Dagur - 04.02.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 04.02.1959, Blaðsíða 8
Dagum Miðvikudaginn 4. febrúar 1959 Námsflokkar veifa almenninga valfrjálsa fræíslu á ýmsum sviðum Viðtal við Ragnar Jóhannesson, námsstjóra Ragnar Jóhannesson cand. mag. er staddur hér í bænum um nokkurra daga skeið og kannar möguleika á stofnun námsflokka á Akureyri á næsta hausti. — Dagur óskaði eftir viðtali við Ragnar um þessa starfsemi og varð hann fúslega við þeirri ósk. — í hverju er hið nýja starf þitt fólgið? — Þegar fram líða stundir verður það væntanlega einkum eftirlits- og leiðbeiningarstarf. En fyrstu árin hlýtur það að verða kynningar- og áróðursstarf fyrst og fremst, undirbúningur að stofnun námsflokka, útvegun forstöðumanna o. s. frv. — Starfa námsflokkar víða hér á landi nú? — Mér er ekki kunnugt um nema þrjá bæi, þar sem slík starfsemi er rekin: Reykjavík Akranes og Vestmannaeyjar. — Viðar mun þó hafa verið byrjað að reka námsflokka á undan- förnum árum, en þeir hafa víð- ast lognazt út af aftur, í bili, af ýmsum ástæðum. Námsflokkar voru fyrst stofnaðir í Reykjavík fyrir um það bil 20 árum. Stofn- andi þeirra var Ágúst Sigurðsson cand. mag., sem stýrir Náms- flokkum Reykjavíkur enn. Hafa þeir vaxið og dafnað undir ör- uggri stjórn hans, og eru nú einn fjölmennasti og vafalaust fjöl- breyttasti skóli landsins. Eg kenndi nokkur ár í Námsfl. Rvíkur, kynntist þá nokkuð ¦starfinu og féll vel við það. í heimabæ mínum, Akranesi, hafa námsflokkar starfað í tvö ár við vaxandi vinsældir og má framtíð þeirra þar teljast örugg. Þátt- takendur þar eru hátt á annað hundrað, á ýmsum aldri og úr Mannaskipti Þorkell Björnsson afgreiðslu- maður og auglýsingastjóri Dags, hefur nú horfið frá því starfi og tekið við öðru í Reykjavík. Þorkcll Björnsson. Um leið og blaðið þakkar hon- um dyggilega unnin störf, vil ég sérstaklega þakka honum mjög ánægjulega samvinnu, alla trú- mennsku hans og vináttu og óska honum farsældar. Jón Samúelsson fyrrv. útibús- stjóri, hefur tekið við störfum Þorkels við Dag. E. D. ýmsum stéttum eins og alls staðar. — Hvernig er starfi náms- flokka hagað í aðalatriðum? — Það kemur sér einmitt mjög vel, að þú spyrð þessarar spurn- ingar, því að eg hygg, að víðast hvar á landinu sé fólki mjög ókunnugt um þessa fræðslu- starfsemi og geri sér jafnvel sumt alrangar hugmyndir um Ragnar Jóhannesson. hana. — Höfuðmarkmið náms- flokka er að veita almenningi kost á fræðslu á ýmsum sviðum eftir frjálsu vali nemendanna sjálfra. Þá sækir fyrst og fremst fólk, sem vinnur að ýmsum störfum á daginn og kýs að verja tómstundum sínum til þess að auka þekkingu sína. Flokkarnir starfa því síöur en svo í sam- keppni við aðra skóla í bæjunum. Þátttakendur geta valið um ýmsar námsgreinar, eina eða fleiri, eftir því sem kennslu- kraftar á hverjum stað leyfa. — Getur sú námsgreinaskrá orðið furðu ¦ fjölbreytt; svo að nefnd séu dæmi: tungumál ýmis, þar með talin, að sjálfsögðu, íslenzka, bókmenntir, reikningur, bók- færsla, landafræði, hagfræði, uppeldis- og sálarfræði, hagnýt viðskiptí, saumar og snið, bast- og tágavinna, vélritun, saga, þjóðfélagsfræði, upplestur, fund- arstjórn o. fl., o. fl. Leiðbeinendur eða kennarar verða oft að haga tilsögn sinni öðruvísi í námsflokkum en öðr- um skólum. Kennslan verður að vera frjálslegri og óbundnari, enda má gera ráð fyrir að margir nemendur hafi lítinn tíma til undirbúnings. Þarna kemur líka oft fólk, sem er harla óvant skólagöngu, og er á ýmsum aldri, sumt e. t. v. komið á fertugs-, fimmtugsaldur og jafnvel enn eldra. — Á Norðurlöndum eru námsflokkar í miklum blóma (Studiecirclar) og hófust þar fyr ir mörgum áratugum, aðallega fyrir atbeina vissra félagasam- taka (Góðtemplarareglu, verka- lýðsfélaga o. fl.). — Fjárhagshliðin? — Þátttakendur greiða kennslu gjald, kr. 100—120 fyrir hvern flokk, sem þeir taka þátt í. Svo veita ríki og bæjarfélög nokkurn styrk. — Eg efast ekki um, að hér á Akureyri, þeim mikla skólabæ, verði þessu nýmæli vel og drengilega tekið. ,— Ert þú eitthvað í erindum út- varpsins líka? — Já, það er rétt. Eg er fast- ráðinn starfsmaður hjá Ríkisút- varpinu við söfnun dagskrárefnis utan Reykjavíkur. Slíkt starf var löngum draumur minn, þegar eg var fulltrúi útvarpsráðs fyrir nokkrum árum. Nú er hann að rætast. Akureyringar segja mér flestir, að hér sé ekkert útvarps- efni að fá, en þar held eg að gestsaugað sé gleggra en heima- manna. Eg fæ ekki betur séð en hér sé allt úandi og grúandi af útvarpsefni. Og segulbandið hef eg til taks! Blaðið þakkar hin greinargóðu svör Ragnars Jóhannessonar. EStu villihesf á snjóbíl í 7 klukkust. Fannst upp raeð Jökulsá ofan við Dettifoss, náð- ist skammt frá Meiðavöllum í Kelduhverfi Sjötugur Þorsteinn Þorsteinsson bóndi að Hálsi í Svarfaðardal varð sjötugur sunnudaginn 1. febrúar sl. Þorsteinn er góður bóndi, svo sem jörð hans ber vitni um, ágætur nágranni og hagleiks- smiður. Heimili þeirra Hálshjóna, Þorsteins og Jófríðar Þorvalds- dóttur, hefur í mörgu verið til fyrirmyndaar. Þar var gott að koma og minnist eg þess með þakklæti um leið og eg sendi hinum sjötuga bónda beztu af- mæliskveðjur. — E. D. Lengi hafa menn vitað um svartan fola, sem ár eftir ár hef- ur gengið úti á Mývatnsöræfum, en ekki komist undir manna hendur nema í tvö skipti. í fyrra skiptið þegar hann var á öðrum vetri og svo aftur tveimur árum síðar. En þá undi hann ekki hús- vist og strauk til fjalla og hefur aldrei náðst síðan, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. í haust var um það talað, að honum yrði ekki náð lifandi. Þá keypti Skarpjhéðinn Jónasson ökumaður í Húsavík þennan villi hest frá Grímsstöðum fyrir slát- urverð. Leiðangur um hclgina. Á laugardagskvöldið lagði svo Skarphéðinn af stað á vörubíl, trukkbíl, með snjóbíl á palli, áleiðis til Mývatnssveitar og kom til Reykjahlíðar um nóttina. — Þaðan lögðu þeir upp snemma morguns næsta dag, 6 saman, á snjóbílnum, þar af fylgdarmaður úr sveitinni. Hesturinn hafði síð- ast sést við Jökulsá nokkru ofan við Dettifoss og var haldið þang- að. Þegar leiðangurinn var kom- inn nálægt svokölluðum Norð- mel, sáu þeir hinn vilka- »hest á stökki í mikilli fjarlægð. — Hófst nú eltingarleikurinn og stóð hann í 7 klukkustundir og barst alla leið niður í Keldu- hverfi. Þar lenti hesturinn í þétt- um skógi ig ófærð sunnan við Meiðavelli. Þar slógu leiðangurs- menn köðlum í kringum hann og handsömuðu hann. Bundu hann síðan á sleða, sem tengdur var snjóbílnum og óku til Lindar- brekku. Þar voru hesturinn, sleðinn og snjóbíllinn látnir á vörubílspall og ekið til Húsavík- ur um nóttina. Tamningin hófst í gær. Blaðið átti símtal við Skarp- héðinn Jónasson í gær og er framanskráð eftir frásögn hans. Hann bætti því við, að hinn svarti, 6 vetra gamli útigangs- hestur, sé mjög fallegur, hlaupa- legur og fjörlegur, með mikið fax og tagl, mannhræddur ennþá og •meti lítið gott hey í stalli. Ráð- gert var að járna hann í gær og hefja tamningu þegar í stað. Eins og áður er sagt er hestur þessi frá Grímsst. á Fjöllum, en af hrossakyni Sigurðar Jóns- sonar frá Brún. Vonandi er hann ekki of gamall til að læra. Fjárhagsáætlun Akureyrar rædd Samkvæmt henni hækkar útsvarsupphæðin um 2 milljónir króna Afgreiðslusími Dags og Tímans á Akureyri er 1166. — Gerist áskrifendur. Skipið var 20 sjómílur suður af Hvarfi á Grænlandi í ofsaveðri er slysið varð Nýja danska Grænlandsfarið, Hans Hedtoft, sem nýlega var hleypt nf stokkunum og lagði upp í jómfrúferð sína 6. jan. sl., fórst með allri áhöfn, eftir því sem bezt er vitað á föstudaginn var. Skipið var þá statt um 20 sjómílur suður af Hvarfi á Grænlandi í versta veðri. Talið er að ís hafi grandað skipinu. Með skipinu fórust 95 manns. „Hans Hedtoft" var 2785 tonn og eign Grænlenzka verzlunar- félagsins. Áhöfn var 40 manns, en farþegar 55, þar af 19 konur og 5 börn. Dönsku stjórninni hafa bor izt margar samúðarkveðjur. Samkvæmt þeirri fjárhagsáætl- un Akureyrarkaupstaðar fyrir þetta ár, sem bæjarráð lauk við að semja sl. föstudag og tekin var til fyrri umræðu á fundi bæjar- stjórnar í gær, verða álögð útsvör 18,8 millj. í.stað 16,9 millj. í fyrra. Ovíst er þó að hækkun verði á skattstiganum, vegna þess að gjaldendur munu vera eitthvað fleiri og tekjur manna yfirleitt miklar sl. ár. Niðurstöðutölur áætlunarinnar eru 22,9 milljónir, en geta að sjálfsögðu breytzt í meðferðinni. Helztu tekjuliðir eru Útsvörin kr. 18.850 þús. Skattar af fasteignum kr. 1.865 þús. Tekjur af fasteignum kr. 725 þús. Útsvar Áfengisverzlunarinnar kr. 550 þús. Ýmsar tekjur aðrar kr. 580 þús. Helztu gjaldaliðir eru hins vegar: Vextir og afborganir af föstum lánum kr. 1.0S9 þús. Stjórn kaupstaðarins kr. 938 þús. Löggæzla (þar af 55 þús. ætluð til kaupa á nýrri lögreglubifreið kr. 890 þús. Heilbrigðismál kr. 235 þús. Þrifnaður kr. 1.120 þús. Vegir og byggingamál kr. 2.888 þús. Fasteignir kr. 700 þús. Fegrun og fleira kr. 392 þús. Eldvarnir kr. 615 þús. Lýðtrygging og lýðhjálp kr. 3.830 þús. Framfærslumál kr. 1.392 þús. Menntamál kr. 1.921 þús. íþróttamál kr. 391 þús. Til Eftirlaunasjóðs Akureyrar- bæjar kr. 265 þús. Til félagsstarfsemi kr. 379 þús. Til verkamannabústaða kr. 250 þús. Til Byggingalánasjóðs Akur- eyrarbæjar kr. 200 þús. Til nýbygginga kr. 1.370 þús. Til fyrirhugaðrar dráttar- brautar kr. 500 þús. Til Framkvæmdasjóðs kr. 2.500 þús. Til ýmissa gjalda kr. 670 þús. Framlag til Barnaskóla Akur- eyrar hækkar um kr. 143 þús. Framlag til Barnaskóla Odd- eyrar hækkar um kr. 50 þús. Framlag til Barnaskóla Gler- árhverfis hækkar um kr. 24 þús. Framlag til Gagnfræðaskóla Akureyrar hækkar um kr. 45 þús. Framlag til Tónlistarskóla Ak- ureyrar hækkar um kr. 20 þús. Smalavísa Eðlilegt að ýmsum standi ógn af tvennum kosningum, ef heldri frú með hund í bandi hóar saman kjördæmum. Þorri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.