Dagur - 05.11.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 05.11.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 5. nóvember 1958 D A G U R 7 Frétt borin til baka í síSasta tölublaði íslendings o. fl. blöðum, hefur birzt sú fregn, tekin upp úr „Framsókn“, bæj- armálablaði í Vestmannaeyjum, að Kaupfélag Eyfirðinga hafi hinn 30. sept. sl. lánað stórfé (á aðra milljón) út . á húseignir í Vestmannaeyjum. Dagur sneri sér til Jakobs Fi'i- mannssonar kaupíélagsstjóra og spurðist fyrir um þetta. Hann upplýsti að KEA hefði ekki lánað út á neinar húseignir í. Vestmannaeyjum, heldur væru nefndar húseignir settar sem baktrygging fyrir vöruvíxlum, sem umböðsmaður KEA þar ; Eyjum samþykkir til greiðslu á vörum, sem kaupfélagið selur honum. Mest voru þetta mjólk- ur- og kjötvörur héðan að norð- an, sem KEA selur til Vest- mannaeyja með venjulegum gjaldfresti. Það er fremur óviðfeldið, að Akureyrarblöð skuli birta slíkar fréttir í stað þess að leita sér réttra upplýsinga. Var það þó nærtækt í þessu máli. Umferðareglur. Menntun er góð, en hvers virði er hún ungu fólki, ef það kann ekki skil á umferðarreglum — kann ekki að forðast slysin. Gjöf til ÆFAK. Kr. 20.00 frá gamalli konu. Kærar þakkir. — Gjaldkerinn. PERLÖN EFNI mjög fnlleg í upphlutsskyrt- ur og svuntur. Fjölbreytt úrval af GREDSMl SLÖPPUM m. a. vatteraðir nylon- sloppar. BABY-ÐOLL náttföt NÁTTKJÓLAR og - Tveir memi bremidiist (Framhald af 8. síðu.) um og voru sár hans meiri en Þórs, sem brenndist á annarri hendi og báðum fótum. Mörg blöð hafa þegar sagt frá slysi þessu í fréttum sínum, og hafa þau sýnilega ekki haft fyrir því að afla sé rupplýsinga um það. Einna fáránlegust er fréttin í Vísi, og höfð eftir fréttaritara hans hér á Akureyri. Samkvæmt henni mætti helzt álíta að um- ræddir starfsmenn KEA hefðu staðið við elda öskuhauganna og hvolft þar úr púðurkössunum! — Var þá sízt að undra. þótt eitt- hvað fjörgaðist eldurinn, þar sem púðrið var þá líka um 200 kg.! Þarf tæpast að eyða fleiri orðum að slíkum fréttaflutningi. Atburðurinn við Glerárgil ætti að undirstrika það enn á ný, að aldrei er of varlega farið með eldfim efni hvers konar. — Hins ber einnig að geta, þegar snar- ræði er sýnt á hættustund. Herbergi til leigu Uppl. á afgr. blaðsins. Xylamon (fúavarnaefni) Lím (f. plastplötui', þilplötur o. fl.) Slípimassi (f. ventla, fínn og grófur) Stálkítti Tréfyllir Gólfdúkalím Politúr, glær Rakoll trélím - Aðalfundur Kenn- arafél. Vestfjarða (Framhald af 8. síðu.) 1. 16. aðalfundur Kennarafélags Vestfjarða beinir þeim tilmælum til yfirstjórnar kennslumálanna, að hún sjái um að aðbúnaður til kennslu afbrigðilegra barna verði stórlega bættur við skóla landsins, svo og að slík kennsla verði gerð að námsgrein við Kennaraskólann. 2. Ályktun um breytingar á iögum og reglugerð um kosning- ar og kjörsvæðaskipun S. í. B. Einnig var rætt um skort á organleikurum, í kirkjum og skólum landsins, og bent var á Dað ráð, að organleikur yrði skyldunám í Kennaraskólanum. Á fundinum mættu rúmlega 20 kennarar af félagssvæðinu. Frá Æskulýðsheimili templara að Varðborg. —Nú er að hefjast násmkeið í pappírsföndri, sér- staklega ætlað börnum í 2., 3. og 4. bekk barnaskólánna. Kennari er Indriði Úlfsson. Þátttökugjald 35,00 kr. í því er innifalið allt, sem til námskeiðsins þarf. Nám- skeið í meðferð olíulita er einnig að hefjast. Kennari verður Einar Helgason. Námskeið í skák ‘fer einnig fram í Varðborg. Er það á vegum Skákfélags Akureyrar og Æskulýðsheimilisins. —• Enn er hægt að bæta nemendum við á föndurnámskeiðið og málara- námskeiðið. Nánari upplýsingar gefur Tryggvi Þorsteinsson. I. O. G. T. Síúkan Brynja nr. 99 heldur fund í Varðborg fimmtudaginn 6. nóv. kl. 8.30 e. h. stundvíslega. Yngri embættis- menn sjá um fundinn. — Dans. Ilvað segir lögreglusamþykkt- in? — í lögreglusamþykkt Akureyrarkaupstaðar, og hana eiga allir að lésa, stendur þetta meðal annars: — „Eigi má skjóta af byssu, skammbyssu um, lyklabyssum, crfabogum eða öðrum skotvopnum á eða j’fir ahnannafseri og hvergi að óþörfu.“ UNMRKJÓLAR • ANNA & FREYJA. JÓLASTJÖRNUR og REFLAR í öllum regbogans litum, verð kr. 15.00. EINLIT LÉREFT í JÓLASVUNTUNA. ANNA & FREYJA. Vélalakk (svart 1 /4 kg.) Aluminiiim bronce Lakkmálniiig, hvít Rafmagnslóðboltar Gúmmílijóli 1/4 Sími 2393. NÝ LJÓÐABÓK: eftir SIGURÐ SVEINBjÖRNSSON Áskrifendúr bókarinnar á Akureyri eru vinsamlegast beðnir að vitja hennar á skrifstofu vora, Hafnarstræti 88. Bókaforlag Odds Björnssonar. Blindravinafélag íslands. — Dregið hefur verið í merkjasölu- happdrætti, og féllu vinningar þannig: 5002: Sófasett. — 3626: Flugferð til Kaupmannathafnar. — 6815: íslendingasögur. — 14632: Standlampi. — 6062: Sunbeam-panna. ■— 19155: Kaffi- stell. — 14185, 2345, 29632, 4716: 3orðlampar. — 17559, 4479: Blaðgrindur. — 1842, 23562, 10993: Bækur. Birt án ábyrgðar. Leiðrétting. í 49. tölubl. Dags birtusteftirmæli í bundnu máli um Jón Forna Sigurðsson. —- 1. ljóðlína í 5. vísu er þar ekki rétt. Hún á að vera svo: „Minn- ingar góðar hugann löngum laoa“ Möðruvallakirkja. Kirkjunni hafa borizt þessar gjafir: Áheit kr. 170.00 frá Á. J. og kr. 500.00 frá Þórhalli Margeir Einarssyni, Sæborg, nú rafvélavirkja í Reýkjavík, gjöf kr. 500.00 frá Steinunni Jónatansdóttir, Ár- gerði, til minningar um hálfsyst- u rsína, Önnu heit. Tómasdóttir, húsfreyju á Stóra-Eyrarlandi, og á aldarafmæli hennar, 23. okt. sl., og loks frá 1000.00 frá Sigríði Jónsdóttur, Hólkoti, nú Geisla- götu 1, Akureyri, til minningar um eiginmann sinn, Stefán Árna- son, bónda í Hólkoti, og son þeirra, Jón G. Stefánsson. —- Kærar þakkir. Sóknarprestur. Litla stúlka Áskels. Frá A. S. kr. 500.00. □ Rún 59581157 — Frl.: Atg.: Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar nr.: 291 — 312 — 305 — 94 — 310. — K. R. Bakki í Öxnadal. — Messað sunnudaginn 9. nóv. kl. 2 e. h. Guðsþjónustur í Grimdarþinga- prestakalii: Munkaþverá, sunnu- daginn 16. nóvember kl. 1.30 e. h. Hólar, sunnudaginn 23. nóv- ember kl. 1 e. h. — Saurbæ, sama dag kl. 3 e. h. Fundur í drengja- deild í kapellunni n. k. sunnudag kl. 10.30 f. h. Blákollasveitin ser um fundarefni. — Stúikna- deildin heldur fund kl. 5. 1. sveit um fundarefni. Munið eftir handavinnunni og félagsgjaldinu. Deildarforingi. Zíon. Felx Ólafsson, kristni- boði, Gunnar Sigurjónsson og Benedikt Arnkelsson, cand. the- ol., tala á almennum samkomum miðvikud., föstud., laugard. og sunnudag kl. 8.30 hvert kvöld. — Sagt verður frá íslenzka kristni- boðsstarfinu í Konsó og sýndar þaðan litmyndir og ýmsir gripir. Allir eru hjartanlega velkomnir á samkomurnar. — Sunnudaga^ skóli n.k. sunnudag kl. 11 f. h. — Öll börn velkomin. Urvalsmynd í Nýja-Bíó. Um helgina sýnir Nýja-Bíó myndina Sendiboði keisarans. ítalski leik stjórinn, Carmine Gallone, sem fék-k það hlutverk að sjá um myndatökuna í litum og cinema scope á hinni heimsfrægu skáld sögu eftir Jules Verne, valdi Júgó slavíu fyi'ir leiksviðið, þar sem landslagið svipaði mest til þess, sem er í Síberíu. Hann segir sjálfur svo frá: Þar fann eg hrör- lega timburhjalla og fólk, sem líkist íbúum Síberíu. Stjórn Júgóslavíu lánaði 4000 riddara- liða, sem létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna og riðu ósmeykir gegnum logandi eldhaf. Einnig fékk eg aðstoð júgóslavneskra þjóðdansai-a og kóra. — Þegar eg valdi Curd Júi’gens í aðalhlut- verkið, réði þar fyrst hæfileikar hans sem leikara, en einnig áræði hans sem íþróttamanns. Hann var hvergi smeykur að sigla yfir stórfljót á timburflekum. Hann er þriðji leikarinn, sem leikur hlutverk Michel Strogoffs. Gasljós — frumsýning Leikfé lags Akureyrar verður á föstu daginn. Lexkstjóri er Guðm. Gunnarsson. Leikið verður á og sunnudags- Iaugardags- kvöld. Sextugur. — Laxdal, fyrrv. heimi, 60 ára. settur í eyri. 2. þ. m. varð Jón bóndi í Meðal- Hann er nú bú- Brekkugötu 33, Akur- Matthíasarfélagið á Akureyri heldur samkomu þriðjudags- kvöldið 11. þ. m. í Samkomuhúsi bæjarins. Til skemmtunar verð- ur: Ræða: Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi. — Upp- lestur: Anna G. Jónasdóttir, menntaskólanemi og Gísli Jóns- son, kennari. — Söngur: Kirkju- kór Akureyrar. — Nánar í götu- auglýsingum. Munið að vitja aðgöngumiða að afmælishófi Léttis í dag og á morgun. Hófið verður á laugar- daginn. Barnastúkurnar halda fundi í Barnaskóla Akureyrar næstk. sunnudag, Samúð kl. 10 f. h. og Sakleysið kl. 1 e. h. Fjölmennið. Nánar auglýst í skólunum. Hjónaefni. — Fyrsta vetrardag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Svanhildur S. Leósdóttir, Mýrar- lóni við Akureyri, og Kristján H. Þórðarson, bifreiðastjóri, Síla- stöðum. Hjónaefni. — Fyrsta vetrardag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Gunnhildur Aðalsteinsdóttir frá Flögu í Hörgárdal og Óskar Leifsson frá Húsavík. — Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Herborg Káradóttir frá Sigríðar- stöðum og Geir Örn Ingimarsson, Engimýri 4, Akureyr-i. — Enn- fi'emur ungfrú Aðalheiður Ad- amsdóttir, Bjarkarstíg 2, Akur- eyri, og Brynjar Antonsson, Eiðsvallagötu 5. Hjúskapur. — Sunnudaginn 2. nóv. voru gefin saman í hjóna- band á Möðruvöllum í Hörgárdal ungfx’ú Arnbjörg Gunnarsdóttir fi’á Fremi'i-Kotum í Skagafirði og ÓlafurS. Ólafsson bóndi í Garðshorni í Kræklingahlíð. Hjúskapur. Þann 1. nóv. voru gefin saman í hjónaband ungfi'ú Valborg Svavarsdóttir, Kaup- vangsstræti 23, og Ásgeir Haukur Valtýsson, húsasmiður, Munka- þverárstræti 1. — Heimili þeirra verður að Ásvegi 19. Systkinabrúðkaup. Síðastliðinn sunnudag voru gefin saman í hjónaband í Akux'eyrarkirkju ungfrú Rósa Jónsdóttir frá Syðsta-Samtúni og Jóhann Gústafsson, Lyngholti 6, Akur- eyri. Heimili þeirra verður að Lyngholti 6. — Einnig ungfrú Jónína Jónsdóttir, Brekkugötu 15, Ákureyri, og Svanlaugur Júlíus Jónsson, Syðsta-Samtúni. Heimili þeirra verður að Strand- götu 13, Akureyri. Hjúskapui'. Laugardaginn 1. nóv. sl. voru gefin saman í hjónaband af sóknarprestinum í Grundarþingum ungfrú Guðrún Finnsdóttir frá Syðri-Á í Ólafs- firði og Aðalbjörn Tryggvason, bóndi á Ytra-Laugalandi. Frá Barnaverndarnefnd Akur- eyrar. Tekjur af fjársöfnun sunnudaginn 2. nóv. (bazar o. fl.) námu kr. 9.700.00 brúttó. Kostn- aður nam kr. 1.893.00. Hreinn ágóði kr. 7.807.00. — Þennan frá- bæra stuðning við félagið vill nefndin þakka hjartanlega. Hún þakkar stórar gjafir og smáar, veitta aðstoð og margs konar fyr- il’greiðslu og óskar bæjarbúurrj heilla og farsældar.Bazarnefndin. Bifreiðastjórar og hjólreiða- menn! Gei-ið yður grein fyrir hálkunni á vegunum, áður en þér stígið upp í bifreið yðar eða á bak á reiðhjólið. Kvennadcild Slysavarnafélags- ins á Akureyri barst 23. þ. m. 3000.00 kr. gjöf til minningar um Önnu Kristínu Tómasdóttur, Eyrarlandi, frá börnum hennar. Gjöfin var í tilefni af 100 ára af- rnæli Önnu, sem var þennan dag. Þá hafa borizt kr. 100.00 frá N. N. og einnig kr. 500.00 gjöf frá Stefáni Randverssyni og eiga þær að ganga til kaupa á snjó- bílnum. — Beztu þakkir til gef- enda. Sesselja Eljárn. — Athygl- isverð er gjöf Stefáns Randvers- sonar til snjóbílsins. Flestir hafa sérstakan áhuga á þessu máli, en eru uggandi um að yfírvöldin ætli of lengi að synja beiðni um nauðsynleg leyfi. Stefán er sjúklingur og algerlega óvinnu- fær. Gjöf hans er sterk býrning til Eyfirðinga um að fylgja fast eftir réttlátum óskum um nauð- synlega fyrirgreiðslu yfirvald-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.