Dagur - 09.07.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 09.07.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 9. júlí 1958 D A G U R 7 Ræða Skúla Guðmundssonar (Framhald af 1. síðu.) komu í greinargerð, er fylgdi stjórnarfrumvarpinu um Utflutn- ingssjóð, sagði ræðumaður enn- fremur. Ekki „álögur“ á þjóðina. í ræðu sinni benti Skúli Guð- •mundsson ennfremur á, að það •væri rangt að nefna fjáröflunina tilÚtflutningssjóðs álögur á lands menn. Fé þessu er fyrst og fremst varið til að greiða uppbætur á þann gjaldeyri, sem útflytjendur skila til bankanna. Og ekki er hægt að nefna það álögur á menn 'þótt þeim sé seldur gjaldeyrir með kostnaðarverði. Enginn get- 'ur nú framleitt vörur til útflutn- ings og aflað með því erlends gjaldeyris, fyrir það skráða verð, sem á honum er í bönkunum. — Kostnaðai*verð eða sannvii'ði gjaldeyrisins er miklu hærra. Skúli ræddi síðan um horfurn- ' ar í efnahagsmálunum almennt. ' Þessar breytingar, sem gerðar eru með lögum um Útflutnings- sjóð, væru þýðingarmikið spor í rétta átt, um það væri naumast ■ deilt. Er það álit hagfræðinga, sem unnið hafa að rannsókn þeirra mála eða kynnt sér þau. Kerfið er gert miklu einfaldara og auðveldara í framkvæmd en áður var og aðstaða þeirra at- vinnugreina er afla gjaldeyris er gerð jafnari og betri. Þetta stefn- ir að meira öryggi um afkomuna og aukningu framleiðslunnar, sagði ræðumaður. Hverfa þarf frá núgildandi vísitölufyrirkomulagi. Það er álit sérfræðinga, að án breytinga á vísitölukerfinu verði efnahagslífið aldrei heilbrigt. Og þeim fjölgar stöðugt, sem sann- ' færasf um að nýtt fyrirkomulag þarf að taka upp þess í stað. — Ákvarðanir í kaupgjaldsmálum þurfa að byggjast á fræðilegum athugunum á þjóðarbúskapnum, og gera þarf heildarsamninga fyrir ákveðin tímabil -í senn, til þess að skapa öryggi í atvinnu- málum. Aukin framleiðsla. Takmarkið á að vera: Aukin framleiðsla á vörum til innan- landsnotkunar og útflutnings. — Allar aðgerðir í cfnahagsmálum þarf að miða við það, að fram- leiðslan geti orðið sem mest og fjölbreyttust, svo að heildartekj- urnar vaxi, fjárhagsaðstaða þjóð- arinnar batni og lífskjörin verði sem bezt og jöfnust. Gagnlegt löggjafar- og stjórnarsamstarf. Núverandi ríkisstjórn hefur senn starfað í tvö ár. Mörgu gagnlegu hefur hún ogstuðnings- lið hennar komið fram á þessu tímabili. Margþætt löggjafar- starf, sem til framfara horfir, hefur verið unnið. Framleiðslu- starfsemin hefur gengið hindr- analaust að kalla, og atvinna ver- ■ ið mikil. Stjórninni tókst að út- vega lánsfé til nauðsynlegra framkvæmda, svo sem nýju Sogsvirkjunarinnar, sements- verksmiðjunnar og fleiri þarf- legra hluta. Og unnið hefur verið áfram að miklum framförum í sveitum og við sjó, m. a. að raf- væðingunni. HeppiJegast að vinnandi stéttirnar hafi samstarf um stjórn landsins. Stjórnin hafði á stefnuskrá sinni að ná samstarfi við félags- samtök verkamanna, bænda og annarra framleiðendua um ráð- stafanir í efnahagsmálum, og þannig hefur verið unnið. Víst mátti gera ráð fyrir að það tæki nokkurn tíma að koma því sam- starfi í æskilegt horf og að koma fram endurbótum í fjárhagsmál- unum. En verulegur árangur hefur þegar náðst, og áreiðanlega er það heppilegast fyrir vinnandi stéttirnar að standa saman að ríkisstjórn. Þess vegna þarf að vinna að því að núverandi sam- starf um stjórn landsins haldist áfram. Núverandi stjórn og stuðningsflokkum hennar er öðr- um betur treystandi til að ná og halda við nauðsynlegu jafnvægi í efnahagsmálunum, auka fram- leiðsluna og koma skiptingu þjóðarteknanna sanngjarnlega fyrir. Andstæð öfl. Sjálfstæðisflokkurinn rær að því öllum árum að sundra stjórn- arsamstarfínu. Og þrír þingmenn úr tveim stjórnarflokkunum gengu til liðs við hann í andstöð- unni við efnahagesráðstafanir stjórnarinnar á síðasta þingi. — Framhald stjórnarsamstarfsins byggist að' sjálfsö'gðu á því, að hin jákvæðu og ábyrgu öfl, sem studdu efnahagsráðstafanir stjórnarinnar, verði sterkari en hin, sem vilja spilla samstarfinu og rífa niður. Framfarirnar þurfa að verða að sem almcnnustum notum. Framkvæmdir eru miklar, og víst eiga hinar öru framfarir og mikill kostnaður við þær sinn þátt í hinum fjárhagslegu vanda- málum. Nýlega hefur nýtt, stórt fyrirtæki, sementsverksmiðjan, tekið til stárfa. Fyrir fáum árum var reist hér áburðarverksmiðja, og rekstur hennar hefur gengið vel. Talað er um ný, stór i'ðnað- ai-fyrirtæki, svo sem verksmiðju til framleiðslu á þungu vatni, o. m. fl. Vafalaust kemur ýmislegt nýtt og gagnlegt á næstu árum. En þýðingarmikið er að hin nýju framleiðslufyrirtæki komi að sem almennustum notum — verði til þess að auka almenna hagsæld í þjóðfélaginu. Við þetta þarf að miða stjórn þeirra og rekstur. Og það verður bezt tryggt með því að efla flokk samvinnumanna, Framsóknarflokkinn, svo að hans þjóðholla stefna verði sem mestu ráðandi i þessum og öðrum mál- um þjóðarinnar á komandi árum. Hinni skeleggu ræðu Skúla Guðmundssonar var ágætlega fagnað. - Opið bréf (Framhald af 5. síðu.) vei'ðleikum, en með því hefur hann hlotið mun hærri laun en bróðirinn. Og allt í lagi með það, ef ekki hefði bara skapast rang- látur mismunur á milli þeirra. Hitt hefði verið eðlilegra og sjálfsagðara, að setja Þórodd í hærri launaflokk en Heiðrek. Á þann hátt hefði verið gerður réttlátur mismunur á þeim bræðrum. Ennfremur er full ástæða til að benaa á það, að mesti kvenrit- höfundur hér á landi, Guðrún frá Lundi, sem nú er 71 árs, hefur fram að þessu verið sett í næst neðsta launaflokk. Ekki virðist það réttlátt fremur en sumt ann- að. En ósamræmi á ósamræmi ofan kemur fram bæði hátt og lágt hjá úthlutunarnefnd. Um það mætti skrifa langt mál, en verður ekki gert að sinni. í upphafi þessa bréfs er þess getið, að beðið hafi verið eftir svarbréfi frá Þorsteini Þorsteins- syni, fyrrv. sýslumanni, sem lengi hefur átt sæti í úthlutunar- nefnd. Hinn 12. apríl sl. skrifaði eg honum vinsamlegt bréf og bað hann að svara fáeinum spurning- um mínum um starfshætti út- hiutunarnefndar, og livaða bók- menntamat nefndin legði til grundvallar fyrir veitingu skálda launa o. s. frv. Einnig grennslað- ist eg eftir, hvernig umsókn rninni hefði verið tekið í úthlut- unarnefnd, og hverjir af nefnd- mönnum hefðu verið henni and- vígir, og hvaða rök þeir hefðu fært fyrir „synjun“ sinni gagn- vart mér. Eg sneri mér með þessar og fleiri hliðstæðar spurningar til Þorsteins sökum þess, að einmitt hann hvatti mig eindrcgið til að sækja um skúldalaun, er fundum okkar bar saman í Reykjavík sl. vetur. Eg taldi mig því hafa ástæðu til að reikna með honum sem stuðningsmanni mínum í út- hlutunarnefnd, og getur verið, að hann hafi lagt mér liðsyrði á þeim „vígstöðvum11, en verið of- urliði borinn af öðrum nefndar- mönnum, og það grunar mig líka. En ekkert veit eg samt um það með vissu, því að eins og fyrr er vikið að, hefur hann enn ekki svarað bréfi mínu, og er það hon- um til lítils sóma. Liggur beinast við að álíta, að samvizka hans sé eitthvað slöpp í málinu. Það er jafnan eitthvað bogið við það, þegar menn fara undan í flæm- ingi. Það er vonandi að meira sam- ræmi verði í úthlutun lista- mannalauna framvegis en verið hefur að undanförnu. Og víst er um það, að talsvert var rótað við því máli á sameiginlegum fundi rithöfundafélaganna, er haldinn var sunnud. 4. maí sl., en aðal- málið á dagskrá þess fundar var: „Úthlutun listamannalauna.“ Mér var boðaður þessi fundur, en eg hafði ekki tök á að sækja hann, því miður. — Af sömu ástæðum hef eg orðið að afþakka boð um að sækja norrænt rithöf- undamót, sem haldið verður í Stockhólmi dagana 14.—17. n. m., en það er önnur saga. Að lokum bið eg svo alla við- komandi aðila að hafa þetta hug- fast: Róttlát skipting listamanna- fjárins er aðalatriðið! Með kveðju. Sörlatungu ó Jónsmessu 1958. Barnakojur til sölu Upþl. í simu 1472. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju kl. 11.30 f. h. n.k. sunnud. Sálmar: Nr. 571 — 333 — 360 — 200 — 25. — P. S. Giiðsþjónustur í Grundarþinga- prestakalli. Hólum, sunnudaginn 13. júlí kl. 1 e. h. — Saurbæ, sama dag kl. 3. Minnzt verður 100 ára afmæli kirkjunnar. — Kaup- angi, sunnudaginn 20. júlí kl. 1.30 e. h. — Munkaþverá, sama dag kl. 3.30 e. h. Messað í Glæsibæ sunnudag- inn 13. júlí kl. 2 e. h. Samkvæmt reglugerð tann- lækna hafa tannlæknar hér í bænum ákveðið að taka eftir- vinnutaxta eftir kl. 5 á daginn frá 1. ágúst n.k. að telja. 250 milljón börn hafa engan skóla Þann 7.—16. júlí í sumar verð- ur haldin ráðstefna í Genf að til- hlutan Menntunar-, vísinda- og menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNSCO) og Alþjóða kennslumálaskrifstofunnar. Gert er ráð fyrir að fulltrúar frá 90 löndum sæki ráðstefnuna. Ráðstefnunni hefur verið valið það aðalverkefni að ræða um al- þýðuskóla í heiminum almennt, en þó einkum um alþýðuskóla í sveitahéruðum. Rannsóknir hafa sýnt, að alþýðuskólarnir eru oft einustu menntastofnanirnar, sem almenningur hefur aðgang að og það veltur því á miklu, að vel sé haldið um kennsluna. Ymis önnur verkefni liggja fyrir ráðstefnunni. Það er t. d. áætlað, að í dag séu í heiminum 250 milljónir barna, sem ekki eiga aðgang að neinum skóla og FIMMTUGUR: Kolbeinn Ogmundsson, deild- arstjóri Kassagerðarinnar hér í bænum, varð fimmtugur á sunnudaginn var, 6. júlí. Hann er búfræðingur frá Hvanneyri og bjó um skeið í Fnjóskadal. Hing- að til Akureyrar fluttist hann ár- ið 1935 og varð þá þegar starfs- maður Kaupfélags Eyfirðinga og er það enn, lengst af deildarstjóri Kassagerðarinnar. Kvæntur er hann Guðfinnu Sigurgeirsdóttur, hinni beztu konu. Þau eiga 3 börn. Kolbeinn Ögmundsson er óvenjulega vinsæll maður, enda mörgum kostum búinn, þótt ekki láti hann mikið yfir sér. Dagur sendir afmælisbarninu og heimili hans beztu árnaðar- óskir. HARDY laxastöng til sölu strax í Sportvöru- verzlun Brynjólís Sveins- sonar, Akureyri. Veiðimenn! VEIÐIBÚSSIJR 3 gerðir. YÖÐLUR SKÓÐEILD KE V. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Anna Lily Daníelsdóttir, afgreiðslumær í Blómabúð KEA, og Kristján Árnason, prentnemi í POB. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Konny Colding Jensen, hjúkrunarnemi, Kaupmannahöfn, og Kristinn Bergsson, starfsmaður hjá Skó- gerð Iðunnar. Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú María Jó- hannsdóttir, Ögmundssonar, af- greiðslumær, og Einar Gunnars- son, verzlunarmaður. Hjúskapur. Laugardaginn 5. júlí voru gefin saman í hjónaband af sóknarprestinum í Grundar- þingaprestakalli ungfrú Jóhanna Guðnadóttir frá Hlíð í Hruna- mannahreppi og Garðar Hvítfeld Jóhannesson, bóndi í Nesi, Saur- bæjarhreppi. Hjúskapur. Síðastl .laugardag voru gefin saman í hjónaband í Reykjavík ungfrú Auður Ólafs- dóttir, Brekkugötu 25, Akureyri, og Ágúst Þorleifsson, dýralæknir, Ránargötu 20, Akureyri. Heimili þeirra verður að Löngumýri 12, Akureyri. Frá Ferðafél. Akureyrar. — 5. ferð 11.—13. júlí. Hólmatunguför. Ekið um Húsavik og hina nýju leið umhverfis Tjörnes í Ásbyrgi. Þaðan að Hljóðaklettum, í Hólma tungur, og heim um Mývatns- sveit. — Tveggja daga ferð. Þó er ráðgert að ferðin hefjist kl. 20.30 föstudagskvöldið 11. júlí frá planinu hjá Ferðaskrifstofunni. Þátttaka tilkynnist Jóni D. Ár- mannssyni, sími 1464. - SÍLDIN (Framhald af 1. síðu.) Nokkur norðlenzk skip. Akraborg ................ 945 Baldvin Þorvaldsson .... 1147 Bjarmi ................... 889 Gunnar .................. 1184 Hagbarður................. 523 Hannes Hafstein ..........1937 Helga .................... 755 Helgi Flóventsson......... 807 Hringur ................. 1142 Júlíus Björnsson ......... 503 Kristján.................. 792 Pétur Jónsson ............ 639 Sigurður .................1103 Smári .................... 932 Snæfell ................. 2451 Súlan .................... 652 Særún ................... 1006 Vörður .................. 1060 Nýjar kvöldvökur Nýjar kvöldvökur, 1. og 2. hefti, hafa blaðinu borizt. í bæði heft- in skrifar Ólafur Tryggvason, Hamraborg við Akureyri, grein- ar, sem hann nefnir Hugleiðingar og frásagnir. Af öðru efni má nefna: Alaskaför Jóns Ólafssonar 1874 eftir Magnús Jónsson, þýdd- ar sögur, þættir um bækur o. fl. í fyrra heftinu. í hinu síðara, apríl—júní, er grein um Árna í Dæli eftir Björn R. Árnason og Jóhanna K. Sig- ursturludóttir skrifar um Gaut- landaheimilið, vísnaþáttur, þýdd- ar sögur, framhaldssögurnar o. fl. Nýjar kvöldvökur eru mjög læsilegar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.