Dagur - 23.12.1958, Blaðsíða 5

Dagur - 23.12.1958, Blaðsíða 5
Þriðjttdaginn 23. desember 1958 D A G U R 5 SKÁLDSTÖÐUM í SAU RBÆ| ARH REPPI ÖRNEFNIÁ Lýsing sú af túni, engjum og utliög- um á Skáldstöðum, er héi' fer á eftir, er af landi þeirra eins og það var áður en nýbýlið Ártún var reist í landareign- inni, eða hér um bil 1930. Skáldstaðir standa undir rima einum allháum, hann heitir Bæjarrimi. Fyrir vestan bæinn er Bæjarhóll. Hann ligg- ur hátt að sunnan, og brennur á hon- um grasið, á vorin í þurrkum. Yzt á Bæjarhól er Gamli-sáðgarður. Um 1920 voru þrjú tóftabrot ofan við bæ, þar voru fyrrum tvö hús, sneru út og suð- ur, það ytra miklu minna, jötukofi sem tók 8 lömb, en hitt rúmaði 25 lömb, þau hétu Lambhús, og tóftin, sem var sunnan við þau, hét Lambhústóft. — Seint á 19. öld var jötukofinn lagður niður. Vorið 1906 var syðra lambhúsið rifið. Árið 1924 byggði faðir minn hesthús á rústurn þess. Rétt við suðuvesturhorn bæjarins í hólnum er tóftarbrot eitt, mjög lítið, það heitir Smiðjutóft, þar stóð smiðja fram yfir miðjá 19. öld. Um aldamótin 1800 hengdi sig þar vinnumaður frá Skáldstöðum. Niður frá bænum, einnar mínútna gang, er Nýjahús, tekur 30 kindur. Súnnan við bæinn er Syðri-Bæjarskriða, en norð- an við hann er Ytri-Bæjarskriða. IVi mín. gang í suðaustur frá bænum, neðst í Syðri-Bæjarskriðu, er Skriðu- liús og Skriðuhúshlaða. Skriðuhús tek- ur 30 kindur, í því voru sauðir hafðir fyrr á tímum. Stutt sunnan við Skriðuhús eru Syðrihús, þau taka 80 ær. í suður frá bænum ofan Syðrihúsa eru Hryggir, suður af þeim er Syðri- Laut, sunnan og vestan hennar, er Partur. Á landamerkjum Skáldstaða og Kolgrímastaða, neðst, er Stóra- skriða, nær hún allt austur að Eyja- fjarðará, þar á vesturbakka árinnar heitir Stóruskriðufótur. Suðaustur af fætinum eru Skáldstaðaeyrar meðfram ánni, og sunnan við þær er Skáldstaða- bakki niður undan bænum, þar er vað á ánni, Skáldstaðavað; þangað er 6 mín. gangur. Sunnan við Stóruskriðu er Ytri-Laut, suðaústúr af henni eru Grundir, ofan við þær, en suðvestan Lautar, er Hryggur, sunnan hans er Vallargrund, er hún hluti af Skáld- staðatúni hinu forna, hitt allt er komið undir grjót og sand fyrir ævalöngu, þangað er 2Vz mín. gangur. Að austan og norðan við Vallargrund er vallar- garður mikill á parti. Neðan vio Ytri- Bæjarskriðu er Hall, sunnan þess er Túnið (hið gamla tún á Skáldstöðum), norðaustui' af því er Sandur. Yzt á Hallinu, í norðausturhorni Skáldstaða- túns hins forna, er tóftarbrot, það heit- ir Sauðhúsbrot, þangað er 4 mín. gang- ur. Ofan frá Vallargrund að eyrum niður sást móta fyrir garði einum fram á þriðja tug þessarar aldar, mun það engjagarður verið hafa. Umhverfis hann var þýft á allstóru svæði, náði ósléttan frá Sandi suðui' til Lautar norður, það hét Sauðhúsmór. Aðfara- nótt 9. júní 1925 (skriðuvorið mikla) rann gífurlega mikið af leir og sandi hér niður á flatlendið, fylltist þá Sauð- húsbrot að kalla, sést nú aðeins móta fyrir því, hvarf þá Sauðhúsmór með öllu og garðurinn einnig og er þar nú alls staðar slétt land. Austan við Sand- inn, yzt, liggur holt eitt, sem nær niður að lágu barði við Skáldstaðabakka, ber það dálítið hærra en umhverfið, það er í lögun sem hringui', það heitir Hring- holt og barðið Hringholtsbarð, þangað er 5 mín. gangur. Á Skáldstaðabakka, við barðið austan Hringholts, var í bernsku minni og allt til fullorðinsára gryfja ein, að öllum líkindum gamall árfarvegur, hér um bil 3 faðmar að lengd, 1 faðmur að breidd og Vz faðm- . ur tæplega að dýpt. í miklum leysing- um á vorin er áin var í foráttu, flæddi hún upp á bakkann og rann kvísl úr henni út með barðinu og í farveg þenn- an og fyllti hann, hann hét Naflapollur. Nafn þetta var til orðið með þeim hætti sem nú skal greina. Þegar bræð- ur mínir, Bjartmar og Steinþór, voru unglingar í föðurgarði, um 1910, böð- uðu þeir sig stundum í polli, ^essum, tók vatnið þeim í mitti og nefndu þeir hann Naflapoll. Nú er pol.lur þessi horfinn — og það fyrir mörgum árum, hefur áin í sínum framhlaupum fyllt hann upp af leir og sandi smátt og smátt, þar sem hann áður Var er nú slétt og gróið land. — Frá Skáld- staðavaði, suður á móts við Gantrés í Hólalandi er Hvammur, vestan við hann er há brekka, hún heitir Hvammsbrekka og brún hennar Hvammsbarð, þangað er 5 mín. gangui'. Niður við Hvamm að norðan er Neðsta-Grund, vestur af henni er Mið- Grund, uppi við Part er Efsta-Grund. Faðir minn ræktaði grundir þessar og gaf þeim nafn, áður hétu þær ekki neinum sérstökum nöfnum, voru að- eins kallaðar gi’undir, en að"tíann gaf þeim þrjú nöfn stafaði af því að hann gróf vatnsveituskurði (2) í þær og þá skiptust þær auðvitað í 3 parts. Sunn- an við grundir þessar er Stekkjarskriða og rétt þar innan við er Hæðin, liggur hún að Hvammsbarði austur, það er slétt engjaland, gamalt framhlaup. — Fyrir árið 1925 var Hvammurinn allur þýfður að kalla, en skriðuvorið mikla rann mjög mikið af leir niður í hann og fyllti flestar lautir, og síðan hefur einnig runnið við og við í hann, þó í smáum stíl, og er hann nú á flestum stöðum orðinn eggsléttur, ágætt sláttu- vélarland. Frá Hvammi til Jórunnar- staða lands suður, neðan frá og upp að mýrlendi, er óslétt land, sums staðar mjög stórþýft, það heitir Skáldstaða- mór. Neðst í Skáldstaðamó og austur á árbakkann er Undirmór, liggur hann dálítið neðar en aðalmórinn, aðskilur þá lágt hall. Norðan við Undirmóinn og út að Hvammi er Krappi, er þar, eins og nafnið bendir til, óslétt land — og það /meira lagi. Á mínum yngri árum sló ég Krappann oftar en einu sinni með föður mínum og hef ég aldrei slegið jafn óslétta jörð og illa viðureignai', lautirnar eru djúpar og þverhníptar, sums staðar inn undir sig, var því mjög illt og seinlegt að koma ljánum að til að skera grasið á botni þeirra. í sum- um lautunum vex reyrgresi, ilmar það unaðslega, man ég að það var tekið og lagt í fatakistu hjá spariklæðnaði, og þótti góð angan af þeim mönnum, er í þær flíkur komnir voru, áreiðanlega mun betri en lyktin af ilmvatnssull- inu, sem fólkið, einkum það yngra, kaupir nú til dags, og það jafnvel smá- glas fyrir fleiri hundruð krónur. Ut og fram af Krappa er vað á ánni, sem kallað er Gantrésvað. Sunnan við móinn vestast, niður með Jórunnar- staðalandi, er Fit. Efst á henni standa steinar tveir eigi alllitlir, en ekki man ég eftir að ég hafi heyrt nafn á þeim. Suður í mó er 9 mín. 'gangur. Rétt suð- vestur af Hæð er Skáldstaðakot, í dag- legu tali nefnt Kot. Það er lítill hóll, eru munnmæli, að þar hafi í fyrndinni byggð verið, en síðar stekkur. Þar eru þrjú tóftarbrot í röð frá suðri til norð- urs, tvö þau ytri eru mjög lág og í jörð niðursokkin að mestu leyti, en aftur á móti er hið syðsta allgreinilegt, eru þar dálitlar grjóthleðslur, mun þar stekk- urinn verið hafa. Umhverfis Kotið hef- ur garður úr torfi hlaðinn verið, en nú er hann fyrir löngu horfinn að norðan og vestan, munu skriður hafa jafnað hann þai' við jörðu, og Kotið með á sínum tíma. Eitt er víst, og það er, að á 17. öld (1696?) féll skriða mikil á Kots- túnið og tók það af með öllu, hún fyllti og upp stekkinn af grjóti, og því var hann burt færður og byggður á rima upp undan Hæðinni. Að austan og sunnan við Kotið sést garðurinn greinilega víðast hvar, því að þar hafa skriður aldrei náð yfir að renna, en ærið er hann orðinn lágur í loftinu, nær meðalmanni óvíða meira en í hné. Stærstur er hann að suðaustan á á að gizka fimm faðma löngum kafla, rúm- lega einn faðmur að hæð og allbreiður, risastór hryggur. Má ætla, að túngarð- urinn hafi allur svo voldugur verið. Kotstúnið mun verið hafa þrjár dag- sláttur að stærð og að öllum líkindum allt þýft. í túnfætinum niður við móinn er tóftarbrot, sést enn votta fyrir veggj- unum, mun þar fjárhús staðið hafa, snúið út og suður, tekið, að ég hygg, 20—30 kindur. Suður í Skáldstaðakot er 7 mín. gangur. í suðvestur frá Koti, 3 mín. gang, liggur holt allbreitt, á því stendur stór steinn, hann heitir Grásteinn og holtið Grásteinsholt. Neðan við holtið, en sunnan Kotsins er Grásteinssund. Þar var stundum rist húsatorf. Norður frá Grásteini er Kinnungur, nær hann nið- ur undir Hæð. Frá Grásteinssundi til Jórunnarstaða, austur frá mó og upp fyrir sunnan Grástein, eigi allstutt, eru Enni, Neðri-Enni og Efri-Enni. Þau eru deiglend (meira vot að neðan), með smá þúfum hér og þar. í Neðri- Ennum er torfrista, en lök er hún og grýtt, sem annars staðar hér í landinu. Sunnan við Grástein er Ennasund. Norður og norðaustur með Ennunum, að ofan og niðui' með Kinnung að norðan, rennur lækur, hann sprettur upp í Toi'fnabalahólum í Jórunnar- staðalandi, Hann heitir Ennalækur. Suður og upp í Efri-Enni er 13 mín. gangur. Ofan við Ennalæk er Háa- skriða, þangað er 16 mín. gangur. Upp frá Háuskriðu er Háuskriðugil og Háuskriðulaut. í norðvestur frá Grá- steini, 4 mín. gang, er Stekkur, stendur hann á rima allhátt, sá rimi heitir Stekkjarrimi. Norðan og austan við Stekkinn er Stekkjarholt, og sundið suðaustan við það heitir Stekkjarsund. í fyrri daga voru þar stöku sinnum torfuskeklar ristir. Upp af Stekknum er Stekkjarlág. Hún er votlend. Þar var torfrista, síðast rist þar sumarið 1923. Frá bænum að Stekk liggur gata, sem heitir Stekkjargata. Norðan við Stekkjarrima er Stekkjargil og Stekkj- argilslækur. Suður og upp að Stekk er 10 mín. gangur. Frá Stekkjargili er 2Vi mín. gangui' í norður að Arnþórulág, eigi allstuttu mýrarsundi. Þar er torf- rista. Umhverfis Arnþórulág er Arn- þórulágarrimi, og nær hann allt í há- fjall upp eins og allir aðrir rimar hér í landinu. Yzt og neðst á honum, en í suðvestur frá honum, 2Vi mín. gang, er Réttarhóll, á honum stendur stór steinn, klofinn í miðju, heitir Klofa- steinn. Það herma munnmæli, að endur fyrir löngu hafi fjárrétt staðið norðan undan hóli þessum, en fyrir henni vott- ar nú ekki, mun skriða hana aftekið hafa með öllu, en hvenær það viðborið hefur veit nú enginn. Utan við Arn- þórulágarrima er Syðra-Bæjargil og Syðra-Bæjarlækur. í Syðra-Bæjargili er Krókur. Næst norður af nefndu gili er Syðra-Bæjargilstunga. Ofarlega á henni liggui' hæð ein allhá, með djúp- um gilskorningi í miðju, þar heitir Gróf og hæðin Grófarhæð. Þar er smá- skurður, en djúpt er á honum og mjög grýtt. Þar tók faðir minn mó árin 1920—1923 fjögur sumur. Upp á Gróf- arhæð er 12 mín. gangur. Norðan við Syðra-Bæjargilstungu er Bæjarrimi áður nefndur. Hann er mjór að ofan og uppblásinn, en að neðan allbreiður og að mestu leyti grasivaxinn, en lágt er það gras ætíð og kyrkingslegt, því að grunnt er á grjóti á rima þessum og ærið næðingasamt eins og á öðrum rimum hér í fjallinu. Utan við Bæjar- rima er Ytra-Bæjargil og Ytra-Bæjar- gilslækur, fellur hann niður með Gamlasáðgarði að norðan og allt aust- ur í á. Ur honum rennur kvísl í suð- austur frá norðausturhorni Gamlasáð- garðs og niður fyrir utan bæinn, hér um bil tvo faðma frá eldhúsliorninu, hinn heitir Bæjarlækur og bunan í hon um Bæjarlækjarbuna. í þá bunu hefur vatn verið sótt í bæ og fjós frá ómuna- tíð og fram á þennan dag. í Ytra-Bæj- argili, nyrzt, 6 mín. gang, er Nýi- Stekkur. Hann var byggður vorið 1918 af Pétri Tómassyni, sem bjó á Skáld- stöðum frá 1914—1919. Sumarið 1918 p færði Pétur frá í Nýja-Stekk, þá var l»' síðast fært frá á Skáldstöðum. Flóða- 6 vorið mikla, 1919, sópaði vatnsflóð ofan g' af austur,-, suður- og vesturvegg £ Nýja-Stekks, sums staðar allt að und- f irstöðum, og hefur hann síðan eigi not- ^ aður verið. Norður af Ytra-Bæjargili * ofarlega er Ytra-Bæjargilstunga, þar 'í næst Mjóirimi, þá Bræðragil og ( Bræðragilslækur (uppsprettuvatn). — '4 Neðst í Bræðragili er Sundpollurinn. ‘ Hann var byggður um 1920. Norður frá i bænum í Bræðragilslæk er Bræðra- f gilsbuna. Þar var ullin þvegin þau vor ? er Bæjarlækurinn varð sytra ein vegna f mikilla þurrka og því eigi hægt honum j í hárið að skola. Þangað var og sótt J vatn í mat er skriðulækirnir voru 'í miklir og mórauðir, þangað er 3 mín. ; gangur. Næst norður frá Bræðragili er Geldingurinn. Hann er allur grasi vax- ' inn eins og flestir aðrir rimar hér í ! landinu (og gilinu sum hver). Að neð- * an liggur hann hátt og er mikill um j sig, þar heitir Bunga, og mjög er rimi * þessi breiður og voldugur, enda af : sumum mönnum stundum nefndur Breiðirimi. Á norðurbarmi Bræðragils ; standa steinar tveir mjög stórir, hér i um bil 10 faðmar á milli þeirra; sá efri , er feiknamikið bjarg og jafnframt tign- ; arlegur og fagur, þeir heita Bræður, dregur síðast nefnt gil og lækur nafn af þeim, út og upp að Bræðrum er 5 mín. gangur. Uppi á Bungunni, yzt, eru tvö tóftabrot, kölluð Sauðhústóftir. — Mun þar fyrr á öldum sauðahús staðið hafa, ásamt heytóft lítilli vestan við. Hefur (sauðunum) geldingunum verið beitt upp á rimann og af þeim dregur hann nafn. Syðst og vestarlega á Geldingarima, nærri uppi við háfjallið, eru Breiður, ná þær suður í Bræðragil. Þær eru votlendar, þangað er 13 mín. gangur. Utan við Geldingarima er Syðra-Stóruskriðugil og Syðra-Stóru- skriðugilslækur. Þar hjá er Syðra- skriðugilstunga. Og yzt, upp frá Stóru- skriðunni er Ytra-Stóruskriðugil; skiptir það löndum á milli Skáldstaða og Kolgrímastaða. Gil þetta er bæði djúpt og breitt, það er bert og. uppblás- ið, eintómt grjót, sandur og leir, hefur það sennilega verið svo síðan á ísöld, þangað er 9 mín. gangur. Fjallið upp undan bænum heitir Skáldstaðafjall; neðst í því er Bratti, þar, í Syðra-Bæj- argili, er Svartiklettur, þangað er 20 mín. gangur. Upp frá Svartakletti er Skeið (og Skeiðarbrún); nær hún frá Þorgerðarhjalla út til Jórunnarstaða- skálar suður. Á Skeiðinni, rétt sunnan við Syðra-Bæjargil er Hryggur, upp af honum og Skeiðinni allri eru Neðri- Setar, þá Neðri-Melskeiðar (2), þar ofan við Efri-Setar, þá Efri-Melskeið- ar (2) og enn ofar er Bláaskeið, nær hún inn yfir Tröllshöfðagjá í Jórunn- arstaðalandi, þar suður við landamærin er Bláaskál og efst Skáldstaðafjalls- brún. Fleiri örnefni eru ekki í Skáldstaða- landi en þau, sem nú eru talin, og læt eg því hér staðar numið. Kjartan Júlíusson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.