Dagur - 13.08.1958, Blaðsíða 2

Dagur - 13.08.1958, Blaðsíða 2
2 D A G U K Miðvikudaginn 13. ágúst 1958 Rifjiið upp 30 ára gömul hetjusaga Það var fagui' júní-dagur árið 1928. Byggðarey lá fyrir landi eins og marglitur risablómvönd- ur og fánar bærðust í hægri gol- unni. Fjörðurinn liðaðist inn í landið eins og bláleitur borði, og angan blóma og þefur af salti fyllti vitin. Mávarnir liðu um loftið á hægu svifflugi á hvítum vængjum sinum. í hátíðar'salnum á „Drottning- unni“ voru saman komnir ýmsir fyægir og ágætir menn, en mið- depill samkyæmisins var heim- skautafarinn Wilkins. Þar voru einnig viðstaddir hinir frægu heimskautafarar, Amundsen, Sverdrup og Borgchrewink. — Wilkins hafði fyrir skömmu verið gestur Amundsens á sveitasetri hans í Svartaskógi. Hann hafði fært sér margt í nyt af reynslu Amundsens, og hann kom til þess að þakka honum og auðsýna lionum hollustu. Það var einmitt um þetta leyti, sem loftskipið ,,ítalía“ fór sína heljarför norðui' :i höfum á leið sinni til Svalbarða. Eins og gefur að skilja ræddu veizlugestir um flugslysið, en þótti þó sem ekki myndi öll von úti. Heimskautafarar eru bjart- sýnismenn að upplagi, og þrátt tyrir váleg tíðindi voru allir í há- tíðaskapi. En svo varð dauðakyrrð í /eizlusalnum. Það var tilkynnt, að mikilvægt skeyti hefði borizt. ítalska ríkisstjórnin hafði skorað á Norðmenn að koma til hjálpar :hinu nauðstadda loftfari, og í því sambandi hafði norska -stjórnin spurzt fyrir um það, hvort A.mundsen og Sverdrup væru fúsir til þess að stjórna björgun- arleiðangri norður í höf. Kyrrðin varaði áfram, eftir að skeytið hafði verið lesið upp. — Allir viðstaddir.litu á Amundsen, og öllum var ljóst, að það var síður en svo auðvelt fyrir hann að svara. Nobile, hinn ítalski leiðangursstjóri á „ítalíu“, hafði skki komið fram sem heiðarlegur naður gagnvart Amundsen. Amundsen sýndi engin svip- brigði. Hann varðveitti fullkom- lega ró sína, eins og hann var vanur. Það liðu aðeins nokkrar sekúndur áður en hann svaraði. Og svar hans var játandi: „Segið Ijeim, að eg sé tilbúinn að leggja af stað undir eins!“ Rödd hans var þróttmikil og ákveðin og mátti gjörla heyrast um allan salinn. Aage Krarup Nielsen, sem var þarna nær- staddur sem blaðamaður, hefur ,sagt frá þessu á eftirfarandi hátt: „Upplestrinum var lokið og bann reisti sitt hvíta, konunglega höfuð með karlmannlegu fasi og svaraði hiklaust og án nokkurrar sigurgleði.“ En hvar var hægt að útvega nógu sterka og góða flugvél? í hafnarborg einni í Bretagne beið flugmaðurinn Guilbaud þess að komast á vél sinni yfir Atl- antshaf. En áður en til þess kæmi fékk hann boð um að fljúga norður í íshaf í leit að Nobile, og skyldi hann leggja af stað tafar- laust. Það vannst enginn tími til þess að gera nauðsynlegar breyt- ingar á útbúnaði flugvélarinnar, sem alls ekki var gerð fyrir ís- hafsflug. Flestir kunnáttumenn voru þeirrar skoðupar, að ferð þessi væri óðs manns æði, þar sem „Latham" — en svo hét vél- in — væri gamaldags og úrelt, hreyfillinn vatnskældur og mjög illa útbúinn til heimskautaferðar. Sumir svartsýnismenn létu sér jafnvel um munn fara orð sem þessi: Latham er fljúgandi lík- „Latham 47“ hefur sig til flugs á Tromsö-sundi 18. júní 1928 kl. 16. lcista, þessi ferð er fyrirfram dæmd til að mistakast. Líklegt er, að Amundsen hafi verið þetta kunnugt, en hafi svo verið, skeytti hann því engu. Um miðjan júní eru þeir Amundsen og Dietrichsen komnir til Tromsö ásamt frönsku flugmönn unum, en þeir voru fjórir, Guil- baud, sem var flugstjóri og auk þess vélamaður og loftskeyta- maður og einn leiðangursmanna enn, de Queverville liðsforingi. Það skipti öllu máli að komast sem fyrst af stað. Þeir vissu, að óhöfn flugskipsins var í beinni lífshættu á isbreiðunni, sem nú væri tekinn að bráðna og gliðna sundur í sumarhitunum. Raunar vissi enginn um afdrif áhafnar- innar. En veðurútlitið hafði sitt að segja. Ekkert er eins mikilvægt fyrir flugið eins og hagstætt veð- urfar. Og það var ekki af Amundsen að vænta, að hann gerði neitt, sem vanhugsað var. Veðurútlitið varð að vera tryggt. Mánudagsmorguninn 18. júní skyldi „Latham“ leggja af stað. Dietrichsen hafði nýskeð átt við- ræður við forstjóra jarðeðlis- fræðistofnunarinnar, og hann hafði veitt mjög mikilvægar upp- lýsingar. Þoka var við Bjarnarey og allhvasst, ein sex vindstig. En nú hafði vindinn lægt mikið. Á Svalbarða var veður gott. Skyn- samlegast myndi að taka stefnu Roald Amundsen. sem lengst í vestur og komast þannig út úr þokubeltinu. Allt virtist vera í bezta lagi, en kl. 11 kom skeyti um það, að lægð hreyfðist frá norðri til suð- urs milli Grænlands og Sval- barða. Amundsen óttaðist, að lægðin gæti haft þau áhrif, að ekki myndi reynast kleift að lenda. Kl. 14 kom nýtt veðurskeyti og sagoi þar, að lægðin væri alger- lega kyrrstæð og hefði ekki breytt sér neitt. Amundsen var staddur hjá vini sínum, Zalle lyf- sala, og beið þess óðfús að kom- ast af stað. Nú myndi einmitt mögulegt að ná til Kings Bay. Kl. 16 var bjart veður yfir Bjarnarey. Amundsen og menn hans héldu strax út að flugvél- inni, sem beið við bryggju olíu- félagsins. Amundsen hafði með- ferðis 10 kg. af súkkulaði, dálítið ar hafragrjónum og ýmsar aðrar matvörur. Að auki hafði hann með sér byssu og skotfæri, og þá var með í förinni gúmmíbátur, sem blása mátti upp, og sitthvað fleira. Það var fastmælum bundið, að leitarmenn hefðu skeytasamband við land tvisvar á klukkustund. Eftir kl. 19 skyldi Bjarnareyjar- stöðin taka að sér að fylgjast með skeytum frá Latham, þar sem Tromsö-stöðin þurfti að sinna annarri þjónustu. Nokkrum mínútum eftir kl. 16 var Latham kominn á loft og flaug til vesturs. Nokkrir fiski- menn sáu vélina 50—60 km. frá Hekkingen og var stefna hennar þá í hávestur. Ef til vill hafa þeir síðar orðið varir við bjartviðri og breytt stefnunni þá meira til austurs. Kl. 18,45 heyrðu menn í Tromsö í „Latham“ í síðasta skipti. Þá var hann að kalla á Kings Bay stöðina og tilkynnti, að þeir þyrftu að senda nokkur skeyti. Kl. 17,40 hafði Ingeyjar- radíó samband við flugvélina. Kl. 17,55 heyrði Ingeyjarradíó kall til Longyearbæjar. — Síðan heyrðist ekki frekar frá „Lat- ham“. Það var kyrrt júníkvöld í Tromsö, bg í kyrrðinni leyndist einhver titrandi spenna, (Framhald á 7. síðu.) Norðuriandsmót í frjáisum íþróft- um háð á Ákureyri um s!. helgi Gimnar Húseby keppti sem gestur á mótiuu Ný héraðsmet sett í nokkrum greinum NORÐURLANDSMÓTIÐ í frjáls- um íþróttum var haldið á Akureyri dagana 9. og 10. ágúst sl. Mótstjóri var Ingimar Jónsson, cn UMSE sá um framkvæmd mótsins og bar þar sigtir úr bítum. Björn Sveinsson, KA, setti Akur- eyrarmet í 100 m hlaupi á 11 sek., Þóroddur Jóhannsson setti UMSE met á sömu vegalcngd á 11.2 sek., Sig. Sigurðsson, Fram, húnverskt met í þrístökki, stiikk 13.84 m, og Helgi Valdimarsson, UMSE, met í þrístökki, 13.70 m. 100 m hlaup: Bjiirn Sveinsson, KA ll.Osek. Þóroddur Jóhannss. UMSE 11.2 — Ivarl Björnsson, HSÞ 11.4 — 80 m hlaup kvenna: Helga Haraldsdótlir, KA 11.7 sek. Emilía Friðriksd., IISÞ 11.8 — Þórey Jónsdóttir, Þór 12.1 — Kringlukast karla: Guðm. Hallgrímss., HSÞ 37.99 m Þóroddur Jóhannss. UMSE 37.10 — Úlfar Björnsson, Fram 36.07 — 1500 m hlaup: Jón Gíslason, UMSE 4.19.5 mín. Guðm. Þorsteinsson, KA 4.21.5 — Karl Sigurðsson, IISÞ 4.50.8 — Þrístökk: Sig. Sigurðsson, Fram 13.84m Helgi Valdcmarsson, UMSE 13.70 - Ragnar Guðniundss., UMSS 12.70 — Hástökk karla: Tlclgi Vaklemarss. UMSE 1.70 m Hörður Jóhannss., UMSE 1.70- Páll MöÍler, KA 1.65- Hástökk kvenna: Þórey Jónsdóttir, Þór 1.30 m Quðrún Sigurðard., HSÞ 1.25- Emilía Friðriksd., HSÞ 1.25- 1000 m boðhlaup: A-sveit KA 2.09,9 mín A-sveit UMSE 2.10.5 - A-sveit HSÞ 2.19.2 - 400 m hlatip: Jón Gíslason, UMSE 54.4 sck Guðm. Þorsteinsson, KA 54.5 — Brynjar Halldórsson, UNÞ 56.8 — Kúluvarp karla: Gunnar Huseby, KR 15.78 m Úlfar Björnsson, Fram 13.70 — Þóroddur Jóhannss., UMSE 12.83 — Helgi Valdemarss., UMSE 12.57- Langslökk karla: Helgi Valdemarss., UMSE 6.59 m Brynjar Halldórsson, UNÞ 6.40 - Ragnar Guðmundss., UMSS 6.33 — Stangarsliikk: Bragi Iljartarson, Þór 3.45 m Sig. Eriðriksson, HSÞ 3.40 — l’áll Stefánsson, Þor 3,35 — 110 m grindahlati]J: Bragi Hjaruirson. Þór 17.0 sek Ingólfur Hennanuss., Þór 17.1 — Þóroddur Jóhannss., UMSE 17.7 — Langstiikk kvenna: Emilía Friðriksd., HSÞ 4.48 m Oddrún Guðmundsd., UMvSS 4.22 — Þórey Jóusdóttir, Þé>r 4.10 Kringlukast kvenna: Ró,sa Pálsdóttir, KA 23.35 m Súsiinna Mpller, KA 22.14 - Helga Haraldsdóttir, KA 20.91 - Spjótkast: Ingimar Skjóldal, UMSE 52.34 m Páll Stefánsson, Þór 42.85- Arngr. Geirsson, HSÞ 42.55 - 4x100 m boðhlaup karla: A-sveit KA 47.5 sek A-sveit HSÞ 48.1 — A-sveit Þórs 48.4 — 4x100 m boðhlaup kvenna: A-svcit Þórs 62.1 sek A-sveit UMSE 62.8 - A-sveit KA 63.6 — 3000 m 'hlaup: Jón Gíslason, UMSE 9.56.1 mín Tryggvi Stefánss., HSÞ 9.56.4 — Herm. Sigurðsson, HSÞ 10.56.1 — .Aukagreinar: Kringlukast karla: Gunnar Huseby. KR 46.52 m Þóroddur Jóhannss., UMSE 36.89 — Helgi Valdemarss., UMSE 35.86 — Kúluvarp kvenna: Oddrún Guðmundsd., UMSS 9.95 m Helga Haraldsd., KA 7.48 — Guð'rún Sigurðard., HSÞ 7.48 — Marteinn Siguðsson sextugur MARTEINN SIGURÐSSON, fram færslufulltrúi á Akureyri, varð scx- tugur 8. þ. m. Hann er Fnjóskdæl- ingur, en hefur lengi verið búsettur hér í bæ og starfað að fjölmörguni félagsmálum. Hann var um skeið formaður Vcrkamannafélagsins hér, einnig formaður Framsóknarfélags- ins og bæjarfulltrúi fyrir flokkinn eitt kjörtímabil. Skógræktarmálin hafa notið stuðnings Marteins, og Matthíasarfélagið var stofnað að frumkvæði hans, og svo mætti leng- ur telja. Kvæntur er Marteinn Ein- hijdi Sveinsdóttur. Martcinn Sigurðsson er pr.úður í framgöngu, farsæll í störfum og nýtur trausts og virðingar allra. Dagur sendir honum bcztu af- mæliskveðjur. HEIMA ER BEZT Ágústhefti Heima er bezt er komið út. Forsíðumyndir eru jafnan mjög vandaðar. Ágúst- maður ritsins er að þessu sinni Albert Guðmundsson, sem frækn astur var talinn íslenzkra knatt- spyrnumanna og frægastur er allra landa í þeirri grein. Og um hann skrifar Jónas Jónsson frá Hriflu mjög skemmtilega grein á sinn listræna hátt. — Sigurður Egilsson í Húsavík skrifar um veiðiskapinn í Laxá, niðurlag. — Auk þess eru svo sögurMagnúsar á Syðra-Hóli, endurminningar Olafs Pálssonar frá Sörlastöðum, m. a. frá Olafsdal, þar sem grein- arhöfundur var í skóla, fram- haldssögurnar, Hvað ungur nem- ur eftir Stefán Jónsson o. fl. Tékkneskir sumarskór Allar stærðir. SKÓDEILD KEA.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.