Dagur - 13.08.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 13.08.1958, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 13. ágúst 1958 V'/sA/WVv/V>^WVVV^VVVVV^>/VV'/VV^sAA/>A/VVVVV'/^/>/>/VVVít DAGUR 1 ASalritstjóri og ábyrgðarmaður: <> ERLINGUR DAVÍÐSSON 1 It Meðritstjóri: ?> INGVAR GÍSLASON | z Auglýsingastjóri: l Þorkell Björnsson | s Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 2< s Árgangurint kostar kr. 75.00 ?z s Blaðið kemur út á miðvikudögum >z v og laugardögum, þegar efni standa til S s Gjalddagi er 1. júlí H í Prentverk Odds Björnssonar h.f. « iæS$$S$$í5S$555$SSS$$$««5$$«5«5S$$í^^ Stóreignaskatturinn MARGIR AUÐMENN þessa lands hafa hingað til getað falið auð sinn í hinum ýmsu hlutafélög- umum. Lögin um stóreignaskatt, sem gerir þeim, er breiðust hafa bökin, skylt að greiða hinn nýja skatt af milljón krónum og þar yfir, eru komin til framkvæmda gegn hatrammri andstöðu íhalds- ins. Morgunblaðið hóf upp raust sína að nýju um það leyti, sem stóreignaskattsskráin var lögð fram og þar með opinberaður sannleikurinn um nokk- ur hundruð íslenzkra milljónamæringa, og geng- ur svo langt í ósvífninni að halda því fram, að samvinnufélögin njóti hlunninda í sambandi við álagningu stóreignaskattsins. — Þó er það staðreynd, að samvinnufélög og hlutafélög lúta í því efni nákvænilega sömu reglum og greiða ekki stóreignaskatt. Stór- eignaskatturinn er nefnilega ekki lagður á nein félög heldur einstaklinga einvörðungu. Þeir einstaklingar, sem eiga milljón króna skuldlausa eign eða meira, lenda í stóreigna- skatti, aðrir ekki og skatturinn er ekki lagður á nein félög. Ljóst er af þessu, að það er hin herfilegasta blekking að tala um ívilnanir eða hlunnindi sam- vinnufélaga í sambandi við stóreignaskattinn. — Hins vegar ganga menn ekki að því gruflandi að milljónamæringarnir, þeir sem Morgunblaðið ber mest fyrir brjósti, reyna að velta stóreignaskatti sínum af herðum sér og láta fyrirtækin borga — velta eigin skatti yfir á framleiðsluna, en halda sínum persónulegu stóreignum óskertum og það er auðvitað hægt að gera í hlutafélagi, ef stjórn þess samþykkir slíkt. Á þann eina hátt getur stór- eignaskattur raunverulega lagzt á þau félög, sem milljónamæringar eiga hluta í. Auðvitað kemur það við hjartað í Morgunblaðinu, að milljónerar skuli þurfa að láta eitthvað af hendi rakna af þeim gróða, sem tekinn hefur verið frá fólkinu — al- menningi — á einn eða annan hátt. Hins vegar er það vitað, að aðeins örfáir aðilar innan samvinnuhreyfingarinnar eru það vel efn- um búnir að þeir greiði hinn umtalaða skatt, en allur þorri milljónamæringanna eru úr þeim auð- félögum, sem íhaldinu eru kærust. í sambandi við blaðaskrif íhaldsins og tal íhalds forkólfa um stóreignaskatt má minna á, að árið 1950 var lagður á stóreignaskattur eins og nú. Þá voru allir stjórnmálaflokkar sammála um álagn- inguna, að því undanskyldu að íhaldið kom því til leiðar að einstaklingar gátu látið félög greiða skattinn fyrir sig, sem oftast er ranglátt. Með því var verið að bjarga gróða hinna ríku eða hafa opna leið til þess, Kemur það því úr hörðustu átt þegar íhaldsblöð telja stóreignaskatt geta dregið úr athafnalífinu, en sköpuðu sjálfir það fordæmi í álagningu stóreignaskatts árið 1950, að mögu- leiki væri á, fyrir ríka einstaklinga, að láta félög- in borga fyrir sig, til bráðabirgða a. m. k. Af framanskráðu má öllum vera það vel ljóst, að rógsherferð íhaldsins á hendur samvinnufélög- um, í sambandi- við stóreignaskatt, er ekki aðeins fyrirfram hreint gönuskeið af þeirri ástæðu, að hvorki samvinnufélög, hlutafélög eða yfir- leitt nein félög í landinu, hverju nafni seni nefnist, þurfa að greiða stóreignaskatt — heldur er árásin svo greinilegt! samtökum fátæks fólks í kaup- vitni um málefnaþurrð íhaldsins félögunum að engum er til skaða og sjúklegt hatur á hinum frjálsu nema árásarliðinu. Slæmt framferði — en því miður ekkert einr-dæmi. PÖRUPILTAR ÞEIR, sem í skjóli kvöldrökkurs og fámennis, drýgðu það „frægðarverk“ að hnupla grenitrénu úr griðastað sínum í þeim hluta kjallararúst- anna gömlu, sem standa uppi af gamla Staðarhóli — ættu, sjálfs sín vegna, að skila trénu aftur á sama stað og hlú sæmilega að rótunum, enda þótt lítil líkindi séu til, héðan af, að tréð þoli því- líkt hnjask aftur og aftur á sama sumri. — Þeir gætu gert þetta á sama tíma sólarhringsins og þeir grófu plöntuna upp úr stampin- um, sem hún var geymd í til bráðabirgða, þannig að lítið beri á eins og áður. En þeir ættu að gera þetta sem fyrst, svo að ekki komi til annarra eftirmála, og hvorki reynist nauðsynlegt að kæra verknaðinn fyrir vanda- mönnum þeirra né heldur barna- verndarnefnd eða lögregluvaldi. — Foreldrar, sem kynnu að verða þess varir, að börn þeirra séu að pukra með slíka greni- plöntu, 70—80 cm. háa, á að gizka, ættu — barna sinna vegna —■ að skerast í leikinn og sjá svo um, að plöntunni verði skilað, því að enda þótt svo kunni að virðast í fljótu bragði, að ekki sé hér um þýðingarmikla hluti að ræða, ættu þeir að athuga það, að rétt mun enn reynast hið fornkveðna, að „á mjóum þvengjumlærahund arnir að stela“, og ennfremur að öll linkind foreldra í þessum efn- um kann að skapa börnum þeirra æfilanga ástríðu og ógæfu. Og fæstir — eða vonandi engir — foreldrar mundu vilja taka á sig þvílíka ábyrgð, sem skeytingar- leysi þeirra kann að skapa, ef þeir láta sem ekkert sé, þegar fyrst bryddir á slíku misferli í fari þeirra eigin barna. Tilraun til að bjarga gróðri, sem annars hefði verið plægður niður. PLANTA ÞESSI var annars svo til komin á áðurnefndum stað, að þegar jarðýta var fengin nú í vor til þess að bylta til jarð- veginum á Staðarhólslóðinni gömlu, gerðum við hjónin tilraun til að bjárga þeim trjágróðri, sem þarna var fyrir frá tíð tengdafor- eldra minna, sem fyrstir reistu býlið, — á þann hátt að færa trén inn í þann hluta kjallarans, sem eftir stóð, í bili, og búa þar sem bezt um hann til bráðabirgða — í þeirri veiku von, að eitthvað af trjánum myndi lifa af þessa bylt- ingu. Sömuleiðis færðum við þangað nokkrar blómaplöntur af sömu ástæðum. Þeim var hnupl- að þaðan snemma í sumar af hálfgerðum óvitum, en skilað aft- ur af þeim sökum, að foreldrar viðkomandi barna skildu vel, hvað það gilti fyrir börnin sjálf að venjast sem fyrst af slíkum klækjum, sem að vísu eru upp- haflega framdir af unggæðishætti einum, en gætu þó auðveldlega síðar breytzt í örlagaríkari ódygðir, ef ekkert væri gert til þess að stemma á að ósi. — Eg er að vona, barnanna vegna — því að líklegast er að grénitréð sé alveg úr sögunni, hvernig svo sem til tekst að öðru leyti — að enn fari á sömu leið, og foreldrar viðkomandi barna sýni nú sama manndóm og skilning sem þeir, sem þá áttu sams konar hlut að máli. — J. Fr. Ferðamaður skrifar: „TAKNRÆNT DÆMI UM, hve hörmulega getur til tekizt með brýr og vegi að þeim, er brúin á Jökulsá í Norður-Múlasýslu ná- lægt Fossvöllum. Myndin hér að neðan gefur nokkra hugmynd um þetta, en þó ekki að fullu. Að vísu sézt vel, að snarbeygja þarf upp með ánni við eystri brúar- sporðinn undir þó nokkuð m. háu klettabarði. En nokkrum tugum metra ofar er stallurinn enginn. Þar hefði öll aðstaða verið þægi- leg, aðeins fáum metrum breið- ara milli bakka, — en gamla brúin var ekki þar! Til hinnar handar við brúna er þó enn átak- anlegra að sjó, hvernig sniðgeng- ið hefur verið gott brúarstæði. Það er fáum bíllengdum utar, sjálfgerðir, jafnháir brúarstöplar í sömu hæð og stallurinn austan við ána, sem sézt á myndinni. — Hvergi gat brú verið betur sett en þar gagnvart snjóalögum og litlar beygjur, eða engar, þurftu að vera á veginum við brúar- sporðana. — Að vísu er ólíklegt, að svo illa, sem raun ber um vitni, hefði til tekizt, hefði brúin verið í byggingu nú, og er því síður um hægt að saka einn né neinn. En úr þeirri hættu, sem aðstaðan veldur, mætti áreiðan- lega bæta, og þess vegna er ástæða til að vekja athygli á brúnni. Vegurinn suður frá eystri brú- arsporðinum, undir klettinum, er að vísu ekki tiltakanlega mjór, en á hann koma fljótt svellbólstrar á haustin, og snjó kyngir þarna í kverkina strax og hríðar koma. Hafa menn oftsinnis lent þarna í bráðri hættu, og mildi mikil, að ekki skuli stórslys af því hafa hlotizt, hversu illa um er búið, því ekki eru svo mikið sem kant- steinar, eða staurar til varnar á gljúfurbarminum. Sýnist ýmsum, að ekki megi svo búið lengi standa, en sú viðgerð er fram- kvæmanlegust, að hækka brúna, , (Fi-amhald á 7. síðu.) Frá Meniiiiigar- og miniiiiigarsjóði kvenna Nýlega er lokið úthlutun styrkja úr sjóðnum fyr- ir yfirstanda ár. Uthlutað var 32 þúsund krónum til 18 kvenna. Nokkrar fleiri umsóknir bárust, er ekki var hægt að sinna að þessu sinni. Eftirfarandi styrkir voru veittir: Alma E. Hansen, Rvík. Tónlist í Þýzkal. kr. 2000.00. Arnheiður Sigurðardóttir, S.-Þing. íslenzk fræði við Háskóla íslands kr. 2000.00. Áslaug Jóhannsd., Hveragerði, Efnafræði í Þýzka- landi kr. 3500.00. Ásgerður Ester Búadóttir, Rvík. Myndvefnaður kr. 1500.00. Gíslrún Sigurbjörnsdóttir, Rvík. Listvefnaður í Austurríki kr. 1000.00. Grímhildur Bragadóttir, Árnessýslu. Tannlækning- ar í Þýzkalandi kr. 2500.00. Guðrún Jónsdóttir, Rvík. Híbýlafræði í Dan- mörku kr. 1000.00. Guðrún Sigríður Magnúsdóttir, V.-Skaftafellssýslu. íslenzk fræði við Háskóla íslands kr. 1500.00. Gústa I. Sigurðardóttir, Rvík. Franska og franskar bókmenntir í Frakklandi kr. 2500.00. Helen Louise Markan, Rvík. Söngur í Svíþjóð kr. 1000.00. lngibjörg Stephensen, Rvík. Tannlækningar í Eng- landi kr. 2000.00. Jóna Þorsteinsdóttir, Rvík. Listvefnaður í Austur- ríki kr. 1000.00. Maja Sigurðardóttir, Akureyri. Sálarfræði í Bret- landi kr. 3500.00. Margrét E. Margeirsdóttir, Rvík. Félagsmálafræði í Danmörku kr. 1500.00. Olga Jóna Pétui'sdóttir, Rvík. Sjúkranudd í Þýzka- lanli kr. 1000.00. Sigrún Árnadóttir, Rvík. íslenzk fræði við Háskóla íslands kr. 1500.00. Solveig Kolbeinsdóttir, Skagafirði. íslenzk fræði við Háskóla íslands kr. 1000.00. Zita Kolbrún Benediktsdóttir, Rvík. Tónlist í Dan- mörku kr. 2000.00. RALPH BERGENGREN: Það lekur úr krana Það er hægt að dvelja vetur eftir vetur í íbúð í borginni, án þess að koma auga á blýsmiði, rör- lagninga- eða miðstöðvarmenn, en maður er sífellt að lesa ýmsar skemmtisögur um þá í nútímabók- menntum. Þeir eiga ekki slíkt skilið. Þessir ágætu iðnaðarmenn hafa oft orðið ómaklega fyrir barðinu á lélegum brandarasmiðum, sem hafa, því miður, haft óholl áhrif á skoðanir mínar. Sumarið hafði að mínu viti verið laust við allar heimsóknir iðnaðarmanna, og vatnið streymdi hindrunarlaust um allar pípur í húsinu mínu og gusaðist ljúflega úr öllum krönum, ef maður svo mikið sem snerti þá. Þetta var eins og ósýnilegur bæjarlækur, sístreymandi, og kæmi mér vatn í hug, þá sá eg ljúfan læk fyrir hugarsjónum mér, læk, sem ætíð niðaði og streymdi. Það kom ekkert ólán fyrir, nema hvað það lak úr krönunum. En þegar slíkt verður, þá get eg vel gert við það sjálf- ur. Maðui' þarf bara að setja í nýja pakningu. Eg hleyp niður í kjallara og skrúfa fyrir vatnið. Eg hleyp upp aftur, skrúfa kranann af og set nýju pakninguna á. Þetta er eins og allstór leðurhringur, hæfilegur á smáputa. Svo skrúfa eg kranann á aft- ur. Eg hleyp niður í kjallara, skrúfa frá vatninu, þýt upp og hoi'fi á kranann. Það lekur enn. Eg hendist því aftur niður í kjallara, skrúfa fyrir vatn- ið, hleyp upp, skrúfa af kranann og breyti smá- vegis til um stærð og lögun pakningarinnar, eða þá eg ýti henni eitthvað til. Því næst skrúfa eg á kran- ann, hleyp niður í kjallara, set vatnið á, hleyp upp og huga að krananum. Ef ennþá lekur, hvað viðbúið er, þá endurtek eg hlaupin niður og upp aftur. Ef ennþá lekur eitthvað að ráði, sem er mjög líklegt, þá hleyp eg niður í kjallai'a, skrúfa fyrir vatnið, hleyp upp og tek kranann af, geri einhverjar smá- breytingar á pakningunni, bara einhverjar, og svo skrúfa eg kranann á, hleyp eins og leið liggur nið- ur í kjallara, skrúfa frá, hleyp upp og horfi á kran- (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.