Dagur - 04.03.1959, Blaðsíða 5

Dagur - 04.03.1959, Blaðsíða 5
Miðvikudaginn 4. marz 1959 D A G U R 5 Verða 27 kjördæmi (ögð niður meS stjórnarskrárbreytingu? Ræða Gísla Guðmundssonar, alþingismanns, á fundi Stúdentafélags Reykjavíkur 4. jan. sl. Herra fundarstjóri! Háttvirtir áheyrendur! Ég vil taka jtað fram strax, að ég mæti hér ekki sem fulltrúi Jtess stjórnmálaflokks, sem ég starfa í, enda hefir hann ekkert verið beð- inn að leggja til framsögumann á Jressum íundi. Það var stjórn Jressa félags, sem óskaði Jtess, að ég hefði liér framsögu í kvöld, ásamt öðrum manni, og leyíi ég mér að þakka Jtað ta’kifæri, sem hún liefir gefið mér til að koma skoðunum mínum á framfæri. Ég mun einkum ræða Jtann þátt málsins, sem mér finnst sjálfum mest ástæða til að ræða, en ég hirði ekki að hefja hcr, á þessum stúdentafélagsl'undi, almenna grein- argerð eða þrætur, um afstöðu í'lokka 1 þessu rnáli. Breyting -— bylting- Tilefni Jressa fundar mun fyrst og fremst vera: Tillögur Jtær sem nú eru uppi um að leggja niður öll kjördæmi landsins, nema eitt, og taka upp fá stór kjördæmi með hlutfallskosningu. En kjördæmin eru nú 28 talsins, 21 sýsla og 7 kaupstaðir. Mér er tjáð, að nafngreindur háskólamenntaður maður hér í bæ, g'ætinn og lögfróður, hafi sagt um Jtessar tillögur, Jtegar Jjær urðu kunnar: „Þetta er meira en stjörn- arskrárbreyting. Þetta er bylting.“ Og þegar ég fór að blaða í göml- um alþingistiðtndum, Jtar sent greint er frá meðférð sams konar mála, sá ég, að Jretta sama orð, orðið „bylting", hefir einnig þá komið upp í Ituga manna í sam- bandi við áfornj um afnám. hinna gömlu kjördæmá. Ég skal að svo stöddu látá Jtað liggja á milli hluta, hvort orðið „bylting" í Jjeirri merkingu, sem Jjað er oftast notað í stjórnmálum, eigi við Jtær breytingar á kjördæma- skipuninni, sem hér er um að ræða. En ég ætla að gera tilraun til að skýra ástæðuna til þess, að mörgum íslendingum hefir, fyiT og síðar, fundist breyting af Jjessu tagi, ef að lögum yrði, nálgast þjóðfélagsbylt- ingu í landinu. Vera má, að sumt, sem ég nú segi, Jjyki útúrdúr, en það stendur a. m. k. allt í beinum cða óbeinum tengsl- um við Jjetta mál. Þjóð og saga. Rétt er að veita Jjví athygli, að stofnun og tilvera ríkis er að jafn- aði — segja má alltaf — bvggð á sögulegum rökum fyrst og fremst. Sjálfstætt ríki er að jafnaði til vegna Jjcss, sem hefir verið að gcrast í landinu í langan tíma. Vegna Jjcss — oftast — að í landinu hefir skap- azt sérstök þjóð, sem byggir landið, Jjjóðmenning og Jjjóðtunga, Jjjóðar- atvinnuvegir og þjóðarstofnanir, scm vinna sér viðurkenningu. Mörg ríki hafa risið á legg í seinni tíð vegna Jjess, til viðbótar, að Jjau höfðu einlivern tíma áður verið sjálfstæð ríki, Jjótt sjálfstæðið hcfði glatast um Iengri eða skemmri tíma. Eilt Jjeirra er ísland. Af Jjessu leiðir Jjú líka, að sér- hver Jjjóð, sem stofnað hefir sjálf- stætt ríki, getur lent í hættu, ef hún helcliir þannig á- málum, að liin sögulégu riik, sem leiddu til sjálf- stæðis og ríkismyndunar, eru ekki lengur fyrir liendi. Því er Jjað, að Jjjóðareinkenni ber að varðveita, eftir Jjví sem kostur er á, og viðhlít- andi getur talizt, Jj. e. a. s. þau þjóðarcinkenni, sem máli geta skipt í Jjessu sambandi. Og hver eru þau Jjá, þessi þjóðar- einkenni íslendinga, eða þjóðararf- ur, sem gætt hefir verið eða nauð- syn ber til að gæta, Jjetta, sem að- greinir þessa Jjjóð frá öðrum þjóð- um og gerir hana að persónu meðal þjóðanna? Það er margó, og verður ekki talið svo að tæmandi sé. Ég nefni tunguna, bókmenntirnar, rím- listina, minjar og helgidóma, siði og venjur margs konar, örnefni og sögustaði. Ég nefni hina fornu at- vinnuvegi þjóðarinnar og Jjað, sem kalla mætti sambúðarhætti lánds og þjóðar — og eiginleika, sem með fólkinu búa, Jjað sem stundum eru kallaðar fornar dyggðir. Slíkt má lengi telja. Og í Jjessu sambandi vil ég nefna hið forna þjóðskipulag lslendinga, sem staðið hefir að veru- legu leyti um aldaraðir og stendur enn á sinn hátt, eins og minjar fornra mannvirkja, Jjannig að enn má kenna- svipinn sama, þótt sumt sé hrunið eða úr skorðum fært. Þetta forna þjóðskipulag, eða minj- ar Jjess, á sér enn rík ítök í ltugum fjölda manna um land allt, af Jjví að það er hluti af hinum dýrmæta Jjjóðararfi, en einnig af öðrum ástæðum, sem ég kem að síðar. Þjóðveldið og sjálfstæði héraðanna. Ég vil minna á það, að Jjjóð- veldið, sem stofnað var á Þingvöll- um árið 930, var í rauninni sam- bandsríki hinna 39 goðorða. Innau þjóðveldisins mynduðu Jjessi sömu goðorð minni sambandsríki, þingin, eu í hverju þingi voru 3 goðorð, Jjannig, að þingin voru 13 talsins, og Jjó líklega stundum raunveru- lega fleiri. Þótt öll væri Jjessi ríkis- bygging nokkuð laus í sniðurn ber ótvírætt að skoða hana á þennan hátt. Rétt er að hafa Jjað í huga alveg sérstaklega, áð öldum saman, eða allan Jjjóðveldistímann að minnsta kosti, voru smáríkin, goð- orðin og Jjingin, tiltölulega sterk- ari en ríkisheildin. í sambandsríki hinna sjálfstæðu goðorða og þinga, komust íslendingar til þroska sem Jjjóð. Og í gegnum aldirnar hefir íbúum hinna fornu byggðarlaga verið andi þjóðveldisfyrirkomulags- ins í blóð borinn. Hin sjálfstæðu goðorð voru að vísu fýrst og fremst ættasamfélög, ættaríki. Sjálfstæðisvitund þéirra byggðist þannig að verulegu leyti á uppruna landnámsmanna. En staðhættir i landinu lögðust á sömu sveif. I stóru landi lítillar þjóðar varð lítið um samgöngur á landsvísu. Fjöll, heiðar og vötn urðu að eins konar ríkislandamær- um, Jjótt öll væri Jjjóðin af sama stofni, talaði sömu tungu og ætti sér sameiginlegt Jjing á einum stað í nokkra daga einu sinni á ári. A hinum myrku öldum niður- lægingarinnar glataðist smám sant- an meira og meira af sjálfstæði ís- lendinga. Goðorð Jjau, er fyrrum áttu vorþing saman, urðu að sýsl- um, og mörkin breyttust nokkuð. Þessir lornu sjálfstæðu ríkishlutar höfðu stundum yfir sér útlenda valdsmenn. Alþingi varð svipur hjá sjón og að lokum lagt niður. Sömu leið fóru biskupsstólarnir á Skál- holti og á Hólum. En Jjað mun rnega fullyrða, að aldrei liafi sjálf- stæði héraðanna orðið minna en sjálfstæðið við Öxará. Þvert á móti. Endurreisn Alþingis. Og Jjegar að Jjví kom á 19. öld að endurreisa Alþingi og Jjar með liina fornu ríkisheild, þá var Jjað auðvitað í vitund manna ekki nerna sjálfsagt, að um leið yrði endurvak- ið sjálfstæði hinna fornu héntða. Sjált’ skyldu þau, hvert fyrir sig, velja sér iulltrúa, einn eða tvo, til að bera frant sín mál á hinu nýja AlJjingi. Hittir eldri kaupstaðir, þéttbýlislandnám nýs tíma, fengu sama rétt. Kjördæmaskipunin var reist á sögulegum rökum, í anda Jóns Sigurðssonar og samherja hans, sem jafnan töldu hin sögulegu rök duga bezt í baráttunni fyrir sjálf- stæði landsins. Sýslurnar urðu kjör- dæmi, og kjördæmin svöruðu Jjann- ig til hinna fornu þinga með Jjeim breytingum, sem d Jjeim hafði orð- ið með sögulegri þróun. Sýslurnar eru nú nokkuð fleiri en þingin, því að sýsla svarar stundum til eins eða tveggja goðorða í stað Jjriggja, eins og [jau voru í Jjingi á Jjjóðveldisöld. En liið nýja Alþingi hlaut ekki aðsetur við Öxará, heldur í Reykja- vík, og var þar með að verulegu leyti lagður grundvöllur að vexti hennar umfram aðra kaupstaði. Talið er, að Jón Sigurðsson hafi ráðið miklu urn þá ráðstöfun. Vera má, að hann hafi Jjá ekki grunað, að vöxtur Jjessa kaupstaðar myndi á næstu öld verða svo mikið stjórn- skipulagsvandamál, að til orða kæmi að svipta hinar fornu byggðir íslands sjálfstæði sínu og liefð- bundnum landsréttindum. En Jjað er einmitt Jjetta, sem mörgum, ekki sízt í héruðunum sjálfum finnst, að gert verði, ef tillögur Jjær, sem boðaðar hafa verið um afnám kjördæmanna,, ná fram að ganga. Þannig lítur fjöldi manna ttm land allt á Jjetta mál. Þess vegna finnst ýmsum, Jjjóð- skipulagsbylting í aðsigi. Ég segi: Jjví fer ekki fjarri að svo sé. Stór ríki og smá. Ur heimi nútímans bætast mönn- um ný rök í Jjessu máli. Er Jjað ekki svo, spyrja menn, að hið smæsta ríki af smáum og hið stærsta af stórum eigi hvort fyrir sig full- trúa á Jjingi hinna sameinuðu jjjóða? Fer Jjá vel á því, spyrja menn, að Jjetta smæsta ríki af smá- um, banni fámennri sýslu eða kaup- stað að senda á Jjjóðþing sitt þann eina fulltrúa, sent Jjar hefir jafnan átt sæti, á sama tíma, sem það er látið óátalið af öllum, að önnur byggðarlög eigi Jjar marga fulltrúa? Einhverjum kann að Jjykja Jjetta hláleg spurning og naumast svara verð. En ætli Jjað séu ekki líka ein- hverjir til úti í heimi, sem Jjykir Jjað hlálegt af 170 þúsund mönnum að vilja fyrir hvern mun vera sjálf- stæð Jjjóð, enda Jjótt Jjeir væru það fvrr á öldum? Smáríkið hefir sín rt»k, Jjegar til- veruréttur Jjess er dreginn í efa. Það svarar fullum hálsi, jafnvel þótt stórveldi á atómöld eigi í hlut. Allir Jjekkjum við íslendingar Jjessi rök og erum Jjeim samjjykkir. Eigum við þá ekki að hlusta, Jjégar bvggðarlag, hvort sem Jjað er sýsla eða kaupstaður, sem óskar eftir að takmarkað sjálfstæði og dýrmætur hefðbundinn réttur verði ekki frá Jjví tekinn, ber fram sömu rök? Ég segi: Jú, við eigum að hlusta. Við eigum ekki að skella við því skollaeyrum, þegar menn vilja halda rétti sínum eða lífshagsmunir eru í veði. Landssambönd og fólög. Enn má benda á hliðstæður í þessu máli. Við könnumst öll við svonefnd landssambönd margra fé- laga, stórra og smárra, hér á landi, og. landsfundi slíkra samtaka, sent hafa æðsta vald í málefnum Jjeirra. Það Jjykir yfirleitt hlýða, að hvert sambandsfélag, hversu fámennt sem það er, eigi að minnsta kosti einn fulltrúa ú slíkum fundi. Önnur eiga kannske fleiri. En litla félagið hefur tiltölulega rneiri rétt en hin. Ann- ars liefði Jjað engan rétt. Er það þá svo fráleitt, þó að fámennt liérað telji sér nauðsyn að eiga fulltrúa út af fyrir sig á þingi Jjjóðarinnar? Og er ekki nóg að fjölga þingmönnum upp í 60, eins og nú er talað um — með tilliti til fjölmennra staða? — Þarf líka að taka hina sérstiiku full- trúa af gömlu kjördæmunum? Jafnvægi í byggð landsins. En nú munu rnenn spyrja: Erti hér þá nokkrir lífshagsmunir í veði? Nú í seinni tíð hefur Jjjóðin valið sér nýtt kjörorð til viðbótar þeim, sem fyrir voru, og undir Jjetta k jör- orð hafa ménn tekið um land allt, einnig hér í Reykjavík. Þetta kjör- orð er: jafnvtrgi i byggð landsins. Það, sem felst í Jjessu kjörorði, er, að stuðlað sé að Jjvj', að þjóðin haldi áfram að byggja land sitt allt, það sem byggilegt telst, og nytji gæði Jjess sem víðast, bæði landið sjálft og miðin umhverfis það. — Þetta gerðu landn.ámsmenn í öndverðu og helguðu þjóðinni þannig þann rétt til landsins alls. sem nú er við- urkenndur af öðrum Jjjóðum. — I kjörorðinu felst það, að Jjjóðfélagið stuðli að Jjví fyrir sitt leyti, að at- vinnulíf eflist um land allt með Jjað fyrir augum, að komið verði í veg fyrir, að fólk telji sér nauðsyn að flýja átthaga sína og óðul og láta verk sín og liðinna kynslóða verða eyðileggingunni og gleymskunni að bráð. Að jjeirri stefnu, að stuðla að jafnvægi í byggð landsins, sem er raunar ekki ný stefna, hníga sterk rök, menningarleg rök, [jjóðleg rök, en einnig efnahagsleg rök. Benda má á gliigg dæmi [jess, að hún geti verið hagkvæm fyrir Jjjóðarbúskap- inn. Við rannsókn kemur í ljós, að sum fámenn sjávarþorp hafa mjög mikil framleiðsluafköst rniðað við íbúafjölda, sem meðal annars stafar af Jjví, að tiltölulega liár hundraðs- hluti íbúanna vinnur að framleiðsl- unni. Sams konar dæmi hygg ég að nefna megi úr sveitum, og af sömu ástæðum. Fyrir hina fjölmennu og vaxandi höfuðborg hefur stefna Jjessi líka sína kosti, Jjví að of mikil fjölgun í borginni skapar lítt við- ráðanleg vandamál, sem stjórnend- ur borgarinnar Jjekkja og skilja sennilega manna bezt. Andstaða gegn jafnvægis- stefnunni. Það er engin tilviljun, að einmitt um sama leyti í vetur og byrjað var að boða afnám kjördæmanna, tóku að hevrast raddir um Jjað í blöðum, sent eru hlynnt Jjessari breytingu, að ójjarflega miklu fé hafi verið varið til framkvæmda í dreifbýlinu, í sveitum eða í fámennum kaupstöð um og þorpum. A þessu þyrfti að verða breyting, sögðu Jjessar raddir í blöðunum. Og ráðið til Jjess að koma breytingunni í kring, lét ekki á sér standa. Það mun nú teljast fyrir hendi, ef Jjing og Jjjóð vill á það fallast. Með [jví að svipta sýslur og kaup- staði hinum sérstöku fulltrúum og talsmönnum, sem Jjessi byggðarlög nú hafa á Alþingi, er stórlega dreg- ið úr líkunum fyrir því, að unnið verði að jafnvægi í byggð landsins. Það, sem ég nú segi, þarf ekki skýr- ingar við. En skylt er að benda á þessa staðreynd í málinu. Til eru menn, sem frá öndverðu hafa talið jaf ívægisstefnuna ranga, menn, sem sjá ekkert athugavert við Jjað, Jjó að ilest vinnandi fólk í sjávarþorpi norður eða austur á landi verði að leita sér atvinnu annars staðar h.álft árið eða vera iðjulaust að öðrum kosti, menn sem vilja draga úr ræktun og öðrurn landbúnaðarframkvæmdum, þé> að Jjað liggi í augum uppi, að eftir stuttan tíma nægir þjóðinni ekki sú framleiðsla, sem nú er á Jjeirn 6000 jörðum, sem í sveitum landsins eru, menn, sem hneykslast ú því, að bvggt skuli hafa verið frystihús og síldarverksmiðja við cina beztu höfn Vestur-Evrópu, af Jjví að bær- inn, sem stendur við Jjessa höln, er ennjjá fámennur. Ég dreg ekki í efa, að Jjeir, sem svona hugsa, vilji þjóðinni vel á sinn hátt. Frá Jjeirra sjónarmiði er afnám kjördæmanna góð ráðstöfun. En Jjeir, sem vilja jafnvægi í byggð landsins, hafa á- stæðu til að hugsa sig um — hvar sem þeir hafa skipað sér í stjórn- málaflokk til þessa. Álit Tryggva Þórhallssonar. Tryggvi heitinn Þórliallsson, þáv. forsætisráðherra, sagði fyrir 28 ár- um: „Ég fullyrði, að núverandi kjör- dæmaskipulag hafi flutt héruðun- um titi um land hinar mestu hags-’ bætur. Þingmenn hinna einstöku kjör- dæma hafa í mörgum tilfellum ver- ið hinir allra Jjörfustu forgöngu- menn um brýnustu nauðsynjamál héraðanna. Hið nána persónulega samband, sent verður milli kjördæmisins og Jjingmannsins, sem af alhug setur sig í fylkingarbrjóst um að full- nægja réttmætum kröfum frá hér- aðsins hálfu, Jjað kemur miklu góðu til leiðar.“ Þetta sagði Tryggvi Þórhallsson árið 1931, en einnig Jjá var stefnt að afnámi kjördæmanna eins og nú. Ef kjördæmin verða lögð niður. Með afnámi kjördæmanna glatast að verulegu leyti Jjeir möguleikar sent verið hafa á samstarfi þing- manns og kjósenda. Og aðstaða Jjingmannsins til Jjess að afla sér traustrar Jjekkingar á staðháttum og Jjörfum í kjiirdæmi sínu versnar að sama skapi. Sama er að segja um aðstöðu fólks til Jjcss að skýra mál fyrir þingmanni sínum og njóta að- stoðar lians við lausn mála af ýmsu tagi, sem ekki verða leyst að fullu heima fyrir, en oft standa í beinu eða óbeinu sambandi við löggjöf eða landstjórn. Eins og nú er háttað kjördæma- skipun og hefur verið, er óhætt að fullyrða, að flestir kjördæmakosnir þingmenn verði mjög vel kunnugir í kjördæmum sínum, einkum Jjeir, sem lengi sitja á þingi fyrir sania kjiirdæmi. Margir Jjingmenn hafa frá öndverðu átt heima í kjördæm- um sínum eða alizt Jjar upp. En jafnvel þótt svo sé ekki, verður Jjó kunnugleikinn mikill. Qg á Jjennan hátt hygg ég að bezt sé fyrir Jjví séð, að Alþingi í heild öðlist staðgé)ða þekkingu á landshögum. Það var lengi siður, að [jingmaður héldi ár- lega leiðarjjing i hverjum hreppi, þar sem um sýslukjördæmi er að ræða, og nokkuð er um Jjað enn. Með liinni fyrirhuguðu nýskipan hljóta slík fundarhöld að leggjast niður með öllu. Það gefur auga leið, að í kjiir- dæmi, sem nær yfir hálfan eða heilan landsfjórðung, eins og nt'i er talað um, er mjög hætt við, að af hálfu Jjingmannanna verði minnst samband við hinar afskekktústu og fámennustu byggðir, og að Jjá verði út undan að sinna málum þeirra. Fyrir Jjær byggðir getur þetta haft meiri og alvarlegri afleiðingar en menn nti almennt gera sér grein fyrir. En einnig fyrir fólk, sem á heima í hinum fjölmennari byggð- um, getur skortur þingmanna á kunnugleika og staðarþekkingu orðið afdrifaríkur. Þingmennirnir sjálfir munu fljót lega finna hverjum erfiðleikum Jjað er bundið að vera fulltrúi fyrir stórt sameiginlegt kjördæmi margra byggðarlaga, ef rækja skal þing- mannsskyldu á svipaðan hátt og nú er gert í minna kjördæmi, og jafn- vel Jjótt Jjar verði nokkur breyting á frá því, sem nú er. — Sennilega reyna ýmsir Jjingmenn að leysa Jjennan vanda á þann hátt, að gefa aðallega eða eingöngu auga þéim málum, sem hinir aðsópsmestu flokksmenn þeirra í kjördæmi liafa Framhald á 7. síðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.