Dagur - 28.01.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 28.01.1959, Blaðsíða 8
8 Miðvikudaginn 28. janúar 1959 Baguk Gerðist bóndi eltir nær 30 ára iðnstarf Var sólarhring á ieiðinni í bæinn í staðinn íyrir 1 klst. Stutí viðtal við Björn Júlíusson bónda í Laugahlíð Sjaldgæft mun það vera, að rótgrónir iðnaðarmenn bæjanna taki sig upp frá nægri og tryggri atvinnu, eftir nærfellt 30 ára starf, og hefji búskap í sveit. Undantekningarnar eru oftast tengdar við svo góðan efnahag, að hinir nýju bændur þurfa ekki að vinna hörðum höndum til að framfleyta sér og fjölskyldu sinni. Á fimmtudaginn hitti eg að máli Svarfdælinginn Björn Júlíusson pípulagningameistari, sem starfaði á vegum Miðstöðv- ardeildar Kaupfélags Eyfirðinga í bæ og héraði í 28 ár, en hætti því starfi á síðastliðnu vori og gerðist bóndi. Og ekki var hann einn af þeim ríku. Við fáum okkur kaffisopa og röbbum sam- an um stund. Nú er Björn ferða- maður í bænum og' á mörg erindi. Björn Júlíusson er Svarfdæl- ingur að ætt og uppruna og stundaði sveitastörfin fram undir þrítugsaldurinn, lagði miðstöðvar í nær 30 ár og átti þá heima hér á Akureyri og hóf búskap í Svarfaðardal á síðasta vori. Hvenær komstu annars í bæ- inn í dag? Var rétt að koma, svarar Bjöin, og eg lít á klukkuna. Hún var rúmlega 10 árdegis. Ykkur hefur gengið vel í morgun úr Svarfaðardalnum? Já, furðu vel. Við komum samt ekki að heiman í morgun. Mjólk- urbílarnir, þessir þrír trukkar hérna lögðu af stað um þetta leyti í gærmorgun og hafa því verið um það bil sólarhring á leiðinni framan úr Svarfaðardal og hingað til Akureyrar, segir Björn. Vegurinn er þá sem sagt ófær? Já, í venjulegum skilningi er hann það, sem bezt sést á því, að þessi vegalengd er ekki nema röskur klukkustundar akstur á góðum vegi. Hvað kom til, Björn, að þú gerðist bóndi? Þessi skratti hefur fylgt mér alla tíð, segir Björn hlæjandi. Þetta eru líklega elliglöp eða lausri skrúfu um að kenna eða þakka. Og ]iú valdir Svarfaðardalinn til búsetu? Já, auðvitað. Við hjónin erum Svarfdælingar og erum loksins komin heim eftir 28 ára útivist. Ekki svo að skilja, að við höfum verið á neinum hrakningum, því fer víðs fjarri. En við stóðumst bara ekki freistinguna þegar jörðin Laugahlíð, í næsta ná- grenni við æskustöðvar okkar beggja, losnuðu úr ábúð. Þá var annað hvort' að hrökkva eða stökkva. Og við völdum síðari kostinn. Hvernig gengur svo búskapur- inn? Vorið var kalt og þurrt og jörð greri seint. Heyskapur hófst því seint og svo komu óþurrkarnir. Heyfengur varð fremur lélegur og' heyverkun miður en skyldi. Við vorum því óheppin að byrja búskapinn í svona erfiðu árferði. Of snemmt er að tala um efna- hagsafkomuna áður en árið er liðið. En livernig fannst þér að skipta um starf eftir svona lang- an tíina? Eins og þú veizt, var eg öllum sveitastörfum vanur frá yngri árum, segir Björn, og eiginlega hef eg aldrei slitnað frá sveitinni. Eg fann ekki, þegar eg fór að hirða skepnurnar, að eg hefði nokkurn tíma aðra atvinnu stundað. Aðra sögu er að segja um vélanotkunina, því í raun og veru hafði eg misst af nærri 30 ára reynslutíma vélaþróunarinn- ar. En synir mínir, vanir sveita- störfum, björguðu því við. Þægindin svipuð? Þau eru alveg sams konar þar sem rafmagnið er komið. Að vísu er alltaf nokkuð mikill munur á heimili í bæ og sveit og hlýtur að verða. í sumum atrið- um hafa sveitaheimilin mun bet- ur, en miður í öðrum. Þar getur hver og einn vegið og metið fyrir sjálfan sig. Finnst þér erfiðara að vera bóndi í sveit en iðnaðarmaður í bæ? Nei, erfiðara finnst mér það ekki. Vinnutímann skammta eg mér sjálfur. Hann verður að vísu oftast lengri en 8 stundir á dag, en margs konar frjálsræði hefur bóndinn umfram þann, sem alltaf vinnur hjá öðrum. En að sjálf- sögðu skapar búfénaðurinn viss- an ramma í störfum bóndans, sem ekki er hægt að brjóta. Og þú hefur ekki í hyggju að breyta til aftur? Nei, segir Björn, alveg ákveð- inn. Það hefur mér ekki dottið í hug og enn síður konunni, svo mikið veit eg með vissu. Hvers saknarðu helzt héðan úr bænum? Ef eg á að vera alveg hrein- Gróf sig úr snjóflóði með gerfigóm Viðtal við Jón Þorkelsson bónda á Arnórsstöðum Björn Júlíusson. skilinn, sakna eg hreint elcki neins, nema góðra vinnufélaga. En í staðinn hef eg eignazt góða nágranna, sem tóku mér ágæt- lega og vilja allt fyrir mig gera. Slíkt er ómetanlegt. Ráðleggurðu öðrum að gera slíkt bið sama og þú nú befur gert? Eg hef aldrei talið mig þess umkominri að ráðleggja |ólki hvaða lífsstarf það eigi að kjósa sér, enda nógir aðrir sem það gera. Hins vegar er það ekkert launungarmáþað við hjónin erum fyllilega eins ánægð eftir. um- skiptin og við vorum áður og börnin okkar ekki síður, segir Björn Júlíusson að lokum. Um leið og eg þakka fyrir 'við- talið Qg ánægjuleg svör, óska eg honum hagsældar og ánægju í hinu nýja starfi við elzta og merkasta atvinnuveg þjóðarinn- ar. — E. D. Það gekk kraftaverki næst, að Jón bóndi Þorkelsson, búfræð- ingur á Arnórsstöðum á Jökul- dal, skyldi komast lífs af úr snjóflóði, sem á hann féll á fimmtudaginn var. Hann lá í 7 klukkustundir meðvitundarlaus í snjóflóðinu, en raknaði loks við, gróf sig upp af karlmennsku og komst illa til reika, en nær ómeiddur heim til sín. Blaðið hilngdi í Jón og spurði hann um nánari atvik. Hvar bar þetta til? Utanvert við Loðinshöfða, sem er um 20 mínútna gangur héðan. Eg var með 80 kinda hóp, þegar mér heyrðist allt í einu hvessa, en aðeins sem snöggvast, og vissi Mykle og rekkju-ræður hans svo ekkert meir í 7 klukkutíma. Þá raknaði eg við, klemmdur í samanþjöppuðu snjóflóði og gat mig hvergi hreyft. Samt komstu upp úr? Já, smám saman tókst mér það, en eg var loppinn og allur kald- ur. Þegar eg hafði losað ofurlítið um hendurnar, tók eg að krafsa og klóra upp fyrir mig, en gekk svo sem ekkert. Þá fór eg að nota gervigóminn og gekk þá betur. Ekki veit eg hvernig mér datt það í hug. Á endanum komst eg upp úr. Eg lá í jaðri snjóflóðsins og var svo sem hálfur metri ofan á höfðinu á mér, en mun dýpri snjór var yfir fótunum. Og þú varst nærri kominn í Jökulsá? Það voru ekki nema 5 metrar fram á árbakkann og áin auð og straumhörð fyrir neðan. Eg staulaðist svo heim. Stígvélin urðu eftir í snjónum og báðir sokkar af öðrum fæti, en eg var í tvennu og þurfti því ekki að ganga berfættur heim. Eg missti þarna 27 kindur og 3 fóðraær. — Mig sakaði ekki, þótt eg fengi vott af kali, og hundurinn kom aðeins á undan mér heim. Hefur verið gjafafrekt í vetur? Nei, við höfum litlu eytt af heyjum hérna, aðeins gefið í tvo daga og nú er asahláka. Blaðið þakkar Jóni svörin og samfagnar yfir þeirri karl- mennsku hans, að komast nær ómeiddur úr þessari mannraun. Svo virðist sem Agnar Mykle sé ekki talinn jafn frægur og háttvirt- ur í Stokkhólmi sem í Reykjavík. Hafa áSur borist lauslegar fréttir af „hótel-máli“ hans, er hann kærði hótelið, þar sem hann gisti, fyrir það, að stúlku, sem kom undir mið- nætti og þóttist þurfa að hafa um- beðið tal af Mykle á herbergi hans, var vísað frá af þjónustuliði hótels- ins. — Nýlega var mál þetta fyrir rétti í Stokkhólmi, og hefir blöðum orð- ið fremur tíðrætt um það. Skýrði Mykle þar frá m. a., að hann hefði grætt 700 þúsund krónur i fyrra, -- Vélstjóranámskeiði nýlokið á Ák. Forstöðumaður þess var Jón Ármann Jónsson Fiskifélag íslands heldur ár- lega vélstjói'anámskeið í Rvík og á nokkrum stöðum úti um land eftir ástæðum: Akureyri, Siglu- firði, Seyðisfirði og Vestmanna- eyjum. Vélstjóranámskeið var haldið hér fyrir tveim árum og aftur nú. Hófst það 1. október í haust og lauk á fimmtudaginn var. Á þessu námskeiði voru 14 nem- endur víðs vegar að. En kennar- ar voru: Jón Ármann Jónsson vélstjóri á Húsavík, sem auk þess veitti því forstöðu, Bragi Sigurjónsson ritstjóri og Grímur Sigurðsson útvarpsvirki. Allir nemendur luku tilskildu prófi og hlutu þar með vélstjóra- réttindi, sem miðast við allt að 400 hestafla vélar. Kennslan fór fram í Verzlunarmannahúsinu. Hæstu einkunn hlaut Hjalti Ein- arsson frá Siglufirði. Aðrir nemendur voru þessir: Snorri Snorrason, Dalvík, Marteinn Haraldsson, Sigluf., Sigfús Stefánsson, Hofsósi, Haf- steinn Jóhannesson, Árskógs- strönd, Stefán Baldvinsson, Ár- skógsströnd, Jón Pálsson, Dal- vík, Hjörtur Hermannsson, Ak- ureyri, Steingrímur Sigurðssoon, Siglufirði, Reimar Þorleifsson, Dalvík, Hjalti Gíslason, Hofsósi, Sigurður Sörensson, Stykkis- hólmi, Guðjón Oddsson, Stein- grímsfirði, og Eiður G. Eiðsson, Akureyri. sennilega á rekkju-ræðum sínum í „Roðasteininum" — svo að Svíar mættu svo sem vita, að hér væri við allmikinn burgeis að eiga! Hlegið var hátt í sænska réttar- salnum, þegar hótelfólkið skýrði frá því, að hótelherbergi það, sem.Agn- ar Mykle hafði boðið stúlkunni upp í um miðnæturleytið til að ræða „mikilvæg viðskiptamál", væri svo lítið, að þar kæmist varla fyrir ann- að en rúmið eitt. Málafærslumaður Mykle hélt því fram, að hér hefði verið um að ræða kvikmyndatöku af einni af bókum höfundar, og að I\íykle hefði kraf izt að þessi umrædda stúlka, sem kom í miðnæturheimsóknina til hans á hótelið, ætti að fá citt lilut verkið í myndatöku þessari. Málafærslumaður hótelsins ftdl- yrti, að sæmilega siðaðir hótelgestir vissu vel, hvernig þeirn Læi i að hegða sér, og einnig að alkunnugt væri, að á hótelinu væru sérstök viðræðuherbergi, bæði fyrir gesti og við gesti. — En þetta hefði Mykle ekki vitað, fullvrti málafærslumað- ur hans! .... Mál þetta verður tekið upp til fyllstu meðferðar einhvern tíma í vor. Körfuknattleikskeppni Um helgina kemur hingað lið frá Körfuknattleiksfélagi Reykja víkur (KFR), á vegum KA. — Keppa þeir í körfuknattleik hér við KA á laugardag kl. 5, og á sunnudaginn kl. 5 verður hrað- keppni. Þáttakendur eru 4 félög: KFR, Þór, ÍMA og KA. Leiklistarskóli L.A. hefst 1. febrúar Leiklistarskóli Leikfélags Ak- ureyrar hefst um mánaðamótin, eins og auglýst er annars staðar í blaðinu í dag. Er það annað starfsár skólans og mun standa í þrjá mánuði. Kennarar verða: Flosi Olafsson (Danni), leikari, Reykjavík, sem jafnframt mun setja gamanleik þeirra bræðra, Jóns Múla og Jónasar Árnasona á svið fyrir L. A., og frú Björg Baldvinsdóttir leikkona, sem kennir framburð og taltækni. Guðmundur Gunn- arsson veitir skólanum umsjón. Nemendum verður skiptí tvo aldursflokka. Ráðgert er að kenna eldri deild, 16 ára og eldri, tvö kvöld í viku, en yngri flokkn- um eitt kvöld í viku. Leiklistarskóli er mjög nauð- synlegur fyrir vöxt og viðgang leiklistarlífsins hér í bæ. Unga fólkið hefir orðið Með þessl blaði hefst nýr þátt- ur, á vegum Félags ungra Fram- sóknarmanna, sem þeir sjá um Hreinn Þormar og Gunnar Berg iðnnemi. Þáttur þessi ber nafnið Unga fólkið hefur orðið og mun birtast hálfsmánaðarlega. Með þessu er unga fólkinu gefið sér- stakt tækifæri til að koma skoð- unum sínum á framfæri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.