Dagur - 14.01.1959, Side 1
Fylgist með því, sem gerist
hér í kringum okkur.
Kaupið Dag. — Sími 1166.
Dagur
DAGUR
kemur næst út miðviku-
daginn 21. janúar.
XLII.
Akureyri, miðvikudaginn 14. janúar 1959
2. tbl.
Ilér var stofnfundur fyrstu stúkunnar á íslandi, í húsi Friðbjarnar
Steincsonar bóksala. Akureyri var um langt skeið vagga Góðtempl-
arareglunnar og margir þjóðkunnir menn börðust undir merki
hennar. — (Ljósmynd: E. D.).
FRIÐBJORN STEINSSON
bóksali.
Góðtemplarareglðn á Islandi 75 ára
Fyrsta stúkan var stofnuð á Akureyri
og starfar enn
Góðtemplarareglan á Islandi átti
75 ára afmæli þann 10. jan. síðastl.
Fyr’stá stúkan, ísafold, var stofnuð
á Akureyri og er enn starfandi.
Stofnendur voru aðeins 12. Mestu
áhrifaménn ísafoldar bér fyrstu ár-
in voru Friðbjörn Steinsson bóksali
og Asgeir Sigurðssón, síðar ræðis-
maður. Var Friðbjörn hinn traust-
asti starfsmaður inn á við, en Ásgeir
beitti sér meira fyrir útbreiðslu
Reglunnar. Hafði hann áður verið
i barnastúku í Skotlandi, en Jrar ólst
hann að nokkru leyti upp hjá Jóni
A. Hjaltalín, frænda sínum. Sáu
)>cir frændur um þýðingu á lögum
Reglunnar og siðum. Matthías Joch
umsson þýddi Ijóðin úr ensku og
sýndi með því vinarhug sinn til
þessarar hreyfingar, þótt cigi gerð-
ist hann félagsmaður. Tveimur ár-
um síðar, 1886, var Stórstúkan svo
stofnuð í Reykjavík, og sama ár var
fyrsta barnastúkan stofnuð þar.
Reglan kenndi íslendingum að
starfa í skipulögðum félagsskap.
Var hún mörgum skóli í félagsleg-
um efnum. Hún reisti sámkomuhús
um land allt, og lengi voru þau
einu sámkomuhúsin. Hér á Akur-
eyri reisti Reglan veglegasta sam-
komuhús landsins árið 1907 og átti
það í tíu ár, en nú er jjað í eign
bæjarins.
Ef þakka á það einum manni
fremur öðrum, að stúkan ísafold
móðurstúkan, er starfandi enn í
dag, jjá er það Bjarni Hjaltalín.
Hann var ótrauður starfsmaður
hennar alla ævi. Árið 1906 var
stúkan Brynja stöfnuð hér á Akur-
eyri af Sigurði Eiríkssyni. Stofnend-
„Hverr þá mun við
grípa sálinni?“
Fyrir um }>að bil 800 árum mælti Sverrir
konungur á þessa leið um ofdrykkjuna:
— ok cclla héðan at flytja
smjör ok skreið, er mikil landeyða
er at þeiri brottflutningu, en 'hér
líemr i slaðinn vin, er tnenn liafa
til lagit at haupa----Hefir af ]>vi
kaupi margt illt staðit, en ekki
gott. Hafa margir hér týnt lifinu
fyrir þessa söli, sumir limunum,
sumir bera annars kyns örkuml
allan aldr sinn, sumir svfvirðing,
verit sterðir cða barðir, ok veldr
þessu ofdrykhja------Þér meguð á
minnast, hvat efni ofdrykhjan er
eða hvers hon aflar eða hverju hon
týnir.
Þat er it fyrsta, at séi er of-
drykkjuna þýðist, þá fyrirlœtr hann
allan fjáraflann og telir þar i mót
ofdrykkjuna ok hennar andvirði ok
verður vesall ok válaðr olt fétcekr.
Sá er annar löstr ofdryklijunnar,
al hon týnir öllu minninu, gleymir
ok þvi öllu er honum vœri skyll al
muna.
Þat er it þriðja, at þá girnist
hann alla ina röngu hlutina, hrccð-
isl þá ekki at taka fé með röngu ok
svá konur.
Sa er inn fjórði hlutur ofdrykkj-
tinnar, at hon eggjar manninn at
þola engan hlut, hvárki orð né
verk, gjalda öllu i móti hálfti meira
illt en til sé gert, ok þar um fram
eggjar hon þess al leita lastmcela á
þá, er óvaldir eru. Þessi hlutr fylgir
oli, at maðrinn spillir blóðinu til
vanheilendis og þar með týnir allri
heilsunni. — Litið nii á, ofdrykkju-
menninir, þá er þér skilizt frá öllu
i senn, drykkjunni ok lifinu, hvat
líkast er, hverr þá mun við grípa
sálinni-----“
ur hennar voru flestir iðnaðar-
menn. Einn af be/.tu starfsmönnum
hennar um langt skeið var Guð-
björn Björnsson. — Auk þessara
tveggja undirstúkna cru starfandi
hér í bænum tvær barnastúkur,
Samúð og Sakleysið.
Tvívegis hefur Reglunni á ís-
landi verið stjórnað frá Akureyri.
Tvö fyrstu. árin, 1884—1886, áður
Framhald á 7. siðu.
Flokksþing Framsóknarfl. í marz
Á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins á mánudaginn, var
ákveðið að boða til fiokksþings og hefst það 11. marz næstk.
Á síðasta flokksþingi voru yfir 400 kjörnir fulltrúar, en það var
haldið í marz fyrir tveim árum. Nú er nauðsynlegt að hin ýmsu
flokksfélög víða um land hefjist handa um undirbúning flokks-
þingsins og Ijúki sem fyrst kosningu fulltrúa á það. Tilkynna þarf
flokksskrifstofunni um kosningu fulltrúanna.
LÁ sýnir „Gesti i Miklagarði
Leikstjóri er Jóhann Ogmundsson, en
leikendur eru 16 talsins
Leikfélag Akureyrar æfir nú nýj-
an sjónleik af kappi og setur hann
væntanlega á svið um næstu mán-
aðamót. Leikur jiessi er gerður eftir
þýzku skáldsögunni „Gestir í Mikla
garði, sem birt var fyrir nokkru
sem framhaldssaga í Tímanum og
gefin var út í bókarformi í þýðingu
Jóns Helgasonar. Sagan er eftir
Erich Kastner, en þýðingu hans
gerði „Vilhjálmur Eyjólfsson", og
þá hlaut leikurinn nafnið Forríkur
fátæklingur, og verður leikurinn
auglýstur undir því nafni.
Jóhann Ögmundsson mun annast
leikstjórn, en leikendur eru sextán
talsins. Með nokkur stærstu hlut-
verkin fara Guðmundur Gunnars-
son, júlíus Ocldsson, Kristín Kon-
FRAMSÓKNARFÉLÖGIN HALDA
Kvöldvöku og dansskemmtun í Lóni
næstk sunnudag, 18. janúar
SPILAÐ BINGÓ
ÝMIS VERÐLAUN
Framsóknarfélag Aknreyrar
og Félag ungra Framsóknar-
manna á Akureyri efna til kvöld
vöku í LÓNI n.k. sunnudag, 18.
þ. m., og hefst skemmtunin kl. 9
e. li.
Til skemmtunar verður:
Upplestur, Jóhann Ogmundss.
Bingó-happdrætti, ýmis verð-
laun.
Dans til klukkan 1.
Aðgöngumiðar verða seldir á
skrifstofu Framsóknarflokksins
og við innganginn. Verð að-
göngumiða er 30 ltr.
Charles de Gaulle orðinn forseti
Þann 8. þ. m. var Charles de
Gaulle settur inn í embætti sem
fyrsti forseti hins fimmta franska
lýðveldis við
hátíðlega at-
höfn, sem hófst
við Elyseéhöll-
ina, en lauk hjá
Sigurboganum
9. þ. m. tilnefn
di de Gaulle
forseti öldunga
deildarþing
manninn Mich
el Debre for-
sætisráðherra.
en
dómsmálaráðherra
hann var
í síðustu
stjórn. Með þessu hefur forsetinn
gengið fram hjá öfgamanninum
Jack Soustelle, sem lengi þótti
líklegur sem forsætisráðherra.
Debré er fjörutíu og sex ára
gamall og hefur lengi verið ötull
stuðningsmaður de Gaulle, en
sjálfur forsetinn er sextíu og átta
ára gamall og hefur nú meiri
völd heldur en nokkur annar
franskur þjóðhöfðingi síðan
Napóleon jjriðji leið.
Athöfnin hófst eins og fyrr
segir í forsetahöllinni og voru
þar saman komnir nokkrir af
fyrrverandi samstarfsmönnum de
Gaulle, svo og helztu leiðtogar
Frakklands og þar á meðal hinn
fráfarandi forseti Réné Coty, sem
stóð við hlið de Gaulle, á meðan
á athöfninni stóð.
Eftir hina hátíðlegu athöfn í
forsetahöllinni var farið til Sig-
urbogans,- þar sem de Gaulle
kveikti ljós á leiði óþekkta her-
mannsins. Með því lauk athöfn-
inni.
ráðsdóttir, Anna Þrúður I'orkels-
dóttir og Flaukur Haraldsson.
Gott cr fyrir menn að hafa kynnt
sér jiessa skemmtilegu siigu, Gesti
í Miklagarði, áður en Jreir fara í
leikhúsið um næstu mánaðamót, en
jjá er búizt við að sýningar hefjist.
Sýningum I.. A. þarf að hraða,
vegna þess að nemendur Mennta-
skólans munu fá Samkomuhúsið
til sinna afnota fyrir skólaleik sinn
frá 25. febrúar n.k.
Leikfélag Akureyrar hefur jiegar
ákveðið þar næsta viðfangsefni sitt
Og verður það íslenzkur gaman-
leikur, sem leikstjóri frá Reykjavík
setur upp.
Síðar í vetur kemur svo Baldvin
Halldórsson hingað til bæjarins og
setur enn einn sjónleik á svið fyrir
Leikfélagið.
Orð og athafnir
Eftir síðustu kosningar,
1956, hcimtaði Sjálfstæðis-
flokkurinn að nokkrir þing-
menn Alþýðuflokksins væru
reknir heim, jrví að kosning
jjeirra væri ólögleg og. seta
jjeirra á Alþingi væri hreint
stjórnarskrárbrot. Alla tíð síð-
an hefur Morgunblaðið alið á
jjessu af og til í gcðvonzku-
köstum sínum.
Rétt fyrir jólin studdi Sjálf-
stæðisflokkurinn þessa „ólög-
lega kosnu menn“ í ráðherra-
stólana og hélt þeim fullum
stuðningi.
Á meðan Sjálfstæðisflokk-
urinn var í stjórnarandstöðu,
hvatti hann til verkfalla og lét
gæðinga sína í hópi atvinnu-
rekenda bjóða fólki sínu
kauphækkun til ögrunar og
málgögn sin flytja fregnir af
þessu með stærsta lctri prent-
smiðjunnar.
Þegar sami flokkur neydd-
ist loksins til að láta uppi
skoðanir sínar í efnahagsmál-
um í sambandi við biðilsför
ina til konunúnista um stjórn-
armyndun, var áherzla lögð á,
að kaupið þyrfti að LÆKKA
jafn mikið og það hækkaði í
sumar að undirlagi þeirra
sjálfra og kommúnista!