Dagur - 19.11.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 19.11.1958, Blaðsíða 5
MiSvikudaginn 19. nóv. 1958 D A G U R 5 Mannkynið í vanda statt Varaforseti Indlands, S. Radhakrishnan, hvetur mannkynið til einingar Á núifandi kynslóS hvílir sú ábyrgð að ákveða, hvort mann- kyninu farnist vel eða því stór- hnigni, hvort framferði vort leiði til upphafs eða endis. Vér eigum völ á góðu tækifæri, en því fylgir líka mikil hætta. í 5. Mósebók segir: ,,Eg kveð í dag bæði himinn og jörð til vitnis móti yður, að eg hafi lagt fyrir þig lífið og dauðann, blessunina og bölvunina, veldu þá lífið, til þess að þú og niðjar þínir megi lifa.“ Vér erum beðnir að velja. En manninum hættir til að missa sköpunarmátt sinn, þegar hann finnur að ekkert verður betra, að hann getur engum umbótum við komið, að daglegt líf manna er aðþrengt og að í kenningum heim spekinganna enduróma aðeins hans eiginn kvíði og örvænting. Hin óbreytilegu verðmæti and- ans, leitin að sannleikanum og ástundun elskunnar, sem leggja til meginefnið á blaðsíðum sög- unnar, virðast ekki viðeigandi á vísindaöldinni, er sýnist snauð af trú og rúin fögrum hugsjónum. Það virðist svo sem vér höfum náð hátindi ábyrgðarleysisins. Samt er rangt að ætla, að at- burðirnir séu að þyrla mannkyn- inu út í einhver óþekkt og fyrir- fram ákveðin endalok. Vér erum ekki ósjálfbjarga leiksoppur náttúruafla. Það eru engin ósveigjanleg lögmál, sem ráða þróun sögunnar. Ef vér göngum út frá óumflýjanlegri, sögulegri atburðarás, mun öll viðleitni vor lamast, - framtakssemin skerðast og virðuleikinn glatast. Þótt maðurinn standi föstum rótum í náttúrunni, stígur hann ofar henni. Með manninum leynist sá eðlisþáttur, sem eigi er háður í náttúrunni. Manninum er unnt að gerast dómari yf.ir sjálfum sér. Pascál vísar til þessa sannleika, er hann segir, að þótt náttúruöfl- in, sem eigi megna að hugsa, geti molað manninn, viti þau ekki hvað þau eru að gera, en hann viti það. Þetta er sjálfsvitund mannsins, frelsi hans og yfir- bjirðir gagnvart náttúrunni. Hann getur ekki orðið einungis starfstæki þjóðfélagsins. Malraux lætur eina söguper- sónu sína í „Valhnetutrén í Altenberg“ segja: „Mesti leynd- ardómurinn er ekki sá, að oss hefur verið varpað af handa hófi meðal allsnægta jarðarinnar og glæsileika stjarnanna, heldur að í þessu fangelsi getum vér gert ímynd sjalfra vor nægilega mátt- uga til til að neita voru eigin til- veruleysi." Allt þetta bendir til hins skapandi hlutverks, sem manninum er ætlað með því að bera ábyrgðina og velja á milli. Hvað framtiðina snertir er ekkert fullvíst, fyrirfram ákveðið eða tryggt. Hið eina, sem er víst, er að hið góða mun sigra hið illa, samanber einkunnarorð Ind- lands: „Sannleikurinn mun hrósa sigri, ekki lygin.“ í anda manns- ins er að finna uppsprettu frelsis hans. Oss er frjálst að velja or- sökina. En þá er vér höfum valið, er ekki víst að takast megi að breyta afleiðingunum. Sagan ber með sér að allir þeir, er kusu að ná heimsyfir- í'áðum með valdi, ráku sig á klett siðferðislogmálsins og hlutu sín endalok. Hroki, ofmetnaður, al- inn af taumlausu valdi — það sem Grikkir nefna hybris, — er hin mikla hætta. „Þá, sem guð- irnir vilja tortíma, gera þeir fyrst örvita.“ Faraóarnir, Caesararnir og' Hitlerarnir reyndu ofbeldið, en mistókst. Vér erum ekki beðnir að segja satt og að elska náungann með því skilyrði að- eins, að aðrir geri það. Mikil þjóð verður að sýna hugrekki og hafa forystu. Hið hættulega ástand, sem vér stöndum andspænis, er ekki efn- islegt né heldur efnahagslegs eðlis, heldur ekki vitsmunalegs eðlis. Til þess liggja siðferðilegar og andlegar orsakir. Vér höfum náð valdi yfir öflum náttúrunnar. Vér getum unnið fæðu úr óþrjót- andi jurtalífi hafsins. Afl, sem leyst er úr atóminu, getur lyft af bökum mannanna byrðum, sem þeir hafa borið öldum saman. Lyf hafa vei’ið fundin upp við banvænum sjúkdómum. Með beizlun nýrra krafta má hefja mannkynið á velmegunarstig, sem engan hefur dreymt um. Hinir gömlu stríðs- og bölvaldar — hungur, fátækt og vonleysi — þurfa ekki að vera til. Er menn verða leystir undan baráttunni fyrir viðurværi líkamans, munu þeir sækja fram í baráttunni gegn fáfræði, tortryggni, illgirni og hatri. Vitsmunalegt afrek vort á eklji sinn líka. Sé friðurinn, þrátt fyrir þessa möguleika, senn í hættu, er það vegna mótmælahneigðar mann- eðlisins, siðferðilegrar blindni, andlegrar eymdar, sem oss hefur ekki enn tekizt að sigrast á. Vér höfum ekki enn lært, að koma fram sem þegnar í alheimsþjóð- féiagi. í bréfi til Joseph Priestley, þess er uppgötvaði súrefnið, kvaðst Benjamín Franklin vera sannfærðui' um, að vænta mætti takmarkalausra framfara vísind- anna, og lét um leið í ljós þessa von: „O, að siðferðivísindin væru á góðri leið til batnaðar, að menn hætti að vera sem úlfar hver í annars garð, og að mannverunum lærist loks það, sem þær nú ranglega nefna mannúð.“ Guðs- ríkið -— hið innra með oss —■ á í baráttu við hin grimmu öfl heimsins. Hinu illa í oss verður að sigrast á. Vér þörfnumst hjartalagsbreytingar, afturhvarfs sálarinnar. Núverandi kynslóð hefur lent í tveim heimsstyrjöldum. Vér unnum styrjaldirnar en töpuðum friðnum. Eftir fyrri styrjöldina var Þjóðabandalagið stofnað, en það náði ekki tilætluðum ár- ang'ri vegna þjóðernislegi-ar þrá- hyggju vorrar. Eftir síðari heims styrjöldina urðu til samtök Sam- einuðu þjóðanna, sem stefna að því að tryggja friðinn með því að uppræta orsakir spennunnar í alþjóðamálum, með því að koma á fót alþjóðastofnun, grundvall- aða á réttlæti, frelsi og umburð- arlyndi. Starf þessarar stofnunar tefst þó mjög vegna skorts á alls- herjar-viðhorfi og vegna skipt- ingar stórveldanna í tvo and- stæða hópa. Það er þessi klofn- ingur, sem felur í sér hótun við heimsfriðinn og varðar allar þjóðir heims. Hvernig getum vér bætt úr þessum klofningi? Vér getum ekki aðhyllst þá skoðun, að til sé aðeins einn sannleikur, og að þeir, sem hugsa á annan veg, séu innblásnir af djöflinum. Ef vér segjum í þessu sambandi um annan aðilann, að hjá honum sé allt fullkomið og gott, en allt illt hjá hinum, ef vér drögum upp myndir í hvítu og svörtu, milli guðstrúar og guðleysis, milli frelsis og harðstjórnar, þá gerum vér-oss erfitt fyrir um skilning og samskipti. Maðurinn, sem ein- staklingur verður að hugsa sér mannkynið sem eina fjölskyldu. Hann verður að líta á samtíðar- mann sinn sem vin og samverka- mann, með sameiginlegt stefnu- mark, en ekki sem erkióvin er beri að óttast, hata og drepa. Hann ætti ekki að gera ráð fyrir, að sjálfur búi hann yfir eilífri og algildri vizku, en hinn sé haldinn algjörri heimsku. Ekkert brot mannkynsins hefur nokkru sinni verið eins gott og það hélt sig vera, eða eins illt og óvinir þess álitu það vera. Vér verðum að fara annan veg, er vér tökum til meðferðar og dæmum samskipti þjóðanna. Vér tókum öllu þessu með ró og jafnvel nú lítur ekki út fyrir að vér séum reiðubúnir að koma hugsjónum vorum í framkvæmd. Það virðist svo sem oss finnist nægilegt að gefa góð ráð og ganga upp í hræsnisfullum við- vörunum. Ef vér viljum stöðva skaðsam- legar hreyfingar ætti eldur þjóð- félagslegra umbóta að bi'enna í hjörtum vorum. Vér verðum að færa ljós nýs lífs inn í huga og hjörtu milljóna karla, kvenna og barna, sem misrétti eru beitt. Ef oss langar til að snúa and- stæðing vorum, megum vér ekki stöðugt hamra á hinu lægra í fari hans, göllum hans og ófull- komleika. Vér verðum að taka til meðferðar hina göfugri hlið hans, hið æðra í eðli hans. Stjórnar- kerfi, sem nær til milljóna manna, verður ekki útskýrt með einföldum formúlum um póli- tískt ráðabrugg og brögð. Vér verðum að greina mannshuga og mannshjarta í gegnum öfgafull andlit andstæðinganna, sem að- hyllast ólíkar hugsjónastefnur. Erum vér vissir um að menn hafi ekkert frjálsræði til andlegs framtaks í Sovétríkjunum? Sé frelsið vísindunum lífsnauðsyn, getum vér þá efast um styrkleika Sovétkei'fisins, sem hefur náð undraverðum árangri í vísindum, vélfræði og iðnfræði og e. t. v. til jafns við lýðræðisþjóðirnar? Vís- indamaðurinn í Sovétríkjunum nýtur frelsis, sömuleiðis lista- maðurinn og vitsmunamaðurinn, og þessir allir munu krefjast frelsis á öðrum sviðum einnig, því að frelsið getur ekki starfað í brotum. Er Sovét Rússar verða menntaðir og þjálfaðir í að hugsa sjálfstætt, munu þeir fara fram á borgaralegt frelsi, þingræðislega stjórnarandstöðu og að embætt- ismannaliðið verði háð almenn- ingsálitinu. Engin ríkisstjórn get- ur traðkað á óskum fólksins enda laust og gert að engu drauma þess. Geri hún slíkt, snýzt fólkið gegn stjórninni og berst af hug- rekki, sem örvæntingin elur og með engum vopnum öðrum en fúsleikanum til að deyja. Almenningsálitið í Bandaríkj- unum hefur breytzt með tilliti til atómsprengjunnar. Meðan Banda ríkjamenn einir réðu yfir henni, var hún álitin góð, úr því að hún gat bundið endi á styrjöld. Þegar aðrar þjóðir höfðu líka framleitt hana, varð augljóst hið sanna eðli hennar, þ. e. hættulegt vopn er gæti tortímt menningunni. Þegar talað er um hinn „frjálsa“ heim, er orðið „frjáls“ notað í mjög óákveðinni merk- ingu. Það felur í sér þó nokkrar ólýðræðislegar ríkisstjórnir og ófrjáls lönd, þar sem ríkir hern- aðarlegt einræði. Sums staðar á sér enn stað kynþáttahatur og UM HÖFUNDINN Dr. S. Radhakrishnan hcfur verið varaforseti Indverska lýð- veldisins síðan 1952. Frá 1949— 1952 var hann ambassador í Sov- étríkjunum. Kunnur cr hann einkum sem heimspekingur og uppcldisfræðingur, og starfað scm prófessor í heimspeki við háskólann í Madras, Mj’sonc og Calcutta. Vararektor við And- hra- og Banaras-háskóla og flutt marga fyrirlestra við háskóla í Englandi og Bandaríkjunum. Kenndi við Oxford-háskóla 1929 og frá 1936—’39. Hann hcfur rit- að fjölda bóka, og þeirra kunnust er Indversk heimspeki, 2ja binda rit. Ilann samdi, ásamt öðrum, drög að stjórnarskrá Indlands, hefur verið ötull í starfi fyrir Sameinuðu þjóðirnar, m. a. í framkvæmdanefnd UNESC.O síð an 1946. Radhakrishnan á hcima í New Delhi og er nú sjötugur að aldri. Þessi grein cr samin upp úr fyr- irlcstri er hann flutti nýlega við Columbia Háskólann. ofsóknir. Þegar talað er um hinn frjálsa heim, er átt við hinn and- kommúnistiska heim. Það er neikvæð skilgreining. Nútíma geðveikislækningar sýna fram á að tilgangslaust sé að fara með ofsa að mönnum sem hegða sér heimskulega eða sýna illsku. í stað þess að reiðast þeim, ættum vér að kanna ástæðurnar fyrir hegðun þeirra. Ef til vill væri hyggilegt að taka svipaða afstöðu til kalda stríðsins. Betra er að sýna gremju gagnvart ranglætinu heldur en að vera af- skiptalaus gagnvart því. En mildi og samúð er betra en hvort tveggja hið fyrra. Séum við ósammála andstæð- ing vorum, réttlætir það ekki tortíming hans. Sé hann blindur, ættum vér að reyna að bæta honum sjónina. Vér verðum að vekja réttlætistilfinningu hans. Vér megum einskis láta ófreistað, svo að hann sjái villu síns vegar, því að það sem gott er í honum, mun samcinast því góða í oss, og allir munum vér stefna samein- aðir að markinu. Fyrsta skrefið, sem ber að stíga, er að líta á óvini vora sem menn af voru tagi, menn, sem langar til að lifa sómasamlegu, kyrrlátu lífi. Þeir eru menn eins og vér, búnir fórnarlund og orku, áhugasamir að lagfæra rang- sleitni heimsins, raunhæfa eða ímyndaða. Þá fyrst getum vér skilið ástæðui' fyrir hegðun þeirra, sem er oss svo óþægileg. Vér munum þá skilja, að góður árangur þeirra er mælikvarðinn á mistökum vorum. Ef vér erum flekklausir, get- um vér dæmt aðra, en það erum vér ekki. Úr hjarta menningar vorrar spruttu tvær heimsstyrj- aldir, ofsóknir milljóna manna, fangabúðir, píningarklefar og tortíming með atomsprengjum. Vísindin hafa aukið einstakl- ingnum virðingu og vöxt. Þegar maðurinn er leystur undan bar- áttunni fyrir líkamlegu öryggi, verður hann ofurlítill skapari. Sérhver hvatning vísindanna hefur aukið siðferðilegan vöxt mannsins. Þegar vér komumst að því, að veröldin er miklu undur- samlegri en oss óraði fyrir, erum vér leiddir inn á ný svið skynj- unar, nýjar víðáttu öflunar, nýjan skilning á örlögunum. Ný þekking er í senn hvatning og tækifæri. „Því að enn er ekki vitað, hvað maðurinn getur oi'ð- ið.“ Hann verður að keppa að mikilleikanum, án asa og án hvíldar. Þegar hann áttar sig á, hvað örlögin hafa búið honum hið innra, og þegar samkennd hans til þjóðfélagsins vex, þá mun komast á samræming með þjóðum heimsins, þar sem allir hópar vinna og engir tapa. Ef laga á óreiðuna í þjóðfélagi voru vei'ðum vér að koma á friði, sem tryggir réttlæti og' einstakl- ingsfrelsi öllum til handa, og nema brott rangsleitni og orsakir óróa og deilna. Til þess að friður komist á, verður að uppræta or- sakir og skilyrði, sem styrjaldir hljótast af. Þjóðernishyggja er áberandi þáttur í sögu vorra daga, en henni verður því aðeins haldið tærri, að þjóðþegnarnir beri í brjósti samúð til allra manna. — Frá því að elska ættjörðina verð- um vér að vaxa allt upp í það að elska gjörvallt mannkyn. Ósvikin þj óðernishyggj a sam- ræmist aðild að alþjóðlegum samtökum. Reglan um hið fjöl- breytilega í einingunni ætti að stjórna hegðun allra þjóða. EE vér bælum niður þjóðlegar hugs- anir og styðjum lénsskipulag og yfirdrottnun, bíðum vér lægri hlut. Vér verðum að hjálpa undir- okuðum þjóðum til að endur- heimta frelsi og sjálfstæði. Sam- einuðu þjóðirnar ættu að finna upp vélar til friðsamlegra nota og efla hreyfingar, sem vinna að fullkomnu sjálfstæði þjóða. Það er skylda vor að efla kyn- þáttaeiningu. Ranglæti í kyn- þáttamálum vekur úlfúð. Ef vér sættum oss við það, tökum vér þátt í því, sem óhreint er. Á Ind- landi er stéttamunurinn mikið vandamál, en verið er að reyna að sigrast á því. Baráttu vorri ætti að beina gegn hungri, sjúkdómum og fá- fræði. Það er unnt að losa heim- inn við þessar plágur. Ef vér ger- um'það ekki, mun bylting hinna fátæku og örvilnuðu hrista heim- inn. Vér ættum að líta á heiminn sem eina heild. Þörf er á efna- hagsáætlun.Ef vér viljum ekki að heimui'inn tortímist, ættu þjóðir lengra komnar í tæknilegri þró- un, að leggja til hliðar nokkui-n hluta þjóðarteknanna, og verja til framkvæmdar þessari áætlun. Vér höfum skilning á þessu. — Hvei's vegna skortir ákafann, eldmóðinn? Þegar vér vitum.að eigi er unnt að segja fyrir um framtíð þjóða, sem verr standa að vígi, hví er það þá að oss skoi'tir ákefðina, sannfæringuna, ástríðuna, hlýjuna? Hvers vegna hrærumst vér ei af hugmyndinni um einn heim, sem knýr oss til að gefa frelsi hinum fátæku og aðþrengdu stéttum þjóðfélagsins? Alþjóðlegt samfélag er það mark, sem vér stefnum að. Vér getum ekki snúið við þróun sög- unnar. Það verður samt að vera til tæki, sem heldur uppi lögum og rétti meðal þjóða heims. Er heimurinn hefur afvopnast verða Sameinuðu þjóðirnar að vera öfl- ugar og ráða yfir lögregluliði, sem er virt og viðurkennt um víða veröld. Það er ekki til nein skyndi- lausn eða töfraformúla fyrir friði. Vér höldum áfram skref fyrir skref, náum takmörkuðu sam- komulagi, bætum hið pólitíska andrúmsloft, aukum traust milli þjóða, og tilvera vor verður sam- ofin. Það er eina leiðin til að byggja upp siðferðilegt samfélag, þar sem vér lifum og störfum saman og vinnum að aukinni lífsfyllingu og nemum á brott óttann mesta, sem er sjálfur óttinn. Vér verð- um að trúa því, að heimsfriður- inn sé hin óhjákvæmilega, en e. t. v. fjarlæga afleiðing þróunar mannssálarinnar. (Framhald á 7. síðu.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.