Dagur - 18.03.1959, Qupperneq 1
Fylgizt með því sem gerist
hér í kringum okkur.
Kaupið Dag. — Sími 1166.
DAGUR
kemur naest út Iaugar-«
daginn 21. marz.
XLII. árg.
Akureyri, miðvikudaginn 18. marz 1959
14. tbl.
Flokksþing Framsóknarmanna mófaðisf af einhug um velferS sem
Breyting á flokkun karfaflna flesfra landsmanna
Landbúnaðarráðuneytið hefur
nýlega samþykkt nýja flokkun
kartaflna. Samkvæmt henni eru
þessi afbrigði í úrvalsflokki:
Gullauga, Rauðar íslenzkar og
Möndlukartöflur. í fyrsta flokki:
Bintje, Dir. Johanson, Eigen-
heimer, Alpha, Akkersagen,
Duke of York (Stóri Skoti),
Skán, Saga, Eva, King Edvard,
Gular íslenzkar. — Tilraunaráð
jarðræktar og Grænmetisverzlun
landbúnaðarins ákváðu þessa
nýju flokkun.
Bændur og aðrir kartöflufram-
leiðendur þurfa á hverjum tíma
að kynna sér flokkunina til þess
að geta hagað framleiðslunrii í
samræmi við hana.
Togskip
m
O í
Snæfell landaði 68 tonnum í
Hrísey á mánudaginn.
Sigurður Bjarnason landaði
hér í síðustu Viku. Aflinn var 102
tonn.
Björgvin landaði 80 tonnum
fiskjar á Dalvík fyrir helgina.
Úr setningarræðii Hermanns Jónassonar
formanns Framsóknarflokksins
Hermann Jónasson.
ureynngum fil sóm
Þegar aðsókn var mest voru á níunda hundrað í
kirkjunni, en sæti eru aðeins fyrir 500 manns
Hinir áhugasömu Akureyrar-
prestar, þeir Pétur Sigurgeirsson
og Kristján Róbertsson, gengust
fyrir kirkjuviku á Akureyri í
samráði við sóknarnefnd og aðra
áhugamenn staðarins. — Margir
prestar og óprestlærðir fluttu er-
indi, lúðrasveit, kórar og ein-
söngvarar aðstoðuðu.
Kirkjuvikan hófst 8. marz og
lauk sunnudaginn 15. marz. Hún
var fjölsótt og líkleg til að vekja
áhuga á kirkjusókn og safnaðar-
lífi. En hér á Akureyri sækja
menn lítt kirkju sína og eru
fremur tómlátir um málefni
hennar og svo mun víðar vera.
Framkvæmdastjóri kirkjuvik-
unnar var Jón Kristinsson rak-
arameistari, ungur og duglegur
Cirkus-kabarettinn kemur til Ak.
Cirkus-kabarettinn, sem und-
anfarið hefur sýnt í Reykjavík
við mikla hrifningu óhorfenda, er
væntanlegur hingað til bæjarins í
dag og mun leika listir sínar fyrir
bæjarbúa í Nýja-Bíó. Þetta er
talinn skemmtilegur kabarett, og
mun þeim, sem ekki hafa haft
Akureyrartogararnir
Svalbakur landaði hér 256
tonnum 11. þ. m. Hann kom aftur
í gærmorgun mpð bilaða tog-
vindu. Veiði hans var 70—80
tonn eftir fjögurra daga útivist.
Harðbakur landar hér væntan-
lega á morgun.
Sléttbakur er á veiðum og
Kaldbakur í slipp.
Slökkviliðið kallað út
Það sem af er þessum mánuði
hefur slökkviliðið verið kallað út
7 sinnum. Ekki hafa þó orðið
stórfelldir brunar hér í bæ. —
Geymsluskúr brann í Glerár-
hverfi, í Skipagötu kviknaði í
rusli að húsabaki og bifrpið
skemmdist nokkuð af eldi, auk
þess sem áður er getið.
tækifæri til að sjá cirkus-atriði,
gefast kostur á að verða ánýstár-
legri sýningu í dag og á morgun.
Á fimmtudagskvöldið verður svo
dansleikur að Hótel KEA og
munu cirkus-meyjarnar Gitta og
Lena skemmta á dansleiknum, —
Lions-klúbbur Akureyrar hef-
ur haft forgöngu um að fá þessa
skemmtikrafta hingað.
áhugamaður, og fórst honum hið
vandasama verk mjög vel.
Sem dæmi um aðsóknina voru
á níunda hundrað manns í kirkj-
unni ó föstudaginn. En sæti eru
aðeins fyrir 500 manns.
Erindi þau, sem flutt voru á
kii-kjuvikunni, þóttu flest hin
merkustu, og þessi fyrsta norð-
lenzka kirkjuvika var Akureyr-
ingum til sóma.
JON IvRISTINSSON
framkvæmdastj. kirkjuvikunnar.
, ("Ljósm.: Herm. Ingimarsson.)
f upphafi ræðu sinnar drap
form. á nokkra helztu þætti
stjórnmálanna og þróun þeirra
undanfarið. Kostnaður við fram-
leiðsluna árið 1956 var orðinn
meiri en hún gat staðið undir og
var stöðvun yfirvofandi. Sjálf-
stæðismenn vildu greiða dýrtíð-
ina niður eftir þörfum, án þess að
til þess væri aflað tekna, fyrr en
eftir kosningar. Þá átti, sagði
ræðumaður, að beita nákvæm-
lega sömu aðferðinni og nú er
viðhöfð: Borga niður verðið og
(fjlækka með því vísitöluna eftir
þörfum. Og í stað þess að afla
tekna, sem til þarf er stofnað til
vanskilavíxla á laun. En þær
vanskilaskuldir á síðar að inn-
heimta með álögum á þjóðina
eftir kosningar. Þessa pólitík var
Framsóknarflokkurinn ófáanleg-
ur til að fallast á árið 1956 og
hann var það einnig nú í vetur.
Þessar vinnuaðferðir, sem eg
leyfi mér að kalla sviksamlegar
við þjóðina, leiða auðvitað fyrr
en varir að þeirri staðreynd, að
teknanna verður að afla og
greiða öll gjöld, sem stofnað hef-
ur verið til, hvort sem stofnað er
til þeirra með niðurgreiðslu, út-
flutningsuppbótum eða gengis-
breytingu.
Áróðursbragð.
Þá minnti Hermann Jónasson á
þann áróður Sjálfstæðisflokksins,
að ekki sé hægt að stjórna land-
inu nema með sjálfstæðum meiri
hluta. Sjálfur ynni sá flokkur að
því að tryggja sér áframhaldandi
samstarf Alþýðuflokksins eftir
næstu kosningar, svo augljóst
sem verða mætti. Þetta gerði
hann vegna þess að hann vissi að
hann fengi ekki meirihluta.
Réttlát laun.
Við Framsóknarmenn, sagði
ræðumaður, höfum haft og höf-
um þá stcfnu, að hver sá maður,
sem vinnur nauðsynleg störf í
þjóðféíaginu, eigi að hafa eins
góð kjör og framleiðslan og þjóð-
artckjur geta staðið undir. AHt
annað álítum við siðferðilega
rangt og þjóðhagslega skaðlegt.
Ef kaupið er hærra en fram-
leiðslan getur greitt til langframa
stöðvast hún, öUum til tjóns og
ekki sízt vinnustéttunum.
Ef þjóðfélagið skerst í leikinn
og hjálpar framleiðslunni til þess
að hún stöðvist ekki eða hefji
rekstur að nýju — verður að gera
það með álögum á þjóðina. Þær
koma oft þungt niður á þeim
efnaminni — og þannig er tekið
aftur það, sem verkamenn og
aðrir launamenn fengu umfram
það, sem var til að skipta.
Sjálfstæðisflokkurinn sýnir nýtt
andlit.
Eins og menn muna hefur
Sjálfstæðisflokkurinn talið það
höfuðsynd hjá Sósíalistaflokkn-
um og bezt sýna og sanna, að hér
væri á ferð kommúnistaflokkur,
sem ekkert liti á þjóðarhag, að
sósíalistar hafi notað yfirráð sín
yfir verkalýðshreyfingunni til
þess að halda uppi verkföllum og
hækka kaup meira en framleiðsl-
an hafi getað þolað. Þessi vinnu-
brögð töldu þeir ganga landráð-
um næst, og um annað var ekki
meira skrifað í blöðum Sjálf-
stæðisflokksins, þangað til fyrr-
verandi ríkisstjórn tók við völd-
um. En þá breyttist skyndilega
tónninn. SjáKstæðisflokkurinn sá
sér leik á borði. Honum var það
auðvitað Ijóst, að vinnusamn-
ingar voru til skamms tíma,
vinnulöggjöfin ófullkomin, verka
lýðshreyfingin óvön öðrum
vinnubrögðum en að taka þær
hækkanir, sem henni buðust
mestar, án tillits til annárs, og að
Framhald d 5. siðu.
Heimsfrægur skíða-
kappi kemur til Ak.
Á morgun kemur til Akureyr-
ar austurrískur skíðakappi,
Zimmermann að nafni, og æfir
hann skíðamenn Akureyringa
fram að Skíðamóti íslands. Hann
fer svo með Akureyringum til
Siglufjarðar og leggur brautir á
Landsmótinu. — Zimmermann
kemur hingað til lands á vegum
S. K. í. og mun hann þjálfa 10—
15 beztu skíðamenn landsins í
mánaðartíma. Fyrsta hálfa mán-
uðinn fer þjálfunin fram á Akur-
eyri, en síðan verður farið til
ísafjarðar og þjálfað þar í hálfan
mánuð.
Á kirkjuvikunni. — (Ljósniynd: Hermann Ingimarsson.)
Næsti bændaklúbbs-
funclur
verður haldinn að Hótel KEA
mánudaginn 23. þ. m. og hefst
kl. 9 e. h. — Búnaðarþingsfull-
trúarnir, Garðar Halldórsson
og Ketill Guðjónsson, scgja frá