Dagur - 28.01.1959, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 28. janúar 1959
DAGUR
7
<?>
- UNGA FÓLKIÐ HEFIR ORÐIÐ
Framhald af 1. siðu.
menntaskólanámi, utanskóla.
— En víst er freistandi að
helga sig hljómsveitinni ein-
göngu.
— Svo að við snúum okkur
að öðru. Hvað finnst þér mest
einkennandi fyrir hina upp-
vaxandi kynslóð?
— Það hefir verið sagt um
hina uppvaxandi kynslóð, að
hún sé fyrsta kynslóð heims-
borgara á íslandi. En hvert
sem litið er, blasir við óvissa,
öryggisleysi og spenna. — í
æsku feðra okkar var tími
framfara og hugsjóna. Við lif-
um að vísu á tímum efnalegra
framfara, en hvað um hug-
sjónirnar? Drenglyndi í við-
skiptum og stjórnmálum virð-
ist fara þverrandi, og boðorð
ríkjandi stefnu í peningamál-
um er: „Eignist þú peninga,
flýttu þér þá að eyða þeim,
áður en þeir verða að engu í
höndum þér.“ Svo býsnast
menn yfir því að æskan sé
eyðslusöm! — Er það ekki
kaldhæðni örlaganna, að
kenningin um heimsendi, sem
forfeður okkar sáu þoka fyrir
aukinni þekkingu, skuli á
okkar tímum birtast sem af-
leiðing hinnar auknu þekk-
ingar, ekki sem fræðileg stað-
reynd, . eða hugsanlegur
möguleiki, heldur sem hræði-
legt Demóklesar-sverð, sem
hangir yfir höfðum okkar á
bláþræði, sem ekki þarf nema
einn vitskertan mann til að
skera í sundur. — Sem sagt:
Æskumaðurinn í dag er í
flestum tilfellum barn síns
tíma. — Fari æskufólkinu aft-
ur, hlýtur það að stafa af hinu
samfélagslega ástandi, sem
það er fætt í.
— Að Iokum, Ingimar, hver
er skoðun þín á hinni æðri
tónlist?
— Frá listrænu sjónarmiði
ber æðri tónlist höfuð og
herðar yfir hina svonefndu
léttu tónlist, sem eg hefi feng-
izt mest við að leika, en svo
virðist sem fáum sé gefið að
njóta hinnar æðri tónlistar.
Áhugi langflestra beinist að
léttari tónlist. — Menn vilja
njóta án fyrirhafnar.
Þegar fuglarnir eru taldir
Náttúrugripasafnið í Reykja-
vík hefur mörg undanfarin ár
gengizt fyrir fuglatalningardegi
hér á landi til þess að fylgjast
með þróun og dvalarstöðum
hinna einstöku tegunda og fugla-
lífinu yfirleitt.
Sérstákur dagur, hinn 28. des-
ember ár hvert, rísa trúnaðar-
menn safnsins árla úr rekkju og
telja fuglana, hver á sínu svæði,
bæði tegundir og einstaklinga. —
Hvergi munu niðurstöður þessar
vera birtar ennþá. En þær veita
síðari tíma margs konar fróðleik
um þennan þátt í hinni lifandi
náttúru landsins.
Hér á Akureyri hefur Kristján
Geirmundsson haft fuglataln-
ingu á hendi. Nú í vetur var
honum til aðstoðar Jón Sigur-
jónsson smiður, einnig mikill
áhugamaður um fugla.
Á fuglatalningadeginum í vetur
sáust þessar tegundir á Akur-
eyri: Krafn, snjótittlingur, auðnu
tittlingur, starri, silldtoppa,
skógarþröstur, gráþröstur, rjúpa,
fálki, svartbakur, bjartmáfur
(litli hvítmáfur), silfurmáfur,
stormmáfur, hettumáfur, sendl-
ingur, stokkönd, gulönd, æðar-
fugl og rauðhöfðaönd.
Mikið er af snjótittlingum í
bænum, nema í Innbænum, en
þar eru smyrlar, sem halda til í
eða nálægt Gróðarstöðinni, og
sáust ekki talningadaginn. — Af
svartbak er mjög mikið og hettu-
máfum einnig, starrar voru tveir
eða þrír, tvær rjúpur og einn
gráþröstur.
Feykilegur fjöldi þrasta var
hér í bænum fram eftir hausti. Á
kvöldin flugu þeir þúsundum
sarnan inn í Gróðrarstöðina og
lröfðu þar næturstað. En 12. nóv-
ember brá svo við, að litlu eftir
hádegi, eða fyrr en venjulega,
flugu þeir í stórum hópum suð-
ur yfir bæinn, og hundruð eða
þúsundir þrasta flugu þá einnig
upp úi' skóginum í Gróðrarstöð-
inni og hélt hópurinn svo í suð-
urátt. Þá voru þrestirnir að fara.
Nokkur slæðingur varð þó eftir
og nokkrir tugir eru ennþá í
bænum og virðast hafa þolað hin
miklu frost undanfarið mæta vel.
Enda mun þá ekki skorta fæðu.
Orfáar rjúpur eru hér í bæn-
um. Úr nágrenninu eru þær
fréttir samhljóða, að mjög lítið
sjáist af þeim í vetur.
N Ý K O M N I R
KVEN-SUNDBOLIR
afar falle g'ÍF.
FATASALAN
Hafnarstræti 106.
Crep-sokkabuxur
Ullar-sokkabuxur
Yersey-sokkabuxur
á börn og fullorðna,
margir litir.
FATASALAN
Hafnarstræti 106.
TIL SÖLU
Miele hjálparmótorlijól. —
Tækifærisverð.
Uppl. i sima 1852,
frá 7—8 á kvöldin.
Nýju togskipin
Sigurður Bjarnason, Akureyri,
fór í fyrstu veiðiferð sína á laug-
ardaginn var og mun verða um
hálfan mánuð. Skipstjóri Tryggvi
Gunnarsson.
Björgvin frá Dalvík, hitt nýja
togskipið, sem er af sömu stærð
og gerð, var í gær að ljúka und-
irbúningi og fer sennijega á veið-
ar á morgun. Skipstjóri er
Björgvin Jónsson.
Bæði skipin eru gerð út frá
heimahöínum.
gpg spar
Eins og kunnugt er, tók1
Landsbandi íslands, Seðlabank- J
inn, að sér haustið 1957, að verð- |
tryggja með vísitölu, fyrir þá er
æsktu, það sparifé er myndast
b.afði fyrir starfsemi Sparifjár-
söfnunar skólabarna, og eins það
sparifé, er síðar myndaðist á
vegum hennar. — Aðalskilyrði
bótaréttarins var það, að inn-
stæðurnar væru í 5 eða 10 ára
vísitölubókum, sem stofnaðar
höfðu verið, eða yrðu stofnaðar,
með 10 króna gjafaávísun bank-
ans. Bótaréttur skyldi ennfrem-
ur einskorðaður við innstæðu-
upphæðir frá 100 krónum í 1000
krónur.
Nú hefur uppbótin á sparifé í
visitölubókum verið reiknuð út
fyrir 1958 og nemur hún 15,18%,
en alls eru upiDbæturnar á bóta-
skylda reikning'a rúmlega 56
þúsund krónur fyrir það ár.
Þetta spor, sem bankinn steig
haustið 1957, má þykja eftirtekt-
Crænlenzk stórlúða
Svo miklar birgðir af frystri,
grænlenzkri stórlúðu hafa borizt
heim með Mæra-skipunum
norsku (Sunnmæri ogNorðmæri)
nú í haust, að hún hefur fallið
talsvert í verði, en stórlúðan
selst mest innanlands og til Sví-
þjóðar. — Aftur á móti selst
smærri lúða, 6—40 kg. til 'Bret-
lands og er betur borguð.
arvérð nýjung, og ætti að örva og
efla sparifjármyndun barna, sem
hafa þá aðstöðu að geta þannig
tryggt sparifé sitt. Er foreldrum
enn bent á það, að gegn gjafa-
ávísun Seðlabankans, sem 7 ára
börn fá afhent á haustin í upp-
hafi skólagöngu sinnar, má
stofna vísitölutryggða spari-
sjóðsreikninga.
Greinargerð og þakkir
Eins og áður hefur verið skýrt
frá, stofnuðu kennarar við Barna
skóla Akureyrar sjóð til minn-
ingar um um Soffíu Stefánsdótt-
ur hjúkrunarkonu, sem lézt 8.
nóv. sl. og hlaut nafnið „Jóla-
gjafasjóður SoffíuStefánsdóttur“.
Gjafir til sjóðsins hafa borizt
sem hér segir:
Frá starfsmönnum við barna-
skólana kr. 2390.00, frá Ragnheiði
Árnadóttur og Jóhanni Snorra-
syni kr. 200.00, frá Sigríði Björns
dóttur og Jörundi Jóhannessyni
kr. 100.00.
Þá rann í sjóð þennan ágóði af
sölu „Jólasveinsins", sem skóla-
börn gáfu út, sem nam kr.
6332.00.
Skólinn þakkar gjafirnar, svo
og bæjarbúum almennt fyrir
góðar viðtökur, þegar „Jóla-
sveinninn“ drap á dyr hjá þeim.
Sjóðurinn úthlutaði smágjöfum
til 36 skólabarna fyrir jólin.
H. J. M.
□ Rún 5959128. Fundi frestað.:
I. O. O. F. Rb. 2 — 1081288þ->
Kirkjan. Messað í Akureyrar-
kirkju kl. 2 e. h. á sunnudaginn
kemur. — Sálmar nr.: 240 — 431
— 419 — 426 — 671. — P. S.
Aðaldeildin heldur
fund í kapellunni kl.
8.30 e. h. n.k. mánu-
dag, 2. febrúar. —
Félagar, mætið vel og stundvís-
lega. — Drengjafundur í kapell-
unni n.k. sunnudag kl. 10.30 f. h.
Ljósberasveitin sér um fundar-
efni.
Munið spilakvöld Léttis á
sunnudagskvöldið.
Alúðarþakkir færum við bif-
reiðastjói'um á BSA og BSO fyr-
ir ómetanlega aðstoð við skemmt.
un fyrir aldrað fólk síðastliðinn
sunnudag. Einnig þökkum við
Smárakvartettinum fyrir ágæta
skemmtun, svo og öllum þeim,
sem styrktu oss með peninga-
gjöfum eða annarri hjálp. —
Kvenfélagið Framtíðin.
Stúkan Brynja nr. 99 heldur
fund í Landsbankasalnum á
morgun, fimmtudaginn 29. jan.,
kl. 8.30 e. h. Að loknum venju-
legum aðalfundarstörfum hefst
Systrakvöld, með kaffiveitingum,
nýstárlegum skemmtiþætti og
dansi. Systur! Kaffið fæst á
staðnum, en hafið með ykkur
brauð. Bræður! Gerið svo vel!
Til Akureyrarkirkju. Áheit frá
Gunnlaugi Friðrikssyni kr. 100.
Kærar þakkir. — S. Á.
STÆKKUNARPAPPÍR
væntanle2,ur í fvrramálið.
o j
SPORT- OG
HLJÓÐFÆRAVERZLUNIN.
Sími 1510.
Hockey-skautar
með skóm nr. 40 óskast
keyptir. — SÍMI 1668.
TIL SÖLU:
Lítið býli rétt við bæinn.
5 lierbergja íbúð á Oddeyri.
3ja herbergja íbúð á Odd-
evri. Alveg sérstök.
Einbýlishéis í Mýrunum og
á Oddeyri.
2ja herbergja íbúðir við
Hafnarstræti.
Guðm. Skaftnson, hdl.,
Brekkugötu 14.
Sími 1036.
TIL SÖLU
400 eggja útungunarvél
ásamt ungafóstru, er til
sölu. Semja ber við undir-
ritaðan.
Pétur Holm, Hrísey,
íbúð óskast
2 herbergi og eldlnis, hel/.t
á Eyrinni eða Ytri-Brekk-
unni.
Uppl. i sima 1162.
Fataskápnr til sölu
á verkstæði í Glerárgölu 5.
Þorrablót halda iðnaðarmanna-
félögin á Akureyri í Lóni laugar-
daginn 7. febi'úar n.k. — Nánar
auglýst síðar.
Baruastúkurnar hafa fund í
Barnaskóla Akureyrar næstk.
sunnudag. Samúð kl. 10 f. h. —
Sakleysið kl. 1 e. h.
Gjafir og áheit móttekin á afgr.
Dags: Reykjahlíðarkirkja, Mý-
vatnssveit. Áheit frá L. J. kr. 50.
— Hallgrímskirkja, Reykjavík.
Áheit frá G. G. kr. 100. —
Strandarkirkja. N. N. kr. 100. S.
P. F. kr. 100.
M. F. í. K., Akureyrardeild,
heldur aðalfund föstudaginn 30.
þ. m. kl. 8.30 e. h. að Ásgarði
(Hafnarstræti 88). Nánar til-
kynnt með fundarboði.
Frjálsíþróttamenn! Munið æf-
ingarnar á miðvikudögum kl.
7—8 í íþróttahúsinu. — Frjáls-
íþróttaráð.
- Frumvarp til laga ...
Framhald af 1. síðu.
istöku laganna lækka söluverð í
samræmi við lækkun launa-
kostnaðar.
Allýtarlegar athugasemdir eru
við frumvarp þetta og er þar
rakin þróun verðlags- og kaup-
gjaldsmála síðustu mánuði og
leiðir þær, sem ræddar hafi verið
til úrbóta. Segir þar m. a.:
„Athugun hefur leitt í ljós, að
það gæti orðið, ef kaupgreiðslu-
vísitalan yrði 175 stig frá 1. fe-
brúar n.k. Frá 1. febrúar til 30.
apríl skal verðlagsuppbót á laun
miðast við 175 stiga kaupg'reiðslu
vísitölu. í sambandi við þá lækk-
un tekna, sem af þessu hlýzt,
ákvað ríkisstjórnin fyrir síðustu
áramót að auka niðurgreiðslur á
ýmsum innlendum afurðum, sem
svaraði til 13 stiga lækkunar á
vísitölu framfærslukostnaðar. —
Ákvæðið um kaupgjaldsvísitölu
175 er við það miðað, að laun-
þegar, bændur og allar aðrar
stéttir afsali sér af tekjum sínum
sem svarar til 10 vísitölustiga eða
5,4% af núgildandi kaupi eða
tekjum. í samræmi við það eru í
frumvarpinu ákvæði til lækkun-
ar á verði hvers konar vöru og
þjónustu, svo sem innlendum
landbúnaðarafurðum, fiskverði,
iðnaðai-vöru, verzlunarálagningu,
hvers konar gjöldum og töxtum
o. s. frv. í framhaldi af þessum
almennu verðlækkunarráðstöf-
unum er þess vænzt, og vísitala
framfærslukostnaðar, sem 1. jan-
úai' sl. lækkaði úr 220 stigum í
212 stig, lækki fram til 1. marz
n.k. niður í 202 stig, en það svar-
ar til kaupgreiðsluvísitölu 185
samkvæmt núgildandi reglum. E£
vísitalan hefur ekki lækkað nið-
ur í 202 stig 1. marz n.k., mun
ríkisstjórnin auka niðurgreiðsl-
urnar þannig, að vísitalan verði
202 stig. Eítirgjöf vísitölustiga
yrði því aldrei meiri en 10 stig.
Sú 27 stiga lækkun kaupgreiðslu-
vísitölu, sem frumvarpið hefur í
för með sér, á þess vegna, að því
er 17 stig snertir, rót sína að
rekja til aukinnar niðurgreiðslu
vöruverðs og verðlækkana, en að
því er 10 stig snertir til lækkun-
ar tekna launþega og framleið-
enda.“