Dagur - 03.09.1958, Blaðsíða 1

Dagur - 03.09.1958, Blaðsíða 1
Fylgist með þvi, sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. Dague DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 10. september. XLI. árg. Akureyri, miðvikudaginn 3. september 1958 43. tbl. Herskipið Russel vemdar brezka landhelgisbrjóta á „úthafinu" við Dýraíjörð. Bretar vernda veiöiþjófa meo oíbelcli í íslenzkri an dneloi Brezkir „gentlemen" sýna „fair play" á Islandsmiðum Klukkan 8 í gærmorgun stóð varðskipið „Þór" brezk- an togara að veiðum á Norðfjarðarflóa, skammt utan við gömlu 4 mílna línuna. Þoka var á. Setti varðskipið 6 menn óvopnaða um borð í togarann. Létu togarakarlar ófriðlega, bitu í skjaldarrendur sínar og munduðu bar- efli, en er Islendingar létu það ekki á sig fá, hættu þeir mótspyrnu. Kom nú brunandi brezka freigátan East- bourne með sína gínandi fallbyssukjafta. Setti hún einn- ig menn um borð í togarann, vopnaða kylfum. Er Is- lendingar neituðu að yfirgefa togarann, baðst Anderson „gentlemanskipper" á freigátunni þess að mega koma um borð í „Þór" og ræða við skipstjórann íslenzka, Eirík Kristófersson. Varð það úr. Samtal þeirra var tekið upp á segulband. Lofaði brezki skipherrann að hafa sam- band við London um, hvort beita skyldi ofurefli til þess að fjarlægja íslendingana, en nú höfðu einnig bætzt við í togarann 3 menn frá „Maríu Júlíu". Um tuttugu mínútum eftir að Anderson var farinn frá „Þór", lét hann senda liðsauka um borð í togarann, og voru íslendingar nú yfirbugaðir af ofureflinu. — Reyndu Bretar að setja þá um borð í ísl. varðskip, en því var hafnað. Voru því íslendingarnir fluttir með valdi yfir í brezka herskipið. Er þetta gerðist var togar- inn staddur INNAN VIÐ gömlu landhelgislínuna, en straumur hafði borið hann inn fyrir. Um svipað leyti og þetta gerðist, reyndi „María Júlía" að láta menn sína ráðast til uppgöngu á annan landhelg- isbrjót, en þá mættu þeim við borðstokkinn froðufell- andi lýður með axir, járnkarla og annað þvíumlíkt að vopni. Létu íslendingar þar undan síga, enda óvopnaðir. Um alla þessa atburði er það eitt að segja, að þcir eru liretum til minnkunar. Fyrir þetta munu þeir verða að athlægi hér á landi og annars staðar. „Skamma stund verður hönd höggi fegin," segir íslenzkt spakmæli, og mun það sannast á Bretum, því að þessi sigur er nei- kvæður fyrir þá. „Nothing fails like success,"sagði brezk- ur spekingur eitt sinn, og ætti brezka stjórnin að festa sér þau orð vel í minni. Vinni Bretar fleiri slíka sigra á okkur óvopnuðum, þá er úti um þá og þeirra málstað. 011 önnur ríki viðurkenna 12 mílna landlielgina í verki. Sigur Islands slöggur á fyrsta degi Þegar á fyrsta degi hinnar nýju landhelgi unnu íslendingar minnisstæðan sigur. Allar þjóðir, nema Bretar, sýndu viður- kenningu landhelginnar í verki og héldu sig utan 12 mílna. Af veiðiflota Breta, sem áttu að vera um 200 togarar, reynd- ust aðeins 11 og hafa allir verið skráðir sem landhelgisbrjót- ar á Vestf jarðamiðum. Stór brezk herskip vörnuðu íslenzkri landhelgisgæzlu með ofbeldi að gegna skyldustörfum sínum. Þannig er vináttan og vernd smáþjóðanna í verki. Fyrstu dagar nýju landhelginnar, með ógnum og beinum hernaðaraðgerðum Breta í íslenzkri landhelgi, þjappa öllum íslendingum fast saman til að standa á óvéfengjanlegum rétti þjóðarinnar til landgrunnsins. „Dagur" átti þátt í leiguflugi héðan frá Akureyri vestur á miðin 1. sept. með fréttamenn. Heimir Hannesson, sem tók þátt í förinni, segir frá á þessa leið: „Halldór Magnús, Halldór — Akureyri, Þingeyri, Horn, Ak- ureyri — flugtak leyft," kallaði Akureyrarradíó, og Cessna- sjúkraflugvélAkureyringa þaut á loft undir öruggri stjórn Jó- hanns flugmanns. — Þetta var síðdegic mánudaginn 1. sept- ember. — Hvergi sáust fánar blakta við hún á Akureyri í til- efni dagsins. Dalvíkingar héldu daginn hins vegar hátíðlegan og blakti þar fáni á hverri , stöng. Ferðinni var heitið vest- ur fyrir land, þar sem brezka stjórnin „verndar rétt skipa sinna á úthafinu", eins og það kallað á máli þeirra í London, Hull og Grimsby. í sól og sunnangolu birtust norSlenzku sveithnar hver af annarri. Og strax var stefnan tekin á Þingeyri. Úti yfir miSjum Plúnaflóa var ákveðið að skreppa sem snöggvast niður á fsafjörð í leit að fjósmyndara. Með hjálp talstöðvarinnar tókst þaS aS lok- um og var þá öllu vel borgiS. Á leiðinni út Skutulsfjörðinn kall- aSi ísafjarðarradíó þessi aSvör- (Framhald á 2. síSu.) Kaupfélag Eyfirðinga hefur óskað að leggja til 100 þús. kr. til að létta fjárhagshliðina. — Fyrsta gjöfin barst frá Kristnes- hæli. — Leitað til margra aðila í bænum og byggðunum við fjörðinn. — Sesselja komin á stúfana. Vetrarsamgöngur. hafa nokkr- um sinnum verið gerSar aS um- talsefni hér í blaðinu og bent á nauSsyn be.tri tækja til mann- og vöruflutninga, þegar snjóar loka leiðum fyrir venjulegar bifreiSir. SíSasti vetur færSi mönnum sönnur á það, einu sinni enn, hve illa er ástatt í þeim byggSarlög- um, sem engan snjóbíl hafa. Al- yrir snjó mennur áhugi varð fyrir úrbót- um, sérstaklega í því efni er lýtur að sjúkraflutningum og læknis- hjálp. Ungmennasambandið, Kvenna- deild Slysavarnafélagsins og RauSakrossdeildin höfSu skiln- ing á málinu, Kaupfélag EyfirS- (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.