Dagur - 04.03.1959, Blaðsíða 8

Dagur - 04.03.1959, Blaðsíða 8
Baguk Miðvikudaginn 4. marz 1959 sunnudag, 8. mari r A hverjum degi flytja prestar og leikmenn ræð- ur, kórar, lúðrasveit og einsöngvarar koma fram Akureyrarkirkja rúmar 500 manns, eða aðeins einn sext- ánda hluta safnaðarins. Hún væri því alltof smá ef bæjarbúar væm kirkjuræknir og kepptust um sæti í húsi drottins hvern helgan dag. I»ó gæti hver og einn sótt 2—3 messur á ári. Reynslan er sú, að guðshús okkar er sjaldan þétt setið við guðsþjónustur. Skyldu kirkju- gestir vera yfir 50 eða svo að meðaltali? Án þess að fullyrða um tölur, er það alveg víst, að kirkjusóknin er mjög lítil að jafnaði, án nokkurs samanburðar við aðrar kirkjur. Þetta er sú staðreynd, sem mörgum góðum mönnum vekur áhyggjur. Akureyrar syngur, einsöngvari Kristinn Þorsteinsson, sálmar verða sungnir og Jakob Tryggva- son leikur útgöngulagið. Aðrir ræðumenn kirkjuvik- unnar verða: Rafn Hjaltalín, séra Sig. Haukur Guðjónsson, Hannes J. Magnússon, séra Kristján Búa- son, Jón Sigurgeirsson og séra Benjamín Kristjánsson. Að öðru leyti vísast til prent- aðrar dagskrár kirkjuvikunnar, sem dreift verður um bæinn og menn ættu að hafa með sér til kirkjunnar. Tekið verður á móti samskot- um í anddyri kirkjunnar til þess að ekki skerðist efnahagur stofn- unarinnar. Framundan eru stór verkefni, svo sem nýtt kirkjuþak, sem fyrirhugað er að gera af kopar, pípúorgel er ráðgert að kaupa og byggja þarf sáluhlið. Sennilegt er, að hæjarbúar fagni hinni fyrstu kirkjuviku á Akureyri og minnist þessara orða í 122. Davíðssálmi, Eg var glaður, er menn sögðu við mig: Göngum í hús drottins. Anna og Jón. — (Ljósmynd: Edvard Sigurgeirsson.) Skemmtilegur skólaleikur Leikfél M.A. Akureyrarprestarnir hafa sýnt áhuga í starfi, sem andlegir leið- togar, eru ungir menn og vax- andi, ástunda reglusemi og eru vinsælir borgarar. Þeir halda uppi öflugri æskulýðsstarfsemi. Að áeggjan séra Ólafs Skúla- sonar og séra Haraldar Sigmars hófu Akureyrarprestarnir, Pétur Sigurgeirsson og Kristján Ró- bertson undirbúningsstörf að nýjum þætti í kirkjulegu starfi, með kirkjuviku í huga. Þeir, ásamt sóknarnefnd Akureyrar- kirkju, leituðu til Jóns Kristins- sonar rakarameistara um að veita hinni fyrstu kirkjuviku á Akur- eyri forstöðu og tók hann það starf að sér með sínum kunna dugnaði. Fréttamenn áttu kost á því á sunnudaginn, að ræða nokkra stund við framkvæmdastjórann, prestana og formann sóknar- nefndar, Jón Þorsteinsson. Þeir lögðu áherzlu á, að kirkjuvikan væri til þess haldin að efla safn- aðarlíf með frjálsu samstarfi presta og leikmanna og mundi væntanlega auka kirkjusóknina. En árangur hennar byggðist fyrst og fremst á áhuga almennings. Á sunnudaginn kemur hefst kirkjuvikan. Þann dag er æsku- lýðsdagur þjóðkii-kjunnar. Fyrir hádegi talar Valdimar Snævarr við börnin í Akureyrarkirkju og eftir hádegi verður æskulýðs- messa. Á mánudagskvöld kl. 9 flytur Jón Kristinsson ávarp, Steindór Steindórsson og séra Sigurður Stefánsson ræður, Kirkjukór Munið ekkjuna Blaðinu hafa horizt nokkur tilmæli um, að benda fólki á nauðsyn þess, að styrkja ekkju Aðalgeirs heitins Jónssonar, sem fórst af Sléttbak í vetur. — Alvara fylgdi máli, því að í gær bárust kr. 6.500.00 í þessa nýju söfnun. Sex þús. frá Vélsm. Odda h.f. cg Sameinuðu verkst. Marz og starfsmönnum. — Enn-fremur kr. 500.00 frá N. N. — Blaðið veitir gjöfum til ekkjunnar móttöku og emnig til hinnar ahnennu söfnmiar, sem nú stendur yfir. Akureyringar læra að dansa r Kennarinn er Heiðar Astvaldsson Leikfélag Menntaskólans frumsýndi „í blíðu og stríðu“ á sunnud. við mikinn fögnuð áhorfenda Leikstjóri er Jóhann Pálsson leikari frá Rvík Um þessar mundir kennir Heiðar Ástvaldsson dans í skól- um bæjarins, og er alnienn ánægja og áhugi fyrir þessari námsgrein. Heiðar kennir bæði nemendum í Menntaskóla og Gagnfræða- skóla og gerði það einnig sl. ár. í vetur bættust svo við Barnaskóli Akureyrar og Oddeyrarskólinn. í framhaldsskólunum þykjast menn sjá nýjan og glæsilegri svip á dansleikjunum. Danskennsla er hin þarfasta, þar sem svo hagar til eins og hér, að dansinn er meginþáttur samkvæmis- og skemmtanalífsins. í skólunum er danskennslan miðuð við það, að hver nemandi, sem gerist þátt- takandi, fái 12 tíma kennslu. Á þessum tíma læra börn cg ungl- ingar furðu mikið. En fullorðnu fólki er ekkert síður þörf á leiðbeiningum. Um miðjan mánuðinn, eða 15. marz, hefjast námskeið fyrir al- menning í Landsbankasalnum, þar sem Heiðar Ástvaldsson kennir ungum og gömlum í flokkum, þó ekki innan 14 ára aldurs. En innan skamms fer hann til London til að ljúka námi við dansskóla Victor Silvester, en þar hefur hann numið undanfar- in ár við góðan orðstír. Skíðamót Akureyrar heldur áfram n. k. sunnudag. — Keppt verður í svigi öllum flokk- um karla og drengja. — Farið frá Ferðaskrifstofunni kl. 10 f. h. Menntaskólaleikurinn er ætíð nokkur viðburður í leiklistarlífi bæjarins. Hans er því beðið með nokkurri óþreyju af leikhúsunn- endum. Og af reynslu fyrirfar- andi ára, ganga menn að því sem gefnum hlut, að leikur skóla- fóiksins sé skemmtilegur. Að þessu sinni varð eitt af verkum Arthurs Watkyns íyrir valinu, og hlaut í þýðingunni nafnið „í blíðu og stríðu“. Nem- endur þýddu leikinn sjálfir. — Þessi enski gamanleikur er ekki Jóhann Pálsson leikstjóri. sérlega viðamikill að efni, en bæði fyndinn og ríkur af léttri gamansemi. Hann fjallar um æskufólk, sem langar til að gift- ast. Ástin er heit og fyrirhyggjan eins og gengur. Bónorðið fór fram í bíó. Hún sagði: „Uss. . ..“, því að það var líka spennandi, sem gerðist á tjaldinu. Svo náðu elskendurnir saman í lieilögu hjónabandi eftir hæfi- legar hindranir. En það vantaði íbúð og atvinnu. og þessir smá- munir reyna töluvert mikið á ástina.En ungt fólk yfirstígur alla örðugleika. Stórviðrin láta sig sjaldan vanta þegar ungt fólk stofnar hið mikla fyrirtæki, hjóna bandið. Það brakar í öllum máttarviðum, en eitthvað af hé- gómanum fýkur burtu. Höfund- urinn sýnir mönnum inn í hina þröngu íbúð ungu hjónanna, pardís elskendanna, hólmgöngu- völl manns og konu, vettvang tortryggni og mistaka, of mikið og náið þéttbýli og óhagstæða niðurstöðu á íjárhag heimilisins, þar sem tekjur og gjöld vilja ekki fallast í faðma. Sviðsmynd úr sjónleiknum 1 blíðu og striðu. (Ljsm.: E. Sigurgeirss.) Ekki man eg eftir því, að eg hafi séð skólaleik jafnvel leikinn og í þetta skipti. Virðist leikstjór- anum, Jóhanni Pálssyni, hafa tekizt sérlega vel að selja leikinn á svið og leiðbeina nemendunum. Þrátt fyrir dugnað og áhuga hinna ungu leikenda, mun nokkrum erfiðleikum bundið að þjálfa svona stóran hóp jafn mis- fellulaust og hér var gert. Til dæmis var framsögnin svo góð, að nær hvert orð heyrðist greini- lega og getum við sjaldan hrósað happi yfir svo góðum árangri á leiksýningum hér á Akureyri. Með stærstu hlutverkin fara Anna G. Jónasdóttir og Jón Sig- urðsson. Þau leika kærustuparið og ungu hjónin og hvílir mikið á þeirra herðum. Þeim tekst báð- um mjög vel, sérstaklega Onnu, ef á milli má sjá. Margrét Þóris- áóttir og Þorleifur Pálsson leika Framhald á 7. siðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.