Dagur - 19.11.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 19.11.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 19. nóv. 1958 D A G U R 7 JÓLAFÖTIH á drengina FÁST hjá okrur. Matrosaföt lakkaföt Stakar buxur Peysur Drengjaskyrtur hvítar og fallegar; væntanlegar um lielgina. Klæðaverzlun Sig. Guðmundssonar h.f. Nokkur orð um nýja NÁTIFÖT Höfum ágœtt úrval af barna- og dömunáittfötilpi. BARNANÁTTFÖT m. síðum buxum Verð frá kr. 38.50. BABY DOLL náttföt Verð kr. 48.85. DÖMUNÁTTFÖT Verð frá kr. 55.00. Verzlunin ÁSBYRGI BARNARUM, með dýnum, til sölu, ódýrt í GILSBAKKAVEGI 15. Töflukrí Járn- og glervörudeild Nýkomnar ýmsar JÁRNVÖRUR: Skrár og handföng, innidyra Assa útidyraskrár Danzig-skrár, stakar Union-skrár, stakar Gluggahorn Stormjárn, galv. Bréfalokur Handklæðahengi Toilethöldur Hattahillur Hattasnagar, margar gerðir Hílluvinklar Hliðlokur Pundarar Peningakassar Járn- og glervörudeild. „Leiðin til þroskans“ er hún nefnd, og þess er vænzt, að eg minntist hennar að einhverju. Eg varð fyrir óvæntum áhrif- um, er eg las hana. Hvort aðrir hafa fundið svipuð áhrif, gizka eg ekki á, en áhrifin voru þessi, skráð í þeirri röð, er þau koma, eftir því sem eg man bezt: 1. Eitthvað, líkt utanaðverk- andi krafti, vildi komast inn í mig. 2. Áhrif frá þessum krafti vildu skilja mig frá Jesú Kristi, eins og ýta honum til hliðar úr vitund minni. 3. Þau vildu fá mig til að trúa kenningum bókarinnar. 4. Þau hindruðu mig eftir megni í því að biðja til Guðs. 5. Eg fékk þá tilfinning', að eg' hefði snert eitthvað óhreint og óhreinkast af því. Hvaðan komu þessi áhrif, sem lýst er í 1.—4.? Þau geta ekki verið komin frá Guði, föðurnum, því að hann gefur mönnum að koma til Krists og dregur þó til hans. (Jóh. 6.) Þau eru ekki komin frá Anda Guðs, því að hann hjálpar oss til að biðja. (Róm. 8.) Mér kom til hugar, meðan eg las bókina, um Harald Níelsson, að margt hefur sá maður að gera í öðrum heimi. Auk þess að leið- beina frú Guðrúnu, þarf hann að kenna Jesú Kristi íslenzku. Sú „opinberun" kom að handan fyr- ir nokkrum árum. Frú Guðrún er vafalaust góð- hjörtuð kona og afbragðs miðill. En þegar hún er í miðilsdái, ræð- ur hún ekkert við það, fremur en aðrir miðlar, hvað henni er sagt eða sýnt. Falslaus mun hún vera og vinir hennar einnig, sem með henni reyna að kanna hinn ósýni lega heim. Mun þeim naumast koma til hugar, hvað þá geta trú- að því, að þau séu leiksoppar andlegra vera, sem miklu eru spilltari en svo, að þeim bjóði við nokkurri lygi eða blekkingu, sem táldregið getur oss mannanna börn. (II. Kor. 11., 14,—15.) Bókin talar um krossinn (Krists), sem merki eða tákn þekkingar og kærleikans og að þjáning hans (Krists) hafi verið til að sanna mönnurn, að lífið er til eftir dauðann. En biblían kennirj að krossdauði Krists var fórn, friðþæging, til að koma oss í frið við Guð, lausnargjald, greitt oss til hjáípræðis. En hér erum við komin út á svið mismunar á kenningum andatrúar og kristninnar. Vilji einhver lesa meir um þann mun, er honum bent á nýútkomið rit, sem nefnist „Kenningar frá öðr- um heimi“. Gott er að eiga kærleikann til náungans, eins og bókin bendir á, en biblían talar einnig um nauð- syn þess að eiga kærleikann til sannleikans, að veita þeirri gjöf Guðs viðtöku, annars verður mönnum send megn villa. (II. Þess. 2. 9,—12.) Spyrji einhver, „hvað er sann- leikur?“ þá svarar Kristur: „Eg er sannleikurinn.“ Og við Guð sagði hann í bæn sinni (Jóh. 17.): „Þitt orð er sannleikur." Sá, sem hvorki skeytir um Jesúm Krist né biblíuna, elskar ekki sann- leikann. Ólíkar eru opinberanir þær, sem biblían flytur og „Leiðin til þroskans". Boði önnur sannleika, kennir hin lygi. Eg ætia að halda áfram að trúa biblíunni. Það er óhættuminnst. Eg hef órækar sannanir fyrh’ því, að hún er gef- in af Guði. Sæmundur G. Jóhannesson. - Maiinkynið í vanda (Framhald af 5. síðu.) Handan við erfiðleika sögunn ar er hinn sanni veruleiki, sem vill að vér færumst nær hver öðrum, skiljum hver annan betur og lifum sem meðlimir einnar andlegrar fjölskyldu. (Lausl. þýtt úr The Rotarian sept. 1958. — J. S.). - Helgileikurinn o (Framhald af 1. síðu.) mundur Magnússon, Guðmundur Ólafsson, Guðný Sigurðardóttir, Erla Kristjánsdóttir, Anna G. Jónasdóttir, Anna Þ. Þorkels- dóttir, Guðný Ögmundsdóttir. Prestþjónustu önnuðust séra Pétur Sigurgeirsson og séra Kristján Róbertsson. Söngflokkur Akureyrarkirkju aðstoðaði undir stjórn Jakobs Tryggvasonar organleikara. Búningar eru fengnir að láni frá ÞjóðJeikhúsinu. Ky nnmgarkvöld (Framhald af 1. síðu.) hann verið kjörinn til þess að yrkja þjóðsöng íslendinga. — Að síðustu kvaðst ræðumaður óska þess, að komandi kynslóðir bæru gæfu til þess að lesa og skilja kvæði Matthíasar og um leið meta hann, boðskap hans og snilld að verðleikum. Golftreyjurnar marg eftirspurðu, væntanlegar í dag. 8 litir. Verð kr. 295.00. VERZL. DRÍFA SÍMI 1521. FILMIA Eí næg þátttaka fæst, mun FILMIA sýna myndir hér í vetur. Þeir, sem áhuga liafa á að gerast meðlimir gjöri svo vel að rita nöfn sín á lista er liggur frannni í Bóka- búð Rikku. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir laugardags- kvöld. FILMIA. □ Rún 595811197 — 1.: I. O. O. F. — 14011218% F. T. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju næstk. sunnudag kl. 2 e. h. Sálmar nr.: 470 — 475 — 474 — 262 — 285. — K. R. Messað í skólahúsinu í Glerár- jorpi kl. 2 á sunnudaginn kemur. Sálmar nr.: 68 — 207 — 222 484. — P. S. Möðruvallaklaustuirsprestakall. Messað að Bægisá sunnud. 23. ncv. og á Möðruvöllum 30. nóv. (Aðventa) kl. 2 e. h. Munið, að Davíð Proctor talar á tveimur næstu samkomunum á Sjónarhæð kl. 5 e. h. á sunnu- dögum. Hjálpræðisherinn. Föstudaginn 21. nóv. kl. 20.30: Fagnaðarháííð fyrir laut. Dyveke Lahti. Kaffi og happdrætti. Foringjar og her- menn taka þátt. — Sunnudaginn kl. 14: Sunnudagaskóli. Kl. 20.30: Hjálpræðissamkoma. Allir hjart- anlega velkomnir. Kristniboðshúsið „Zíon“ — Sunnud. 23. nóv.: Fundur í Kristboðsfél. kvenna kl. 4 e. h. Allar konur velkomnar. Almenn samkoma kl. 8.30 e. h. Gunnar Sigurjónsson, cand. theol., talar. Allir velkomnir. — Sunnudaga- skóli kl. 11 f. h. Fundur í drengja- deild í kapellunni n. k. sunnudag kl. 10.30 f. h. Akurfaxasveitin sér um fundarefni. — Aðaldeild. Fundur fimmtudagskvöld í kap- cllunni kl. 8.30. — Fundarefni: Hvernig veit eg með vissu, að guð er til? Erindi og umræður. Frásögn af íslandsmótinu í kapp- róðri. Veitingar. Fjölmennir á fundinn. Stjórnin. — Stúlkna deild. Fundur sunnudaginn kl. 5. Burnirótai'sveitin og Blálilju- sveitin annast dagskrána. Happdrætti Framsóknarflokks- ins. Þeir Frarnsóknarmenn á Ak- ureyri, sem fengið hafa miða til sölu, eru vinsamlegast beðnir að gera skil sem fyrst til Ingvars Gíslasonar, skiifstofu Framsókn- arflokksins, Hótel Goðafossi, FLASSPERUR og LITFILMUR Aðrar ljósmyndavörur og myndavélar, vænt- anlegar á næstunni. Sigtryggur og Eyjólfur BORÐBUNAÐURINN (silfurplett) er kominn. Sigtryggur og Eyjólfur Hjúskapur. Sl. laugardag voru gefin saman í Akureyrarkirkju ungfrú Kristbjörg Rúna Ólafsd., Eyrarvegi 12, Ak., og Stefán Baldvin Árnason, Ránargötu 13, Akureyri. Heimili þeirra verður &ð Eyrarvegi 12. Anna Jónsdóttir, ekkja Jóns Salomonssonar á Litla-Árskógs- sandi varð sjötug 17. þ. m. Hún á nú heima á Hinriksmýri á Ár- skógsströnd. Filmía hefur starf að nýju. — Filmía á Akureyri hyggst nú hefja starf sitt að nýju, svo sem auglýst er hér í blaðinu í dag. — Tilgangur þessa félags er að sýna góðar kvikmyndir. Á vegum þessa félags hafa áður verið sýndar nokkrar úrvalsmyndir, sem hlotið hafa beztu dóma, En í þeirra hópi eru það eldri mynd- irnar, sem beztu dómana fá. Frá Stúdentafélagi Akureyrar. Á fundi 13. þ. m. var ný stjórn kosin í Stúdentafélagi Akureyr- ar og skipa hana þessir menn: Ingvar Gíslason, formaður, Brjánn Jónasson, ritari, Stefán Haukur Einarsson, gjaldkeri. Situr einn að krásinni. Kunnur rithöfundur sagði nýlega, að það væri eins og hrækt væri framan í sig, þegar hann rækist á prent- villur blaðanna. Já, prentvillu- púkinn er ævinlega nálægur, þar sem blöð og bækur eru gefin út. En svo er það kallað þegar vand- virkni prófarkalesara og prent- ara ber ekki fullkominn árang- ur. Prentvillur eru öllum leiðar, nema ritstjóra íslendings. Han« stundar þá iðju einn íslenzkra blaðamanna, að gera þær að uppistöðu í hugleiðingum sínum. Sennilega fær hann að sitja að þessari krás sinni einn og ótrufl- aður. J. O. G. T. Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund í Landsbanka- salnum á fimmtudagskvöldiö kl. 8.30 Inntaka nýliða. Tekin ákvörðun um Minningarlundinn í Kaupangssveit o. fl. — Dansað að afloknum fundi. Árshátíð Framsóknarfélaganna verður haldin í Alþýðuhúsinu við Gránufélagsgötu n.k. laugardag og hefst kl. 8.30 e. h. Til skemmt- unar eru ræðuhöld, gamanþættir með Hjólmari Gíslasyni leikara frá Reykjavík, bingó-happdrætti og dans. — Miðar verða seldir n. k. föstudag frá kl. 3—7 e. h. í skrifstof u F ramsóknarflokksins, Hótel Goðafossi, og við inngang- inn, ef eitthvað verður eftir. Bókavika Eddu. — Hin árlega bókavika Eddu hefst á morgun í Ferðaskrifstofunni. Árni Bjarn- arson hefur að þessu sinni meira úrval eldri bóka en nokkru sinni fyrr og margar hinar ágætustu. Tónistundaiðja Sjálfsbjargar hefst á föstudagskvöldið kl. 8 í Túngötu 2. Alls konar SKARTGRIPIR til jólagjafa. IJrval af steinhringum Athngið að það borgar sig bezt að verzla við fagmenn. Sigtryggur og Eyjólfur [ TIL SÖLU vandaður stofuskápur. Up.pl. í sima 1-169. Kettlingur í óskilum SÍMI 1833. Háifdúnn Járn- og glervörudeild

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.