Dagur - 21.01.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 21.01.1959, Blaðsíða 8
Miðvikudaginn 21. janúar 1959 Daguk Niðurstaðan var mjög óvænt og sýnir þörf ítarlegra framhaldsrannsókna Eyfirzkir bændur stofnsettu fyrstu sæðingarstöS landsins áriS 1946 með sameinuðu, félagslegu átaki. En Samband nautgripa- ræktarfélaganna, skammstafað SNE, lét þar ekki staðar numið. Bændur og búlærðir menn í þessum samtökum vissu, að sæð- ingarstöðin var aðeins áfangi í nauðsynlegu starfi við kynbætur nautgripanna, nauðsynlegur að vísu, en þó bæpinn að sumu leyti. Með sæðingarstöðinni og tækni- frjóvgun urðu örfá kynbótanaut ættfeður allra mjólkurkúa á fé- lagssvæði SNE, og því ríkari nauðsyn en áður að þau væru vel valin. Eiít misheppnað naut gaí valdið stórkostlegu fjárhags- tjóni um langt árabil ef arfgengir eiginleikar þess reyndust lakari en ætlað var. Eina leiðin til að fyrirbyggja þetta og skera úr um nothæfni nautanna var sú, að dæma þau eftir dætrum þeirra og láta þau ekki blanda blóði við kúastofninn fyrr en að þeirri rannsókn lokinni. Til þess var Búfjárræktarstöðin að Lundi stofnuð og afkvæmarannsóknir gerðar þar. Dómur dætranna. Afkvæmarannsóknir hinnar nýju stöðvar hófust haustið 1955. Þá voru fyrstu kvígukálfarnir keyptir og aldir upp að Grísabóli. Þessar kvígur voru undan Ægi og Velli og óvöldum mæðrum, en kapp lagt á, að fá þær á sem lík- ustum aldri. Þannig voru þessi tvö naut tekin undir smásjána. Dætur þeirra áttu að gefa þeim vitnisburðinn og dómi þeirra verður ekki áfrýjað, hvort sem hann hljóðar upp á langlífi eða dauða. Þessar fyrstu kvígur, frá haust- inu 1955 báru fyrsta kálfi haustið 1957. Fram að þeim tíma höfðu þær fengið nákvæmlega sama uppeldi, og þá hófst fyrsta mjólk urskeiðið. Kvígurnar hlutu nú nafn og númer. Þær fengu það sem þær vildu af gróffóðri, þ. e. þurrheyi og votheyi, eða um 5,2 FE á dag. Þetta gróffóður var talið nægja til vaxtar, viðhalds og til að framleiða 5 kg. af 4% feitri mjólk á dag. Fyrir þá mjólk, sem kvígurnar mjólkuðu þar fram yfir þurfti að gefa kraft fóður, sem samsvaraði 1 FE fyrir hver 2,5 kg. af 4% feitri mjólk. Fóðrið var vegið og svo náttúr- lega mjólkin og skýrslur gerðar. Ovænt niðurstaða. Fóðurbætirinn var aukinn eftir á Nú liggja hinar tölulegu niður- í samræmi við nythæðina, en stöðiu fyi’ir og hafa ekki verið ekki notaðui til að auka nyt- birtar fyrr. Þær veita mjög hæðina. Kvígurnar báru á tíma- markverðar upplýsingar og koma bilinu frá 4. nóv. 1957 til 4. jan. þeim mörgu á óvart, sem voru 1958. Hinn spennandi tími fór í sannfærðir um, að Völlur væri hönd. Hvorar skyldu reynast betra naut. Ægir sýndi ótvíræða betur Ægis- eða Vallardætur. — yfirburði, svo sem eftirandi tafla Tilraunatíminn var 304 dagai'. ber með sér: A. Afkvœ?nara?insóltn Dœtur Æ Atdur við Mjólk í kg Fita Fitu- Fóðurgjöf í FE burð (dag.) mest á dag alls a' /o einingar Kjarnf. Alls 842 17.7 3451 3.57 12310 656 1930 809 13.0 2563 3.73 9556 411 1685 798 19.1 4175 4.28 17888 989 2263 820 15.2 2983 3.91 11651 537 1811 804 16.9 3648 4.07 14841 719 1993 835 13.4 2631 3.73 9824 432 1706 811 11.7 1859 3.89 7236 323 1597 802 10.4 1985 4.18 8298 322 1596 796 15.5 3106 4.05 12593 590 1864 791 17.8 • 4285 4.27 18283 926 2200 816 14.2 2950 4.12 12159 563 1837 749 13.7 3030 3.68 11158 541 1815 M.tal 806 14.9 3056 3.98 12150 584 1858 B. Afkvteniarannsókn: Dœlur Vallar. Aldur við Mjólk í kg Fita Fitu- Fóðurgjöf í FE burð (dag.) mest á dag alls % einingar Kjarnf. Alls 842 15.8 2719 4.03 10954 507 1781 818 13.2 2677 3.91 10472 437 1711 816 13.1 2329 3.83 8910 417 1691 825 11.3 2170 4.54 9847 336 1610 833 13.4 2468 3.31 8181 388 1662 826 12.7 2557 4.23 10821 437 1711 816 15.3 2939 3.92 11507 548 1822 821 13.3 2375 3.92 9314 371 1645 817 10.3 1804 3.55 6409 328 1602 774 9.4 1731 3.83 6628 419 1693 764 13.1 3016 4.09 12326 522 1796 757 11.6 2317 3.67 8513 312 1586 M.tal 809 12.7 2425 3.91 9490 419 1693 Skíðaboðganga í kvöld við íþróttahúsið Hér hefur dvalizt sl. viku finnsku rskíðakennari. Ale Lainc, en hann cr nú á förum til fsa- fjarðar. Hann hefur kennt pilt- um úr skólum bæjarins göngu. f kvöld kl. 8 fer fram boðgöngu- keppni, og hefst gangan við fþróttahúsið og lýkur þar. Sveit frá M. A. keppir við sveit, sem skipuð er tveim Þingeyingum, Akureyring og Ale Laine. Ilér er gott tækifæri fyrr bæjarbúa að sjá góðan göngumann og spenn- and keppni. Þessi skýrsla sýnir, að Ægis- dætur fengu 584 FE af kjarnfóðri til jafnaðar, en Vallardætur 419: Mismunurinn á kjarnfóðrinu er 165 FE. En Ægisdæturnar skil- uðu líka 12150 fitueiningum, en Vallardætur ekki nema 9490 fitueiningum til jafnaðar. Af þessu sézt, að fyrir þau 165 FE, sem Ægisdætur fengu umfram hinar, skiluðu þær 2660 fituein- ingum eða 650 kg. mjólkur. Auk þess voru Ægisdætur í hærri nyt að rannsóknartímanum loknum. Iiins vegar var örlítið seinlegra að mjólka þær. Flestar kvígurnar voru seldar í haust, þegar til- raunaskeiðinu • var lokið. Nýja fjésið er bjart og rúmgott. Munaði tveim þús. í afurðum. Ástæða er til að staldra við þessar niðurstöður. Ægisdætur skila meira en 2,5 kg. mjólkur fyrir hverja FE, sem þær fá fram yfir keppinautana og þær skila í afurðum yfir tvö þús. krónum meira en Vallardætur (mjólkur- verðið áætlað). Mismunurinn er því stórkostlegur og geta þeir, sem gaman hafa af tölum velt því fyi’ir sér hvei'ju þetta gæti munað í krónutali hjá bændum í héraðinu ef nautin hefðu verið notuð jöfnum höndum um langt árabil. Þessi fyrsta afkvæma- rannsókn er glögg og ótvíræð og hún kom mjög á óvart. Hún sannar það betur en allt annað, hve afkvæmarannsóknir eru þýðingarmiklar. Góðir einstaklingar. Til gamans má geta þess, að tvær kvígur undan Ægi úr þess- ari fyrstu tilraun eru enn á Bú- fjárræktarstöð SNE. Fram að síðustu áramótum höfðu þær skil að í'úml. 5140 kg. mjólkur hvor á fyrsta mjólkurskeiðinu. (Til- raunaskeiðinu lokið áður.) Og var þá önnur enn í 6 kg. dagsnyt, en hin í 7. Þær færðu burð ofur- lítið. Onnur á að bera í febr. en hin í mai’z. Jafnvel þar getur boli brugðizt. Engan þarf að undra þótt nokk- uð bregði til beggja vona um kynbótagildi nautanna hér, þótt þau séu valin eftir beztu sam- vizku, því að kúastofninn er'Ktið ræktaður ennþá og stutt síðan farið var að gera áreiðanlegar skýrslur. Ætla mætti að í Dan- mörku þyrfti ekki á afkvæma- rannsóknum að halda til að prófa erfðagildi nautanna, þar gem nautgripastofninn er þaulrækt- aður. Kýrnar virðast vera steyptar í sama móti. Þessu er þó þannig varið, að þar hefur komið fram þriðjungsmunur afurða hjá dætrum valdra kynbótanauta, er enginn vissi fyrirfram að munur væri á til undaneldis. Hvernig ættu menn þá að treysta ein- staklingunum hér í svo lítt ræktuðum stofni. Með bættri fóðrun og hirðingu, aukinni kjarnfóðurgjöf og kyn- bótum hafa afurðir kúnna í hér- aðinu aukizt um nær þriðjung á tiltölulega skömmum tíma. Eng- inn getur sagt um það með neinni vissu, hve mikið þessi af- Búfjárræktarstöð SNE að Lundi. (Ljósm.: E. D.). urðaaukning verður rakin til kynbóta. En kynbætur þykja hvarvetna hinar mikilvægustu í allri búpeningsrækt. Fylkir og Þeli prófaðir. Næstu tilraunahóparnir, kvíg- ur undan nautunum Fylki og Þela, eru nú í rannsókn. Nú þeg- ar er greiniíegur munur korninn fram, þótt enn sé of snemmt að dæma. Til dæmis er nú komið í ljós, að Fylkisdætur komust til jafnaðar í 15 kg. dagsnyt eftir burð, en Þeladætur aðeins í 13 kg. miðað við 4% feita mjólk. Það er ekkert ólíklegt, að hér verði mjög lærdómserík niður- staða ekki síður en í fyrra skipt- ið. Fylkisdætur mjólka jafnvel enn meira en dætur Ægis gerðu. Og enn eru 37 kvígukálfar á stöðinni, undan þeim Tý og íra og eiga þær að bera næsta haust og enn yngri kvígur, 39 að tölu, eru í uppeldi á stöðinni. Feður þeirra eru Mýri og Galti. Svo er búið að velja feður að þeim til- raunakvígum, sem eiga að fæðast næsta haust og oiga að segja til um erfðaeiginleika 9. og 10. nauts stöðvarinnar og þannig verður haldið áfram. Myndarleg búfjárræktarsíöð. Eg skrapp upp að Lundi í fylgd með Olafi Jónssyni ráðunaut SNE og skoðaðiBúfjárræktarstöð SNE undir leiðsögn hans og fékk hjá honum ýmsan fróðleik um þessa starfsemi, ásamt tölulegum niðurstöðum. Á stöðinni er nýtt 48 kúa fullskipað fjós og tvö þús. hesta heyhlaða. Hvort tveggja myndarlegt og verið er að inn- rétta nautafjós og búa sæðingar- stöðinni og annarri starfsemi SNE nauðsynlega aðstöðu. Þarna er ánægjulegt að koma. Hinar ungu kýr eru þroskamiklar og vel hirtar. Auk þeirra gripa, sem nú eru í nýja fjósinu, eru ung- viði að Rangárvöllum og Grísa- bóli. Jónas Kristjánsson er formað- ur SNE, ráðsmaður Búfjárrækt- arstöðvarinnar er Sigurjón Steinsson búfræðikandidat frá Olafsfirði, fóðurmeistari er Kristján Bull og Olafur Jónsson, ráðunautur sambandsins, er um- sjónarmaður tilraunanna. Bú- fjárræktarstöðin hefur aukið tún sín um rúml. 30 ha. á síðustu tveim árum. Um leið og eg þakka Ólafi Jónssyni góða fylgd og fræðslu, vona eg að störf Búfjárræktar- stöðvar SNE beri eyfirzkum bændum ríkulegan ávöxt. E. D.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.