Dagur - 25.03.1959, Page 2

Dagur - 25.03.1959, Page 2
2 DAGUK Miðvikudaginn 25. marz 1959 Stærsta kosningamálið í kosningunum í sumar verður barizt um kjördæmamálið eitt. Framsóknarflokkurinn er eini málsvari jafnvægisstefnunnar um byggð landsins MINNKAR HLUTUR ALÞÝÐUBANDALAGSINS? Blöð Alþýðubandalagsins skrifuðu lengi vel lítið um kjördæmamálið, sem verið hcfur aðalumræðuefni póli- tískra blaða síðan .um nýár. Þegar Alþýðuflokkurinn myndaði minnihlutastjórn sína undir verndarvæng Sjálfstæð- isflokksins í desember, virtust stuðningsf lokkar ríkisst jórn - arinnar ganga út frá því sem gefnu, að Alþýðubandalagið myndi skilyrðislítið ljá kjör- dæmatillögum stjórnarinnar þingfylgi. Hitt er þó sannast inála, að Alþýðubandálagið hefur enn ekki skýrt og ákveðið markað stefnu sína í inálinu, og er enn ekki AL- VEG ljóst, hversu fer um stuðning bandalagsins við kjördæmatillögur stjórnar- innar, þótt höfuðsmenn Sjálf- stæðisflokksins geri nú harða hríð að Einars-arminum um opinberan stuðning við þær. Vegast bersýnilega á ýmsir hagsmunir innan Alþýðu- bandalagsins, og hlýtur það að mega sín nokkurs, að ekki er annað sýnna en tillögumar miði til MINNKANDI hlut- fallslegs þingstyrks Alþýðu- bandalagsins, miðað við þá þingmannaf jölgun, sem gert er ráð fyrir, jafnvel þótt þeir kæmu til með að bæta við sig einum þingmanni eða tveimur frá bví sem nú er. ANDSTAÐAN. Margir Alþýðupbandalags- meim, ejnkum úti um land, eru andvígir hinum fyrirhug- uðu breytingum, enda er þeim það ljóst, sem öðrum, er byggja hin dreifðu héruð landsins, í sveit og við sjó, að minnkað áhrifavald þessara staða á landsmálin cr sízt til velfarnaðar afkomu og cfna- hag íbúa hcraðanna, og gildir cinu hvaða stjórnmálaflokki hver fylgir eða hefur fylgt. Verði stefnunni um alhliða uppbyggingu landsbyggðar- innar snúið við, er sýnt hvert stefnir um tilveru þcss fólks, sem þar býr og vill búa. Það cr því ljóst, að cinu öruggu málsvarar jafnréttisstcfnunnar milli héraða um áhrif á lands- málin eru Framsóknarm. Þessu verður gefinn gaumur af þeim, sem ganga til kosninga á næsta sumri, og því munu Framsóknarmenn ótrauðir leggja út í þá baráttu, sem framundan cr. Oft hafa þeir barizt fyrir stórum niálum, en sennilega aldrei stærra máli en nú. Sú staðreynd mun vcita Framsóknarflokknuin þrek til þeirrar sóknar, sem Ieiðir til sigurs. Því verður ekki trúað, að fólkið í landinu sé svo tröllsligað af FLOKKS- ÁRÓÐRI, að það láti sér úr greipum ganga þann helga rétt, sem því er gefinn með núverandi grundvallarskipu- lagi kjördæmanna, þar sem byggt er á héraðaskiptingunni, scm frá fornu fari hefur verið meginundirstaða hins íslenzka þjóðræðis. TRÚIN Á LANDIÐ. Hötuðmunurinn á stefnu Framsóknarflokksins og ann- arra flokka í kjördæmamál- inu er öllum augljós. Fram- sóknarflokkurinn byggir stefnu sína á rétti livers hér- aðs til þess að hafa áhrif á sérmál sín og til þess að eiga sem rýmst ítök í stjórn lands- ins. Framsóknarmenn líta svo á, að allt byggilcgt land á ís- Iandi beri að vernda fyrir eyðmgu, og þeir telja, að sá hluti landsins, sem nú virðist byggilegur, sé ekki svo stór, að þjóðin liafi efni á að af- rækja einn einasta blctt. Ef íslendingar vilja halda eignar- yfirráðum yfir landi sínu, ber þeim siðferðileg skylda til þess að nytja það. Framsóknar- menn telja, að ört vaxandi þjóð megi ekki missa neins í af Iandi sínu, og þeir eru sannfærðir um, að sú upp- byggingarstefna, sem þeir liafa boðað í rúm 40 ár, er í fyllsta samræmi við vonir og óskir allra þjóðhollra og óspilltra fslendinga frá fyrstu tið. Framsóknarmcnn trúa á landið, og þeir trúa á landið ALLT. Þeir vita, að hvert hérað hefur sína kosti, eitt er til þessa lagað og annað hins. Héruð kunna að vera fáinenn, cn hvaða hérað á íslandi er svo illa sett, að það sé ekki fullkomlega sjálfu sér nógt um framleiðslu og þátttöku í cigin velfarnaði og sameiginlegum velfarnaði þjóðarinnar allrar? Skilar sú fjárfesting, sem fer til uppbyggingar í sveit og við sjó úti í héruðum landsins minni arði í þjóðarbúið, en sú, sem á sér stað t. d. í Reykja- vík, að henni ólastaðri? Spyrja má þeirrar spurningar, hvort þau héruð, sem nú er ætlað að svipta fulltrúarétti sínum á Alþingi, leggi hlutfallslega minna til þjóðarbúsins til út- flutnings cða innanlands- neyzlu en höfuðborgin, sem ein á að njóta þeirrar náðar að eiga sérstaka málsvara á lög- gjafarsamkomu þjóðarinnar. Er ekki eðlilegra að taka nokkurt tillit til svarsins við þcssari spurningu, þegar framtíðarskipan kjördæma er ákveðin í stað þess að líta á höfðatölu og tímabundið flokksfylgi eitt satnan, svo sem nú er stefna ríkisstjórnarinnar og þeirra flokka, sem hana styðja? Flokkssjónarmið Það er haft á orði meðal andstæðinga Framsóknar- flokksins, að barátta flokksins fyrir viðhaldi þess grundvall- ar kjördæmaskipunarimiar, sem* ávallt hefur verið, sé sprottin af flokkssjónarmiðum einum saman. Þetta er lítil- fjörlegur áróður og á sér ENGAN stað í raunveruleikan um. Ef Framsóknarmenn ættu sér ekki æðri markmið en þau að reka flokk sinn sem feng- sælt veiðitæki, í líkingu við hcntistefnuflokk þann, sem nefnist Sjálfstæðisflokkur, þá væri e. t. v. engu óheppilegra fyrir Framsóknarmenn að dansa með í þeim Hrunadansi, sem íhaldið og fylgiflokkar þess hafa stofnað til í sam- bandi við kjördæmamálið. Framsóknarflokkurinn er víða áhrifamikill í kaupstöðum landsins, og þau áhrif fara sí- vaxandi. Þó að Alþýðuflokks- menn saki kjördæmaskipun- ina um vesaldóm flokks þeirra, þá er varla sannleiks- kom í þeirri ásökun. I þeim kjördæmum, sem sannanlega hefðu átt að liggja vel við boðun fagnaðarerindis sósíal- demókratanna, hefur allt sig- ið á ógæfuhlið fyrir þeim, af því að flokkurinn var sjálfum sér sundurþykkur, forystulít- ill og úrræðalaus um mörg mál, þegar á liólminn var komið. Sú var tíðin, að Al- þýðuflokksmenn áttu þing- menn í nær öllum kaupstöð- um landsins, cn nú er allt á hangandi hári, að þeir fái einn mann kjörinn, hvað þá meira. Ekki getur það verið kjördæmaskipunin, sem riðið hefur fylgi Alþýðuflokksins á Akureyri, fsafirði, Hafnarfirði, Reykjavík, Seyðisfirði, Nes- kaupstað, Ólafsfirði (og víð- ar) til þess, sem í neðra býr! Nei, Alþýðuflokkurinn gat ckki Iifað, af því að hugsjónir hans gleymdust og í öðru lagi af því, að hann þoldi einhvern veginn ekki íslenzka stað- hætti! Þess vegna er það framkvæmd flokkssjónarmiða af verstu tegund, þegar Al- þýðuflokkurinn boðar stjóni- arskrárbreytingu sem hefur það eina markmið að bjarga vesaling sínum frá hordauða, sem honum er búinn vegna sjálfskaparvítis sundur- þykkrar forystu og þeirrar augljósu staðreyndar, að flokkurinn var aldrei og hef- Framhald á 4. síðu. Sfefán Jónsson Brímnesi i MINNINGARORÐ Þó að kunnugt væri, að Stefán á Brimnesi gengi ekki heill til skógar hin síðari ár og væri síð- ustu vikurnar nokkru lakari, þá kom dánarfregn hans mörgum á óvart. Svo fór mér að minnsta kosti.Eg kom heim til hans stuttu áður en kallið kom og var hann þá glaður og reifur og gætti þess ekki, að senn væru dagarnir taldir. Þó grunar mig, að það hafi ekki komið honum óvænt, svo var kveðja hans, er leiðir skildu. Stefán á Brimnesi fæddist 9. október 1884 og andaðist 8. marz sl. Foreldrar hans voru þau Jón Sigurðsson og Ragnhildur Baldvinsdóttir, búandi hjón á Brimnesi við Dalvík, dugmikil og merk hjón. Lítt eru mér kunnug uppvaxt- arár Stefáns. Vafálaust hefur hann vanizt jöfnum höndum land vinnu og sjávarstörfum. Þykir mér þó ekki ólíklegt að hugur hans hafi meira hneigzt að sjón- um. Til þess bendir meðal annars að um tvítugusaldur fer Stefán til Reykjavíkur og stundar nám í Stýrimannaskólanum. Að loknu prófi stundar hann sjóinn um skeið, og gerist þá, að eg held, formaður. En brátt breytir hann um og verður síldarmatsmaður. Síðar tekur hann að sér að stjórna útibúi á Dalvík, sem Höpfnersverzlun setti á fót. Sá hann þá einnig um útgerð, sem verzlunin rak á Dalvík nokkurn tíma. Snemma keypti Stefán jörð'ina Brimnes, fæðingarstað sinn, og hóf þar búskap og mikl- ar framkvæmdir, bæði í ræktun og húsabótum. Rak hann búskap þar til fyrir nokkrum árum, að tengdasonur hans tók við jörð- inni. Á þessum árum átti Stefán ætíð bát, sem hann hélt stundum út; Oft skrapp" hðTih'ájalfúr á'sj"ó' og gerði það raunar alla tíð. Hafði hanh' iriikið yndi af þeim sjóferðum,- Eins og vænta mátti hlaut Stefáni að verða falin ýmis trún- aðarstörf. Hann var gjaldkeri Sparisjóðs Svarfdæla yfir þrjátíu ár. Umboðsmaður Brunabótafé- lags íslands meir en aldarfjórð- ung. Þá gegndi hann gjaldkera- störfum við Sjúkrasamlag Svarf- dæla uin mörg ár. Öllum þessum störfum sinnti hann til æviloka. Auk þessa sat hann í mörgum nefndum lengri eða skemmri tíma, svo sem hreppsnefnd, skóla nefnd og sóknarnefnd. Af því, sem talið, má sjá að hér var um meira en meðalmann að ræða og að tiltrú og traust hlaut sá að hafa, sem kallaður var til svo margháttaðra verkefna. Stef- án var mikill vinnugarpur og naut þess að vinna. Hann hlífði sér því hvergi. Var furðulegt hverju hann afkastaði, þó að vanheilsa væri komin til sögu. En sú mikla leikni og öryggi, sem einkenndi störf Stefáns gerðu hann mikilvirkan. Þó var ekki kastað að neinu höndum. Allt var unnið af stakri kostgæfni og samvizkusemi og þurfti enginn að efa, að því, sem Stefán tók að sér, var vel borgið. Störf Stefáns voru á þá lund, að allir íbúar Svarfaðardals, sem komnir voru af æskuskeiði, hlutu að hafa meira og minna saman við hann að sælda. En innheimta peninga er sízt vel fallin til að afla velvildar og peningamiðlun er vandaverk. En fullyrða má, að einmitt með þessum störfum tókst Stefáni að ávinna sér hlýju og þakklæti sveitunga sinna. Hann kunni það lag að krefja án hroka eða harðneskju og galzt þó ekki verr. Og fáir hafa áreið- anlega borið brigður á heiðar- leika og háttvísi Stcfáns í útlán- um við Sparisjóð Svarfdæla. Það vissu allir að gerð var úrlausn ef hægt var og enginn mannamunur viðhafður. Nú að leikslokum þakka Svarf- dælingar Stefáni fyrir verkin hans, og þó sérstaklega fyrir starf hans við sparisjóðinn, sem hann rækti af frábærri alúð eins og allt annað, enda óx og efldist sjóður- inn stórlega í Stefáns höndum. Honum þótti líka áreiðanlega vænt um sjóðinn. Stefán á Brimnesi var vel greindur. Hann hafði stórbrotna skaphöfn, sem honum tókst venjulega að stilla til hófs. En brygðist það var hann fús að bjóða sætt og bæta fyrir það, sem ofsagt kunni að vera. Hjálpfús var Stefán og hjartahlýr, enda hafði hann ríka samúð með þeim, sem örlögin léku grátt. En ckki flíkaði hann því, þó að hann rétti öðrum hönd og reyndist þeim sannur vinur. Stefán var mjög gestrisinn. Var gott að koma á heimili hans, því að höfðingsskapur og hlýleiki réð þar ríkjum. Þá var Stefán einnig skemmtilegur í samræð- um, kunni frá mörgu broslegu að segja og var fróður um fyrri tíð- ar hætti og atburði. Stefán var maður heilsteyptur og traustur, og laus við alla yfir- borðsmennsku. Hann var vinfast- ur og trygglyndur og brást sízt begar á í'cyiidi.-Hann vár prúð- mannlegur í " framkomu og hátt- vís og naut vinsælda og velvildar fjöldans. Jörð sinni- og byggðar- lagi unni hann af heilum huga og vann hvoru tveggja af fullum heilindum meðan leyft var. Stefán var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Eyvöru Tímóteusar- dóttur, missti hann eftir mjög stufta sámbúð. Eignúðúst'þ'au tvö" sonu. Seinni konp Stefáns, Anna Olafsdóttir, lifir mann sinn. Eina dóttur áttu þau. Báðar konurnar voru mikilhæfar. Ilefur Anna í þrjátíu og sex ár staðið við hlið manns síns og verið honum ör- uggur og bezti förunautur. ÖIl eru börn Stefáns mannvænleg, hafa gifzt og eignast afkvæmi. Eg, sem rita þessi fátæklegu orð, kynntist ekki Stefáni fyrr en eg var fulltíða maður. Leiðir okkar lágu saman, er eg var kennari á Dalvík og hann yfir- boðari minn og prófdómari við skólann. Eftir það urðu kynni okkar náin á fleiri sviðum. Er það sannast, að eg mat Stefán því meir, sem eg þekkti hann betur. Okkar skipti urðu snurðulaus og ánægjuleg af hans hendi. Hann reyndist mér ávallt bez.ti drengur og vinur. Fyrir það er mér ljúft og skylt að þakka. Það er næsta erfitt að sætta sig við, að Stefán sé horfinn, hættur að sitja í skrifstofu sinni og leysa erindi sveitunga sinna. En veru- leikanum verð'ur ekki breytt. Eftir er söknuðurinn og minning- arnar um dáðríkan samferða- mann og þakklæti fyrir stóra dagsverkið. Eg votta konu hans, börn- um hans og öllu skylduliði dýpstu samúð mína. Vertu sæll, vinur. Megi lífsins sól lýsa þér á leiðum eilífðar- innar. Helgi Símonarson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.