Dagur - 25.02.1959, Síða 5

Dagur - 25.02.1959, Síða 5
Jtliðvikudagiiin 25. febrúar 1959 DAGUR 5 Frá bindindissamtökunum á Akureyri Þorntóður Eyjólfsson ræðismaður Þótt Akureyri sé ekki stór bær, munu fáir vita deili á öllum fé- lögum og félagasamtökum, sem þar starfa. En ein greinin, og líklega sú ellra elzta, er Góð- templararcglan, sem átti 75 ára afmæli ,-á dögunum, og var þess rækilega minnst af blöðum bæj- arins. Stúkan ísafold var sem sé 75 ára þann 10. jan., og hefur hún starfað óslitið öll þessi ár. — Æðstutemplarar (foi-menn) ísa- foldar eru nú séra Kristján Ró- bertsson og Guðmundur Magn- ússon. Onnur stúka fullorðinna er hér einnig, stúkan Brynja nr. 99. Æðstutemplarar hennar eru Ólafur Daníelsson klæðskera- meistari og Steingrímur Ingvars- son M. A. Báðar þessar stúkur telja nú um 316 félaga. Hafa þær starfað með óvenjulega miklum þrótti í vetur, og síðan í haust hafa gengið í þær um 70 nýir fé- lagar, flest fullorðið fólk. Auk þessara tveggja stúkna fullorðinna manna, starfa hér í bænum tvær barnastúkur, Sak- leysið og Samúð, telja þær um 400 félaga, börn og unglinga. — Gæzlumaður Sakleysisins er Jón Gunnlaugsson kennari, en gæzlu maður Samúðar er Eiríkur Sig- urðsson skólastjóri. Allar þessar stúkur halda fundi hálfsmánaðarléga yfir veturinn og nokkra fundi éinnig á sumrin. Æskulýðsheimili templara hef- ur starfað í vetur eins og að und- anförnu og hefur til umráða alla miðhæðina á Varðborg og veit- ingastofuna niðri. Þar er nú allt- af eitthvert starf. Þar hafa meðal annars staðið yfir námskeið í all- an vetur og öll fullsétin, en nám- skeiðin eru þessi: Tvö námskeið í pappírs- og pappaföndri. Leiðbeinendur þar voru kennararnir Indriði Úlfsson og Jóhann Sigvaldason. Þá var haldið námskeið í olíu- málningu, og leiðbeinandi þar var Einar Helgason kennari. — Námskeið í tágavinnu var einnig haldið. Kennari Sigríður Skafta- dóttir kennslukona. — Þá var námskeið í flugmódelsmíði, þar sem Dúi Eðvaldsson leiðbeinir. — Þá hefur verið námskeið í skák á vegum Æskulýðsheimilis- ins og Skákfélags Akureyrar. Félagar úr skákfélaginu leið- beina. * Loks rná geta þess, að þarna starfar fastur flugmódelklúbbur, sem hefur aðgang að vinnustofu í Varðborg. Formaður hans er Tómas Búi Böðvarsson. Tómstunda- og leikstofur eru opnar tvisvar í viku, á þriðjudaga og föstud. frá 5—7 og 8—10. Frá 5—7 eru börn innan 12 ára ald- urs, en í síðari flokknum ungl- ingar cldri en 12 ára. Forstöðu- maður segir, að aldrei hafi verið jafn mikil aðsókn að þessu tóm- stundastarfi og í vetur. Einkum í unglingaflokki. Munu stundum 100 börn úr báðum flokkum sækja hehnilið þessi kvöld. For- stöðumaður Æskulýðsheimilisins er Tryggvi Þorsteinsson yfir- kennari. Á sama tíma er lestrar- stofa heimilisins opin. Æskulýðs- Nokkrir drengir að starfi í Flugmódelklúbbnum í Varðborg. heimilið á allstórt bókasafn, sem Halldór Friðjónsson gaf því á sínum tíma, en síðan hafa því borizt margar bókagjafir og einnig hafa verið keyptar bækur í það. Útlán á kvöldin hafa kom- izt upp í 70—80 bækur. Bjarni Halldórsson skrifstofustjóri hef- ur umsjón með lestrarstofunni. Eins og kunnugt er, rekur Góðtemplarareglan Borgarbíó. Forstöðumaður þess er Stefán Á. Kristjánsson. Tekjum þessa fyr- irtækis er varið til að kosta rekstur Æskulýðsheimilisins. Þá reka templarar hótel í Varðborg á sumrin og veita þannig almenna þjónustu, sem kemur sér vel í þessum ferða- mannabæ. Formaður fram- kvæmdaráðs Reglunnar er Jón Kristinsson rakarameistari. Auk þessara frjálsu bindindis- samtaka, starfar hér í bænum áfengisvarnanefnd. í henni eru 7 menn, og 6 kosnir af bæjarstjórn. Hlutverk þessarar nefndar felst í heiti hennar, og á hún, svo sem í hennar valdi stendur, að vinna að áfengisvörnum og hjálpar- starfi. Starf hennar fer að mestu fram í kyrrþey. Þó hóf hún út- gáfu á litlu blaði, Sindra, á. síð-. astliðnu ári og mun halda því áfram. Hún hefur gengizt fyrir almennum fundum um áfengis- og bindindismál, ásamt Umdæm- isstúku Norðurlands, og meðal annars fyrir mjög fjölmennum fundi í Varðborg á dögunum, sem getið hcfur verið um áður. Formaður Áfengisvarnanefndar er séra Kristján Róbertsson. Áfengisvarnanefnd kvenna starfar einnig hér i bænum. í henni eru fulltrúar frá öllum kvenfélögum bæjarins og vinnur hún að sama marki. Formaður hennar er frú Elinborg Jóns- dóttir. Þótt Reglan á Akureyri eigi stórt hús, á hún samt engan fundarsal. Og er það aðkallandi mál að bæta úr því. Hún þarf að eignazt góðan sal til fundarhalda og til afnota fyrir æskulýðsstarf- ið. Er nú farið að undirbúa þetta. Hér hafa verið talin upp félaga- samtök, sem vinna að bindindis- uppeldi æskunnar í bænum, en hér koma þó fleiri til. Mætti t. d. nefna skátafélögin. Þá bjarga íþróttafélögin mörgum tóm- stundum unglinganna. Það er líka að vinna fyrir bindindi. Ekki má svo gleyrna skólunum og öll- um heimilunum, sem ala upp bindindissaman æskulýð. Þarna eru alls staðar jákvæð öfl að verki, þótt hljótt fari. Um hin neikvæðu verður ekki talað að sinni. Utvarp jarðarfara og Skjaidarvík Öðru hverju hringja «bánægðir útvarpshlustendur til blaðsins og kvarta undan því, aö endurvarps- stöðin í Skjaldarvik útvarpi ekki járðarförum á sama liátt og rikisút- varpið í Reykjavík. Þetta hefur áð- ur borið á gónta hér í blaðinu. En vegna hinna mörgu, sem búnir eru að gleyma því, þykir rétt að endur- taka skýringu stöðvarstjórans, Dav- íðs Árnasonar. En liún cr eínislega á þessa leið: Jarðarfarir eru ekki dagskrárefni útvarpsins. Aðstandendur jarðar- fara, sent leigja útvarpsstöðina lil ílutnings á útförum, eru að sjálf- sögðu sjálfráðir um það að leigja einnig endurvarpsstöðvarnar sam- kvæmt gjaldskrá. Eigi að endur- varpa jarðarför frá endurvarpsstöð- inni í Skjaldarvík, verða aðstand- endur að biðja um það sérstaklega hjá ríkisútvarpinu, og sendir það þá skeyti um það norður, og er það þá áð sjálfsögðu gert, en annars ekki. ]>ctta er í stuttu máli skýring stöðvarstjórans á Jtví, hvers vegna Skjaldarvík endurvarpar ekki jarð- arförum að jafnaði. Eftir Jtví sent blaðið liefur heyrt. kostar útvarpssending jarðarfarar, niiðað við eina klukkustund, kr. 750.00 en endurvarp á endurvarps- stöðvunum kr. 250.00 hjá hverri. Endurvarp féll niður. Endurvarp frá Skjaldarvík féll niður vegna bilunar á raflínunni. lirotnuðu sex staurar norðan við Lónsbrú, og var rafmargnslaust í Skjaldarvík í Jtrjú dægur, en við- gerð lauk kl. 9.30 á fimmtulags- kvöld. Þann tíma íéll endurvarpið auðvitað niður, og kont það mörg- um iila, sérstaklega Jteim, sem ein- göngu treysta á endurvarpsstöðina og liaga kaupum á iitvarpstækjum sínum samkvæmt Jjví. Breytinga þörf. Tvær háspennulínur liggja norð- ur frá Akureyri. Önnur liggur tals- vert vestar en endurvarpsstöðin. Við þá línu er endurvarpsstöðin tengd. Hin Iínan liggur örskammt austan við stöðina. Við hana Jjyrfti einnig að tengja endurvarpsstöðina til öryggis. Þótt önnur ltáspennu- línan bili, þá Jjyrfti endurvarpið ekki að falla niður, Jiótt rafmagns- Framhald d 7. síðu. MÍNNING Þegar ég kom í fyrsta sinn til Siglufjarðar fyrir tæpum þrern tug- um ára, drógu tvcir siglfirzkir borg- arar að sér athygli ntína, svo að ég minnist þeirra jalnan síðan svo sem ég sá Jjá lyrst. Annar Jieirra var öldungur, mikill vexti og tígullegur. Andlit hans bar mildan svip og fjarrænan, enni hans var hátt og hárið hvítt. Hinn maðurinn var í broddi lífs- ins. Hann var einnig mikill vexti, beinvaxinn og glæsilegur og frítt, en Jté) stórskorið andlit hans og hátt enni, bar sama ólympiska svip- inn og öldungurinn. Menn þessir voru Bjarni Þorsteinsson, prestur og tónskáld og Þormóður Eyjólfs- son, ræðismaður og söngstjóri. Síðan j)á, hafa nöfn þessara tveggja manna verið órjúfanlega tengd í huga mínum. Þegar ég sá Þormóð fyrst, stóð hann með taktstokkinn og stjórnaði karlakór Siglfirðinga „Vísi.“ Þá var Jiað einnig sent ég lieyrði í fyrsta sinni hin fögru lög séra Bjarna. Eg hefi livorki fyrr né síðar hevrt neinn fara með ])au svo látlaust og fagur- lega sem Vísi, undir stjórn Þormóðs, Jrannig að dýpt hinna einföldu og tregablöndnu Jjjóðvísna nyti sín til tuíls. Seinna kynntist ég Þormóði EvjólfSsyni og hinni merku konu hans, Guðrúnu Björnsdóttur. Varð mér ])á 1 jóst, að hann var ekki að- eins listamaður, heldur einnig at- hafnamaður, og um hann stóð oft mikill styrr, ])ví að hann fylgdi fast fram þeirn málum, sem ltann áleit að væru byggð og bæ til hagsældar. Á Jtcssum árum var Siglufjörður mikill athafnabær og stóð atvinnu- líf J)ar í miklum blóma. Mér er kunnugt að Þormóður átti mikla hlutdeild í að svo var. Á heimili hans, og af honum, voru lögð drög að tnörgum ])eim framkvæmdum, sem urðu bæði Siglfirðingum og landinu öllu til heilla. — Þormóður var öflugasti hvatamaður Jtess, að Síldarverksmiðjur Ríkisins voru byggðar, og einmitt á Jtessum árum var hann formaður í stjórn Jreirra. Hann barðist einnig með oddi og egg fyrir því, að Siglufjarðarbær kcypti svo nefndar „Goos-eignir.“ En Jjar stendur nú nýtízku síldar- verksmiðja, sem Sigluljarðarbær á. En Þormóður stóð ekki síður í lylk- ingarbrjósti í menningar og mcnntamálum bæjarins. Munu ])au hjónin, Þormóður og Guðrúir, eiga drýgstan ])ált í því, að bærinn á fagra kirkju og tvo ágæta skóla. í stuttri minningargrein, verður störl'um Þormóðs Eyjólfssonar ekki gerð nein skil — Jrað bíður Jress, að saga Siglufjarðar verði skráð. 1 lslendingasögum er Jress stund- um getið, að lnís liafi verið reist um Jrjóðbraut þvera. Svo mátti scgja um hið glæsilega rausnarheimili Jjcirra Þormóðs og Guðrúnar. Þar var jalnan gestkvæmt, og Jutðan fór enginn bónlciður. Stjórnmálaskörungar og athafna- menn lcituðu ráða og aðstoðar hjá . J)cim hjónum, skáld og listmenn áttu athvarf sitt ])ar og ekki var farið í manngreinarálit, ef cinhver samborgara Jreirra eða nágranna Jmrflu einhverrar hjálpar við. Enn- lreniur var Þorntóður ræðismaður Norðmanna um tugi ára. Var hann sæmdur st. Ólafs orðunni og Fálka- orðunni íslenzku. Öllum Jreini, sem koma á heimili þeirra Þorntétðs og Guðrtmar, eru þær ánægjustundir minnisstæðar. Þormóður var frábærlega skemmti- legur maður og alúðlegur. I honurn bjuggu bæði listamaðurinn og hinn. greindi raunhyggjunraður. Hann sá því menn og málefni frá fleiri hlið- um en aðrir, kom J)að oft fram í léttri, góðlátlegri kímni. Þetta gerði honurn einnig oft auðvelt að leysa vanda þeirra, er til hans leituðu, þannig, að þegar Jreir gengu af fundi hans, fannst Jreim senr aldrei hefði neinn vandinn verið. Þormóður var vel efnum btiinn, en veraldlegunr auðæfum mun lrann aldrei hafa safnað. En Jrau hjónin eiga auðæli, sem allir óska sér, en fáunr lrlotnast. Þau eiga óbrotgjarna bautasteina óeigin- gjarns starfs, bæði við vegi titi og í hjörtunr samferðanrannanna. Þau eiga hvarvetna hljóða J)ökk vina, sem votta frú Guðrúnu innilega hluttekningu og biðja Guð að blessa minningu manns hennar og vegíerö í nýjum og björtum lreimi. —o— Þormóður Eyjólfsson, ræðisnraður var Skagfirðingur. Hann var fæddur að Mælifellsá hijtn 15. apríl 1882. Forcldrar lrans voru hjónin Eyjólfur Einarsson og Margrét Þornróðsdóttir, senr síðar bjuggu að Reykjum í Tungusveit. Þormóður nrissti foreldra sína 14 ára gantall, fór hann þá í fóstur til séra Hjörleifs Einarssonar að Und- irfclli í Vatnsdal og konu hans, Bjargar Einarsdóttur, en lrún var föðursys.tir Þormóðs. Þormóður lauk kennaraprófi við Flensborgarskólann í Hafnarfirði árið 1901. Eftir Jrað stundaði lrann nánr við Verzlunarskóla íslands vct- urinn 1907-1908. Þormóður kvæntist Guðrúnu, dóttur Björns alþingismanns að Kornsá í Vatnsdal, 1911. Reistu Jrau bú á Siglufirði og bjuggu Jrar jafnan síðan. Kjördætur Jreirra hjóna, eru Sig- rún, kona Svafars Guðmundssonar, Irankastjérra á Akureyri, og Nanna, senr giftist Sveini Sigurðssyni, frá Norðfirði, senr nú er látinu. Þornróðttr andaðist að lreinrili sínu, á Siglufirði; hinn 27. janúar síðastl. og var lil moldar borinn frá Siglufjarðarkirkju 4. Jr. m. Blessuð sé minning hans. B. B. Minningarsjóður Soffíu Stefánsdóttur Gjafir í Minningarsjóð Soffíu Stefánsdótlur: Frá Kurt Sonnen- feld tannlækni 100 kr., frá Bald- vin Ringsted tannlækni 500 kr., frá nokkrum stúlkum í 4. bekk 8. stofu á öskudaginn 120 kr., frá nokkrum stúlkum í 4. bekk 13. stofu 159 kt\, frá nokkrum stújk- unr í 6. bekk 2. stofu 281 kr., frá frá flokki Arnars Gíslasonar 200 ki\, frá nokkrum 10 ára stúlkum 90 kr. — Kærar þakkir. II. J. M.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.