Dagur - 25.03.1959, Síða 8
8
Dagur
Miðvikudaginn 25. marz 1959
«í*®J
Kemur hingað til é skrifa sögur
„Til þ ess að geta skrifað nútímasögur þarf mað-
ur að standa föstum fótum í þeirri fortíð, sem ól
mann og fóstraði,“ segir Indriði G. Þorsteinsson
Indriði G. Þorsteinsson rithöf-
undur hefur dvalið á Akureyri
undanfarnar vikur. Hann er einn
þeirra yngri höfunda, sem mesta
athygli hafa vakið síðustu árin
og er óþarft að kynna hann les-
endum Dags í löngu máli. Þess
skal þó geta, að hann er skag-
firzkrar ættar, fæddur að Gilhaga
í Lýtingsstaðahreppi og er 32 ára.
Atvikin höguðu því svo, að Indr-
iði fluttist til Akureyrar þegar
hann var naumast kominn af
barnsaldri.
Hann stundaði vegavinnu í
Öxnadal, hjá Marinó frá Mold-
haugum, var ræsir á Oddeyri og
barði með priki í glugga síldar-
kvenna þegar skip kom að landi,
starfaði við heildverzlun Val-
garðs Stefánssonar í tvö ár og ók
bifreiðum á Stefni og hjá Kr.
Kristjánssyni, svo að eitthvað sé
nefnt, og flutti svo til Reykjavík-
ur eins og hendir margan góðan
manninn.
Árið 1951 hóf hann blaða-
mennskustörf hjá Tímanum og
hefur unnið þar síðan, að nokkr-
um mánuðum undanskyldum, er
hann hefur fengið frí til ferðalaga
og annarra ritstarfa. Indriði er
kvæntur og eiga þau hjón ungan
son.
En það er ekkert sérstakt um
þessi atriði umfram það, sem
segja má um fjölda manns og
þarf vissulega meira til, að verða
landskunnur. En segja má, að
þeirri frægð hafi hann fyrst náð
í smásagnakeppni Samvinnunnar.
Þar hlaut hann fyrstu verðlaun
fyrir „Blástör", sem mörgum
varð hneykslunarhella, en öllum
eftirminnileg. En síðan hefur
hann skrifað bækurnar: Sælu-
vika, Sjötíu og níu af stöðinni og
Þeir sem guðirnir elska. — Allar
þykja þessar bækur bera vott mn
rithöfundahæfileika.
Blaðið náði tali af Indriða G.
Þorsteinssyni fyrir helgina og fer
samtalið hér á eftir:
Hvað ertu búinn að vera lengi
hér á Akureyri?
Síðan seint í janúar eða um
hálfan annan mánuð.
Og hvað ertu að gera, ef eg má
vera svo forvitinn?
Eg er að þreifa fyrir mér um
næsta verk, segir Indriði. Eg veit
ekki hvenær það kemur fram í
dagsljósið. Einu sinni var það
ætlunin, að það kæmi út næsta
haust. En það er ekkert hægt að
Sfegja um það á þessu stigi.
Er þetta skáldsaga eða smá-
sögur?
Þetta á að verða saga, og efnið
er sótt nokkuð aftur í tímann og
gerist að mestu leyti í sveit. Það
hefur verið að brjótazt í mér und
anfarin tvö ár að minnast þeirra
Sextugur. Gunnar Jónsson
skipasmíðameistai’i verður sextug
ur 1. apríl næstkomandi. Gunnar
flutti til Kópavogs fyrir nokkrum
árum og býr nú í Kópavogsbraut
50.
tímamóta, sem urðu við hernám-
ið. Þá lauk merkum þætti í þjóð-
lífinu, sem aldrei kemur aftur.
Til þess að geta skrifað nútíma-
sögur þarf maður að standa föst-
um fótum í þeirri fortíð, sem ól
mann og fóstraði, að minnsta
kosti þurfum við að skilja hana
til að átta okkur á þróúninni og
okkur sjálfum. En það er eríitt
viðfangsefni að skrifa slík eftir-
mæli um gamla tímann, sem þó
er svo nærri okkur, að ekki þarf
nema 20 ár eða svo aftur í tím-
Indriði G. Þorsteinsson.
ann til að virða fyrir sér gjör-
ólíka veröld.
Hversu vel miðar verkinu?
Blessaður vertu. Þetta vill
renna út úr höndunum á manni
og stundum kemst maður á hví-
líkar villigötur, að það er hrein
tilviljun að komast klakklaust til
baka, ef maður þá kemst það
nokkurn tíma. Þér að segja er
bókin að mestu óskrifuð ennþá.
Efnið hefur sótt fast á mig í ein
tvö ár. Þótt eg hafi töluvert unn-
ið að því nú um skeið, eru margir
þættir enn í lausu lofti og guð
má vita hvenær mér tekst að
halda þeim öllum í hendi mér svo
að eg geti lokið verkinu.
Hvers vegna skrifar þú hér
fremur en á öðrum stöðum?
Hér er þægilegt og rólegt og
svo er þetta mitt annað fæðing-
arpláss. Hér lauk eg við „Sjötíu
og níu af stöðinni“ og mér gafst
það ágætlega. Hér er vinnufriður
og svo er bráðnauðsynlegt að
fara eitthvað og slíta sig úr
tengslum við hið venjulega um-
hverfi. Annars vill það verða
margt, sem truflar og svo verður
maður að nenna að vinna þegar
maður tekur sig upp frá heimili
sinu og umhverfi til þess eins að
skrifa. Fyrir mig er Akureyri
alveg sérstök. Eg get labbað til
gamalla kunningja og vinnufé-
laga, rifjað upp gömul kynni,
jafnvel gripið í skák og brýnt þá
á gömlum ævintýrum.
Hvernig finnst þér bæjarbrag-
urinn í höfuðstað Norðurlands?
Fyrst og fremst setja skólarnir
sinn svip á bæinn á vetrum.
Andrúmsloftið er gott, bæði
þægilegt óg vinsamlegt. Það er
miklu betra fyrir rithöfund að
vinna á Akureyri heldur en í
þeim bæjum, þar sem allt er á
öðrum endanum og allir hrærast
í viðskiptum og stórframkvæmd-
um. Eg hef aldrei orðið var við
hinn „þunga bæjarbrag“, sem
sumir eru að tala um. Hér er
hægt að vera í friði. Hér þarf
enginn að drekka brennivín ef
hann ekki vill það sjálfur og hér
þarf enginn ferðamaður að vera
hræddur um, að einhver slúbert
ráðist að sér með hávaða og
handapati. Sumu ferðafólki finnst
það vera látið of mikið í friði hér
á Akureyri. En það er kurteisi og
annað ekki. Hins vegar sakna eg
þess, hve lítið er af snjó hér í
vetur. í gamla daga var hér snjór,
logn og frost langtímum saman
og þannig finnst mér að Akur-
eyri eigi að vera á þessum tíma
árs. Það er líka skemmtilega
gagnstætt Reykjavík.
Er það rétt, að þú sért í þann
veginn að halda heim?
Já, segir Indriði, eg fer heim
um helgina og þá byrja eg bráð-
lega að starfa við Tímann á ný.
Eg gríp nú myndavélina og rit-
höfundurinn strýkiir vilmundar-
Framhald á 5. síðu.
EGON ZIMMERMANN.
(Ljósmynd: E. D.).
Austurrískur skíða-
kappi þjálfar hér
Hingað kom um helgina
austurríski skíðamaðurinn Egon
Zimmermann, einn af beztu svig-
mönnum heims. Hér þjálfar hann
nokkra beztu svigmenn landsins
um hálfsmánaðar skeið.
Zimmermann telur Hlíðarfjall,
í nágrenni skíðahótelsins, hið
ákjósanlegasta skíðaland fyrir
svig og brun og þar er nægur
snjór.
Aðalfundur Skógrækfarfélags Ak.
Skógræktarfél. Akureyrar hélt
aðalfund sinn föstud. 20. þ. m. að
Geislagötu 5.
Formaður flutti skýrslu stjórn-
arinnar. Tala félagsmanna er nú
rúmlega hálft sjötta hundrað. —
Gróðursettar höfðu verið 32 þús-
und plöntur í landi félagsins að
Kjarna, eða rúmlega það, sem
áætlað hafði verið. Sjálfboðaliðar
við gróðursetningu voru alls um
560 og var þátttaka meiri en
nokkru sinni áður. Flutti for-
maður félagsmönnum og öðrum
bæjarbúum þakkir fyrir góða lið-
veizlu.
Karlakórinn frá Álasundi, sem
var í söngför hér sl. vor, færði
Akureyri að gjöf 2 þúsund trjá-
plöntur og gróðursettu þær.
Framkvæmdastjóri félagsins,
Ármann Dalmannsson, skýrði
fjárhagsáætlun þá, er stjórnin
lagði fram á fundinum. Sam-
kvæmt henni er gert ráð fyrir að
gróðursetja 30 þús. pl. næsta
sumar.
Bæjarstjórn AIí. hefur hækkað
framlag til skógræktarfélagsins
og er hækkunin bundin við það,
að ráðnir séu 10—15 drengir úr
bænum yfir gróðursetningar-
tímabilið. Gert er ráð fyrir, að
þeir séu á aldrinum 12—14 ára.
Skógræktarfélag Akureyrar er
stærsta og mikilvirkasta deildin
innan Skógræktarfélags Eyfirð-
inga. Síðan 1952 hefur hún gróð-
ursett í land sitt að Kjarna á
annað hundrað þúsund pl. Einnig
hefur hún gróðursett í brekkurn-
ar í Akureyrarbæ rúml. 10 þús.
pl. Verður sennilega gróðursett
eitthvað í þær næsta vor. Sérstök
brekkunefnd er starfandi innan
félagsins og er Jón Kristjánsson
formaður hennar.
f stjórn Skógræktarfélags Ak-
ureyringa eru nú: Tryggvi Þor-
steinsson, form., Hannes J.
Magnússon, ritari, Marteinn Sig-
urðsson, gjaldkeri, og meðstjórn-
endur: Árni Bjarnarson, Árni
Björnsson, Árni Jónsson og Sig.
0. Björnsson.
V erkalýðsmey jan
Þegar Vísir birti stefnuyfirlýs-
ingu Sjálfstæðisflokksins, þá stóð
þar m. a. að flokkurinn vildi hafa
vingott samstarf við verkalýðs-
hreyfinguna. Þá varð þingmanni
Suður-Þingeyinga, Karli Krist-
jánssyni, þessi vísa af munni:
Dansar öfugt út á hlið
íhaldið með brosi nýju.
Kýs að eiga vingott við
verklýðsmeyna Emilíu.
Þegar Morgunblaðið birti
stefnuyfirlýsinguna var orðið
„vingott" fellt niður.
TOCARARNIR
Sléttbaliur landaði sl. mánudag
á Akureyri. Aflinn var 250 tonn.
Harðbakur landaði 210 tonnum
18. þ. m.
TOGSKIPIN
Súlan landaði á Akureyri í gær
45 tonnum.
Snæfell landaði 45—50 tonnum
í Hrísey og Dalvík í gær.
Ingvar Guðjónsson landaði í
gær á Hjalteyri 40—50 tonnum.
Björgvin landaði 62 tonnum í
Dalvík í gær.
Sigurður Bjarnason landaði
hér 44 tonnum á föstudaginn.
„Við ljóðalindir“
Út er komin ný Ijóðabók eftir
prófessor Richard Beck, „Við
Ijóðálindir".
Ljóð þessa nafnkunna fræði-
manns hafa víða birzt í blöðum
og tímaritum og árið 1929 kom
út dálítið ljóðakver eftir hann,
„Ljóðmál“.
RICHARD BECK.
Afgreiðslu hinnar nýju ljóða-
bókar, „Við ljóðalindir“, annast
Árni Bjarnarsonar bókaútgefandi
á Akureyri.
Sextug
ur
Hannes J. Magnússon skóla-
stjóri á Akureyri varð sextugur
á sunnudaginn var, 22. þ. m.
Hans verður nánar getið hér í
blaðinu innan skamms.
Andlátsfregn
Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup
á Akureyri, andaðist sl. laugar-
dag, 21. þ. m., eftir langvarandi
veikindi, 68 ára að aldri.
Þessi ær heitir Kruiruna og er ein af þessum léttlyndu. — Myndin
tekin fyrir nokkriun dögum. — (Ljósmynd: E. D.).