Dagur - 07.01.1959, Side 5

Dagur - 07.01.1959, Side 5
Miðvikudaginn 7. janúar 1959 D A G U R Á morgun, fimmtudaginn 8. janúar, verður Bernharð Stef- ánsson, alþingismaður, sjötugur. Bernharð er fæddur að Þverá í Oxnadal. Foreldrar hans voru Stefán Bergsson bóndi þar og Þorbjörg Friðriksdóttir frá Gili í Eyjafirði kona hans. Snemma var hann tl mennta settur, að þeirrar tíðar hætti, stundaði fyrst nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri, en lauk síðan prófi við kennara- deild Flensborgarskólans árið 1908. Síðan varð hann barna- kennari í heimasveit sinni frá 1910 til 1923. Árið 1923 kusu ey- firzkir Framsóknarmenn hann á þing, að eftirminnilegri kosn- ingabaráttu aflokinni. Þá var stórum sigri fagnað. Árið 1912 hóf Bernharð búskap að Hrauni í Öxnadal og bjó þar til ársins 1917, en . gerðist þá bóndi að Þverá í sömu sveit. Það ár kvæntist hann Hrefnu Guð- mundsdóttur frá Þúfnavöllum. — Börn þeirra eru: Berghildur húsfreyja á Þúfnavöllum og Steingrímur skólastjóri á Dalvík. Bernharð og Hrefna bjuggu að Þverá til ársins 1936, að þau brugðu búi og fluttust til Akur- eyrar og hafa átt þar heima síð- an. Þegar útibú Búnaðarbankans var stofnað á Akureyri árið 1930, varð Bernharð Stefánsson banka stjóri, og hefur verið það síðan. í stjórn Kaupfélags Eyfirðinga hefur hann átt sæti síðan 1921. Á meðan Bernharð var bóndi og barnakennari í heimasveit sinni hlóðust á hann mörg trún- aðarstörf. Hann varð hrepps- nefndaroddviti, sýslunefndar- maður og sparisjóðsstjóri og sýn- ir það bezt það traust, sem hann naut hjá þeim er honum voru kunnugastir. Óþarft er að rekja fleiri ævi- atriði Bernharðs Stefánssonar. Þau eru öllum kunn af þátttöku hans í opinberum málum og þingmennsku í hálfan fjórða ára- tug, þar sem hann hefur notið bæði vináttu og virðingar langt út fyrir flokksraðir. Heima fyrir átti hann frá fyrstu tíð óskorað traust kjósenda sinna og raunar allra héraðsbúa. Bernharð Stefánsson var einn af stofnendum Ungmennafélags íslands og ötull ungmennafélagi í sveit sinni á meðan hann dvald- ist þar. Þá sveif andi skáldsins frá Hrauni yfir vötnunum. Ung- mennafélögin urðu grózkumikill vaxtarsproti á þjóðlífsmeiði hins nýja tíma, samvinnuhugsjónin var orðin að sigursælum samtök- um fólksins og dulin öfl leystust úr læðingi í hvers manns brjóstti. Allt þetta mótaði hinn vel gerða bóndason í Öxnadal og víst hefur hamingjudísin verið hon- um vinveitt og enda trú til þessa, að leiða hann gegnum tvenna tíma, og fyrstu bylting- una í atvinnu- og lífsháttum á íslandi, frá fátækt til velmegun- ar, og leyfa honum að njóta þeirra beggja. Bernharð Stefánsson virðir aettfeður sína og erfðir, dáir fæð- ingarsveit sína og ann æskuhug- sjónum sínum og hefur þær að leiðarljósi. Virðingarstörf og trúnaðar- stöður falla hér tæplega í skaut manna af himnum ofan og mikill trúnaður aldrei án verðleika. — Menn sýndu Bernharði trúnað af þeirri orsök einni, að á þann hátt töldu þeir vandamálum vel borg- ið og er það mjög að vonum. Maðurinn er enginn miðlungs- maður, en drengskaparmaður hinn mesti, hreinlyndur, ódeigur bardagamaður á vopnaþingum stjórnmálanna, leggst þungt á ár- ar fyrir framfaramál héraðsins og er þá mikill málafylgjumaður. Ekki kaupir hann sér kjörfylgi og ekki lætur hann af sannfær- ingu sinni, hver sem hlut á að máli. Bernhai'ð flytur mál sitt af alvöruþunga, en er þó gaman- semi ekkert síður tiltætk en biblían og íslendingasögurnar. Bernharð hefur verið traustur og mjög farsæll fulltrúi Eyfirð- inga og foringi Framsóknar- manna í héraðinu um langt ára- Bernharð Stcfánsson. bil. Hann mæðir sig ekki á að kaupa blýant eða vasahníf handa vinum sínum fyrir noi'ðan, en þegar mest liggur við reynist hann stæi'stur. Sú er mín einlæg afmælisósk til hins sjötuga þingmanns, að hann megi enn langa stund vera ungur í anda og heill í hugsun, svo að hann geti jöfnum höndum unað vopnaburði þjóðmálabar- áttunnar og glatt sitt aldna, en varraa hjarta við unaðssemdir lífsins. Erlingur Davíðsson. Þegar eg hugsa til þess að Bernharð Stefánsson alþingis- maður skuli vera oi'ðinn sjötug- ur, kemur mér í hug gamall sálmur, sem byrjar svo: „Mín lífstíð er á fleygiferð.“ Sannleik þessara orða veröa menn aldrei eins áþreifanlega varir eins og þegar i-öð aldui'sái’anna er oi'ðin nokkuð löng: 70—80 ár. Þegar menn á þeim tímamótum líta yfir farinn veg, vei'ða menn næstum undrandi yfir þessari íleygifex'ð áranna,- og finnst líkt og örskot sé síðan æskusólin skein í heiði og framtíðarvonirnar lágu sem draumaský yfir óráðnum örlög- um. — Svona mun flestum farið. Eg kynntist Bei-nharði Stefáns- syni fyi'st í Gagnfræðaskóla Ak- ureyrar veturinn 1904—1905. Síðan er að áratali liðin mcira en hálf öld. Mér finnst nú að þau ár hafi farið fram hjá á fleygiferð. En þrátt fyrir hraðann höfum við Bernharð aldrei misst sjónir hvor af öðrum. Eg hef því átt þess kost að fylgjast með ferli hans á manndóms- og framabi'aut hans. Eg hef séð hvernig lífið hefur unnt honum þess að fá notið sinna góðu hæfileika fyrir sam- félagið. — Það er gæfa hans. Ævi og stai'f Bei’nharðs Stef- ánssonar hér í héraðinu, er öllum íbúum þess svo kunn, að ekki gerist þörf að rekja þá sögu hér, enda verður það gert annars staðar og betur en af mér. Þessi fáu orð mín eiga því ekki að vera nein slík saga, heldur aðeins þakkir fyrir órofa vinsemd Bernharðs Stefánssonar í minn garð persónulega og fyrir öll störf hans í þágu Framsóknar- flokksins í héraðinu. Þau störf n.f sjöfygor eru orðin möi’g og mikilsverð allt frá árinu 1923, er við Eyfirðingar kusum hann fyrsta sinni þing- mann okkar og æ síðan. Fyrir öll þau störf og félagsfoi'ystu leyfi eg mér að bei'a fram alúðar þakkir fyrir hönd Framsóknai’fé- lags Eyjafjarðar. Okkur Eyfirð- ingum hefur verið það ánægju- efni að sjá að þingmaður okkar hefur á Alþingi verið vaxandi maður í áliti samþingsmanna, ckki aðeins flokksbræðra heldur og annari-a. Kemur þar til ágæt greind hans, stálminni og prúð- mennska í málflutningi innan þings og utan. Hann er líka þekktur fyrir að láta ekki fjötra sig í flokksviðjar þegar samvizka hans og sannfæring hefur boðið ar.nað. Hefur hann þá gjarnan fai-ið sínar eigin götur og hlotið virðing fyrir. Eg vil svo ljúka þessum fáu oi’ðum með því að óska þér, Bernharð, hjartanlega til ham- ingju með sjötugsafmælið. Eg veit að undir þá ósk taka' heils- huga kjósendur þínir hér í heimabyggð þinni. Heillaóskir okkar sendum við þér og konu þinni suður yfir fjöllin. Við vilj- um að þær mæti þér heitar af hugsuninni um að við skálum við þig — í anda. Hólmgeir Þorsteinsson. Fyrir og unx síðustu aldamót var ungur sveinn að alast upp hér í Oxnadal, sveinn, sem kemur mjög við sögu þjóðarinnar til þessa dags. Þessi ungi sveinn var Bernharð Stefánsson, núverandi bankastjóri og alþingismaður, sem verður sjö- tíu ára þánn 8. janúar næstk. Bernharð ólst upp hjá foreldrum sínum á Þverá, Þorbjörgu Friðriks- dóttur og Stefáni Bei'gssyni, fram yfir tvítugsaldur og vann þar alla algenga sveitavinnu. Þverárheimilið var um þessar mundir miðstöð félagslegra sam- taka, sem þá höfðu fest nokkrar rætur hér í sveit. A Þverá var rýmri húsakostur en annars staðar, en einkum réði þar um framfarahugur húsráðenda, sem unnu öllu því, cr lxorfði til menningar og framsóknar lil bættra lífskjara. Bernharð kynntist því snethma félágshugsjóniiini og gildi liennar, sem bezt má marka á Jxví, að alda- mótaárið hafði hann, ásamt Stein- grími bróður sínum, forgöngu um að stofnað var liér æskulýðsfélag við mikla Jrátttöku og fjörugt fé- lagslíf. Stefnuskrá Jxcssa félags var í aðalatriðunum sú sama og ung- mennafélaganna síðar. Að loknu kennaraprófi varð svo Bernharð Stefánsson barnakennari liér í hreppnum, og var hann fyrsti kennarinn, sem kenndi í skólahúsi því, sem komið var upp á Þverá árið 1910. Meðan Bernharð átti lieimili hér í hreppnum, hlóðust á hann mörg trúnaðarstörf. Hann var lirepps- neíndaroddviti um árabil og mörg fleiri trúnaðarstörf halði hann á hcndi fyrir sveit sína. Fn skyndilcga er hann kallaður héðan til meiri starla og víðara starfssviðs. Þjóðarheildin þarfnað- ist krafta hans og starfsgetu. Þar hefur hann unnið rnarga stóra sigra og ef til vill einnig bcðið ó- sigur stundum. Góði vinur og æskufélagi! Á Jxessum tímamótum ævi Jxinn- ar vil ég flytja þér og fjölskyldu þinni mínar beztu liamingju- og árnaðaróskir og Jxakka þér allar fyrri samverustundir í leik og sam- starfi liðinna ára. Fnnfremur beztu árnaðaióskir frá æskusveit þinni og íbúunum Jxar. Brynjólfur Sveinsson. - Áramó!ahug!eiðingar Framhald af S. siðu. sömu og þau voru í febr. sl. eða 1. okt. í haust. Til Jress að takast mætti að stöðva verðbólguna, Jrui’ftu launjregar að falla frá 15— 17 vísitölustigum en halda öllum grunnkaupshækkunum. Þessar tillögur fengust ekki samlrykktar hjá samstarfsflokkunum í ríkis- stjórninni og síðar var Alþýðu- sambandsþing látið neita um frest til að ræða þær og í staðinn samþykktar meira og minna óraunhæfar tillögui’, sem lokuðu leiðum að stöðvun verðbólgunn- ar, en neitun um frest fól í sér vantraust á stjói’nina, sem þá sagði af sér. Ný ríkisstjórn. Emil Jónsson myndaði ríkis- stjói’n, sem öllum er kunnugt, með stuðningi íhaldsins. Sam- komulag vii’ðist hafa náðst um Jxað rnilli þessara flokka, að lækka grunnkaup og greiða vísi- töluna niður með því að skera r.iður vei’klegar framkvæmdir í landinu. Breyting kjördæma- málsins er fyi-sta boðoi’ð hinnar nýju stjói-nar og ráðgert að leggja niður gömlu kjördæmin og hnekkja áhi’ifavaldi hinna dreifðu byggða. Skipta landinu í nokkur stór kjördæmi og viðhafa hlutfallskosningar. Slík breyting mun ólíklegust allra leiða til þeirrar festu í íslenzkum stjórn- málum, sem látið er í veðri vaka og þörf er á. Tvennar illvígar kosningar eru nú framundan, og er það síður en svo vel fallið til samstilltra átaka í úrlausn vanda mála. Ríkisstjórn Emils Jónsson- ar er veik og vei’ður án efa skammlíf. Hún er eins konar fereyki Ólafs Thors, sem hefur líf hennar í hendi sér og notar hana ekki einum degi lengur en hún er fús til fórna fyrir íhaldið. Óskandi er, að þessari ríkisstjórn farnist vel og mun Framsóknar- flokkui'inn ekki fyrirfram for- dæma verk hennar eða reynast góðum málum andstæður vegna þess að flokkurinn er nú í stjórn- ai'andstöðu. En AlJjýðuflokkur- inn héfur, svo að ekki verður um það villzt, slitið samstarfi við Framsó.knarflokkinn og upp hafið á hvatvíslegan hátt það samstai’f, sem gert var fyrir síð- ustu kosningar og staðið hefur fram að Jxessum Jxáttaskilum. Örugg vclmegun? Af ýmsu Jxví, sem að framan er sagt, mætti e. t. v. ætla, að allt væri í stakasta lagi á landi hér og örugg velmegun framundan. Núverandi velmegun er að nokkrum hluta fölsk, vegna Jxess að við höfum lifað um efni frarn mörg síðustu ár og safnað skuld- um. Dagar skuldaskila verða ekki flúnir fi’emur en hin eiix- falda, hagfræðilega staði'eynd, að cnginn má eða getui' til lengdar eytt meiru en hann aflar, án þess að bíða tjón á sálu sinni. Enginn gjaldeyrisforði er fyrir hendi til að mæta aflabresti eða hörðu árferði. Þetta allt setur nokkurn skugga á hina fögru mynd þjóðlífsins. En skuggar efnahagsmálanna stafa ekki af eldgosum, ísalögum eða drep- sótturn, ekki heldur af markaðs- ei'fiðjeikum eða aflabresti eða neinu af því, sem okkur er ekki sjálfrátt. Þennan blett hefur sundurlyndið milli stjói'nmála- flokkanna og það annai’lega sjón- armið, að meta stundarhagsmuni flokks ofar Jxjóðarhag, sett á skjöld okkar. Foi’ingjar hinna pólitísku flokka hafa valið sér þann kostinn að setja svo stór lofoi’ð á uppboð fyrir hverjar kosningai’, að erfitt er um efndir, með öðrum oi'ðum: Þeir elta kjósendur í stað þess að ganga á undan þeim. íhaldið vai-ð fyrst til að í’eka upp heróp kosningabaráttunnaai’, sem nú fer í hönd. Það gerði for- maður þess í ái’amótai’evýu sinni í Morgunblaðinu. Þar sem sýnt er nú, að Jxjóðinni verður hrund- ið út í a. m. k. tvennar kosningar á árinu, hljóta Framsóknai'menn að svara á réttan hátt, rökræða málin, að hætti ábyrgra, siðaðx'a manna, og treysta enn sem fyrr á fylgi þi'oskaðra kjósenda fyrst og fremst. Og þeir verða að gera sér ljóst, að kosningabai’áttan vei’ður hörð að þessu sinni, en fyrir góð mál er gott að vinna. Gleðilegt og farsælt nýtt ár! Erlingur Davíðsson. Frá Bridgcfélagi Akureyrar. Kvennasveit varð efst í sveitakeppni 1. flokks Nýlega er lokið sveitakeppni 1. flokks, og tóku 6 sveitir þátt í henni. Tvær þær efstu fara upp í meistaraflokk. Úrslit urðu þau, að efst varð sveit Margrétar Jónsdóttur með 7 stig, en sveitir Ingólfs Þormóðssonar og Óðins Árnasonar hlutu 6 stig hvor. En þar sem sveit Ingólfs hafði unnið sveit Óðins, fer sú fyri’nefnda upp í meistaraflokk ásamt sveit Margrétar. Sigur kvennasveitar- innar er athyglisverður, og mun þetta í fyrsta sinn, að kvenna- sveit nær svo góðum árangri í keppni hjá B. A. Hins vegar kemur frammistáða sveitarinnar ekkert á óvart, því að hún hefur í vetur sýnt góðan leik, t. d. bæði í keppninni við Húsvíkinga og Dalvíkinga, en ástæða er til að óska dömunum til hamingju, og vonandi koma fleii’i kvennasveit- ir til þátttöku í félaginu. Sveitina skipuðu, auk Margi’étar, J>ær Auður Kristinsdóttir, Rósa Sig- urðardóttir, Sigrún Bergvins- dóttir og Soffía Guðmundsdóttir. Sveitakcppni meistaraflokks hefst n.k. Jxriðjudag kl. 8 í Lands- bankasalnum, og eru sveitarfor- ingjar beðnir að tilkynna þátt- töku sína til stjórnarinnar. TILKYNNING FRÁ NÝJA-BÍÓ: Fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag sýnuin vér Marzelino. Dómum og auglýsingumumþessa mynd, þurfum vér ekki á að halda, því að hún er, ásamt myndinni BKOSTINN STRENG- UR, einhver sú glæsilegasta, sem vér liöfuni nokkurn tíma sýnt. —

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.