Dagur - 28.01.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 28.01.1959, Blaðsíða 4
4 D A G U R Miðvikudaginn 28. janúar 1959 Dagijr RITSTjÓHI: ERLIN c; i: R D A V í 1) S S « \ \ joii: l'ORKIil. IÍJÖRNSSOV skiiístofa i llafnarilríti íK) — Simi lltKi Árgangurinn KiR-tar kr. 7;í.00 Hlaðið kcmut tit .» mtðvikiMlogum <>g laugartitit'ttm. {xgar cftti <it.tntlu itl t;j.tld<iat;í i;r I. juli l'RENTVEKK OODS BJÖRNSSONAK H F. „Grundvallarbylting á rétti landsfólksins“ í RÆÐU KARLS KRISTJÁNSSONAR alþingis manns, sem fjallað er um á öðrum stað í blaðinu í dag, sagði hann efnislega á þessa leið um kjör- dæmamálið: Þær tillögur, sem boðaðar hafa verið af stjórnarflokkunum ('Alþýðufl. og Sjálfstæðis- fl.) fela í sér hættulega grundvallarbyltingu á rétti landsfólksins til álirifa á skipun Alþingis. Landinu á að skipta í 8 kjördæmi og hafa í þeim hlutfallskosningar. Eru með því lögð niður öll nú- verandi kjördæmi utan Reykjavíkur, en tekin upp 7 hlutfallskosningakjördæmi 5—7 þingmanna. f Rcykjavík á að kjósa 12—15 þingmenn, Upp- bótarþingmenn eiga að vera allt að 11 og þing- mönnum á að fjölga úr 52 upp í 60. Með hinu nýja fyrirkomulagi segist stjórnarlið- ið ætla að skapa festu í íslenzkum stjórnmálum. En hins vegar hefur reynzlan alls staðar orðið sú, að hlutfallskosningar leiða til sundrungar og smáflokkaþróunar. Er því öfugt að farið. Einja mun Alþýðuflokkurinn bera fram þcssar tillögur til að reyna að bjarga sér á því smáflokkastigi, sem hann er. Hann er nefnilega að því kominn að detta ofan uin ristina. En Sjálfstæðisflokkurinn hugsar sér að komast í meirihluta eins og í bæj- arstjórn Rcykjavíkur með lilutfallskosningum, cr leiða af sér það, að andstæðingarnir skiptast í smáhópa og glundroði eykst þeim megin. Afnám núverandi kjördæma er árás á sjálf- stæði héraða og bæjarfélaga utan Reykjavíkur og röskun á stöðu þeirra í þjóðfélaginu, scm orðið hefur til með sögulegri og félagslegri þróun á löngum tíma. Hér er því vcrið að slíta rætur, sem síanda djúpt og bcra mikið uppi. Allir hljóta að sjá, cf þeir liugsa um málið hleypidómalaust, hversu fráleitt er, að tveir stjórnmálaflokkar hlaupi allt í einu til vcgna eigin hagsmuna að gera slíka byltingu. Verði breyting þessi gerð missa héruðin hið nána samband við fulltrúa sína, sem þau hafa nú og val manna til framboðs lendir í höndum flokksstjórna í höfuðstaðnum og þéttbýlustu hverfanna í hinum stóru kjördæmum. Hin nýja þróun verður si'i, að flokksvaldið færist í aukana og lýðræði í átt til múgræðis. Sjálfstæðisflokkur- inn hcfur ekki farið dult með það. að hin boðaöa skipan ætti helzt að drepa Framsóknarflokkinn eða að minnsta kosti gcra hann „óskáðlegri“, eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundum orðað það, en hann tclur Framsóknarflokkinn að sjálf- sögðu fulltrúa landsbyggðarinnar og of stcrkan sem slíkan. Fátt vita menn fram í tímann. Þó er víst, að hvernig sem fer um kjördæmamálið niun stefna Framsóknarflokksins lifa. Ilún mun lifa samliliða samvinnustcfnunni. Þær munu vcita hvor annarri fulltingi. Og hún mun lifa vegna nauðsynjar þjóðarinnar fyrir öfgalaust baráttulið, er vinni að sjálfstæði hcnnar og menningu og gæti þcss, að þjóðin haldi boðorðið, sem skáldið sagði að væri, „áð clska, byggja og treysta á landið“, en orða má vitanlega á ýmsa vegu, til dæmis niá segja, að einn þáttur þessa boðorðs sé að svifta ckki cinangruð héruð beinum fulltrúa- rétti á Alþingi. Og jafnframt mun þá flokkur þessarar stefnu halda áfram að vera skaðlegur öllum öfgastefnum, bæði rauðri öfgastefnu kommúnista og svörtum sérhags- munaöfgum íhaklsins. Blaðið vill taka undir þá áskorun alþingismannsins til manna, að standa fast á rétti héraða og bæja í kjördæmamál- inu og hafa samtök í því efni, hvar í flokki sem þeir standa um önnur mál og hrinda hinni nýju og illvígu árás. Skalli. ÞESSA DAGANA fyrir réttu ári kom í ljós fyrsti vísirinn til þess að skalli minn hefði snúið við á braut sinni frá síaukning berangurs og hóf nú aftur á móti ræktun þess hárs, sem heita mátti horfið — af háhöfðinu. Mér telzt svo til, að um fimmtugt væri sýnt að skalli færi að og þokaðist í þá áttina, að vísu hægt, en þó leyndi það sér ekki, að munaði áfram með hverju ári, og um sextugt varð ekki skallinn falinn nema umhyggju væri bætt um yfirgreiðslur báðum megin frá. — Með 65 árum dugðu engar blekkingar, skalli blasti við, ná- lega alveg ber. En þá var skammt í umskiptin. Þann 18. ágúst 1958 var skalla- stæði mitt nauðrakað. Gérðist það á hárskeravinnustofu Jóns Eðvarðs á Akureyri. — Einum mánuði síðar — eða 19. septem- ber — var mynd tekin af höfði mínu. Það fór fram á Ijósmynda- stofu Guðm. Trjámannssonar á Ákureyri. 20. október var önnur mynd tekin og sú þriðja 30. októ- ber 1958. Með athugun á þessu má fara nærri um hverju hafi þokað áfram um uppgræðsluna frá 18. ágúst, þegar rakaður var skall- inn, og þangað til 19. sept., er fyrsta myndin var tekin eftir einn mánuð og þá eftir rúm- lega mán. í október, og hinum frá því að eg var myndaður síðast, er nú liðinn hátt á þriðja mánuð og sígur vel í áttina um að þétt- ast hársvörðurinn, þótt enn megi sjá, að skalli var á kominn áður, og grisjar enn í hann ef gengið er fyrir spegil undir bjart rafljós. — En þá eru óhöpp með, ef ekki verða horfin á komandi sumri öll merki um skalla, og að líkindum fyrr en það. Meira þarf til, heldur en eigin frásögn, ef sanna skal endur- græðslu skalla, ef rétt er hermt — og læknavísindin borin fyrir — að aldrei hafi það tekizt í öll- um heimi. Það lengsta hafi kom- izt í þá átt, að stöðva vaxandi skalla, og þurfi þó til þess upp- skurð á höfði. — Þessi árangur vísindanna virðist hafa náðst ný- lega. Ef trúa má þessum frásögnum, þá er ekki lítið í húfi um kollinn á mér, því að nú heiti eg á yfir- lækna við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri að duga mér og skýra háspeki heimsins frá því, hvað hér er að gerast og hlusta eftir því, hvaða svör og skýringar kunna að berast. Hér stendur líka vel á vegna þess, að eg hef dvalið á þessum spítala í þrjú sumur: 1955, 1957 og 1958 — og í síðasta skiptið gaf eg mig fram við læknana og vakti eftirtekt þeirra á end- urgræðslu þessari, og þjónustu- fólk og aðrir vistmenn sáu og vissu margir um þetta. Fyrst er það, að sanna græðslu upp úr skalla, þótt ekki sé nema einn einstakling. Hitt er svo ann- að mál, hvernig gengur með fjöldann, þótt sömu aðferðum sé beitt og þær, sem dugðu vel þessum eina. — Þetta ætti að koma fljótt í ljós og einmitt sjúkrahús er hentugur staður. — Þess vegna mun eg fela yfir- læknum spítalans á Akureyri — ef þeir kjósa það — að sjá um alla uppgíræðsfuna, og þeir og spítalinn hljóti í stað þess þann vinning, sem veitast kann, með þó einu skilyrði: Eins og nú er ástatt um meta- sóttina og allt það, sem verzla má með um gjörvallan heim, þá get- ur mál þetta varðað allmiklu land okkar og þjóð! 20. janúar 1959. Kristján Eggertsson frá Grímsey. Sjíikraflug Björn Pálsson flaug norður í Svarfaðardal 20. þ. m. til að flytja Þórarin Eldjárn frá Tjörn sjúk- an Reykjaavíkur. Gekk ferðin að óskum og dvaldi Þórarinn enn á sjúkrahúsi er blaðið síðast frétti. Þegar þetta skeði var ófært bif- reiðum á Dalvíkurvegi. Þórarinn var á ferð innan sveitar er hann veiktist skyndilega. — Flugvélin lenti skammt frá Völlum, þar sem sjúklingurinn beið. 1148 lestir sardínur í olíu (smásíld) voru nýskeð sendar frá niðursuðu- bænum Stafangri til Austur- Þýzkalands, og verðið talið 3,9 millj. norskra króna. — Stafang- ur er mesti niðursuðubær í Nor- egi og hefur þroskast og þróast á þeim iðnaði síðan fyrir aldamót. Hjálmar Stefánssoii IÍA sigraði í Hermannsmóti Síðastliðinn sunnudag fór fram Hermannsmót sldðamanna á Ak- ureyri. Það er svigkeppni og keppt í einum flokki. Mótið fór fram í Sprengibrekku í Vaðla- heiði. Brautin var um 450 m. með 54 hliðum. Veður og færi var gott. Urslit urðu: 1. Hjálmar Stefánsson, KA, 98.9 sek. 2. Bragi Hjartar, Þór, 104.0 sek. 3. Hákon Ólafsson, Sigluf., 106.1 sek. Frá Sundlauginni. — Foreldrar. Smábarnanámskeið er að hefjast. — Konur. Iðkið sund og njótið gufubaða í sértímanum á fimmtudagskvöldum. Ásdís Karls dóttir leiðbeinir. SlLMUR Lag: Rís upp, mín sál og bregð nú blundi. Vér skclfumst, er í skyndi syrtir og skeika allar jarðlífs þrár; en mitt í þessu myrkri birtir, þó máttur þverri, stirðni brár, því trúaraugun opnast þá og aðra veröld fcgri sjá. Hinn ungi ef fær sinn aldurtila, ástvini og hugðarstörfin blíð örsnöggt má kveðja, af sér skila ólgandi fjöri í grózkutíð, þá veitir framhaldsvonin frið — það verði aðeins skipt um svið. f bcmsku og æsku cf bömin hverfa á burt í skyndi, vissan þá í trúnni, að Ijóssins lönd þau erfa, að Lausnarans þau blessan fá, og endurfundavonin vor í veröld léttir sorgar spor. Ef góðuin föður, mætri móður, á miðju skeiði kippt burt er, þann djúpa harm sér Drottinn góður — þau dcyja hugprúð sjáum vér. Með hrosi kveðja bömin sín; úr brostnum augum hryggðin skín. í þyngstu sorg og sjúkdóms stríði hinn sanntrúaði þreifar á Guðs líknarhönd, þó holund svíði, og liarmaskýin dreifast þá. Vonbrigði öll og afhroð skeð eru þá vegin stilling með. Þeir öldnu horfa oft til baka, á allt er sætzt. Og hvað er þá andstreymið, draumur, óljós vaka, ævistarf margþætt liðið hjá? Vinirnir flestir fyrr á braut: Hvert fóru þeir? I Drottins skaut. Á lífsins vegum, lífsins faðir, vort líf í þinni hendi er um daga, ár og aldaraðir. Þín elska og náð ei breytir sér þó ýtt sé fari á feigðar Dröfn, er fleyi stýrt í Ijóssins höfn. EMILÍA SIGURÐARDÓTTIR. ÚR EDDU. „Þessi eru kvenna heiti ókennd í skáldskap: víf og brúðr ok fljóð heita þær konur, er manni eru gefnar. Sprund ok svanni heita þær konur, er mjök fara með dramb ok skart. Snótir heita þær, er orð- næfrar eru. Drósir heita þær, er kyrrlátar eru, svarri ok svarkr, þær er mikillátnr eru. Ristill er kölluð sú kona, er sköruglynd er. Rýgur heitir sú, er ríkust er. Feima er sú kölluð, er ófröm er svá sem ungar meyjar eða þær konur, er ódjarfar eru. Sæta heitir sú kona, er búandi hennar er af landi farinn. Hæll er sú kona kölluð, er búandi hennar er veginn. Ekkja heitir sú, er búandi hennar varð sóttdauðr. Máer heitir fyrst hver, en kerling er gamlar eru.“-------

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.