Dagur - 09.07.1958, Blaðsíða 8

Dagur - 09.07.1958, Blaðsíða 8
8 Baguk Miðvikudaginn 9. júlí 1958 Ymis tíðindi úr nágrannabyggðum Dalvík 8. júlí. Ketill Guðjónsson. Kosningar til Búnaðarþings fóru fram 29. júní sl. fyrir Eyja- fjarðarsýslu. Sjálfstæðismenn, sem alla hluti vilja gera póli- tíska, báru fram lista með nöfn- unum í Kaupangi og Gróðrar- stöðinni sem efstu menn. En listi þeirra hlaut aðeins 112 atkvæði. B-listinn hlaut hins vegar yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða, eða 319, og báða efstu menn kjörna. En þau sæti skipuðu þeir Ketill Gúðjónsson bóndi á Finna stöðum og Garðar Halldórsson bóndi að Rifkelsstöðum. Þessir menn hafa því hlotið óvéfengjan- legt traust bænda í héraðinu og hafa enda til þess unnið sem fulltrúar Eyfirðinga á Búnaðar- þingi undanfarin ár. Árásir Sjálfstæðismanna og íláttskapur í garð Ketils og Garð ars í þessum kosningum, urðu sér til minnkunar og hlutu verðugt svar búenda í sýslunni. Vélklipping Búnaðarfélag íslands hefur beitt sér fyrir því að kynna bændum meðferð á vélklippum til að flýta fyrir rúningi sauð- fjár. Er þetta nýung hér á landi og hin þarfasta, þar sem vitað er að sums staðar gengur féð i ull- inni allt sumarið vegna anna á fámennum heimilum. Smalamennska og rúningur stendur víða yfir þessa dagana hér við Eyjafjörð. Þegar ný umferðalög hafa tekið gildi, svo sem nú er og umferða- reglum auk þess breytt hér í bænum, svo sem sjá má annars staðar í blaðinu í dag, er mönn- um hugsað til þess að hér í bæn- um gilda enn reglugerðarákvæði, sem allir brjóta. Er þar átt við ökuhraðann. Enginn má aka hraðar en sem svarar 25 km á klukkustund hér í kaupstaðnum, samkvæmt lögreglusamþykkt- inni. Svo gjörsamlega er þetta Garðar Halldórsson. Mun það gleðja Eyfirðinga al- mennt, að nokkrum sprengi- mönnum undanteknum, að til- ræðið mistókst svo eftirminni- lega, sem raun ber vitni. Öðru hvoru hafa bændur sagt blaðinu frá mjög leiðum atvikum á þjóðvegunum, þar sem bif- reiðastjórar hafa ekið á búpen- ing og hraðað svo ferð sinni frá slysstaðnum. Auðvitað eru und- antekningar hér á. En slíkt er tæpast umtalsvert eins sjálfsagt sem það er að gera aðvart þegar slíkt hendir og bæta skaðann. — Síðasta dæmið um óprúttni öku- manns er frá Ljósavatnsskarði. Þarf ók Reykjavíkurbifreið eitt kvöldið með ofsahraða og drap 3 kindur á veginum og hélt síðan áfram sem mest hún mátti. — Sökudólgurinn náðist þó og meðgekk hann brot sitt. í hinni miklu umferð getur það hent, að ekið sé á kindur eða stór gripi, án þess að hægt sé að slá því föstu að ökumaðurinn sé glópur eða ökuníðingur og eng- inn gerir slíkt viljandi. En það er alvarlegt brot og furðuleg lítil- mennska að hlaupa frá verkum sínum, hversu sem þau hafa að höndum borið. Og þetta hefur því miður komið fyrir hvað eftir annað í vor og sumar. ákvæði bi’otið af öllum öku- mönnum, að það þykir hin mesta ókurteisi að aka á löglegum hraða og hefta þannig eðlilega umferð! Þessu ákvæði þarf að breyta, hækka hámarksökuhraðann og fylgja því síðan eftir að þeim ákvæðum sé hlýtt. Reykvíkingar hafa samþykkt 35 km. hámarkshraða innanbæj- ai-, en þó 45 km. á 5 götum og 60 km. á hluta af götum. Búið er að salta um 12 þúsund tunnur í Dalvík. — Spretta hefur verið ör sl. viku og sláttur að hefjast í Svarfaðardal. Hjalteyri 8. júlí. Hér hafa borizt á land 7500 mál í bræðslu og 1000 mál af úrgangi að auki og búið er að salta í tæp- lega 3000 tunnur. Hæstu skipin, sem lagt hafa afla upp á Hjalt- eyri eru: Haförn 2100 mál og Eg- ill Skallagrímsson 1730 mál. Svarfaðardal 6. júlí 1958. Fyrir rúmri viku brá til hlý- inda eftir hina langvarandi kulda tíð, sem heita má að hafi vei'ið línnulaus í allt vor. Sáralitlar úr komur hafa verið, svo að jörð er skrælþurr. Grasspretta er mjög rýr, þó að nokkúð hafi miðað síð- astliðna viku. Hitt er þó lakara að tún eru víða stórskemmd af kali. Þegar hér er talað um bifreiða- stjóra er átt við þá sem aka bif- reið, en ekki sérstaklega þá menn, sem eru bifreiðastjórar að atvinnu, þótt þeir séu heldur ekki undan skildir. Það er skylda allra þeirra, sem slysum valda á vegunum, að gangast við þeim og bæta fyrir þau, þegar það er hægt. Gerð og búnaður ökutækja. Um búnað bifreiða eru aðalný- mælin þau, að skylt er að hafa á þeim stefnumerki, og að auk ljósa, skuli vera rautt glitauga aftan á bifreiðinni; þó skal slíkt glitauga vera aftan á hvoru pall- horni vörubíla. Svipuð ákvæði að þessu leyti gilda um önnur öku- tæki. Samkvæmt 5. gr. er ekki skil- yrðislaust gert ráð fyrir að nota snjókeðjur í hállcu, heldur kem- ur einnig til greina annar búnað- ur, sem bifreiðaeftirlitið viður- kennir. Samkv. síðastnefndri grein skal vera ökuviti í hverri bifreið, sem flytja mega yfir 30 farþega, er sýni farna vegalengd og hraða bifreiðarinnar á hverjum tíma. — Um gerð og búnað ökutækja skulu sett nánari fyrirmæli í reglugerð. Skráning ökutækja og eftirlit með þeim. Hér skal á það drepið, að dóms- málaráðherra er heimilað að Á tveim bæjum er sláttur haf- inn, Sökku og Urðum. En ekki mun heyskapur almennt byrja fyrr en í næstu viku. Minna er um byggingafram- kvæmdir í hreppnum en oft áður. Tvö íbúðarhús, annað á Klængs- hóli en hitt á Þverá í Skíðadal, eru í byggingu, auk þess útihús á örfáum stöðum. Fyrra laugardag var Haraldur Stefánsson, bóndi í Ytra-Garðs- horni, jarðsunginn á Tjörn. Hann var 74 ára. í dag er Hallgrímur Einarsson, Urðum, 70 ára. Hann er öllum, sem til þekkja að góðu kunnur, glaðlyndui', greiðvikinn og sam- vizkusamui'. Hallgrímur var og er raunar enn afbragðs verk- maður, afar áhugamikill og kunni ekki að hlífa sér. Var hann því eftirsóttur til starfa, því fremur, Strokufangar Vistmenn á Litla-Hrauni voru á skemmtiferð um fagrar sveitir sunnanlands. Þrír þeirra hurfu í skógarkjarri í Þjórsái'dal oglögð- ust út til að njóta frelsis og fjalladýrðar. Síðan hafa blöð og útvarp sagt frá eltingarleiknum, sem endaði á götum höfuðborgarinnai' og með ósigri vistmanna. Sagnir herma að mörgum leiki hugur á að fá atburðinn endui'- tekinn til kvikmyndatöku og upptöku á segulband til notkun- ar fyrir kvikmyndahús og út- varp! setja almennar reglur um skoðun ökutækja og m. a. að halda þeim reglum breytilegum eftir gerð ökutækja. Þá eru í þessum kafla, 19. gr., sérstök ákvæði um, hvernig skuli með fara, ef starfs- maður viðgerðarverkstæðis kemst að því, að öryggisbúnaði ökutæk- is er áfátt. Þá skal þess getið, að samkvæmt þessum kafla, 20. gr., er lögreglustjóra heimilt að af- skrá ökutæki, ef það er ónýtt að dómi eftirlitsmanns, þó skal til- kynna viðkomandi þetta með hæfilegum fyrirvara. Um ökumcnn og ökuréttindi. Skilyrði til að öðlast ökuskír- teini eru svipuð og nú er, þar á meðal aldurstakmarkið. Hins vegar eru gerðar auknar kröfur til sumra flokka ökumanna. Þannig þurfa menn nú meira- próf til að aka vörubifreið, sem skráð er fyx-ir 5 smál. fai-m og sérstök skilyrði má setja í reglu- gerð fyrir því, að öðlast ökuskír- teini til að aka bifi-eiðum, sem (Framhald á 2. síðu.) sem verklagni var góð og hann kunni ýmis vei'k, sem áður þóttu mikilsvei'ð, þó að nú séu að mestu úr sögunni. Vinsældir Hallgríms mátti vel sjá á því, að gestkvæmt var hjá honum í dag. Kvæntur er Hallgrímur Soffíu Jóhannesdóttur, góði’i konu. Eiga þau þi’jú uppkomin böi-n. H. S. Hrísey 8. júlí. Búið er að salta í 2300 tunnur og ögn hefur farið í bi'æðslu. — Fiskur vii'ðist kominn í fjöi’ðinn. Færabátar hafa aflað mjög sæmi- lega undanfarna daga í fii-ðinum utanvei-ðum. Raufarhöfn 8. júlí. Fyi’sta síldin bai-st til Raufar- hafnar sl. mánudag. Þá var flagg- að á staðnum sem á hátíðisdegi. Síldin fór bæði í salt og bi'æðslu. Bárðardal 1. júlí. Nú hefur brugðið til meii'a hlý- viði'is en verið hefur undanfarið. Þurrkar og kuldar hömlúðu mjög sprettu, bæði á túnum og úthaga. 14. júní í-igndi nokkúð og hafði þá ekki komið dropi úr lofti svo vikum skipti, síðan hefur rignt öðru hvoru og miðar sprettu vel, þar sem skemmdir eru ekki af kali, en nokkur brögð eru að því. Eitthvað mun þó dragast að sláttur hefjist almennt. Farið er að í'ýja ær og eru þær með góðum bata. Mikið er unnið að túnrækt. —• Hafin er bygging heimavistar- barnaskóla á Stóruvöllum, á landi, sem gefið hefur vei'ið til þeirra nota. Byggingameistai'i er Stefán Halldórsson frá Akureyri. Hugmyndin ei-, að húsið komist undir þak í haust. — SíSar á að byggja félagsheimili á þessum sama stað, við skólann. HEIMA ER BEZT Júlíhefti hins þjóðlega og glæsi- lega tímarits, Heima er bezt, var að berast blaðinu rétt í þessu. Kápumyndin er af Klemensi á Sámsstöðum Kristjánssyni og um hann ski-ifar ritstjórinn, Steindór Steindórsson og Klemens gerir einnig stuttlega gi'ein fyrir stai'f- semi tili’aunastöðvarinnar á Sámsstöðum. Þá ski'ifar Sigui'ður Egilsson um veiðiskap á Laxa- mýi'i, einkum laxveiði í kistur, sem stundaðar voru til 1928, tvö ljóð eftir Hallgi'ím frá Ljái'skóg- um, dægurlagaþáttur Stefáns Jónssonar og greinin Undir Jökli eftir sama, sagnaþættir og úr aldargömlum blöðum, fi'am- haldssögur o. fl. Heima er bezt er hið vandað- asta rit og er þegar búið að ná feikna mikilli útbreiðslu. Sundnámskeið Sundnámskeið hefjast þi'iðjud. 14. júlí. Kennai'i Helga Hai'alds- dóttir frá Rvík. Upplýsingar o£ skrásetning í síma 2260. Búnaðarþingskosningar í Eyjafirði Ketill Guðjónsson og Garðar Halldórsson náðu kosningu með yfirgnæfandi meirihluta Hámarkshraði í bæjunum Samþ. liefir verið 35 km. hámarkshraði í Rvík Samvizkusnauðir ökuþórar á ferð r Utdrátfur úr nýju umferðaEögunum Þann 1. júlí sl. gengu ný umferðalög í gildi og koiitft í stað eldri umferðalaga og bifreiðalaga Hér fara á eftir nokkur helztu atriði:

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.