Dagur - 07.01.1959, Page 2

Dagur - 07.01.1959, Page 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 7. janúar 1959 - KVEÐIA - spyr Bragi Sigurjónsson Svarið er fóigið í þeirri staðreynd, að hægri menn Aiþýðuflokksins hafa náð undirtökunum í flokknum og rjúfa allt samsfarf við Framsóknarmenn Ritstjóri Alþýðumannsins segir réttilega í blaði sínu 30. des. s.l., að bandalag Fram- sóknarílokksins og Alþýðu- flokksins hafi verið HUGSAÐ sem „samstæð blokk“ í stjórn arsamstaríi því, er lauk — illu heilli — um manaðamótin nóv.—des. Umbótabandalag- inu var vissulega frá fyrstu tíð ætlað að miða að heils- hugar samstarfi hinna lýð- ræðissinnuðu umbóta- og fé- lagshyggjumanna, scm fyrst og fremst er að finna í Fram- sóknarílokknum og Alþýðu- flokknum. Þessum tilgangi bandalags- ins hafa FRAMSÖKNAR- MENN ávalit verið trúir. Framsóknarflokkurinn hefur staðið einhuga og algerlega óklofinn um þá afstöðu, sem flokksþingið tók í marz 1956. Það hefur hvergi komið fram, að Framsóknarmenn hafi lcit- azt við að rjúfa þá einingu, sem þá var komið á milli flokkanna. Riístjóra Alþýðu- mannsins er því ekki stætt á þeirri furðulegu fullyrðingu sinni, að Framsóknarflokkur- inn hafi „æ ofan í æ staðið með Sósialistafl. GEGN AI- þýðuflokknum. ... og nú síð- ast á Alþýðusamb.þingi. . . .“ og að Framsóknarflokkurinn óskaði „FREMUR samvinnu framvegis með Alþýðubanda- laginu en Alþýðuflokknum.“ Og þess vegna sé óvefengjan- legt, að Framsóknarmenn hafi „kastað stríðshanzkanum.“ fHALDSÞJÓNUSTA HÆGRI KRATA. Ritstjóri Alþýðumannsins veit ofur vel, að Framsóknar- menn reyndu allan þann tíma, sem stjórnarsamstarfið stóð, að móta hreina samstöðu allra aðildarl'lokka ríkisstjórnar- innar í verkalýðsmálum og forða því, að til innbyrðis- deilna kæmi milli flokkanna út af kosningum til Alþýðu- sambandsþings eða stjórna einstakra verkalýðsfélaga og heildarsamtaka þeirra. Margir ágætir Alþýðuflokksmenn studdu Framsóknarm. drengi- lega í þessari viðleitni og skildu nauðsyn þess fyrir áframhaldandi stjórnarsam- starf, að ekki ríkti ósamlyndi milli flokkanna innan Al- þýðusambandsins. En þrátt fyrir góðan vilja margra Al- þýðuflokksmanna um skyn- samlega stefnu í verkalýðs- máhim, kaus þó stór hluti Alþýðuflokksmanna frá upp- hafi að rjúfa einingu hinnar „samstæðu bIokkar“ með því að vinna leynt og ljóst með stjórnarandstöðunni í verka- lýðsfélögunum, einkum í Reykjavík. Braga Sigurjóns- syni eru þessar ávirðingar liægri manna Alþýðuflokksins vel kunnar. Honum til verð- ugs lofs, skal þess getið, að hann persónulega átti ekki hlut að því, að þannig var á málum haldið innan Alþýðu- flokksins. Framsóknarmenn á Akureyri þekkja ekki annað til starfa Braga en að hann vildi af heilum huga beita sér fyrir órofa einingu í „hinni samstæðu blokk“, og eins mun Bragi Sigurjónsson ekki þekkja annað tii Framsóknar- manna en að þeir hafi af jafn heilum huga leitazt við að tryggja órjúfandi samstöðu flokkanna. Framsóknarflokk- urinn var óklofinn um þá stefnu, en hið sama vcrður ekki sagt um flokksmcnn Braga Sigurjónssonar. Ilægri menn flokks hans hafa lengst- um reynt að spilla fyrir sam- vinnu við Framsóknarflokk- inn, en sett allt traust sitt á íhaldið. ÍMYNDAÐ SAMSTARF. Bragi Sigurjónsson held- ur því fram, að Framsóknar- menn á Alþýðusambandsþingi hafi veitt Alþýðubandalaginu sérstakan stuðning og sá Stuðningur hafi sýnt, svo að ekki varð misskilið, að þeir kysu heldur samvinnu við Alþýðubandalagið en Al- þýðuflokkinn. Þessi samstaða Framsóknarmanna og AI- þýðubandalagsmanna á Al- þýðusambandsþ.. er ÍMYND- UN ein. Sannleikurinn er sá, að rödd Framsóknarmanna og annarra, sem sama sinnis voru, kafnaði algerlega í óp- um þeirra forystumanna verklýðshreyfingarinnar, bæði úr hópi Alþýðuflokksmanna og Alþýðubandalagsmanna, er Bragi Sigurjónsson hefur lýst betur en aðrir, sem um þessi mál hafa ritað, er hann sagði, að þar liefðu að verki verið verkalýðsfor., sem ekki kvnnu „lil annarra verka í verka- lýðsforystu en standa í kaup- strcitum í einni eða annarri mynd.“ — Framsóknarmenn stóðu nær einir uppi á Al- þýðusambandsþingi með ábyrga stefnu,en kaupstreitu- foringjar Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins unnu sam eiginlega að því með „óbil- girni“ sir.ni „að sprengja vin- veitta ríkisstjórn upp úr ráð- hcrrastólunum“, svo að vitn- að sé ti! orða Braga Sigur- jónssonar sjálfs. Annað „sam- starf“ á Alþýðusambandsþingi gerði ekki vart við sig. Það voru því Alþýðuflokksmenn sem í raun og veru tóku höndum saman við kommún- ista, vitanlega með vitund og vilja ílialdsins, að vinna gegn Framsóknarmönnum. KOMMÚNISTAR OG HÆGRI KRATAR RUFU SAMSTARFIÐ. Konimar áttu að sjálfsögðu meginþáttinn í því að grafa undan stjórnarsamstarfinu innan frá, vegna viðbragða Einars Olgeirssonar og Moskvuþjónanna í ritstjórn Þjóðviljans, en því aðeins var þeim gerður auðveldur sá leilcur, að liægri menn Al- þýðuflokksins unnu að hinu sama innan sinna flokksraða, og það voru vitanlega ÞEIR, scm smám saman rufu skarð í „HINA SAMSTÆÐU KLOKK“ FRAMSÓKNAR- MANNA OG ALÞÝÐU- FLOKKSMANNA og greiddu því samstarfi Iokahöggið, er þeir settu á laggirnar lepp- stjórn íhaldsins nokkrum klukkutímum áður en jóla- helgin gekk í garð. Framsókn- armenn harma, Iiversu grátt íbaldið hefur leikið Alþýðu- flokkinn. Þeim þykir miður að sjá góða menn bergnumda mcð gerningum, svo að þeir afneita sinni fyrri tilvist og snúa baki við mennskum vin- um, en ráða sig á mála hjá tröllum. UNDIRSTAÐAN RÓTNÖGUÐ. Það kom á daginn, að þegar búið var að rótnaga sjálfa und irstöðu stjórnarsamstarfsins, ýmist fyrir tilstilli hægri manna Alþýðuflokksins eða Moskvuklíku Alþýðubanda- Iagsins, varð ekki umflúið, án nýrrar stefnu, að slíta stjórn- arsamvinnunni. í þessu sam- bandi er rétt að minnast þess, að Framsóknarmenn skildu aldrei þær röksemdir hægri manna Alþýðuflokksins, að það væri SYNDUGT athrefi að freista samstarfs við Al- þýðubandalagið um stjórn Alþýðusambandsins og önnur málefni verkalýðshreyfingar- innar, ef það á annað borð átti að teljast DYGÐUGT líferni að styðja það til áhrifa í SJALFRI LANDSSTJÓRN- INNI. Því miður sáu ekki allir við þessum greinilegu falsrökum, þótt Bragi Sigurjónsson hafi óneitanlega gert sér þau ljós lengst af, þar til nú, að hann virðist kominn á sömuskoðun. HERJÓLFUR. Flinn 29. des. sl. var lil moldar borin á Möðruvöllum í Hörgárdal frændkona mín, frú Valrós Bald- vinsdóttir frá Hjalteyri. Hún and- aðist hinn 20. des. þar á heimili sínu, og bar dauða hennar óvænt og nokkuð sviplcga að. Að vísu hafði hún verið heilsuveil á undan- ibrnum árum, en var þó komin til nokkurrar heilsu nú síðast. En á föstudagsmorgni hinn 19. desember kenndi hún snögglega mikilla kvala með jieim afleiðingum, að liún and- aðist næstu nótt. Frú Valrós var fædd 22. ág. 1887 á Þórisstöðuín á Svalbarðsströnd. Foreldrar hennar voru þaú Baldvin Bergvbisson, organléíkari, og Jó- hanna Finnbogadóttir (f. 22. nóv. 1865), föðursystir mín. Ólst Valrós upp með móður slnni, sem í elli sinni átti sér aftur athvarf hjá henni. Má scgja, að þær hafi jafn- an verið samvistum meðan báðum entist líf. Valrós ólst upp við lítinn kost oft og éinatt en rnikla elsku- scnti af hálfu móður sirinar. Var Jóhanna löngum vinnukona á Ströndinni og víðar, og hafði hún dóttur sína á kaupi sínu. Síðar giftist Jóhanna góðum manni, Þórði Þórðársyni frá Skeri á Látraströnd, og fluttist þá brátt til Akureyrar með Valrósu dóttur sína. Náði hún þár góðum þroska, þó að eigi væri auður í garði. Á ungum aldri giftist Valrós Pétri Jónassyni (f. 6. marz 1880, d. 31. maí 1943), er síðar var um mörg ár framkvæmdastjóri Iíveldúlfs h.f„ á Hjalteyri og allt að banadægri. Pétur var framúrskarandi traustur maður, duglcgur og hagsýnn. Hann átti miklar vinsældir, bæði eigenda og viðskiptamanna. Þeim Valrósu og Pétri varð fimm barna auðið, er upp komust og ölt til gé>ðs jtroska. Svnir jteirra eru: Baldur, búsettur á Hjalteyri, Þór,. dáinn, Sigurbjörn, tannlæknir í' Reykjavík. Dætur þcirra eru: Bryn- hildur, gift Jóni L. Þéuðarsyni,. framkvæmdastjóra í Reykjavík, Jó~ hanna, gift Eiríki Hreini Finnboga- syni, kennara 1 Revkjavík. Öll eru1 þau systkinin vinsæl og velmetin. Frú Valrós Baldvinsdóttir var merkiskona um margt og átti mikl- um vinsældum að fagna. En sakir skyklleika kann ég betur við að láta öðrum eftir að hlaða henni lofköst: sent vert væri. Ég þakka tryggð hennar og vin- áttu við mig og rnína og bið henni blessunar. Ég tjái einnig börnum hennar og háaldraðri móður inni- legustu liluttekningu mína og flyt: þeim samúðarkveðu. „Hugr einn þat veit, er býr hjarta nær, einn er hann sér of sefa.“ Bessuð sé minning þin, frænkal. Hvil þú 1 Drottins friði! Vald. V. Snœvarr. Góðfemplararegian 75 ára Hinn 10. janúar næstk. heldur Góðtemplarareglan hátíðlegt 75 ára afmæli sitt. , Fyrsta góðtemplarastúkan á ís- landi var stofnuð hér á Ákureyri 10. janúar 1884 í hús'i Friðbjarnar Steinssonar bóksala í Aðalstræti 46.' Liíir sú stiika enn eé>ðu lífi, eins oe bæjarbúunt er kunnugt. Þessa merka afmælis mun verða minnzt víða um land og meðal ann- ars í dagskrá útvarpsins. Templarar hér á Akureyri munu minnast afmælisins með hátíða- fundi 1 Landsbankasalnum að kvöldi áfmælisdagsins 10. janúar, og standa báðar stúkur bæjarins að' þessum fundi, fsafold-Fjallkonan,. nr. 1, og Brynja, nr. 99. Fundurinn verður um lcið af- mælisfundur ísafoldar og er dag- skrá hans auglýst á venjulegum stað-' 1 blaðinu. Um leið og templarar á Akuréyri: líta með gleði yfir 75 ára skeið öt- ullar baráttu, fagna jteir því, að' einmitt nú, á þessum merku tfma- mótum er mikil vakning um mál- efni templara hér í bæ. Enga af- mælisgjiif getur Reglan hlotið betri en þá, að sem ílestir skipi sér ntt undir merki hennar. FRA BÓKAMARKAÐINUM Höf. Loftur Guðmundssion. Útg. Almenna békaféiagið. Loftur Guðmundsson hefur lát- ið mjög að sér kveða á ritvellin- um síðustu árin. í fyrra sendi hann frá sér Jónsmessunætur- martöð á Fjallinu helga og hlaut mikið lof fyrir og nú-fyrir stuttu Gangrimlahjólið, sem færði hon- um 25 þús. kr. bókmenntaverð- laun hjá Almenna bókafélaginu. Martröðin er heimsádeila, mjög fjörlega skrifuð og frumleg. Sjálfur er hann aðalsöguhetjan og kemst hann slysalítið út úr hörmungum „menningarinnar“ með hjálp „ættarhugboðsins“ og fornsagnanna. Gangrimlahjólið er eins konar framhaldsádeila og tekur hann þar skriffinnskuna, fánýtar skemmtanir o. fl. mjög rækilega í gegn í nútímasögu. En í stað ætt- arhugboðsins í fyrri bókinni, segir hann aora sögu jafnhliða í hinni nýju bók., Það er alger nýjung hér á landi í skáldsagna- gerðinni. Þessar tvær sögur renna svo að síðustu saman. Þá er einnig einkennilegt við sög- una að ekki er beinlínis sagt frá atburðunum sjálfum, heldur af- leiðingum þeiri'a og margs konar sálrænum áhrifum. Bókin er sér- stæð mjog og raunar sérvizkuleg. Hana verður að lesa með mikilli athygli til að njóta hennar. — Sennilega hefur Loftur Guð- mundsson brotið blað í íslenzkri skáldsagnagerð með þessari bók smni. Framhald á 7. síðu.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.