Dagur - 03.09.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 03.09.1958, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 3. september 1958 D AGUR 5 JONAS JONSSON FRA HRIFtU: Matthíasarfélag á Akureyri ÉG HEF í „Degi“ síðastliSinn vet- ur vikið að því í stuttri blaðagrein, hversu oft merkar nýjungar hafa fæðzt á Akureyri, breiðst jjaðan út og haft áhrif um ailt land. Nokkru eftir að jjetta var skrifað, yildi svo til, að Akureyringar tóku forystu um sérkennilegt menningarmál, er að líkindum mun hafa áhrit lengur og miklu víðar, heldur en búizt mun hafa verið við í fyrstu. Ég á þar við stofnun Matthíasarfélagsins, þar sem 40 Akureyringar taka sam- an höndum um að endurreisa lieim- ili þjóðskáldsins Mattlu'asar Joch- umssónar, eítir Jjví sent við má koma, til minningar um eitt frægt skáld, sent er tengt við Akureyri órjúfanlegum minningarböndum, langri samvist við bæjarbúa og ó- gleymanlegu starli fyrir islenzka mennningu." Forgöngumenn félags Jtessa virðast fylgja djarflegri en Jjó nokk- uð varlegri stefnu. I>eir vilja, að fé- lagsmenn í aðaldeildinni séu bú- settir á Akureyri. Af Jjví leiðir, að Jjeir munu ætla félaginu að hafa forystu og framkvæmdir í málinu, sem rétt er. Hins vegar vilja Jjeir gefa öðrum landsmönnum kost á að gerast félagsmenn og hjálparlið við Jjessa framkvæmd. Akureyringar munu Jjcss vegna hafa með höndum stjórn Jjcssa fyrir- tækis, og með stuðningi annarra áhugamanna við málið, fer vel á Jjví. Akureyri naut séra Matthíasar á hérvistardögum hans lengur cn nokkur önnur byggð á landinu. Þess vegna eru spor lians þar dýpst. En Matthías vann alltaf fyrir þjóðina alla, ekki aðeins samtíðar- menn sína, heldur fyrir alla J)á, sem síðar byggja Island, meðan móður- málið glatast ekki. Akureyrarbær mun væntanlega veita nokkurt fé til jjessa safns, enda hefur Jiað ver- ið svo tvo undánfarria vetur. Auk Jjcss mun nú koma annar fjárhags- legur stuðningur en lrá bænum. Að sjálfsögðu veitir AlJjingi fullan stuðning vegna Jjjóðarheildarinnar, því hún er mest í skuld fyrir liina miklu dánargjöf stórskáldsins. Það er viðeigandi að minnast með nokkrum orðum fordæma frá öðr- um menningarþjóðum um slíka heimilisvörn, þar sem mikilmenni eiga í lilut. Fr Jjá fyrst að minnast Shakespeare-liússins í Stratford on Avon. Það er mikil og virðufeg bygging, vandlega gerð og vel geymd. A efri árum var Shakespeare orðinn vef efnaður, hafði rétt við hag ættar sinnar, og ber húsið vott rim þessa velgengni. I-fitt er annað mál, að enska þjóðin var nokkuð lengi að uppgötva stórskáld sitt. Það liðu nokkrir áratugir, Jjannig að jafnvel bókmenntafræðingar Englands vissu ekki gerla, ltvern fjársjóð þjóðin átti í leikrilum Sha- kespeares. Þau voru gefin út ærið hirðuleysislega. Fngin handrit né rithönd skáfdsins er nú örugglega geymd, nema í einni undirskrift, verzlunarlegs en ekki bókmennta- legs eðlis. En eftir að enska Jjjóðin vaknaði til meðvitundar um yfirburði Sha- kespeares, lcið alllangur tími, þar lil mönnum kom til hugar, að gera hús hans að Jjjóðardýrgrip. Þá voru allir þeir munir, sem liöfðu tilheyrt skáldinu, foknir út í veður og vind fyrir mörgum öldum. Fkkert var eftir, nema húsið, frægðin og skáld- verkin. Þá gerðu Fnglendingar hús Shakespeares að helgidómi allra enskumæfandi þjóða. Þangað safn- ast gestir, sem ski])ia hundruðum þúsunda á hverju ári. Þar hefur nú ekki fyrir all-löngu verið byggt Shakespeare-leikhús, og Jjar leika beztu leikarar Breta leikrit Shakes- peares sumarlangt ár hvert. Oðru vísi var Jjcssum málum liáttað í Wcimar. — Þegar Goethe andaðist, var Þjóðverjum fullljós hin varanlega heimsfrægð Jicssa mikla skálcls. Hann var efnaður rnaður og bjó í glæsilegu húsi. Þar voru söfn hans úr náttúrufræði í miklum salarkinnum, þar voru bókasöfn hans og listaverk, Jjar var íbúð hans. Þar var dánarbeður hans. Þar bað hinu um meira ljós, um leið og hann livarf inn í eilífð- itia. Schiller var fátækur, eins og flest íslenzk skáld. Hann bjó í húsi í Weimar, sem mig minnir, eftir heimsókn fyrir hállri öld, að sé öllu viðameiri bygging en Sigur- hæðir á Akureyri, en Jiað var fljót- lega friðað og vefndað. Þessi tvö hús, og allt, sem við Jjau er tengt, eru meðal dýrmætustu eigna Þjóð- verja. í Frakklandi átti Victor Hugo mikið og gott bókasafn og listasafn á flóttamannsheimili sínu á franskri eyju í Frmarsundi. — Um það hús skrifaði Haukur heitinn Snorrason í vetur sem leið ágæta grein í Tím-1 ann. Sýnilega var sú grein rituð til Jjess að styðja Matthíasarhreyfing- una á Akureyri. Þó að Lenín og Stalin hafi rniklu breytt í Rússlandi, þá hafa Jjéir og Jjeirra liðsmenn ekki talið viðeig- andi að sfíta minningajjráðinn við Tolstoj. Gröf hans er helgistaður þjóðarinnar, og Jjví meira haft við hana en grafir í friðsamari löndum, að varðmenn gæta Jjessa feiðis dag og nótt. Gerbyltingin nær ekki Jjess- um stað. I Finnlandi er heimili Runebergs skammt frá Helsingfors næstum ó- hreyft frá því á hérvistardögum skáldsins, og við það tengdar ó- dauðlegar minningar. I SvíJjjóð cr Mararbakki Selmu Lagerlöf nú viðurkenndur helgi- staður Svía. Er Jjar safnað saman listaverkum og minningargjöfum, sem snerta skáldkonuna og lifsstarf hennar. I Noregi er Björnson-húsinu í Aulestad vel við haldið. Þaðan sáu Björnstjerne og Karólína yfir dal- inn sinn fagra. Lillehammer er næsta járnbrautarstöð. Þegar ég var Jjar á ferð nýlega, var mér sagt, að aldrei kæmu minna en 20 Jjúsund gestir til að heimsækja Björnson á hverju ári, Jjó að Jjað kostaði sér- staka bílferð frá járnbrautarstöð- iiini. A Aulestad er hús skáldsins og reisulegur bóndabær, ög hvoru- tveggja haldið við, eftir Jjví sem bezt verður við komið. Norðmcnn halda mjög til frama og frægðar sín- um mönnum. 1 Lillehammer eiga jjeir safnheimili til minningar unt Sigricl Undset, þótt húsakynnin séu þar ekki eins stórmannleg og á bæ Björnsons. í Danmörku er safn H. C. Ander- sens frægt um allan heim. Það er í fæðingarborg hans, Odense. Sjálft skáldið var heimsborgari að því leyti, að hann var á sínum hérvist- ardögum sjaldan mjög lengi á sama stað. heldur á sífelldum ferðalögum víðs vegar um jarðarkringluna. Fn eftir fráfall hans söfnuðu Danir Jjó saman minnisgripum um þetta fræga skáld í Andersen-heimilið í Odense. Getur þar að líta bæði muni frá skáldinu og sérstaklega bækur lians sjálfs í óteljandi útgáf- um á hinum fjarskildustu málum. Þykir Dönum nú aldrei of mikið gert til að minnast Jjessa skálds, cr átti lengi lraman af ævinni nokkuð brattgengt á frægðartindinn I sínu eigin landi. Hollendingum gleymdist helzt til lengi að skilja, hvílíkan son þjóðin hafði átt, Jjar sem Rembrandt var. Lengi framan af ævi var hann dáð- ur og vinsæll sem málari. Fn [jegar hann málaði sína alfrægustu mynd, [já sem nú er undir sérstakri her- vernd í safninu I Amsterdam, Jjá snerist þjóðin á móti honum. Hann lifði við krijpp kjör síðustu ár æv- innar. Enginn Hollendingur liugs- aði Jjá um að vernda hús hans. En hús þetta er til, byggt úr traustum múrsteinum, rnikil salarkynni. Það gekk manna á milli í nokkrar aldir, Jjar til þjóðin vaknaði, keypti lnisið og safnaði Jjangað Rembrandt til maklegs heiðurs, margs konar minjagripum til að sanna, að Jjjóð- in ætti öll Jjennan snilling og alla hans frægð, þó að sú viðurkenning lielði verið of lengi á leiðinni. Frá Jjví að Matthías Jochumsson dó, hefur verið uppi hreyfing á Akureyri um Jjað, að gera heimili hans að Matthíasarsaíni, en alltaf hcfur eitthvað orðið til hindrunar, þar til Jjeir tveir atburðir gerðust svo að segja samtimis, að Akureyr- arbær lagði fram stofnfé til Jressarar safnmyndunar, og að áhugamenn í bænurn stofnuðu félag til að hrinda Jjcssu menningarmáli í framkvæmd. Þó að Jjessi biðtími safnmyndun- arinnar hefði mátt vera styttri, þá má þó á Jjað líta, að bæði Shakes- peare og Rembrandt hafa orðið að bíða lengur, og Jjað án sýnilegs til- efnis. Akureyrarbær mun ekki aðeins fá réttlátan vegsauka af Matthíasar- safni, heldur auk þess tvenn önnur verðmæti. Akureyri er að verða mikill gcstabær. Þangað koma þús- undir manna, sér til gagns og á- nægju á hverju sumri. Matthíasar- safn mun auka Jjessa aðsókn og tryggja bænum ekki óveruleg fjár- hagsleg verðmæti, því að varla mun sá maður koma til Akureyrar eltir að Matthíasarsafn er opnað, se.m ekki leggur Jjangað leið sína. Ilitt tel ég Jjó ennþá verðmætara, að því meira, sem gert er til að mæra séra Matthías og til að auka skilning alþjóðar á ævarandi gildi verka hans, munu ljóð hans styðja alla nýræktun íslenzkrar menningar. Mun mega segja, án öfga, að Jjess sé nokkur þörf. Um alllanga stund liefur fjárhagsleg velgengisalda af vissu tagi flætt yfir landið og leitt til margháttaðra efnalegra fram- fara. Þjóðin hafði lengi búið við kröpp kjör og niátti vel við að fá nokkra aukningu jarðneskra verð- mæta. Fn maðurinn lifir ekki á cinu saman brauði. Þjóðmenning íslendinga er og hefur ætíð verið að liálfu leyti andlegs eðlis. Skáld og listamenn þjóðarinnar hafa á öllum öldum verið andlegir aflvak- ar í landinu. — Frá þeim hefur streymt ljós og líf. Matthías Jochumsson er ein af uppsprettum andlegs lífs á Islandi. Ljóð hans eru til á þúsundum heimila á íslandi, en Jjau mega ckki verða undir skriðuhlaupi efn- ishyggjunnar, Jjví að Jjá verður ljós- ið slökkt. Baráttan fyrir Matthíasarsafni stefnir fyrst og fremst að Jjví, að opna fyrir bornum og óbornum ís- lendingum enn meira en orðið er hina gífurlegu andlegu fjárhirzlu Matthíasar Jochumssonar, skáldsins mikla á Sigurhæðum. Vordraumur og vetrar- kvíði Ljóðabók eftir Heiðrek Guðmundsson. Þetta er önnur útgáfa bókar- innar, en fyrri útgáfa var prentuð á síðastliðnu vori og þá aðeins seld áskrifendum. Nú er þessi ljóðabók Heiðreks komin í bókabúðir og mun henn- ar verða rninnzt nánar hér í blað- | inu. Reglugerð um veiðar ísleuzku togaraima Allar veiðar togara bannaðar á hrygningarstöðv- um og aðalveiðisvæðum bátanna Viðaukareglugerð, sem hér um ræðir, er gefin út af Sjávarút- vegsmálaráðuneytinu 29. ágúst 1958 og fer hér á eftir: Reglugerð urn viðauka við reglugerðina frá 30. júní sl. hef- ur vcrið gefin út. Fjallar reglu- gerð þessi um viss svæði innan hinnar nýju landhelgislínu, er ís- lenzkir togarar fá leyfi til þess að veiða á. Eins og áður eru togur- unum bannaðar allar veiðar inn- an fjögurra mílna, en auk þess er þeim bannað að veiða á hrygn- ingarstöðum og aðalveiðisvæðum bátamanna. Viðaukareglugerðin fer hér á eftir: I. gr. Botnvörpu-, flotvörpu og drag- nótaveiðar eru hvarvetna bann- aðar innan línu, sem dregin er 4 sjómílur utan við grunnlínu, sem ákveðin er í 1. gr. reglugerðar nr. 70, 30. júní 1958. íslenzkum skipum, sem veiða með botnvörpu, flotvörpu eða dragnót, skai frá 1. september 1958 heimilt að veiða innan fiskveiðilandhelgi við ísland, en þó utan við línu, sem dregin er 4 sjómílur utan við grunnlínu, sbr. næstu málsgrein hér á undan, með þeim takmörkunum, sem gerðar eru hér á eftir: - A. Norður- og Norð-Austurland. Frá 21°20’ v.lg. að línu sem dregin er í réttvísandi norð- austur frá Ósfles sunnan Hcr- aðsflóa, eru botnvörpu-, flot- vörpu- og dragnótavciðar bannaðar innan linu, scm dregin er 8 sjómílur utan við grunnlínu, svo og við Grímsey og Kolbeinsey innan við 8 sjó- mílna línu frá grunnlínu. B. Austurland. Frá línu, sem dregin er í rétt- vísandi norð-austur frá Ósfles að línu, sem dregin er í rétt- vísandi suð-austur frá Hvít- ingum, cru botn-vörpu-, flot- vörpu- og dragnótaveiðar bannaðar í fiskveiðilandhelg- inni á tímabilinu 1. maí til 30. nóvember. C. Suð-Austurland. Frá línu, sem dregin er í rétt- vísandi suð-austur frá Hvít- ingum að línu, sem dregin cr í réttvísandi suður frá Ing- ólfshöfða, eru botnvörpu-, flotvörpu- og dragnótavciðar bannaðar í fiskvciðilandhelg- inni frá 1. janúar til 15. maí. D. Suðurland. Frá línu, sem dregin er í rétt- vísandi suður frá Ingólfshöfða að línu, sem dregin er í rétt- vísandi suður frá Kötlutanga, eru botnvörpu-, flotvörpu- og dragnótaveiðar bannaðar inn- an línu, sem dregin er sex sjó- mílur utan við grunnlínu, á tímabilinu frá 1. janúar til 15. maí. Frá 20° v.Ig. til 21° v.lg. eru botnvörpu-, flotvörpu- og dragnótaveiðar bannaðar í fiskvciðilandhelginni á tíma- bilinu frá 1. janúar til 15. maí, svo og innan við línu, sem dregin er milli staðanna 63° 19,5’ n. br., 21° v.Ig. tli 63° 30,7’ n. br., 21° 15,3 v.lg., á sama tíma. Frá 21° 15,3’ v.lg. til 22° 52’ vlg. cru botnvörpu-, flot- i vörpu- og dragnótaveiðar bannaðar innan línu, sem drcgin er átta sjómílur utan við grunnlínu, á tímabilinu frá 1. janúar til 15. maí. E. Suð-Vesturland, Faxaflói og Brciðafjörður. Frá 22° 52’ v.Ig. að línu, sem dregin cr í réttvísandi vestur frá Bjargtöngum skulu botn- vörpu-, flotvörpu- og drag- nótaveiðar bannðar í fiskveiði landhelginni á tímabilinu frá 1. janúar til 15. maí. Einnig skulu slíkar veiðar bannaðar í fiskveiðilandhelg- inni frá 64° 52’ n. br. að Bjargtöngum á tímabilinu frá 15. október til 31. dcsember. F. Vestfirðir. Frá línu, sem drcgin er í rétt- vísandi vestur frá Bjargtöng- um 21° 20’ v.lg., eru botn- vörpu-, flotvörpu- og drag- nótavciðar óheimilar innan fiskvciðilandhclginnar allt ár- ið. II. gr. Brot á ákvæðum Jjessarar reglu gerðar varðar viðurlögum sam- kvæmt 6. gr. reglugerðar nr. 70, 30. júní 1958, um fiskveiðiland- helgi íslands. III. gr. Reglugerð þessi er sett sam- kvæmt lögum nr. 44, 5. apríl 1958, um vísindalega friðun fiskimiða landgrunnsins, og ákvæðum 3. gr. reglugerðar nr. 70, 30. júní 1958. IV. gr. Reglugerð þessi öðlast gildi 1. september 1958. Frá Hafnarnefnd: Eftirfarandi samþykkt hafnar- nefndar Akureyrarkaupstaðar í fyrra mánuði: 1. Hafnarnefnd fer þess ein- dregið á leit við Olíufélagið h.f., að Jjað sem allra fyrst á þessu sumri láti leggja olíuleiðslu fyrir svartolíu í togarabryggjuna á Oddeyrartanga. 2. Nefndin fer þess eindregið á leit við vatnsveitustjórn, að hún geri ráðstafanir til, að nú þegar verði hægt að afgreiða vatn við togarabryggjuna á Oddeyrar- tanga. 3. Nefndin telur nauðsynlegt að gerðar verði ráðstafanir til að setja upp ljósbaujur beggja meg- in nýju togarabryggjunnar á grynnslin og verði haft samráð við Vitamálaskrifstofuna um út- vegun og uppsetningu baujanna. 4. Nefndin beinir þeim tilmæl til rafmagnsstjórnar, að nú þegar verði sett ljós á togarabryggjuna. 5. Nefndin felur bæjarverk- fræð að gera kostnaðaráætlun um 10x60 m. steypt plan ofan á togarabryggjuna, syðst og vestast á bryggjuna. Jafnframt verði sótt um fjárfestingarleyfi fyrir þess- um framkvæmdum. 6. Ákveðið að taxti fyrir notk- un bílavogarinnar verði kr. 1.25 pr. tonn, án kaupgjalds til vigtar- manns.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.