Dagur - 04.03.1959, Blaðsíða 4
4
D AGUR
Miðvikudaginn 4. marz 1959
Daguk
Skrifsio!íí i ii;ilii;irMi'æii '»() — Síini '
Ki rs i JÓHi;
E R L ! \ G V R D A V í I) S S O X
Aaglvsingasiióii:
JÓN S V M f n.sso N
Árgangnrinn kjisiar kr. 75.(K)
illaíiið kciiiui Vt( á miðvikuiliigum og
iaugardöguin, þrgar efni stantla til
Cjaltltlagi t-r 1. júlí
PRENTvr.UK OIWS UJÖUNSSONAR H.V.
„Tölur og tvinnakefli“
ÍHALDSMENN vita það jafnt og aðrir menn, að
afnám núverandi kjördæma er árás á sjálfstæði
héraða og bæjarfélaga utan Reykjavíkur. Flestar
sýslur eru landfræðilegar heildir og allar sýslur
eru félagslegar og viðskiptalegar heildir eftir
langa þróun. Með fyrirhugaðri kjördæmabreyt-
ingu er verið að slíta djúpstæðar rætur félags-
og menningarlegrar hefðar. Þessi nýja stefna, sem
stjórnarflokkarnir hafa boðað, er herferð á hend-
ur dreifbýlinu. Fyrirboði hennar er þegar kunn-
ur. Hann birtist m. a. í því, að stjórnarflokkarnir
hófu upp raust sína og fonnæltu hinum miklu
framkvæmdum út um allt land, og í stað þess að
viðurkenna nauðsyn þeirra fyrir landið sem heild,
kölluðu þeir þetta pólitískar framkvæmdir. Og
þeir tautuðu í barm sér, að þetta skyldi breytast.
Hug íhaldsins þekktu menn áður, en margir voru
vantrúaðri á, að Alþýðuflokkurinn yrði skósveinn
íhaldsins á þessari ólánsgöngu. En menn verða að
trúa, hvort sem þeim er það ljúft eða leitt. Tæp-
lega væru þó stóryrði stjórnarflokkanna um póli-
tískar framkvæmdir, óhagstæðar fjárfestingar o. s.
frv. nægileg til að fullyrða nokkuð um hina nýju
stefnu. En það leið ekki á löngu áður en ákveðið
var með lögum og með samþykki allra íhalds-
manna, að taka skyldi 6 milljónir af bændum
bótalaust og hafa af þeim á annan hátt 12—15
milljónir umfram hina almennu launskerðingu.
En þetta v.ar ekki nóg fyrir þá, sem blindir eru
og bundnir á flokksklafa íhaldsins. Jafnvel ein-
staka sveitamenn eru slegnir ólæknandi blindu í
þessum efnum. Til dæmis kýs ráðsmaðurinn í
Skriðuklausíri það heldur að þjóna íhaldinu en
hagsmunum byggðanna og mælir kjördæmabreyt-
ingunni bót í síðasta „íslendingi“. Hann viður
kennir kosti hins nána sambands þingmans og
kjósenda í núverandi kjördæmum. En hann segir,
að hér sé svo mikið fámenni, að þetta komi ekki
að sök. Honum þykir kjördæmið frá Langanesi að
Oxnadalsheiði svo sem ekki stórt. Þingmennirnir
þurfi bara að vera nógu „mannblendnir“. Hann
kemur ekki auga á, að þetta komi nokkrum að
sök, nema að það verði óhægra fyrir þingmanninn
að kaupa tölur og tvinna fyrir kjósendur sína. —
Þetta er heldur óheppilegt dæmi, því að með
jafnmiklum rétti má fullyrða, að það verði óhægra
fyrir þingmanninn að útvega hafnarbætur, fisk-
iðjuver, vegi, brýr, rafmagn, lán til báta- og
skipakaupa, ræktunar og nýbýlastofnunar. Ráðs-
maðurinn gloprar því þannig óvart út úr sér, að
það sé meining núverandi ríkisstjórnar að minnka
framkvæmdir og fjárfestingu úti um land og
kreppa dálítið að dreifbýlinu. Kjördæmabreyting-
in á að skapa grundvöll þess, að hægt sé að fram-
kvæma landeyðingarstefnuna á breiðum grund-
velli, með því að koma höggi á þann flokkinn,
Framsóknarflokkinn, sem bezt hefur staðið í
ístaðinu fyrir byggðir landsins.
Fyrirætlun stjórnarflokkanna um að leggja nið-
ur gömlu kjördæmin mælist víðast illa fyrir og
hafa mörg félagasamtök birt harðorð mótmæli.
íhaldið kveinkar sér undan hverri slíkri sam-
þykkt og blað þess á Akureyri hefur birt persónu
legan skæting um kunna bændur héraðsins af
þessu tilefni. En helztu rökin eru tölur og tvinna-
kefli. Jafnvel þau rök snúast í höndum tilræðis-
mannanna.
Birgir Gunnarsson
Fæddur 20. október 1938
Dáinn 18. febrúar 1959
FÁEIN KVEÐJUORÐ
Kæri vinur. — Hve snögg eru
ekki umskiptin milli lífs og
dauða. Er eg kvaddi þig á sl.
hausti, glaðan og reifan, hvarflaði
ekki að mér, að sá fundur yrði
okkar síðasti í þessu lífi, — en nú
ert þú horfinn, -— kvaddur á burt
til æori starfa í blóma lífs þíns.
Þó að kynni okkar hafi ekki
verið löng, er þó margs að minn-
ast frá þeirn stutta tíma, sem for-
lögin höfðu ákveðið okkur til
samleiðar.
Sérstaklega man eg samleið
okkar innan Iðnnemafélags Ak-
ureyrar. Þegar ev eg kvnntist þér
varð mér ljóst' hversu óvenju
- Aðalfundiir
Framhald af 1. siðu.
framleiðslu landbúnaðarvara og í
Akureyrardeild KEA. En sam-
kvæmt skýrslu deildarformanns-
ins voru lagðir inn 578 þús. lítrar
mjólkur í Mjólkursamlag KEA á
árinu, en í fyrra aðeins 505 þús.
lítrar. Ennfremur tók KEA á
móti fast að 1300 fjár frá deild-
inni í sláturhúsi sínu.
Brynjólfur Sveinsson og Mar-
■teinn Sigurðsson voru endur-
kosnir í stjórn deildarinnar til
næstu þriggja ára. Varamenn
Þorsteinn Jónatansson og Björn
Þórðarson.
Erlingur Davíðsson var kosinn
í félagsráð og Tryggvi Þorsteins-
son varamaður.
Einn listi hafði komið fram um
kosningu fulltrúa á aðalfund
Kaupfélagsins og úrskurðaði
.kjörkjörstjórn hann löglegan.
Samkvæmt honum eru fulltrúar
81 að tölu, auk deildarformanns-
ins. En það eru of mörg nöfn upp
að telja.
Félagar í Akureyrardeild KE7A
eru nú 2428 og hafði fjölgað um
16 manns.
Reiðhjól fundið
Karlmannsreiðhjól fundið í
höfninni.
Svavar Friðriksson,
Brekkugötu 2.
iTug vantar graan
hest
5—6 vetra, merktur H í
hægri lend. Mark: Sýlt
vinstra eyra.
Helgi Iíálfdánarson,
Akureyri.
mikinn félagsþroska þú áttir að
geyma, af svo ungum manni að
vera. Félag okkar naut þinna
starfskrafta því miður alltof stutt,
en þann stutta tíma,sem þú starf-
aðir í I. N. F. A., reistir þú þér
veglegan minnisvarða meðal
þeirra, sem til þekktu.
Man eg líka þína saklausu glað-
værð og kæti, sem á augabragði
gat breytzt í festu og einurð hins
fullþroska manns.
Mörg voru þau störf, sem lágu
þér að baki, og nám þitt í mat-
reiðsluiðn tókst þú frá upphafi
föstum tökum og varst ágóðrileið
með að ljúka því þegar þú varst á
burtu kvaddur. Og að mesta
hagsmunamáli þjóðar vorrar
varst þú að vinna, er hin máttuga
hönd dauðans snart þig og félaga
þína 11 á vitaskipinu Hermóði.
Mikil og góð störf voruð þið að
vinna fyrir þjóð vora, en æðri
máttarvöld kölluðu ykkur til sín
til enn æðri starfa.
Kæri- vinur, Birgir, — ekki
munum við sjást framar í þessu
lífi, en eg veit, að þegar minn
tími kemur, munt þú standa á
bakkanum og vísa mér leiðina.
Eg þakka þér fyrir okkar sam-
verustundir, um leið og eg færi
ástvinum þínum mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Vertu sæll, kæri vinur. Við
sjáumst síðar. Iðnnemi.
-Yinnugleði....
Framliald af 1. síðu.
aðrar góðar gjafir, þótt þeir vilji
ekki láta nafns síns getið og áheit
hafa borizt.
Vinnugle'ði í þröngu húsnæði.
Fréttamaður skoðaði marga
snoturlega gerða muni úr basti,
tágum og krossviði og er þessi
föndurvinna hin skemmtilegasta.
En því miður er húsnæðið allt of
lítið, þótt það varpi ekki neinum
skugga á velvilja Alþýðuflokks-
félagsins sem léði þetta húsnæði,
enda bætti það úr brýnni þörf.
Eitt kvöld í viku safnast félagar
Sjálfsbjargar saman og vinna af
kappi, blanda geði saman og
drekka kaffisopa. 30—40 manns
sækja þessi föndurkvöld og er sú
þátttaka miklu meiri en búizt var
við í fyrstu.
í ráði mun vera, að síðar í vet-
ur verði sýning á hinum hand-
unnu munum og mönnum gefinn
kostur á því um leið, að eignast
þá fyrir sanngjarnt verð og
styrkja félagið um leið.
Stutt heimsókn á vinnustað
fatlaða fólksins gaf skýra mynd
af áhuga, gleðiblandinni vinnu og
námi þeirra, sem ekki njóta
líkamlegrar hreysti í fullum
mæli.
Sennilegt er, að bæjarstjórn
Akureyrar taki húsnæði:
hinna fötluðu til velviljaðrar at-
hugunar, méð einhvers k
úrbót í huga.
BALDUR HELGASON SJÖTUGUR
70 ára varð 11. febrúar sl. Baldur Helgason tré-
smíðameistari, Laxagötu 4, Akureyri. Hann er
fæddur í Litlagerði í Grýtubakkahreppi 11. febrúar
1889. Foreldrar hans voru hin merku hjón Sigur-
fljóð Einarsdóttir ljósmóðir og Helgi Helgason, sem
lengi bjuggu á Grund í Höfðahverfi, ættuð bæði úr
Suður-Þingeyjarsýslu.
Var Helgi mjög laginn, vegghleðslumaður ágæt-
ur og mátti segja að öll verk léki í höndum hans.
Sigurfljóð var mjög bókelsk, enda prýðilega vel
gefin kona og ljósmóðir í stóru umdæmi, öllum
Grýtubakkahr., að Fjörðum nyrðri undanskildum,
en var þó sótt þaðan og af bæjum af Flateyjardals-
heiði og af Flateyjardal, sem þá voru í byggð. Og
einu sinni eitt ísaárið. var hún sótt úr Grímsey og
var sú för allsöguleg og fræg, sem margir muna.
Sigurfljóð var elskuð og virt af öllum sem kynnt-
ust henni, því að hún var glöð og skemmtileg og
kom ætíð með sólskin og birtu á heimilin, eins og
ein kona sagði mér, sérstaklega munu hinar fátæku
konur, er hún var sótt til, hafa þótt vænt um hana,
því að hún mun oft hafa tekið litla borgun hjá
þeim. SigurfljóS andaðist hjá börnum sínum á Ak-
ureyri í janúar 1935, nær 86 ára gömul. En Helgi
maður hennar andaðist að Hvammi í Höfðahverfi í
október 1938 86 ára.
Börn þeirra, er upp komust, voru þessi: 1. Snæ-
björn, bóndi á Grund, látinn á bezta aldri 1916, frá
konu og fjórum ungum börnum; 2. Magnús H.
Lyngdal, hann var organisti í Laufáskirkju og síðar
skósmiður á Akureyri, látinn 1934, frá konu og 3
börnum; Jón, heildsali í Kaupmannahöfn, alþekkt-
ur glímu- og íþróttamaður á yngri árum; 4. Hall-
fríður, saumakona á Akureyri, hún var gift Ár-
manni Eiríkssyni, bróður Helga frá Þórustöðum,
hinum ágætasta manni, en hann lézt 2. ágúst 1915,
áttu þau einn son, en hann dó kornungur; 5. Bald-
ur, sem nú er sjötuguivÖll voru þau systkin búin
hinum beztu mannkostum. Baldur ólst upp á Grund
við venjuleg sveitastörf, var snemma bráðduglegur
og svo laginn við öll verk, að af bar. Hann varð
ráðsmaður á Grund hjá Jóhönnu Jóhannesdóttur,
mágkonu sinni, er Snæbjörn bróðir hennar lézt frá
konu og fjórum börnum 1916. Síðar var hann land-
maður við útgerð í Þorgeirsfirði og skútumaður um
hríð, 'einnig var hann við heyskap í sveitinni á
sumrum og alls staðar eftirsóttur vegna hagsýnis
og dugnaðar. Árið 1922 flutti Baldur alfarinn til
Akureyrar og hefur átt þar heima síðan. Hann
lærði trésmíði hjá Jóni Guðmundssyni trésmíða-
meistara og tók sveinspróf, stundaði hann húsa-
smíðar alllengi, en nú smíðar hann á verkstæði sínu
glugga, hurðir og ýmsar innréttingar. Konu sína,
Björgu Pálínu Sigurðardóttur, ættuð frá Austfjörð-
um, missti hann 20. sept. sl. Þau voru barnlaus, en
heimili þeirra í Laxag. 4 var alþekkt að rausn og
myndarskap. Einn son átti Baldur, Kára, sem giftur
er Guðbjörgu Björnsdóttur, og eiga þau 3 börn
uppkomin.
Baldur naut lítillar skólafræðslu eins og margir
fleiri á þeim árum, en hann er maður traustur og
svo áreiðanlegur, að af ber. Eg þakka þér, vinur, öll
okkar kynni frá fyrstu tíð síðan við vorum litlir
drengir í sveitinni okkar góðu, sem okkur þykir
báðum vænt um, og eg árna þér alls hins bezta á
ókomnum æviárum þínum.
Björn Árnason.
r "■ ig
lj llartau
mjög falleg.
Sirs
í miklu úrvali.
VERZLUNIN LONDON
Skipagötu 6. — Sími 1359.