Dagur - 03.12.1958, Blaðsíða 7

Dagur - 03.12.1958, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 3. desember 1958 D AGUK SELJUM meðan birgðir endast hin heimsf rægu ALLADDÍN KERTÍ Renna ekki níður, brennslu- lími 10 íímar. Verð 7.50 stk. Allir vilja eignast þessi sér- stæðu kerti á jólaborðið. Blómabúð KEA TIL JOLAGJAFA: Snyrtikassar Sigarettuveski Sígarettumunnstykki Vindlakveikjarar á borð og í vasa Öskubakkar í fjölbr. úrvali. Blómabúð KEA TIL JOLAGJAFA: BORÐBÚNAÐUR úr pletti og nýsilfri. Blómabúð KEA TIL JÓLAGJAFA: KÖNNUSETT í fjölbreyttu úrvali ÁVAXTASETT og margt fleira úr blásnu, skreyttu gleri. Blómabúð KEA TÍL JOLÁGJAFA: GESTABÆKUR PAPPÍRSHNÍFAR BÓKMERKI Blómabúð KEA TIL JOLAGJAFA: KERTASTJAKAR úr Kristal Silfri Málmi Keramik Postulíni Tré Hvergi meira úrval. Blómabúð KEA TIL JOLAGJAFA: Kristalvörur pólskar. Tertuföt, þrjár stærðir. Ávaxtaskálar, fjölbreyttar í munstri og gerð. Vasar — Körf ur Vínsett Ölkönnur Vatnsglös Tilkynning frá skrif- stofu bæjarfógeta Aðfaranótt sunnudagsins 9. nóvember sl., kl. 03:15, var lög- reglan kvödd til hjálpar að Al- þýðuhúsinu hér í bæ, en þar var þá nýlokið afmælishófi hesta- mannafélagsins hér, sem annars hafði farið vel fram. Tilefni þess, að leitað hafði verið til lögregl- unnar, var það, að dyraverðirnir höfðu átt í átökum við mann í anddyri hússins, sem hafizt höfðu með því, að mikið ölvaður mað- ur hafði ekki viljað fara út, en er dyraverðirnir hugðust fjarlægja manninn, veittust aðrir viðstadd- ir að þeim og reyndu að hindra þá í starfi sínu, en það var þá, sem lögreglan var til kvödd. — Þegar lögregluna bar að, hafði dyravörðunum tekizt að koma hinum ölvaða manni út úr hús- inu. Þegar lögreglumennirnir nú hugðust fjarlægja mann þennan, þyrptust menn utan um hann og tálmuðu handtöku hans, en lög- reglumönnunum, sem voru að- eins tveir, tókst þó fljótlega að handtaka manninn með aðstoð dyravarða samkomuhússins. Réttarrannsókn hefur farið fram út af þessu og hefur málum fimm hinna kærðu verið lokið með réttarsátt. Frá bæjarfógetaskrifstofunni á Akureyri, 30. nóv. 1958. Sendum í póstkröfu Járn- og glervörudeild. GasSukfi með hraðkveikju, ásamt varahlutum Járn- og glervörudeild Járn- og glervörudeild FORSTOFUHENGI HANDKLÆDAHENGI TOILETHÖLDUR Járn- og glervörudeild Athugasemd við frétt Laugardaginn 22. nóv. sl. birt- ist í Degi „frétt frá Fosshóli" um fund, sem sóknarnefndir og safn- aðarfulltrúar héldu nýlega til að ræða prestssetursskipti í Vatns- endaprestakalli. Fréttinni fylgja þau ummæli, að meirihlutasam- þykkt fundarins sé „hin furðu- legasta og sæti að vonum mikilli gagnrýni meðal sóknarbarna." Gott hefði verið, að fréttaritar- inn hefði gefið sér tíma til að sýna fram á, að samþykktin sé furðuleg. Um hitt, að hún sæti mikilli gagnrýni, er þetta til athugunar: Þóroddsstaðasókn hefur sam- þykkt prestssetursskiptin á tveim safnaðarfundur. Ekki er almennt vitað nema um 2 bændur í sókn- inni, er séu þeim andvígir. Lundarbrekkusókn hefur á þessu hausti samþykkt skiptin einróma. Ljósavatnssókn mun um líkt leyti hafa greitt atkvæði á móti skiptunum á safnaðarfundi, sem mér hefur ekki verið send nein skýrsla um. Þó er vitað, að 2 sóknarnefndarmennirnir eru mál inu fylgjandi. Og það, sem öðru fremur kom mér í fyrstu til að sinna málinu, var yfirlýsing um að prestssetursskiptin væru æski leg, undirrituð af allmörgum mönnum í Ljósavatnshreppi. Formenn sóknarnefnda í öllum sóknunum eru málinu fylgjandi. Gagnrýnin getur varla verið mjög víðtæk. Vel má vera, að í einstökum tilfellum og í vissum skilningi sé hún mikil. Þar fyrir þarf hún ekki að vera mikil fyrir sér. Húsavík, 28. nóv. 1958. Friðrik A. Friðriksson. Foreldrafundir Tveir foreldrafundir hafa ver ið í Oddeyrarskólanum í nóvem bermánuði. Var fyrri fundurinn fyrir foreldra barna í 1. bekk, en sá síðari fyrir foreldra barna í 2. og 3. bekk. Báðir fundirnir voru vel sóttir. Var tilhögun fyrri fundarins sú, að fyrst flutti skólastjóri ávarp, en svo skýrðu kennarar 1 bekkjar, Sigrún Björgvinsd. og Theódór Daníelsson, frá námstil- högun í bekknum. Þá sýndi Jón Hilmar Magnússon fagrar lit myndir, er hann hefur tekið, og að lokum ræddu foreldrarnir við kennarana í kennslustofum þeirra. Síðari fundurinn hófst einnig með ávarpi skólastjóra, en svo flutti Sigurður G. Jóhannesson erindi um námstilhöguh í öðrum bekk. Þá var sýnd falleg, amer- ísk kvikmynd frá skólastarfi í fyrirmyndarskólum. Að síðustu ræddu foreldrar við kennara í kennslustofum þeirra. Skólinn er þakklátur þeim for- eldi'um, er sótt hafa fundi þessa, og er það samband heimilanna og skólans, sem þannig myndast, báðum aðilum til gagns í hinu vandasama uppeldisstarfi. Auglýsið í DEGÍ D Rún 59581237 — Frl.: I. O. O. F. — 1401258^2 — K. E. Kirkjan. Messað í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. K. K. Messað í Glæsibœ sunnudaginn 7. desember kl. 2 e. h. Kristnibcðshúsið „Zíon". — sunnud. 7. des.: Almenn sam- koma kl. 8.30 e. h. — Benedikt Jasonarson, kristniboði, talar til íslenzkra kristniboðsvina. Flutt af segulbandi. Tekið upp í Addis Abeba fyrir nokkru. Ailir hjart- anlega veilkomnir. Síúlknadeild held- ur fund í kapellunni á sunnudaginn kem- ur kl. 5 e. h. Akur- perlusveitin sér um dagskrána. Fundur í drengjadeild í kap- ellunni n.k. sunnudag kl. 10.30 f. h. — Kóngshattasveitin sér um fundarefni. Munasala (bazar og kaffisala að Sjónarhæð kl. 3-10 næstkom- andi laugardag (6. des.) til ágóða fyrir sumarheimilið Ástjörn. Sitt af hverju á boðstólum eins og venjulega. — Ástjarnarnefnd. Ferðafélag Akureyrar heldur fund í Alþýðuhúsinu næstkom- andi sunnudag kl. 2 e. h. Dr. Sig- urður Þórarinsson jarðfræðingur flytur erindi og sýnir skugga- myndir. Ókeypis aðgangur. Frá happdrætti Framsóknar- flokksins. Dregið verður um 10 vinninga 23. des. Allir Akureyr- ingar, sem fengið hafa miða til sölu, eru vinsamlega beðnir að gera upp við Ingvar Gíslason fyrir þann tíma. I. O. G. T. Fundur í stúkunni Brynju verður í Landsbanka- salnum fimmtudaginn 4. des. kl. 8.30 Yngri embætíismennirnir sjá um fundinn. Verðlaunahapp- drætti og dans á eftir fundi. KA-fcIagar! Munið innanfélagsskemmtun- ina í Landsbankasalnum n.k.- föstudag kl. 9 e. h. Skemmtiatriði, dans. — Takið með ykkur gesti. — KA Barnastúkurnar hafa fund í Barnaskóla Akureyrar næstkom- andi sunriudag. Samúð kl. 10 f. h. og Sakleysið kl. 1 e. h. Nánar auglýst í skólunum. Munið minningarspjöld kirkj- unnar. Fást í Bókabúð Rikku. Slysavarnafélagskonur, Akur- eyri! Munið fundinn í Alþýðu- húsinu í kvöld, miðvikudag. Nýir áskrifendur fá blaðið frítt til næstu áramóta og ennfremur Jólalesbókina, 32 síður. r r - Alyktunartillaga ASÍ (Framhald af 8. síðu.) 2. Áætlunarráð. Komið verði upp stofnun er hafi það verkefni að gera áætlun um fjárfestingu og heildarstjórn á sviði atvinnumála í samráði við ríkisstjórnina. Lögð verði áherzla á að efla þær atvinnugreinar sem þýðing- armestar eru frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Ríkisstjórnin láti fara fram ýtarlega endurskoðun á rekstr- arfyi-irkomulagi og skipan mála á aðalatvinnuvegum landsins, sjáv- arútvegi, landbúnaði og iðnaði, með það fyrir augum að rekstur þeirra verði sem hagfelldastur frá sjónarmiði þjóðarheildarinn- ar." — (Samþykkt samhljóða.) Áskell Snorrason tónskáld verð- ur sjötugur næstk. föstudag, 5. desember. Ungir Framsóknarmenn, Eyja- fjarðarsýslu! Munið fundinn í Landsbankasalnum á Akureyri næstk. sunnudag kl. 3 e. h. — Dagskrá: Ingvar Gíslason flytur ávarp, rætt um félagsstarfið o. fl., kvikmyndasýning. — Áríðandi að sem flestir mæti. Filmía sýnir kl. 3 e. h. næstk. laugardag í Nýja-Bíó. Frá Skíðaráði Akureyrar. — Skíðaráðið skorar á alla skíða- menn og aðra íþróttamenn að mæta við Miðhúsaklappir á laug- dag eftir hádegi og sunnudag fyrir hádegi til að byggja nýjan turn við stökkbrautina. Gamli turninn fauk fyrir skömmu, og er því mjög áríðandi að koma upp nýjum meðan veður er gott. Kvenfél. Framtíðin heldur jóla- fund föstudaginn 5. des. kl. 8.30 e. h. í Húsmæðraskólanum. Kaffi og brauð á staðnum. Skemmti- atriði. — Stjórnin. Kvenfélagið Hlíf heldur jóla- fund fimmtudaginn 4. des. kl. 9 e. h. i Pálmholti. Konur taki með sér kaffi. Skemmtiatriði. — Farið frá Ferðaskrifstofunni kl. 8.30 e. h. Viðkomustaðir: Hafnarstræti (Höepfner) og við Sundlaugina. Stjórnin. - KYPURDEILAN (Framhald af 5. bls.). valdi, — enda við vopnleysingja að etja. Togstreytan hélt áfram fram undir síðari heimsstyrjöld. Þá varð bið á aðsókn Kýpurbúa að brezku stjórninni eftir sjálfstæði og sameiningu við Grikkland. — Brezka landstjórnin dreifði nefni lega risastórum auglýsinga- spjöldum um eyna með áletrun- inni: „Gangið í brezka herinn. Berjist fyrir Grikkland og frelsi." Og ungir Kýpurbúar gengu í herinn og börðust vasklega „fyrir Grikkland — og frelsi", sem þeir fengu ekki að unnum sigri. Enn stiklum við á stóru: Fyrsta verk Makaríosar erkibiskups var að hafna árið 1947 stjórnarskrá, þar sem eyjarbúum var ætlaður jafnvel skarðari hlutur en í stjórnarskráruppkastinu 1931. Það urðu nokkrir frekari árekstrar á eynni næstu árin. — Menn voru felidir á báða bóga. Brezki landstjórinn lét lögreglu- menn sína hýða skólabörn með pískum, er þau neituðu skóla- göngu vegna aftöku grískra föð- urlandsvina. Arið 1953 synjaði Allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna beiðni Makaríosar um að Kýpurmálið yrði tekið til umræðu. Það var formgalli á málinu, — engin rík- isstjórn innan vébanda Samein- uðu þjóðanna stóð að dagskrár- tillögunni. Arið 1954 lýsti svo Hopkinson, — nýlendumálaráðherra Breta,— yfir því, að Kýpur væri svo hernaðarlega mikilvæg fyrir brezka heimsveldið, að hún væri ein af þeim stöðum, sem Bretar gætu aldrei af hendi látið og gætu því heldur aldrei veitt íbú- um hennar sjálfsákvörðunarrétt. Á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þá um haustið studdi íslenzki fulltrúinn svo árangurs- lausa tilraun grísku stjórnarinn- ar að fá samþykkt, að ákvæði Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um sjálfsákvörðunarrétt allra þjóða skyldi einnig ná til Grikkja á Kýpur. — (ramhald.) I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.