldri úttekt.
5. Af tekjuafgangi Sjörnu-
apóteks árið 1957 leggist í reikn-
inga félagsmanna 6% af úttekt
þeirra í apótekinu, sem þeir hafa
sjálfir greitt.
6. Fundurinn felur stjórninni
að ókveða endanlegt verð á kjöti,
gærum, húðum, ull og jarðeplum,
sem félagið hefur tekið með
áætlunarverði á árinu 1957, þeg-
ar séð verður, hvað félagið fær
endanlega fyrir þessar vörur.
7. Fundurinn samþykkir ákvörð
un félagsstjórnarinnar og árs-
fundar Mjólkursamlagsins um að
greiða bændum eftirstöðvar af
endanlegu verði innlagðrar
mjólkur 1957 með kr. 1.03 í
reikninga innleggjenda og í Sam-
lagsstofnsjóð þeirra kr. 0.10 á
hvern lítra. Afgangurinn yfirfær-
ist til næsta árs.
FYRIRSPURNIR OG SVÖR.
Margar fyrirspurnir voru lagð-
ar fyrir stjórn KEA og fram-
kvæmdastjóra þess. Meðal ann-
arra þessar:
Hver er hlutur KEA í verka-
mannaskýli á Akureyri?
Svar: Samkvæmt kjarasamn
ingum eiga vinnuveithendur að
sjá verkamönnum sínum fyrir
skýli. Bæripn á skýli við höfn
ina, en hyggst reisa nýtt og hefur
leitað til vinnuveitenda um þátt-
töku. Hefur KEA tekið því máli
(Framhald á 7. síðu.)
Þórarinn Kr. Eldjárn.
verið að sleppa sauðfé, en fram í
dölum er allt á gjöf.
Hafin er vinna með skurðgröfu,
því að jörð kemur nær klakalaus
undan fönninni.
Leifshúsum 4. júní.
Síðasti maímánuður var einn
sá kaldasti um árabil. Frá 6.—20.
hríðaði meira eða minna flesta
daga. Snjólaust er þó orðið að
mestu á láglendi, en gróður fór
ekki að sjást fyrr en síðustu viku
mánaðarins og á að heita sauð-
gróður á túnum, en úthagi er al-
veg grár. Sauðburðurinn gekk
yfirleitt vel og urðu tvær af
hverjum þremur ám tvílembdar
eða þar um bil.
Töluverð brögð voru að veik-
indum í kúm fyrri hluta mánað-
arins, einkum í sambandi við
burð. Útivinna byrjaði í síðustu
viku maímánaðar og nú síðustu
dagana er verið að bera tilbúinn
áburð á túnin. Töluvert ber á
kali.
Búið mun að mestu að undrr
búa niðursetningu kartaflna og
er niðursetning hafin á nokkrum
stöðum. Garðlönd verða eitthvað
minni en í fyrrasumar. Bygg
ingaframkvæmdir munu verða
með minna móti þetta árið.
Ekkeri gert, segir íhaldið
Samandregið yfirlit um störf ríkisstjórnarinnar
Vegna þess að stjórnarandstað-
an hefur þrásinnis haldið því
fram opinberlega, að lítið sem
ekkert lægi eftir þá ríkisstjórn er
nú situr, þykir rétt að rifja upp
fáein atriði. Þótt þau gefi ekki
fullkomna mynd af þeim störf-
um, gefa þau rétta mynd af þeim
og afsanna algerlega þann hvat-
víslega áróður stjórnarandstæð-
inga, að engu hafi verið til vegar
komið.
Framleiðslan liefur verið án
stöðvana.
Atvinna hefur verið mikil og
jöfn.
Sett ný löggjöf um landnám,
ræktun og byggingar í sveitum.
r r '
Bætt rekstraraðstaða sjavarut-
vegsins.
Bætt kjör fiskimanna.
Sett löggjöf um réttindi verka-
fólks.
Aukið fjármagn, fjárframlög ög
lán til rafmagnsframkvæmda
dreifbýlisins.
íbúðarlánasjóðslög sett og mikið
fjárniagn útvegar til húsbygg-
inga í sveit og við sjó.
Margs konar framkvæmdir og
framfarir um land allt, sem
dregið hafa úr fólksstraumnum
til Faxaflóasvæðisins.
Aukið atvinnubótafé.
Keyptir 12 250 tonna togbátar,
auk minni vélbáta.
Útvegað stórlán til Sogsvirkjun-
arinnar, mál sem komið var al-
gerlega í eindaga, þegar stjórn-
in tók við.
Fullgerð nokkur stór fiskiðjuver,
sem strönduð viru vegna fjár-
skorts þegar ríkisstjórnin tók
við.
Útvegað fé til þess að fullgera
sementsverksmiðjuna, sem
einnig var komin í strand
vegna fjárskorts.
Útvegað fé handa fiskveiðasjóði,
ræktunarsjóði, byggingarsjóði
o. fl., en sjóðir þessir voru
tómir, er núverandi ríkisstjórn
tók við.
Lög sett um vísindasjóð.
Lög sett um lífeyrissjóð togara
sjómanna.
Endurbætt búfjárræktarlög.
Ný og endurbætt löggjöf um fé-
lagaskatt lögfest.
Nýjar ráðstafanir í efnahagsmál -
unt, sem eru verulegur áfangi
í rétta átt.
Sauðárkróki 2. júní 1958.
Skólum hér í bæ er nú ýmist
lokið fyrir nokkru eða að ljúka.
Barnaskóla Sauðárkróks var
slitið 2. maí sl. Björn Daníelsson
skólastjóri ávarpaði skólabörnin
með stuttri ræðu og skýrði síðan
frá skólastarfinu á liðnum vetri.
í skólanum voru 143 börn og 20
útskrifuðust með barnaprófi úr 6.
bekk, hlutu 15 þeirra fyrstu eink
unn, þar af 4 ágætiseinkunn. —■
Hæstu einkunnir hlutu Stefanía
Arnórsdóttir 9,33, Eiríkur Han-
sen 9,32 og Svanhildur Björg-
vinsdóttir 9,23. Þau er hlutu
hæstu meðaltalseinkunnir í
hverjum bekk fengu bókaverð-
laun fyrir frammistöðuna. Þá
voru að venju veitt verðlaun úr
sjóði Veðramótshjóna, einum
nemanda úr hverjum þriggja
efstu bekkjanna.
Skákkeppni var háð á vegum
skólans í vetur og keppt um bik-
ar. Sigurvegari varð Pálmi Sig-
hvatsson í 5. bekk og hlaut hann
bikarinn nú í annað sinn. Annar
skákkeppninni varð Reynir
Unnsteinsson og hlaut hann bók
að verðlaunum.
Sýning á handavinnu skóla-
fólks var haldin í skólahúsinu
sunnudaginn 27. apríl. Var þar til
sýnis handavinna stúlkna og
drengja, svo og teikningar úr
báðum skólunum, barnaskólan-
um og gagnfræðaskólanum. Vor-
skóli fyrir yngstu börnin stóð
yfir maímánuð. Innrituðust í I.
bekk vorskóla 30 börn.
Barnaprófsbörnin fóru í
skemmtiferð suður á land og eru
væntanleg heim í dag.
Gagnfræðaskóla Sauðárkróks
var slitið í dag. Skólastjórinn,
Friðrik Margeirsson, skýrði frá
skólastarfinu. Nemendur voru 66,
37 í bóknámsdeild en 27 í verk-
námi. Auk venjulegs skólastarfs
voru námskeið haldin í hjálp í
viðlögum og skíðaíþróttum. Séra
Helgi Konráðsson flutti erindi 24.
okt. um Sameinuðu þjóðirnar og
Jón Þ. Björnsson flutti ei’indi um
bindindismál 1. febr.
Skólanemendur héldu opinbera
skemmtun undir leiðsögn Eyþórs
Stefánssonar 8. febrúar og nú í
lok skólatímans.
Þau er hæstar einkunnir hlutu
við burtfararpróf voru Sigfús Ól-
(Framhald á 2. síðu.)
Fremur mannbætur en refsingar
Haldin var nýlega í Kaup-
mannahöfn ráðstefna á vegum
Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu
þjóðanna. Var á alþjóðaráðstefnu
þessari fjallað um glæpi, orsakir
þeirra og afleiðingar, og hvernig
heillavænlegást væri að snúast
við þessu mikla vandamáli allra
samfélaga.
Fjöldi afbrota hefur yfirleitt
aukizt síðan fyrir seinni heims-
styrjöld, t. d. hefur hann aukizt
hlutfallslega í Danmörku um
25% síðan 1938.
Ráðstefnan komst að þeirri
niðurstöðu, að barátta þjóðfélaga
gegn glæpum ætti fyrst og fremst
að vera fólgin í betrun og upp-
eldi afbrotamannanna — en ekki
refsingu. Sammála voru fulltrú-
arnir einnig um það, að óheppi-
legt væri að dæma sama mann-
inn oft til skammrar fangelsis-
vistar, því að ekki gæfist þá neitt
tóm til að bæta hann né koma
honum áleiðis á braut þroska og
góðra hátta.