Dagur - 04.03.1959, Blaðsíða 1

Dagur - 04.03.1959, Blaðsíða 1
Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. 8B5 XLII. árg. DAGUR kemur næst út miðviku- daginn 11. marz. Akureyri, miðvikudaginn 4. marz 1959 12. tbl. Tilbúinn ti! noíkunar fyrir héraðið Hinn nýi, sænski snjóbíll þeirra Lenharðar Helgasonar og Friðriks Blöndals reynist vel Slysavarnadeild kvenna á Ak- ureyri, undir forystu frk. Sess- elju Eldjárn, gekkst fyrir því að fá hingað snjóbíl, sem tiltækur væri til sjúkraflutninge í hérað- ínu þegar snjóar hamla venjuleg- um farartækjum. Tveir ungir og duglegir menn á Akureyri stóðu á bak við þessa ráðagerð, tilbúnir að leggja fram sparifé sitt og sjá um rekstur bílsins. ¦— Leitað var samskota og bárust skjótt rausnarlegar gjafir frá öll- um hreppum við Eyjafjörð, Kristneshæli, Fjórðungssjúkra- húsinu, Keðjunni í Öngulsstaða- hreppi, einstaklingum, og síðast en ekki sízt, frá Kaupfélagi Ey- firðinga. Nú er bíllinn kominn og tilbú- inn til notkunar. Hann er með 90 hestafla Volvo-benzínvél, spili, tvöföldu drifi, get.ur borið 1200 kg. og dregið 2—3 tonn á góðum sleða. Verið er að byggja skýli yfir hann ig útbúa fyrir farþega, bæði sjúka og heilbrigða. Bíllinn hefur verið reyndur undanfarna daga og deynst vel. Umboð fyrir þessa bílategund hefur Hörður Aðólfsson, Mel- gerði, Akureyri. OAGU& Þar er of þröngt setið, en vinnugleðin ræður ríkjum. )¦ ¦ Nýi snjóbíllinn. — (Ljósmynd: Gísli Ólafsson.) Æskulýðsdagurinn Æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar hfefur i'arið þess á leit við presta landsins, að þeir flytji æskulýðs- guðsþjónustur sunnudaginn 8. marz. Eins og kunnugt er hafa slíkar messur verið fluttar samtímis á nokkrum stöðum norðanlands og hafa þær verið yel sóttar. eoi innan pronara ¥ Fatlað fólk, sem stofnað hefir félagið Sjálfsbjörg hér á Akureyri, blandar geði, nemur ýmiss kon- Sæsími milli lands I Eykur flugöryggi og auðveldar f jarskipta- samband milli landa Sæsímamálið hefur verið á döf- inni á þriðja ár. En nu er ákveðið að lcggja nýjan sæsíma milli Skot- lands og Nýfundnalands um Fær- eyjar, ísland og Grænland. Síma- málastjóri og flugmálastjóri til- kynntu þetta fréttamönnum síðastl. mánudag. ¦ Alþjóðafhigmálastofnunin leysir að nokkru fjárhagsatriði málsins. Kostnað greiða að öðru leyti Bret- land, Danmörk og Kanada og enn fremur Norræna ritsímaíélagið og Canadian Overseas Telecommuni- cation Corporation. íslenzka Land- símanum er ætlað að sjá um sam- bandið milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur. En sæsíminn liggur um Vestmannaeyjar. Verður það radíósamband á últrastuttbylgjum. Ráðgert er, að á næsta ári verði hafizt handa um framkvæmdir, osf að strengurinn milli íslands og Skot lands verði tekinn í notkun á árinu 1961 og strengurinn til Nýfundna- lands ári síðar. Þessi framkvæmd mu?i valda al- gjörri breytingu á sambandi íslands við umheiminn. Hægt verður að £á gott talsímasamband við útlönd alian sólarhringinn og skeytasam- band verður greiðara en áður. Þá yerður tekið upp fjarritvélasam- band eftir pöntun fréttastofnana og möguleikar verða á að senda mynd- ir landa á milli. Utvarpsefni og veð- urfréttir byggjast þá ekki lengur á stuttbylgjum eingöngu, og verður öruggara. Kemur það að ómetan- legu gagni í sambandi við flugþjón ustu. Gamli sæsíminn frá 1906 er orð- inn lélegur og flytur aðeins skeyti. Lengd sxsíma milli Skotlands og Vestmannaeyja er um 1200 km, en öll leiðin til Nýfundnalands er um 4200 km. ar einfaldan handiðnað og framíeiðir fagra muni Hér var áður sagt frá hinu nýja íélagi, Sjálísbjörg, félagi fatlaðra á Akureyri, stofnun þess og fyr- irætlunum. Fréttamaður blaðsins kom nýlega í heimsókn á vinnu- stað hinna fötluðu að Tún- götu 2. ¦— Þar voru yfir 30 manns saman komnir, konur og karlar, og unnu allir af kappi við margs konar föndur. En sýnilegt var, að hinn takmarkaði húsa- kostur þrengir mjög að eðlilegum árangri. Þar var of þröngt setið, en vinnugleðin einkennandi. Sérstaða hinna fötluðu. , Fatlað fólk hefur ætíð sérstöðu í mannlegu samfélagi og því hættir til að einangrast um of, af því að það á ekki að öllu leyti samleið með fullfrísku og heiibrigðu íólki. Stundum finnur það mjög til fötlunarinnar og langtum meira en ástæða er til. En af þessum orsökum er hinn nýi fé- lagsskapur hinn þarfasti, og það hefur komið greinilega í ljós, að samborgararnir hugsa hlýtt til (aþessa fólks og hafa áhuga á því ureyraraei Aðalfundiír Akureyrardeildar KEA var haldinn að Hótel KEA á þriðjudaginn var. Hann var betur sóttur en oft áður. For- maður deildarinnar, Ármann Dalmannsson, setti fundinn og stjórnaði honum. Framkvæmda- stjóri KEA, Jakob Frímannsson, flutti fróðlegt yfirlit um rekstur og hag félagsins. Og að því loknu hófust umræður, Stuttur út- dráttur úr skýrslu framkvæmda- stjórans hefur áður verið birtur hér í blaðinu í fréttum af félags- ráðsfundi, sem nýlega var hald- inn. Heildarsala helztu verzlun- ardeilda félagsins hafði aukizt töluvert að krónutölu, fram- leiðsla verksmiðjanna mikið vegna stóraukinnar eftirspurnar framleiðsluvaranna og ýrnsar framleiðslurvörur, sem kaupfélag- ið tekur til sölumeðferðar höfðu einnig aukizt, sérstaklega sauð- fjárafurðir. Framkvæmdastj órinn upplýsti, að hvergi væri eins ör vöxtur í Framhald á 4. síðu. að jafna aðstöðumuninn að ein- hverju leyti. Góðar gjafir. í samtali við formann félagsins, Emil Andersen, o. fl., frétti blaðið um góðar gjafir, semfélag- inu hafði borizt og óskað var að frá yrði sagt með kærri þökk frá félaginu. Gjafirnar eru þessar helztar: Vinir og nágrannar Benedikts heitins Einarssonar á Bægisá gáfu góða gjöf til minningar um' hann. Ungir piitar, Ingólfur GuS- mundsson og Baldur Eiríksson, afhentu gjöf, sem flokki þeirra hafði safnast á öskudaginn. Enn- fremur hafa margir gefið félaginu Framhald á -/. siðu. Nokkrir handunnir munir fatlaðra. Sagt um kjördæma- málið „. . . . Þvert á móti mundi skipting Reykjavíkur í til dæmis 16 eða 17 kjördæmi hafa í för með sér miklu nán- ara samband þingmanna og kjósenda en verið hefur. Þing- maður mundi miklu betur en nú vita, hvað kjósendum hans liði og eiga þess kost að greiða fyrir mörgum áhugamálum þeirra og veita einstaklingun- Um sams konar fyrirgreiðslu qg þingmenn utan af landi verða að veita sínum kjósend- um. Þetta yrði aukin vinna og umstang fyrir þingmennina, en eg þori að fullyrða, að af því yrði mikiil vinningur fyrir kjósendur." Bjarna Benediktsson, í ræðu birtri í Mbl. 24. janúar 1953.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.