Dagur - 21.01.1959, Blaðsíða 2

Dagur - 21.01.1959, Blaðsíða 2
2 D A G U R Miðvikudaginn 21. janiiar 1959 HRINGSJA *** ímyndun A Iþýöumannsins Ritstjóri Alþýðumannsins lieldur sig við sama heygarðs- hornið. Hann leggur enn sem íyrr mikla áherzlu á þá full- yrðingu sína frá fyrri skrif- um, að Framsóknarmenn hafi sýnt það og sannað, að þeir vildu FREMUR samstarf við Alþýðubandalagið í verklýðs- málum en Alþýðuflokkinn. Þetta telur ritstjórinn svo eina meginástæðuna til þess, að Alþýðuflokkurinn gat með góðri samvizku rofið umbóta- bandalagið og myndað stjórn undir vernd og fyrir tilstilli Sjálfstæðismanna. Þessi fullyrðing fær þó ekki staðizt, enda ímyndun ein. — Framsóknarflokkurinn taldi frá upphafi, að stefna bæri að einingu allra fyrrverandi stjórnarflokka í verldýðsmál- um, enda væri grundvöllur stjórnarsamstarfsins í raun og veru á því reistur. Framsókn- armönnum þótti því óhæft að fylgja hægri sinnuðum Al- þýðuflokksmönnum í því að styðja Sjálfstæðismenn til hinna minnstu áhrifa í verka- lýðssamtökunum. Það merkti hið sama og gera sér leik að því að grafa undan ríkis- stjórninni. Ríkisstjórnin átti vissulega nógu marga ótrygga iiðsmenn innan sinna cigin múra, þótt ekki væri á J)að bætt með því að fá aðaland- stæðingum hennar áhrifaað- stöðu í einu aðalvíginu. Fram- sóknarmenn vildu forða slíku slysi. Það væri því réttara að segja, að Alþýðufl.m.—margir hverjir — liafi FREMUR kos- ið samstarf við íhaldið en fylgja J>eirri stefnu Fram- sóknarmanna að jafna milli- flokkadcilurnar innan verk- lýðshreyfingarinnar, hversu erfitt scm það annars var. Eins og eg hcf áöur sagt, J)á var það rökleysa ein í mál- flutningi Alþýðuflokksmanna, að Aiþýðubandalagsmenn væru ósainstarfshæfir í verk- lýðsmálum, ef þeir á hinn bóginn áttu að teljast þess verðir að fylla t\'ii ráðherra- embætti og virðingarstöður á Alþingi, eins og Alþýðuflokks menn léðu J)ó atfylgi sitt til. Hin hatramma togstreita Al- þýðuflokksinanna og Alþýðu- bandalagsmanna gcrði sam- búðarhætti í stjórninni ávallt erfiða, ekki sízt þegar mikið lá við. Framsóknarmenn munu ekki kenna þar öðrum um framar hinum, enda flókið mál og á sér langan aðdrag- anda. En þrátt fyrir sambúð- arörðugleika, sýndist j)ó oí langt gengið af Alþýðuflokkn- um að samfylkja nær alls staðar með Sjálfstæðismönn- um í mikilvægum verklýðs- kosningum, til þess eins að efla úlfúðina við samstarfs- flokkana og gera viðleitni ríkisstjórnarinnar til sam- stilltra átaka að engu. fhalds- J>jónusta Reykja\'íkurkrat- anna var blettur á stjórnar- samstarfinu og önnur megin- orsök til faíls ríkisstjórnar- innar. Hitt voru smámunir einir, sem ritstjóri Alþýðu- mannsins nefnir til styrktar málflirtmngi sínum, að Fram- sóknarmenn í tveimur eða þrcmur félögum, sem hann teíur upp, hafi kosið Alþýðu- bandalagsnienn sem fulltrúa á Alþýðusambandsþing, en fellt Alþýðuflokksmenn. Umgetin dæmi kunna að vera sannleik- anum samkvæm, en geta ekki réttlætt þá fullyrðingu, sem Dragi Sigurjónsson hefur látið uppi og fráleitt, að það hefði átt að vera Alþýðuflokks- mönnum visbending um að slíta öllu samstarfi við Fram- sóknarmenn. Og það, sem rit- stjórinn tínir til sem sönnun fyrir samstarfi í’ramsóknar- manna og Alþýðubandalags- manna á Alþýðusambands- J)ingi, cr engan veginn rétt. Framsóknarmenn stóðu einir uppi á Alþýðucambandsþingi. Stefna þeirra átli formælend- ur fáa meðal þingskörunga á Alþýðusambandsþingi, og ekki var leitað samvinnu við Framsóknarmenn um mörg af meginmálum þingsins, enda virtist það vcra ríkjandi stefna meðal helztu forystu- manna á þinginu, bæði úr hópi Alþýðuflokksins og Al- þýðubandalagsins, að virða álií hinna ódeigu stjórnar- sinna að vcttugi og gcra J)á áhrifalausa. Og því fór sem fór. „Obilgirni sprengdi ráð- herrana upp úr stólunum.“ Bylting eða ekki? í einni grein minni hér í þessum þáttum benli ég með skýrum rökum á J)að órétt- læti, sem fælist í tillögum rík- isstjórnarinnar um að leggja níður öll núverandi kjördæmi nema citt, en steypa upp úr brotunum fá og stór kjör- dæmi. Sýndi eg þar fram á, að með J>ess háttar skipulags- breytingu er ekki verið að ,,lagfæra“ það, sem áfátt cr um kosningafyrirkomulag liér á landi, hehlur beinlínis að því iinnið að BYLTA eld- fornri liefð, sem á sér djúpar sögulegar og menningarlegar rætur, og felst í viðurkenn- ingunni á sjálfstæði hérað- anna og mikUvægi þess frá fyrstu tíð fyrir íslenzkt þjóð- félag. íslendingur ræðir þessi mál í forystugrein fyrir nokkru, og er helzt á orðalagi greinarinn- ar að skilja, að höfundur hennar dragi í efa J)á aug- Ijósu staðreynd, sem Tíminn, Ðagur og önnur blöð Fram- sóknarflokksins hafa minnt á, að í liinum framkonmu tillög- um stjórnarinnar í kjördæma- málinu felst það, eins og eg hef haldið fram, að leggja á niður öll kjördæmi nema Reykjavík. Um þetta þarf ekki að deila. Sú kjördæma- skipting, sem Sjálfstæðismenn vilja nú koma á, miðar aug- ljóslega að því að minnka áhrifavald landsbyggðarinnar, og hver sá frambjóðandi, sem lýsir yfir því við kjósendur sína í væntanlegum kosning- um, að hann fylgi framkomn- um tillögum, fer Jrví beinlínis fram á J)að, að kjósendur ljái atbeina sinn til Jæss að gera sjálfum sér J)ann óleik, sem seint eða aldrei verður bætt- ur. En það munu Sjálfstæðis- menn áreiðanlega fá að reyna, að kjósendur J)eirra munu í stórhópum hverfa frá fylgi sinu við flokkinn, ef nviver- andi stefnu hans í kjördæma- málinu verður fylgt fram á Alþingi. Slíkt stórmál, sem J)etta, er ofan og utan við alla fiokkapólitík. — Spákaup- mennska, með sjálfsagðan rétt héraðanna til áhrifa á lands- stjórnina, mælist illa fyrir hjá kjósendum allra flokka. Rétta leiðin í þessu máli er sú, sem Framsóknarmenn hafa bent á, að kjördæmamálið verði leyst mcð milliflokkasamningum, eftir vandaðan undirbúning og í sambandi við stjórnar- skrármálið í heild, sem enn er óaígreitt, en Iegið hefur „í salti“ allt frá lýðveldisstofn- uninni. í því sambandi kæmi mjög til grcina að kjósa sér- stakt stjórnlagajnng, sem til J)ess cins væri kjörið að setja lýðveldinu stjórnarskrá, og Jiar yrði þá jafnframt tekin upp ákvæði um kjördæma- skipunina. Kjördæmamálið er aðeins hluti stjórnarskrár- málsins í heild og ætti því eðlilega að leysast í sambandi við heildarafgreiðslu J>ess. HVENÆK VERÐUR KOSIÐ? Sögusagnir hafa gengið um það, að kosningar til Alþingis verði óvenjulega snemma, e. t. v. í apríl. Ekki hefur ríkisstjórn- in látið neitt uppskátt um fyrirætlanir sínar opinberlega, að því er kosningadaginn varðar, og ekki hefur hún heldur mótmælt orðrórnnum um aprílkosningar. Virðist margt benda til þess, að stjórnin hafi í fyrstu hugsað sér að láta kosningarnar fara fram í apríl, þannig að orðrómurinn hefur við nokkur rök að styðj- ast, en ólíklegt er, að henni heppnist J>að. — Aprílkosningar mundu mælast mjög illa fyrir, einkum í sveitum. — Ilerjólfur. PÉTUR HÓLM stíident MINNINGARORÐ Dauði mannsins deyr — líf • hans lifir. Þegar ástkær vinur er frá okkur farinn, megum við ekki álíta, áð hann sé hvergi eða ekk- ert, því að meðan hann var hjá okkur sáum við ekki sálu hans en skildum af Jjví, sem hann gerði, að sál hans var í þessum líkama. Því skulum við vita að hún er sú sama, nema fullkomn- ari, þótt hún sjáist ekki meðal vor lengur. — Líkami mannsins er dauðlegur. Hann er því óviss vistarvera og hold verður mold sem var, en sálin lifir á himnum. Þegar hún er laus við líkams- fjötur verður hún fyrst full- skynjandi. Ennius skáld komst svo að orði forðum: „Enginn grafi mig með gráti eða gylli tárum sínum.“ Hann álítur að ekki beri að harma dauðann — þá er ódauð- leikinn taki við. En annað er um dauða aldins manns, sem lokið hefur lífsstarfa sínum hér á jörðu og farinn er að sjá á bak síðustu kröftum líkama síns. — Hinn gamli maður hefur verið ungur og átt drauma og þrár. Hann hefur vonast eftir löngum lífdegi til þess að geta hrundið lífsáformum sínurn og hugsjón- um í framkvæmd. Hann hefur vonað og hann hefur fengið það, sem liann vonaði. En hinn ungi maður. Hinn glæsilegi og gleði- ríki piltur hefur vonað — en vonirnar brostið svo fljótt. Þegar svo er verður treginn dýpstur og mestur söknuðurinn. Þá stönd- um við agndofa og orðvana and- spænis hinu mikla almætti. Ráð- þrota frammi fyrir hinni miklu, torræðu lífsverund. Okkur þykir framtíð, hér á jörðu, blasa við honum, glæst, í sólstafa ókennis- móðu eftirvæntingar og haldlít- illa vona. Vilji Verðandi var l)á með öðrum hætti. Við, sem ekki höfum enn verið kölluð, vitum ekki um undrafegurð biá- merlaðs morguns hins nýja lífs hans. Tregatárin döggva himin- blóm og í sól hins eilífa lífs glitra þau sem litauðgir kristall- ar og mæta honum og gera himn eska birtu enn auðugri hlýju og feg urðar á fyrstu dægrunum eft- ir umskiptin. En söknuðurinn vaknar sífellt og við hverja minning um horf- inn vin og bekkjarbróður. Ef til vill á hugsun okkar svo djúp fylgsni að við getum lifað á ný löngu gengnar samverustundir — að við komumst aftur á fornar slóðir með félaga okkar og stönd um enn í sörnu sporum og forð- um tíð, J>egar engum skuggum varð vært fyrir sólarskini. Við Pétur vorum jafnaldrar og lágum eitt sinn saman í vöggu á Völlum. En kynni okkar tókust ekki að ráði fyrr en við komum í M. A. og settust í fyrsta bekk haustið 1952. Ungr vas ek forðum, fór ek einn saman, J>á varð ek villur vega; auðigr þóttumk, es ek annan fann, maður es manns gaman. Urðum við síðan bekkjarbræð- ur í liðuga fimm vetur. — Við vorum herbergisfélagar seinni hluta fyrsta vetrar í gamla skól- anum okkar. Og þarna á her- berginu var stór gluggi, sem vissi mót austri. Gegnum hann blasti við okkur Pollurinn og Vaðla- heiði. Þennan vetur settust sjó- flugvélar nær daglega á Akur- eyrarpoll. Horfðum við oft á þær og stundum er J)ær hófu sig á loft á veðurblíðum vetrardögum held eg að okkur hafi langað til að vera komnir um borð og svífa með um heiðskíru loftin blá. En undir niðri bærðist titrandi órói og alltaf einhver efi. Vélarnar hækkuðu flugið — þær bar við brúnir Vaðlaheiðar á móts við Bíldsárskarð — síðan hurfu þær út í heiðbláinn. .... örlög sín viti engi fyrir; þeim es sorglausastr sefi. Og áfram leið elfur áranna. — Við eltumst og þroskuðumst. — Aldrei skaut þá efa í hug. Hvernig gat það orðið að Pétur, þessi lífsglaði, síkáti bjartsýnis- maður, yrði svo brátt á brautu genginn. En til góðs vinar liggja gagnvegir — þótt hann sé firr (langt) farinn. í fyrravetur — fyrir bráðum einu ári — þegar skólabræður okkar fórust á Öxnadalsheiði, hitti eg Pétur um morguninn eftir fyrstan manna. Eg bauð góðan dag, næsta glaðhlakkalega, en Pétur varð fár við og spurði hvort eg hefði ekki heyrt um slysið. Nei. Eg vissi ekki um það. Ský dró fyrir sólu. Það varð nöturlegt. Við höfðum staðið nokkra hríð í sörnu sporum. Við héldum af Stað aftur upp í Heimavist, þar sem allir þeir eitt sinn bjuggu. Á lciðinr.i ræddum við um líf og dauða. Hversu lífið væri va'lt í dauðlegum líkama og öruggari heimkvnni sálarinnar myndu að finna handan landa- mæranna miklu. Allt í einu sagði Pétur: „Þennan dag fyrir einu -ári— ekki hefur þeim þá-í-huga komið hversu skammt væri eftir hér — aðeins eitt ár.“ Eftir tæpt ár beið Pétur sömu örlög. Hann gat ekki vitað að þann dag ári síðar væri hann fyrir nokkru kominn til þeirra á himnum. — Ekkert eiga mennirnir víst, nema dauðann. En hvar launsátur hans er og hvenæi' hann sezt í það vita engir með vissu. —o— Vinur. Fyrstur okkar bekkjar- systkina þinna ertu farinn héðan, og svo skömmu eftir lokaþáttinn hér nyrðra. Skamma hríð nauztu ávaxtanna af starfi þínu hér, en það kemur þér samt að góðu haldi. Þroskinn ryður leiðina til lífsins. Þú getur stutt litla bróð- ur þinn, sem ‘með þér fór, og þið hvorn annan. Það er gott að hafa fylgd. Þið leiðizt inn veginn og komið saman fyrir Guð, þegar hann setur ykkur verkefni. Þið hittið marga ættingja og vipi, sem hjálpa ykkur að skilja breyt inguna. — Og svo þegai' við hin förum að tínast brott héðan, eitt og eitt, stendur þú á ströndinni handan órahafsins og tekur á móíi okkur. Vertu sæll, elsku vin. Eg hlakka til að sjá þig á ný. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr hit sama; • en orðstírr deyr aldrigi hveims sér góðan of getr. Ágúst Sigurðsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.