Dagur - 22.11.1958, Blaðsíða 7
Laugardaginn 22. nóvember 1958
D A G U R
7
(Framhald af 8. síðu.)
og kostar ekki neitt — eöa sama sern
ekki ncitt — þrjátíu krónur aðeins.
Þetta er enginn venjulegur eldhús-
reyfari, því að sagan er víðfræg,
hefur verið kvikmynduð og sýnd í
sjónleiksformi í leikhúsum um víða
veröld. Sjálfur las ég söguna á einni
nóttu, svo spennandi var hún. I>ýð-
andinn er ICristmundur Bjarnason
stúdent.
Septembermánuður cftir Frédéri-
que Hébrard. Fyrir þessa bók hláut
höfundurinn bókmenntaverðlaun á
árinu 1957. Söguhetjan er listmál-
ari, gift glæsilegum skáldsagnah'öf-
undi. Þau eru ung, ástfangin og
hamingjusöm. En skyndilega dregur
ský fyrir sólu. Hann tekur að sér að
þýða sögu frægrar og stórglæsilegrar
ítalskrar kvikmyndastjörnu, og þeg-
ar kvikmyndastjarnan birtist sjálf á
sviðinu, þykist kona hans sjá ýmis
grunsamleg teikn á lofti. En voru
]>au sek eða ekki? Einhver hugljúfur
þokkablær hvílir yfir allri frásögn-
inni, og þegar ég hafði lokið við að
lesa þýðingu Gísla Jónssonar
menntaskólakennara á þessari sögu,
þá sagði ég við sjálfan mig: Þessi
þýðing er hreinræktað listaverk.
Bókin kemur út í byrjun desember.
7 clagsins önn heitir ljóðabók eft-
ir Akureyrskan verkamann, Sigurð
Sveinbjörnsson. Sjálfur lief ég ekki
mikið vit á skáldskap, en afbragðs
menn á því sviði hafa sagt mér, að
þetta væru óvenjulega vel gerð ljóð.
Og svo kentur rúsínan í pylsu-
endanum, metsölubók ársins 1958,
Kjördóttirin á Bfarnarlceh eftir Haf-
stcin Sigurbjarnarson. Hér er á
ferðinni svo skemmtileg saga, að
hún er líkleg til að ná svipuðum
vinsældum og sögur Guðrúnar frá
Lundi. Iíjördóttirin á Bjarnarlæk
er mikil saga um hamingjusamar
ástir og'óhamingjusamar. Prófastur-
inn á_ Bjarnarlæk er stórbokki. Og
Jtcgar hann kemst að því, að kjör-
dóttir hans og piltur þar á heimíl-
inu eru heitbundin, þá beitir hann
hinum verstu fantabrögðum til þess
að stía þeim í sundur. Á hinu leit-
inu er svo Bjiirn á Akri, stórmynd-
arlegur ágætismaður (þótt liann búi
reyndar með tveim konum), sem
tekst á við prófastinn, bæði andlega
og líkamlega. Uppistaða sögunnar
eru sannir atburðir, sem gerðust um
1920 — þótt ótrúlegt sé!
Guðrún frá Lundi hefur nú unt
- Jarðhitinn
(Framhald af 5. bls.).
Ilvað þarf mikið vatn?
Frummælandi sagði að lokum,
að Akureyrarkaupstaður þyrfti
um 100 lítra á sek. af 70—80
gráðu heitu vatni ,en auðvitað
mætti gera hitaveitu með ágæt-
um -árangri, þótt svo mikið vatns
magn væri ekki fyrir hendi. Til
fróðleiks rifjaði hann upp, að tal-
ið væri að 1 sekl. af 60 gráðu
heitu vatni, sem notaður væri
þar til vatnið væri orðið 40 gráðu
heitt, gæfi álíka mikið hitamagn
yfir árið og 150 tonn af kolum
gefa við venjulega upphitun
húsa. Væri vatnið hins vegar 80
gráðu heitt, yxi notagildi þess
um helming eða því sem næst.
Margir tóku til máls á þessum
fundi og voru allir fýsandi frek-
ari rannsókna á jarðhitasvæðun-
um og .að þær færu fram hið
fyrsta.
langt skeið verið ástsælasta ságna-
skáld íslenzkrar alþýðu og verður
vafalaust framvegis. En ég get ekki
varizt þeirri hugsun, að með til-
komu Hafsteins liafi hún fengið
harðan keppinaut. Bæði cru þau,
Guðrún og Hafsteinn, óbrotið al-
þýðufólk, scm ekki hefur notið
nokkurrar teljandi skólamenntunar,
en lifað öllu sínu lífi mitt í hópi
alþýðumannanna í sveit og við sjó.
Þess vegna ciga þau hægara með að
segja sögur sínar eðlílega, — folkið
í landinu finnur, að sagan er að
gerast mitt á meðal þess.
Kjördóttirin á Bjarnarlæk kemur
út í byrjun desember — og það
mætti segja mér að hún seklist í
5000 eintökum — í alvöru talað.
Og að endingu er það svo óska-
barnið, „Heima er bezt“. Þetta
óskabarn hefur náð miklum vin-
sældum og er nú keypt á um það
bil 3000 sveitahcimilum á íslandi
eða nær helmingnum, en tiltöhtlega
lítið í kaupstöðunum. „Heima er
bezt“ flytur nær eingöngu íslenzkt
efni, og það er mitt álit, að íslenzka
efnið sé heilladrýgst til útgáfu,
hvort sem það nú eru sögur eða
frásagnir.
Gárungarnir hérna á Akureyri
eru hættir að segja „góðan daginn“
og „vertu sæll,“ þegar þeir hittast
og kveðjast. I staðinn segja þeir
„Heima er bezt!“ — auðvitað í gríni.
En ætli það sé svo vitlaust? segir
Sigurður O. Bjiirnsson að lokum.
Blaðið þakkar hin ágætu svör.
e. n.
- Arnia Vatosdal
(Framhald af 2. síðu.)
sinni, og dvaldi þá nokkrar vikur
hér í Eyjafirðinum hjá ættingj-
um sínum og ferða'ðist nokkuð
um landið. Aldurinn bar hún
með prýði til skapadægurs.
Á æskuárum var Anna Vatns-
dal óvenjufalleg kona, og alla
ævi var hún fríð og höfðingleg.
En hitt bar þó frá,' hversu við-
mótið var ljúft og elskulegt, og
hversu mikill hlýja stafaði frá
henni. Myndin, sem fylgir, er
tekin af henni tvítugri, um það
leyti, sem hún giftist.
Með henni er góð og göfug
kona til hvíldar gengin, kona,
sem unni ættarsveit sinni, Eyja-
firðinum, af heilum hug. Ætt-
ingjar og vinir blessa minningu
hennar. Hugurinn hverfur vestur
að hafinu kyrra og mikla. Nú er
hljótt yfir húsinu og einmanalegt
eftir burtför elskaðrar móður. —
Veturinn er kominn. Laufin
hrynja af lífsins tré, eitt og eitt.
Benjamín Krlstjánsson.
Hr. Frimerkesamler. Jeg ville
gjerne komme i forbindelse med
en frimerkesamler som er
interessert i bytte bort islandske
frimerker mot norske. En del U.
S. A. merker kan ogsá gis i bytte.
Jeg kan skaffe sá gadt som alle
norske merker som er utgitt ett-
er krigen, samt en del eldre
merker. Det er svært fá is-
landske merker. Jeg har og er
sáledes interessert i sá godt som
alle útgaver. Dersom De skulle
være interessert i bytting, ville
det kanskje være greit med en
katalog. Jeg tillater meg á fore-
slá den danske katalog A F A.
Med hilsen.
Jonn Oddvar Johnsen,
Sagesund, Norge.
- Ýmis tíðindi
(Framhald af 8. síðu.)
sýslu og söng á Laugum og
Húsavík. Karlakór Reykdæla og
Þrymur tóku á móti söngmönn-
unum og veitti þeim hina beztu
fyrirgreiðslu.
Nýlega boðaði prófasturinn í
Húsavík til fundar. Var rætt um
að flytja prestssetrið frá Vatns-
enda og norður í nýbýlahverfi í
Kinn. Samþykkt gerð um þetta á
fundinum ,en hann sátu sóknar-
nefndir og safnaðarfulltrúar
prestakallsins. Samþykkt þessi
er hin furðulegasta og sætir að
vonum mikilli gagnrýni meðal
sóknarbarna.
- Gjafir og áheit
(Framhald af 4. síðu.)
steini M. Jónssyni, fyrrv. skóla-
stjóra, kr. 3000.00. — Gjöf frá
fyrrv. kennara, Gunnlaugi Hall-
grímssyni, konu hans og syni,
kr. 1500.00. — Minningargjöf um
Önnu Björnsdóttur og Níels
Friðbjarnarson á Hallanda, frá
börnum þeirra, kr. 3.700.00. Enn-
fremur altarisdúk, 4 blómaborð
og' 25 sálmabækur. — Gjöf frá
Kristbjörgu Jóhannsdóttur frá
Dálksstaða-Bakka kr. 100.00. —
Áheit frá Jóhannesi Árnasyni
Þórisstöðum, kr. 100.00. — Gjöf
frá Sigrúnu Benediktsdóttur,
Breiðabóli, til minningar um
foreldra hennar, kr. 1000.00. —
Áheit frá B. B. kr. 500.00. —
Auk ofanskráðra gjafa hafa
kirkjunni borizt þessar gjafir á
árinu:
Frá Kvenfrélagi Svalbarðs-
strandar ljósaútbúnaður í kirkj-
una, hökull, rikkilín og altaris-
klæði, ásamt fleiru. — Tveir
kertastjakar, gefnir af þeim systr
um frú Sigurlaugu Kristiáns-
dóttur, Mógili, og Sigurlínu
Ki-istjánsdóttur, Brekkugötu 27,
Akureyri, í minningu um for-
eldra þeirra. — 25 sálmábækur,
gefnar af Sólveigu Sigurðardótt-
ur á Svalbarði. — Gestabók, með
áletruðum silfurskildi, gefin af
Gerði Sigmarsdóttur og Árna
Bjarnarsyni, bókaútgefanda á
Akureyri. — Guðbrandarbiblía,
gefin af Guðfinnu Benedikts-
dóttur og Jóni Eyjólfssyni,
Keflavík. — Sömuleiðis Guð-
brandarbiblía, gefin af frú Ingi-
björgu Magnúsdóttur, ekkju séra
Björns Björnssonar í Laufási. —
Frá Sparisjóð Svalbarðsstrandax
kr. 50.000.00. — Úr gjafabauk
kirkjunnar kr. 280.66. -— Með
þökkum móttekið. Sóknarnefnd
Svalbarðskirkjusóknar.
Áheit og gjafir til Svalbarðs-
kirkju 1958.
Áheit frá Halldóru Geirsdótt-
ur, Veigastöðum, kr. 200.00. —
Gjöf frá Veigastaðasystkinum,
til minningar um móður þeiri'a,
Kristjönu Halldórsdóttur, kr.
1000.00. — Gjöf fi'á Jóhannesi
Benediktssyni, Breiðabóli, kr.
5000.00. — Gjöf frá Sigríði Þor-
láksdóttui', kennslukonu á Akur-
eyi'i, til minningar um móður
bennar, Sigurbjöi'gu Jónsdóttur,
Ijósmóðui', kr. 500,00. — Úr
gjafabauk kii'kjunnar kr. 827.02.
— Með þökkum móttekið. Sókn-
arnefnd Svalbarðskirkj usóknar.
Kirkjan. Messað í Akureyi-ar-
kirkju næstk. sunnudag kl. 5 e. h.
Sálmar nr.: 470 — 475 — 474 —
62. — 285. — K. R. — Fólk er
beðið að athuga bi'eyttan messu-
tíma.
Messað í skólahúsinu í Glerár-
þorpi kl. 5 á sunnudaginn kemur.
Sálmar nr.: 68 — 207 — 222
484. — P. S.
Fundur í drengja-
deild í kapellunni n.
k. sunnudag kl. 10.30
f. h. Akui'faxasveitin
sér um fundarefni. — Stúlkna-
deild. Fundur sunnudaginn kl. 2
Bui-nii'ótarsveitin og Blálilju-
sveitin annast dagskrána.
Bamastúkurnar hafa fund í
Bai-naskóla Akureyrar næstkom-
andi sunnudag, Samúð kl. 10 f.
h. og Sakleysið kl. 1 e. h. Nánar
auglýst í skólunum.
Leiðrétting. í síðasta tölublaði
Dags var getið nýrrar bókar eftir
Vigfús Guðmundsson gestgjafa.
Bók þessi heitir Fx-amtíðarlandið
og fæst á Akureyri í Bókaverzl-
un Jóhanns Valdemarssonar, en
ekki í Eddu h.f., eins og sagt var
í áðurnefndri grein.
Að gefnu tilefni skal það tekið
fram, að „opinberun“ sú, að Iiar-
aldur Níelsson hafi verið að
kenna Jesú Ki'isti íslenzku, er
ekki tekin úr bókinni: „Leiðin til
þroskans“, heldur úr ritinu
„Varnarmál", sem gefið var út
bér á Akureyri fyrir þó nokkrum
árum. Staðhæfing þessi er því frú
Guði’únu Sigui’ðardóttur með
öllu óviðkomandi. Sæmundur G.
Jóhannesson.
Litla stúlkan, sem missti hend-
ina. Frá I. R. S. kr. 100.00.
Kristján Halldórsson á Stóru-
Tjöi-num varð sjötugur síðastl.
fimmtudag, 20. þ. m. Heimsóttu
hann margir vinir hons og sveit-
ungar hans fjölmenntu. Kristján
er listfengur hagleiksmaður og
fjölhæfur. Hann hafði lengi úr-
smíðaverkstæði á Akureyri og
vann sér þar vináttu og virðingu
samborgaranna eins og annars
staðax'.
Frá bazarnefnd Barnaverndar-
félags Akureyrar. Tekjur af fjár-
söfnun sunnudaginn - 2. nóv.
(bazar o. fl.) námu kr. 9.700.00
brúttó. Kostnaður nam kr.
1.893.00. Hreinn ágóði ki'.
7.807.00. — Þennan frábæra
stuðning við félagið vill nefndin
þakka hjartanlega. Hún þakkar
stórar gjafir og smáar, veitta að-
stoð og margs konar fyrirgreiðslu
og óskar bæjarbúum heilla og
farsældar.
SJÁLFSBJÖRG. Munið fönd-
urkvöldin á föstudögum kl. 8
í Túngötu 2.
Áheit á Möðruvallakirkju í
Hörgárdal: Kr. 1400.00 frá sókn-
arbarni. Kærar þakkir. Sóknar-
prestur.
Fóðurtegisndir
(Framhald af 5. síðu.)
iskaupum vegna hækkandi verð-
lags, Garðar Halldórsson ræddi
meðal annars um gróffóðrið og
að rannsaka þyrfti hvað norð
lenzkir kýr gætu umsett af því,
ennfremur um fóðursöltin o. fl.,
Þór Jóhannesson gerði lýsið að
umtalsefni, hinar einstöku teg
undir þess og eftii'lit með sölu,
Krstján Bjarnason gerði fyrir-
spurn um fóðurgildi undanrennu,
Árni G. Eylands taldi bænda-
fund, sem þennan, vera til fyrir-
myndai', talaði um heymjölsfi'am
leiðslu o. fl., Pétur Gunnarsson
svaraði fj'rirspurnum, sem hér er
of langt mál að rekja og súmir
ræðumenn tóku oftar en einu
sinni til máls.
Kennarafundur á
Blönduósi
Laugardaginn 1. nóvember sl.
var • kennarafundur haldinn á
Blönduósi að tilhlutan Stefáns
Jónssonar námsstjóra.
Fundinn sóttu kennarar úr
Skagafirði og Húnavatnssýslum
báðum.
Erindi fluttu á fundinum sr.
Pétur Ingjaldsson, sem ræddi um
ki'istindómsfi’æðslu, Magnús
Bjarnason kennari á Sauðár-
króki og Stefán Jónsson náms-
stjóri.
Nokkrar umræður ui'ðu um
öll framsöguerindin og kom fram
í umi’æðunum mikill áhugi á
samvinnu presta og kennara um
skóla og uppeldismál.
Fundinn sátu 40 kennarar og
gestir, þar á meðal prestarnir sr.
Gísli Kolbeins, Melstað, og sr.
Pétur Ingjaldsson, Höskuldsstöð-
um. Frú Hulda Stefánsdóttir for-
stöðukona kvennaskólans og
ungfi’ú Benny Sigurðardóttir
kennslukona.
Fundinum lauk með kaffi-
drykkju að Hótel Blönduósi í
boði Kennarafélags Húnvetninga.
Næsta haust er kennarafundur
fyrir Skagfirðinga og Húnvetn-
inga ákveðinn á Sauðárkróki.
Matthíasarsafnið á Akureyri
Eins og kunnugt er hófst fyrir
nokkru hreyfing um að safna
saman munum, bókum og hand-
ritum úr eigu þjóðskáldsins séra
Matthíasar Jochumssonar til
geymslu í væntanlegu Matt’nías-
arsafni á Akureyri. Bæjarstjórn
Akui'eyrar kaus nefnd til þess, að
hafa þessa söfnun með höndum.
Það eru því vinsamleg tilmæli
okkar, sem í nefndinni stöi'fum,
til allra þeirra, sem eitthvað hafa
undir höndum eða vita um hvar
munir eða minjar um séra
Matthías eru niður komnir, að
þeir hafi samband við okkur, og
láti okkur upplýsingar um mun-
ina í té og geri væntanlegu safni
kost á að eignast þá.
Það er metnaðar- og menning-
armál allrar þjóðarinnar, að
minjasafn um séi'a Matthías megi
verða sem fullkomnust og treyst-
um við því góðum undii'tektum
allra, sem að því geta stutt.
Laufey Pálsdóttir,
Hafnarstræti 94. — Sími 1165.
Steindór Steindórsson,
Munkaþverárstræti 40.
Sími 1027.