Dagur - 03.12.1958, Blaðsíða 4

Dagur - 03.12.1958, Blaðsíða 4
D AGUR Miðvikudaginn 3. desember 1958 DAGUR Ritstjóri: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingastjóri: Þorkell Björnsson Skrifstofa í Hafnarstræti 90 — Sími 1166 Árgangurinn kostar kr. 75.00 Blaðið kemur út á miðvikudögum og laugardögum, þegar efni standa til Gjalddagi er 1. júlí Prentverk Odds Björnssonar h.f. Tillögur um efnahagsmál FYRIR NOKKRU lögðu ráðherrar Framsókn- arflokksins fram í ríkisstjórninni tillögur um efnahagsmálin. Ráðherrar hinna stjórnarflokk- anna samþykktu þær ekki og lögðu engar aðrar tillögur fram. Eins og nú er komið þykir rétt að birta aðaltillögurnar, en þær voru á þessa leið: Þar sem efnahagsgrundvelli þeim, er síðasta Alþingi lagði, hefur verið raskajð, barf enn að koma til sérstakra aðgerða í cfnahagsmálunum. Megináherzla sé á það lögð — eins og gert hef- ur verið í tíð núverandi ríkisstjórnar — að halda uppi sem mestri framleiðslu og jafnframt atvinnu •fyrir allt vinnandi fólk í Iandinu. Ráðstafanir í efnahagsmálum miðist einnig við það, að þeirra vegna rýrni ekki kaupmáttur tíma- kaups frá því, sem hann var í október sl. (eða í febr. sl., ef það hentar betur til samkomulags). Leitað sé samkomulags við stéttasamtök um að þau eigi sinn bátt í að framkvæma nauðsynlegar aðgerðir til þess að framangreind markmið náist og komið verði í veg fyrir stórfelldan vöxt dýr- tíðar á ný og öngþvciti í efnahags og atvinnu, málum. í bessu skyni sé lagt til og leitað samkomulags um, að kaup verði áfram greitt samkvæmt kaup- greiðsluvísitölu 185, enda fari framfærsluvísitalan ckki yfir 217 stig. Fari framfærsluvísitalan yfir það mark, falli þetta samkomulag úr gildi. Útflutningssjóði verði aflað óhjákvæmilegra tekna með hækkun á yfirfærslu- og innflutnings- gjöldum. Athugaðir verði möguleikar á að lækka útgjöld fjárlagafrumvarps þess er fyrir Alþingi liggur. Þetta nái ekki til framlaga til eflingar atvinnulífi fþar með til raforkuframkvæmda og samgangna). Fjárlög verði afgreidd greiðsluhallalaus. Komið verði á verðtryggingu á sparifé eftir því, sem framkvæmanlegt reynist, þar á meðal á líf- eyrissjóðum og öðru hliðstæðu geymslufé. Framskráðar tillögur voru byggðar á hagfræði- legum útreikningum, að með því að framkyæma þær, væri m. a. hægt að: 1. Stöðva víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags. 2. Halda sama kaupmætti launa og hann var í ¦ október sl. (eða í febrúar sl., ef menn vildu heldur hafa þá viðmiðun). 3. Halda áfram öflugri framfarastefnu til sjávar ög sveita — í bæ og byggð — og efla jafnvægi í byggð landsins. Lesendur athugi, að tillögurnar fela í sér, að kaupgjald gréiðist samkvæmt kaupgjaldsvísitöl- unni 185, sem gilti fyrir 1. desember, framfærslu- vísitalan fari ekki yfir 217 stig (hún er nú 219 stig) °g síðast en ekki sízt, og það skiptir raunar mestu máli, — að kaupmáttur tímakaups verði ekki minni en hann var í október sl. Ennfremur að halda skuli atvinnurekstri og at- vinnulífi í fullu fjöri. Með þessum tillögum er tekið tillit til hags- muna alls vinnandi fólks í landinu og einnig þeirra, sem sparifé eiga eða lifa af styrktarfé. Enginn heilskyggn maður og ótruflaður getur talið þessar tillögur óaðgengilegar. Meðráðherrar Framsóknarfl. í ríkisstjórn- inni vildu þó ekki, áður en Alþýðusambandsþing- ið kom saman, gjalda þeim jákvæði. Séra Björn Stef ánsson prófastur frá Auðkúlu „Heimþrá vor til guðs er lífsins kjarni." Séra Björn Stefánsson prófast- ur valdi þessi orð að yfirskrift að ræðu, er birt er í Nýjum hug- vekjum, húslestrabók, er Presta- félag íslands gaf út 1947. Þegar séra Björft skrifaði þessi fögru orð, er hann búinn að vera þjónn kirkjunnar á fimmta tug ára, hljóta margháttaða reynslu í skóla lífsins og læra margt og mikið af samferðamönnunum og samskiptum sínum við þá, lesa önnur efni, fylgjast meS öllum þeim breytingum og framförum er átt hafa sér stað með íslenzku þjóðinni frá því að hann, sem ungur maður, tók sitt stúdents- próf frá Lærðaskólanum í Rvík í byrjun aldarinnar, og til þessa dags, er hann semur ræðuna.— Þetta er niðurstaðan, guð er allt, þráin eftir honum er það sem gefur lífinu gildi, inntakið, kjarn- inn. Að hætti athugulla gáfumanna var séra Björn Stefánsson var- kár og gætinn, þess vegna eru orð hans merkari og méjra á þeim að byggja, en margra ann- arra manna, er fleira mæla og meira skrifa. Hann var mjög orðvar, en hlýddi á ræður manna af rósemi og athygli, en fulla einbeitni og kjark sýndi hann, er hann vann að þeim málum er hann vildi að næðu fram að ganga. Séra Björn var sérstakt prúðmenni, og svo háttvís í allri umgengni, að orð Bjarna skálds Thorarensen gátu átt við um hann: „kurteisin kom að innan sú kurteisi sanna, siðdekri öllu æðri af orðum, sem lærist." í fjölmenni vakti þessi virðu- legi klerkur eftirtekt, í vinahóp var hann skemmtilegur og glað- vær, öllum hlaut að líða vel í ná- vist hans, manngæzkan var svo sönn. Fyrir nær tuttugu árum höfðu Húnvetningar mikinn mannfagn- að í tilefni af 60 ára afmæli Blönduósskóla. Þangað kom fólk víðs vegar að af landinu. Pró- fastshjómn frá Auðkúlu voru þar meðal gesta. Engum gat dulizt, hve vinsæl og virt þau voru af sýslungum sínum og öðrum, er eitthvað þekktu til þeirra. Frú Valgerður Jóhannsdóttir og séra Björn fluttu frá Auðúlu hingað til Aureyrar og áttu hér heima um skeið, lengst af í Helgamagra stræti 44. Báðar dætur þeirra lásu við Menntaskólann á Akur eyri og luku stúdentsprófi. Síðustu 5 árin bjuggu þau hjónin í Reyjavík, á Karlagötu 15. Hvar sem heimili þeirra var ríkti góðvild og gestrisni, sam- fara miklum myndarskap prests- konunnai'. Þau hjón kunnu vel við sig hér á Akureyri, og eign uðust hér vini og endurnýjuðu gömul kynni. Margs er að minn ast frá þessum árum, og allar erú þær endurminningar hugljúfar. Séra Björn Stefánsson mun hafa flutt sína síðustu stólræðu á Akureyri vorið 1953, langur starfsdagur í þjónustu kirkjunn- ar var liðinn. Bjartan og fagran ágústdag sama sumar fóru þau hjón alfarin suður, þar voru börnin, systkini, vandamenn og margir vinir. í júlí 1957 kvaddi eg þennan góðvin minn í síðasta skipti. Þá hafði eg dvalið á heimili þeirra hjóna nokkra daga. Séra Björn stóð við vöggu litlu dótturdótt- urinnar, hún var yngst í fjöl- skyldunni og afa sínum svo und- ur kær. Hann bað fyrir kveðjur norður, og minntist svo fallega vina sinna hér á Akureyri. Hann bað okkur öllum blessunar guðs. Séra Björn gekk með mér út úr húsinu og að bílnum, aldrei brást kurteisi hans né vinsemd. Hann tók í hönd mína, það var þögul kveðja, ef til vill hefur hann grunað, að við myndum ekki sjást oftar hér í heimi. Þetta eru aðeins fátækleg þakk- ar- og kveðjuorð frá okkur hjónunum til manns, sem við virtum mjög mikils. Laufey Sigurðardóttir frá Torfufelli. - Frá Ferðafélagi Akureyrar (Framhald af 1. síðu.) Þingeyinga gaf 3 þús. kr., Akur- eyrardeild KEA 2 þús. og Ferða- félag Húsavíkur 1200 krónur. Flugvöllur er í nágrenni sælu- hússins. Ferðafélag Akureyrar hyggst nú opna skrifstofu í Hafnarstræti 100 hér í bæ. Hún mun koma í góðar þarfir, sérstaklega í sumar eða á sumrin þegar ferðalög hefjast. Kynningarkvöld. Dr. Sigurður Þórarinsson mun koma til Akureyrar á vegum fé- lagsins um næstu helgi og sýna myndir, bæði fyrir félagsmenn og almenning, sem auglýst er á öðrum stað í blaðinu í dag. Ef- laust verða sýningarnar vel sótt- ar. Hvort tveggja er, að mynd- irnar eru framúrskarandi og ekki þarf að efa að dr. Sigurður Þór- arinsson muni flytja fróðlegar skýringar. Geta má þess til viðbótar, að Hornstrandamynd er meS skýr- ingum dr. Kristjáns Eldjárns þjóðminjavarðar. Stjórn Ferðafélagsins á Akur- eyri skipa: Kári Sigurjónsson formaður, Tryggvi Þorsteinsson varaformaður, Jón Sigurgeirs- son frá Helluvaði gjaldkeri, Karl Magnússon ritari og Karl Hjalta- son meðstjórnandi. ÞANKAR OG ÞÝÐINGAR Komdu, komdu, kiðlingur. í morgunútvarpi fyrra laugardag var sungið lag við hina alkunnu vísu: Komdu, komdu, kiðlingur, og þulurinn sagði, að textinn væri eftir Jón Olafsson. Vísa þessi eða þula er í Kátum Pilti eftir Björn- son, en þá bók þýddi Jón Ólafsson með prýði á sínum tíma. Eru vísur, sem þýddar eru, eftir þýðandann? ---------o--------- Þegar komið var til þess að taka manntalið, þá mundi stúlkan ekki greinilega, hvort hún var held- ur þrjátíu og átta eða þrjátíu og níu ára, svo að hún sagði: „Tuttugu og fimm." Leiðrétting. í tilkynningu Ak- ureyrarblaðanna um breytt aug- lýsingaverð var m. a. vitnað í ísafjarðarblöð til samanburðar. Dálksentimetrinn í 'auglýsingum þar kostar kr. 15,00 eins og hér, en ekki kr. 20,00, eins og frétzt hafði. Leiðréttist þetta hér með. Unga fólkið er ekki eins rólegt nú og áður — en það er gamla fólkið ekki heldur. ---------o--------- Móðirin vonar kannski, að dóttirin muni ná í betri eiginmann en henni heppnaðist sjálfri, en hún veit með vissu, að sonur hennar muni aldrei ná í eins góða eiginkonu og faðir hans. ---------o--------- Við mennirnir verðum víst alltaf að horfast í augu við tvennt, dauðann og skattana, og það má dauðinn eiga, að hann versnar ekkert. .---------0--------_ ÆVIN: Tímabil. Fyrri helminginn eyðileggja foreldrar okkar, hinn seinni eyðileggja börnin. Ef þú lánar vini þínum 100 kr., þá tapar þú ann- að hvort vininum eða hundrað krónum. Venjulegur maður er svona álíka vel að sér í atómfræðum eins og skatteyðublaðinu sínu. Sá, sem man, hvaða áhyggjur hann hafði fyrir viku, hlýtur að hafa gott minni. Það getur vel verið, að olía geti lægt öldur, en hún gerir það alls ekki í alþjóðamálum. „Egóisti" er maður, sem hefur mjög vafasaman smekk og hefur meiri áhuga á sjálfum sér en mér. ---------o--------- Skyldi fornmenjafræðingunum aldrei hafa dottið í hug, er þeir voru að finna mannlausar borgir víða um heim, að þetta myndi hafa stafað af því, að íbúarnir hafi greitt skatta sína eins lengi og mögu- legt var — og svo flutt burt? Sulturinn er eðlishvöt, sem gefin er manninum til þess að tryggja það, að hann nenni að vinna. Stjórnmálaforingjar velja sjaldan beztu menn- ina í stöðurnar. Reynslan hefur sýnt þeim, að það er hægt að vinna kosningar án þeirra. ---------o--------- Fjölmargir menn kunna hvorki að lesa né skrifa. Þeir semja dægurlög og texta við. Er við lítum á fyrirsagnir blaðanna, þá erum við alls ekki viss um, að þeir ólæsu missi af miklu. „Kjúklingar," sagði heimspekingurinn, „eru nyt- sömustu skepnur á jörðinni. Það er hægt að eta þá áður en þeir fæðast og eftir að þeir eru dauðir;" Það er eftirtektarvert, hve fávizka á mikinn þátt í því, að menn eru ánægðir með sjálfa sig. Sá, sem lætur tvö grös vaxa, þar sem áður var eitt eða ekkert, er meira virði fyrir mannkynið en mörg spyrðubönd af stjórnmálaforingjum. Peningar og tími eru þyngstu byrðar lífsins. Sá, sem á of mikið af öðru þessu og veit ekki, hvernig á að nota það, er ógæfusamastur allra. — Johnson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.