Dagur - 15.10.1958, Side 4

Dagur - 15.10.1958, Side 4
4 DAGUR Miðvikudaginn 15. októbcr 1958 DAGUR Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Meðritstjóri: INGVAR GÍSLASON Auglýsingastjóri: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurini kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júli Prentverk Odds Björnssonar h.f. Tvennir tímar SÍÐAN 1927 hafa landbúnaðarmálin löngum verið í höndum Framsóknarflokksins í ríkisstjórn, að fráteknu „nýsköpunartímabilinu“, en þá voru þau í höndum Sjálfstæðisflokksins. Framfarirnar í sveitunum síðustu áratugi eru glögg dæmi um þá happasælu forystu Framsóknarmanna og dugnað og félagsþroska bændanna sjálfra. Enginn getur efast um framfarirnar, sem ferðazt hefur um landið eða á annan hátt kynnt sér hvað gerzt hefur í sveitunum. Hins vegar er „nýsköpunar- tímabilið" eins konar horliður í þróunarsögu þessa atvinnuvegar á síðari tímum. Þetta tímabil ber öll merki þeirrar bændavináttu, sem Sjálf- stæðisflokknum er ásköpuð. Það tekur af öll tví- mæli um, að þrátt fyrir bændavináttuna í orði, hefur aldrei verið þrengt svo harkalega að bænda stéttinni, þegar frá eru taldar drepsóttir. Sjálf- stæðisflokkurinn reyndi að kæfa stéttarsamtök bænda í fæðingunni með því að taka af þeim fjár- ráðin og fela öðrum, hinu illræmda búnaðarráði, að verðleggja landbúnaðarafurðirnar og með því að svelta sjóði landbúnaðarins. En á meðan bændur landsins urðu að þola hið stjórnarfarslega harðræði streymdi hið mikla fjármagn til annarra atvinnuvega og annarra hluta. Hefði stefna Sjálf- stæðisflokksins orðið ráðandi í landinu um lengra árabil, væri enginn landbúnaður, sem því nafni gæti heitið, lengur til á íslandi. Það slys varð á „nýsköpunarárunum11, að Jón Pálmason var landbúnaðarráðherra. Hann sann- aði bezt, þótt sjálfur væri bóndi, hve lágt íhaldið metur bændur landsins og atvinnuvegi þeirra. — Auk hins illræmda, stjórnskipaða búnaðarráðs, stöðvunar á innflutningi nauðsynlegra fram- leiðslutækja til landbúnaðafins, tómahljóðs í Byggingar- og Ræktunarsjóði, stöðvunar á und- irbúningi innlendrar áburðarframleiðslu og al- hliða skerðingar á lífsafkomu bænda, var bænda- stéttinni sýnd takmarkalaus lítilsvirðing að öðru leyti. En þetta var þó stefna, þótt ljót væri. Nú á Sjálfstæðisflokkurinn enga stefnu til að fara eftir í þessum málum eða öðrum, aðra en þá, að falsa söguna og þakka sér það sem áunnizt hefur. En öll bændastéttin getur hrósað happi yfir því, að óhappa-valdatímabil íhaldsins varð ekki lengra. Sterk öfl sameinuð VINSTRI FLOKKARNIR svokölluðu og stétta- samtökin í landinu tóku höndum saman þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð. Hið raunveru- lega vald í þróun efnahagsmálanna var að veru legu leyti komið út fyrir veggi Alþingis og ríkis- stjórnar og í hendur fjölmennra samtaka fólksins. En þessi samtök voru þó hvorki nægilega sterk eða samstæð til að hefja farsæla þróun í kaup- gjalds- og verðlagsmálum, en hins vegar höfðu þau og hafa nægilegan styrk til að gera hverja þá ráðstöfun að engu, sem gerð er í viðnámsátt á hinum breiða vegi verðbólguþróunarinnar, ef þeim býður svo við að horfa. Tilraun sú, sem gerð var um stjórn landsins og byggð var upp á þann hátt, að félagssamtök fólks- ins væri ábyrgur aðili, byggðist fyrst og fremst á þeirri staðreynd af reynslu fyrirfarandi ára, að það er ekki hægt að stjórna efnahagsmálunum í fjandsam- legri sambúð við fjölmennustu stéttirnar. Hin nýja stjórn var trygging fyrir réttlátri skiptingu þjóðarteknanna og auknu at- hafnalífi i landinu. En pólitískir valdastreitumenn innan ein- stakra félaga komu þó ár sinni. fyrir borð með nokkrum árangri og hafa valdið spjöllum. Þessir menn voru útsendarar íhaldsins og unnu að kaupkröfum í þeirri von að það mætti verða til þess að stytta ævidaga ríkisstjórnar- innar. Samtök verkalýðshreyf- ingarinnar vantar enn hinn ábyrga anda í félagsstarfið. — Máttur þeirra hafði lengi beinzt að einhliða kröfum og var því af skiljanlegum ástæðum nokkrum erfiðleikum bundið að taka upp ábyrga stefnu með yfirsýn yfir alhliða hagsmuni lands og þjóð- ar. Stjórnarandstaðan hefur, á flækingi sínum um landið í sum- ar og haust, deilt fast á ríkis- stjórnina fyrir verðhækkanir vara, sem hún sjálf hefur átt meginþátt í að skapa með kaup- hækkunarstefnu sinni. Án efa mun þjóðin þakka þessum mönn- um að verðleikum, ef gera þarf í haust nýjar ráðstafanir í efna- hagsmálunum. - Fjárlagafrumvarpið lagt fram (Framhald af 1. síðu.) „Áætlanir fjárlagafrumvarpsins hafa verið miðaðar við kaup- greiðsluvísitölu þá, er í gildi var fram til 1. sept. (183). Hér mun verða gerð grein fyrir þeim ástæðum, er liggja til grund- vallar þeirri viðmiðun. Samkvæmt lögum um Utflutn- ingssjóð o. fl., sem samþykkt voru á síðasta Alþingi, skyldi kaupgreiðsluvísitala haldast óbreytt, 183 stig, þar til vísitala framfærslukostnaðar hefði hækk að um 9 stig, eða upp í 200 stig. Þegar lögin voru samþykkt, var búizt við, að vísitala framfærslu- kostnaðar myndi ekki hækka upp fyrir 200 stig fyrr en eftir 1. ágúst, og myndi kaupgreiðslu- vísitalan ekki hækka fyrr en 1. desember, en sú vísitala er, sem kunnugt er, reiknuð út á þriggja mánaða fresti. Eins og fram var tekið í athugasemdum við frum- varpið um Utflutningssjóð o. fl., var það fyrirsjáanlegt, að hækk- un kaupgjalds umfram þau 5%, er ákveðin voru í lögunum um Útflutningssjóð, myndi leiða til krafna um „nýja hækkun á út- flutnings- og yfirfærslubótum. — Hækkun þeirra hefði í för með sér meiri hækkun á framfærslu- vísitölunni, og hún ylli svo áhinn bóginn nýrri hækkun á kaup- gjaldi og afurðaverði, og þannig koll af kolli.“ Ríkisstjórnin tók því fram í athugasemdunum við frumvarpið, að til þess að leysa þau efnahagsvandamál, sem hér er við að etja, væri „nauðsynlegt að taka sjálft vísitölukerfið til athugunar, þ. e. þá skipan, að allt kaupgjald og afurðaverð breytist sjálfkrafa með breytingu á fram- - Ýmis tíðindi (Framhald af 8. síðu.) málefnis l'yrr og síðar. Skólastjóri beindi og máli sínu til nemenda skólans og annarra viðstaddra. Að ræðu skólastjóra lokinni tók Jón I>. Björnsson til máls. Lýsti í stuttu máli viðliorfum þeim, er ríkt hefðu um það leyti, er unglinga- skólinn var stofnaður og erliðleik- um, er við var að stríða á ýmsum sviðum fyrstu árin. I>á skýrði liann frá því, að til væri dálítill sjóður frá dögum unglingaskólans og lagði til, að hann yrði nú notaður sem verðlaunasjóður fyrir nemendur Gagnfræðaskólans. í skólanum verða í vetur álíka margir nemendur og undanfarið ár, cða nokkuð yfir 60. — G. 1. færsluvísitölu.“ Var það enn- fremur tekið fram, að slíkt mál verður að leysa í nánu samstarfi við stéttarsamtökin í landinu, og mun stjórnin beita sér fyrir sam- starfi viö þau um þetta efni. — Munu mál þessi verða tekin til nánari athugunar, þegar þessi samtök halda þing sín síðari hluta þessa árs.“ Þegar undirbúningur að samn- ingu fjárlagafrumvarpsins hófst í júnímánuði sl., var því ljóst, að það yrði ekki fyrr en í lok ársins, sem hægt væri um það að segja, hver skipan kaupgjaldsmála yrði á árinu 1959. Var því sá kostur tekinn að miða áætluanir frum- varpsins við þá kaupgreiðsluvísi- tölu, sem þá var í gildi, og búizt var við, að yrði í gildi fram til 1. desember. Síðan í júní hefur það skeð, að kaupgreiðsluvísitalan hefur hækkað nokkuð fyrr en búizt hafði verið við, eða um 2 stig 1. sept. Þá hafa orðið verulegar hækkanir á grunnkaupi verka- manna og iðnaðarmanna umfram þau 5%, sem ákveðin voru með lögunum um Útflutningssjóð o. fl. Þetta hefur aftur gert það að verkum, að framfærsluvísitala hækkar um meira en ella hefði orðið og að fram hljóta að koma rökstuddar kröfur um nýjar hækkanir útflutnings- og yfir- færslubóta. Þær hækkanir munu svo að nýju orka á framfærslu- og kaupgjaldsvísitölurnar að óbreyttri skipan þessara mála. — Vegna þeirrar óvissu, sem þannig er ríkjandi í kaupgjalds- og verð lagsmálum, hefur ekki þótt ann- að fært en að miða áætlanir frumvarpsins að svo stöddu við það ástand, er ríkjandi var, þeg- ar það var samið.“ Heimili og skóli Tímarit um uppcldismál 3.—4. hefti þessa árs er nýlega komið út. Það hefst á grein Hannesar J. Magnússonar um skiptingu nemenda í bekkja- deildir, afmælisgreinar eru um Pál Gunnarsson kennara, Akur- eyri, fimmtugan, og ísak Jónsson skólastjóra sextugan, frásögn af móti Sambands norðlenzkra barnakennara, þýddar greinar, sögur, kvæði o. m. fl. Þetta rit á vinsældum að fagna vegna þess að það hefur oftast hollan boð- skap að flytja. ÞANKAR OG ÞÝÐINGAR Sá, er þetta ritar, á útvarpstæki með svokölluð- um bátabylgjum. en á þeim bylgjulengdum ræðast brezku togaraskipstjórarnir við oft og mikið. Það er að vísu fremur erfitt að skilja þessa forverði brezkrar menningar, en þó verður ekki komizt hjá því að heyra orð nokkurt. sem þeir nota a. m. k. einu sinni í hverri mínútu. Orð þetta er eitt það grófasta í ensku máli og alls ékki prenthæft. Sú saga gengur í höfuðstaðnum. að í hitteðfyrra hafi brezki sendiherrann haft boð inni til heiðurs forsætisráðherra íslands. og hafi hann einnig boðið erlendum sendiherrum til veizlunnar. Er inn var komið í veizlusalinn blasti við borð eitt fagurt. og á því miðju var til skrauts uppstopp- uð æðarkolla! Þótti veizlugestum gaman að þessu — og ekki sízt ráðherranum, enda átti þetta víst að vera fyndni. Hitt er svo annað mál, að það gilda aðrar reglur um opinbera hegðun sendiherra gagnvart æðstu mönnum þjóðar þeirrar, er hann dvelur hjá, en gilda milli „privat“-manna og kunningja. Undar- leg hefði slík veizla erlends sendiherra þótt í Lon- don. Um framkomu sendiherra gilda ýmsar óskrif- aðar reglur, sem allir sendimenn þjóða ættu að kunna. Um hina prúðmálgu togaraskipstjóra er annars það að segja, að það ætti að taka á segulband munnsöfnuð þeirra og senda brezka sendiherranum í Rvík. Gæti hann þá skemmt veizlugestum sínum með kjarnyrðum skipstjóranna, um leið og gestir væru leiddir til borðs, hvar uppstoppaðir steinbít- ar og þorskar væru til skreytingar — en barefli — svo sem járnteinar, axir, krókstjakar og skrúf- lyklar væru til sýnis upp við vegg, sem tákn um menningu Breta og siðvenjur á íslandsmiðum. ------o------ Ríkisstyrkir: Að taka peninga frá fólkinu og skila þeim aftur sem gjöf. ------o------ Það gildir einu þótt nýjar þýðingar komi af biblí- unni; menn syndga ætíð á hinn sama gamla veg. ------o------ Menn verða aldrei svo svartsýnir, að þeir sjái ekki björtu hliðarnar á óhöppum annarra. ------o------ Spurning: Er sebradýrið hvítt með dökkum röndum eða svart með hvítum röndum? ------o------ Auðveldasti vegurinn til þess að verða aldrei bjai'gálna er sá, að látast ætíð vera ríkur. ------o------ Sá, sem hirfir á stjörnurnar, hnýtur um steina. ------o------ Samkvæmt upplýsingum Unesco er nú í haust verið að taka í notkun á Nýja Sjálandi fyrstu raf- magnsstöðina, þar sem orkugjafinn ei' jarðgufa. — Áætlað er að stöð þessi framleiði 250 þús. kw. — Aðra raforkustöð á að reisa skammt frá, en þar er gert ráð fyrir enn meira gufumagni. í þessu sambandi mætti spyrja: Hve lengi eiga gufustrókarnir í Námaskarði og Krýsuvík að streyma út í loftið til einskis gagns? Og væri ekki ráð að senda mann til Nýja Sjá- lands til þess að kynna sér þessar raforkufram- kvæmdir? Til Eiðs Guðmundssonar, hreppstj., á sjötugsafmæli lians 2. október 1958. (Skcyti.) Lof og virðing, Ijúíar sæmdir liía tryggðar enn í byggðum. Lííi fagurt gildi geía göfug spor, er stigin voru. Hefðar-bónda, höfðingja sveitar heilladísir sjötugum lýsa. Eiði kunnum öðlings-manni auðnan bjóði stundir góðarl G. S. HAFDAL.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.