Dagur - 02.04.1959, Blaðsíða 4

Dagur - 02.04.1959, Blaðsíða 4
4 D A G U R Fimmtudaginn 2. apríl 1959 Dagur Skrifstolii i llafnarstrii'ti 9(1 — Sími litifi ímSiJÓHI: E R L i N r. V H D A V í I) S S (> X Attjjl ývi»irja<t j«>i i: JÓN SAMfEI.SSON Ánjanp;tirti>n kosiar kr. 75.IK) Hl.iAÍA kcmiir út á iniðsikiirfögnm og latij;:irrl<ij>Miii, |ii-!>:ir rlni si;sn<la lil. - <• j.ilililagi <1 I. júli HHENTVF.RK 01)1)5 UjÖRNSSONAR H.F. „Við reynum að gera of mikið of fljótt“ VILHJÁLMUR ÞÓR aðalbankastjóri lauk ræðu sinni frá 20. marz, er reikningar Seðlabankans voru staðfestir, með þessum orðum: „Ein alvarlegasta afleiðing verðbólgunnar og hins óhóflega kapphlaups um framkvæmdir og fjárfestingu undanfarin ár hefur verið sífelldur greiðsluhalli við útlönd. Á árinu 1958 varð enn verulegur halli á greiðslujöfnuðinum, en þó ekki fullt eins mikill og árin tvö á undan. Samkvæmt lauslegum áætlunum virðist greiðsluhallinn hafa orðið um 140 milljónir á móti 166 milljónum árið 1957. Þessi halli hefði þó orðið ennþá meiri, ef ekki hefði verið um að ræða stranga skömmtun á gjaldeyri. Greiðsluhallinn var jafnaður fyrst og fremst með erlendum lántökum, er námu alls 174 millj. kr. samkvæmt bráðabirgðauppgjöri, en jaínframt rýrnaði gjaldeyrisstaða bankanna um 28 miilj. kr., þegar ekki eru meðtaldar ábyrgðir og greiðslu- skuldbindingar. Stöðug skuldasöfnun hefur óhjá- kvæmilega í för með sér sívaxandi byrði vaxta og afborgana af erlendum lánum. Á árinu 1958 námu slíkar greiðslur 89 millj. kr., en útlit er fyrir, að á þessu ári nemi vextir og afborganir 129 millj. kr., og eru þar þó ekki meðtaldar afborganir af E.U.P. skuld, sem enn er ekki samið um. Þær greiðslur geta numið 10—15 millj. kr. á árinu. Heildarskuldir landsins eru um síðustu áramót 861 millj. kr. Augljóst virðist vera, að ekki er æskilegt að auka þær fram úr þessu nema til mjög gj aldeyris-sparandi framkvæmda. Samkvæmt áætlunum, sem gerðar hafa verið um greiðslujöfnuðinn á þessu ári, virðist enn útlit fyrir mjög mikinn greiðsluhalla, sem jafna verður með erlendum lánum, ef fást. Búast má við, að þessi halli verði raunverulega meiri en á síðasta ári. Engin von er því til þess, að hægt verði að full- nægja eftirspum eftir erlendum gjaldeyri neitt nærri því til fulls að óbreyttum aðstæðum inn- anlands. Seðlabankinn hefur þess vegna beitt sér fyrir því, að gerðar yrðu sem rækilegastar áætl- anir um úthlutun gjaldeyris á árinu til þess að forðast vandræði og tryggja sem bezta notkun þess gjaldeyris, sem til ráðstöfunar getur orðið. Slík áætlun hefur nú verið gerð af viðskiptamála- ráðuneytinu í samvinnu við Seðlabankann og aðra aðila, sem um framkvæmd þessara mála fjalla. Áð lokum þykir mér rétt enn einu sinni að benda á, að öll þessi vandræði okkar, verðbólga, ofþensla í efnahagskerfi, gjaldeyrisskortur og vaxandi skuldabyrði við útlönd, allt stafar þetrta af því, að við flýtum okkur of mikið. — Við reyn- um að gera of mikið of fljótt. Til þess að draga úr kapphlaupinu um fjárfest- ingu, til þess að minnka eyðslu, til þess að auka sparnað er umfram allt nauðsynlegt að skapa meiri tiltrú til gildis okkar eigin peninga og skapa jafnvægi milli verðlags hér á landi og í nágranna- löndum okkar. Eins og framtekið var hér áður, geta bankar og sparisjóðir ekki lánað, eins og þeir hafa gert fyr- irfarandi, ekki lánað meira en orðið er, nema þeir fái aukna peninga til umráða, en það verður vart nema sparisjóðsinnstæður aukist. Það er því sérstök aðkallandi þörf að gera ráðstafanir til þess, að svo verði. Þær peningalegu aðgerðir, sem hægt er að grípa til með það fyrir augum að bæta hág sparifjáreigenda og til aukn- ingar sparifjár, ætla eg að séu tvær líklegastar, önnur sú að verðtryggja spariféð, og sé verð- trygging bundin við gull eða annan verðmæli, sem telja verð- ur álíka öruggan, hin leiðin að hækka vexti verulega um stund- arsakir, meðan verið er að skapa jafnvægi í efnahagsmálum okkar, eða báðar leiðir séu farnar sam- tímis. Aðkallandi, varanlegar aðgerð- ir í efnahagsmálum eru búnar að dragast of lengi. Þær mega ekki dragast mikið lengur. Það er því von mín, að sem fyrst verði hafizt handa um að laga þann grund- völl, sem efnahagskerfi okkar byggist á, svo að hægt verði að horfa með meira öryggi til kom- andi ára en nú er. Það er trú mín, að hvaða ríkis- stjórn og stjórnmálaleiðtogar, sem koma til fólksins og skýra því frá, hvað gera þurfi, skýri frá, að -hvaða marki er stefnt, muni fá bæði skilning og stuðn- ing fólksins til aðgerðanna. Fyrir allar stéttir, fyrir alla menn í þessu landi, er það að mínum dómi vinningur, að gerð- ar séu hið allra fyrsta ráðstafanir, sem leggja grundvöll að auknu trausti, að vaxandi trú á fram- tíðina.“ Ólafur Kristjánsson KVEÐJUORÐ Þann 15. nóvember sl. andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri Olafur Kristjánsson, tré- smíðameistari, frá Sveinsstöðum í Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði. Var hann jarðsunginn frá Akur- eyrarkirkju 22. s. m. af séra Sig- urði Stefánssyni á Möðruvöllum, að viðstöddu fjölmenni gamalla sveitunga, vina óg venzlamanna úr Skagafirði og af Akureyri. Ólafur fæddist á Ke’ldulandi í Akrahreppi þann 15. júní 1884, og var því á 75. aldursári er hann ézt. Eigi er ætlunin með línum þessum að rekja ætt og æviatriði Ólafs heitins, því að það hefur áður verið gert í ágætri minning- argrein, í Degi 20. des. sl., af Birni Egilssyni. Ber því aðeins að skoða þessa stuttu grein sem minninga- og kveðjuörð frá mér og mínum til hins látna öðlings- -manns. Kynni mín af Ólafi hófust ekki að ráði fyrr en um það leyti, er hann kvæntist síðari konu sinni, Guðlaugu Egilsdóttur, og settist að á Sveinsstöðum, um 1932, en þar var heimili þeirra yfir 20 ár, eða til 1955, þó að eigi dveldu þau þar að staðaldri hin síðari ár. Vorum við hjónin strax tíðir gestir á heimili þeirra, og nutum þá, og ætíð síðan, gestrisni þeirra, hlýhugar og einlægrar vináttu, sem aldrei hefur fallið á hinn minnsti skuggi. Mér er Ólafur minnisstæður frá fyrstu sýn. Það mun hafa ver- ið veturinn 1913, að hann kom með smíðaháöld sín og dvaldi um tíma á bemskuheimili mínu við smíðar. — En þá um vorið flutti hann frá Ábæ að Glæsibæ og dvaldi langdvölum í Út-Skaga- firði, ásamt konu sinni, Lilju Jó- hannesdóttur, og einkadóttur þeirra, Ólínu, sem er gift og bú- sett á Sauðárkróki. Mér var að vísu ekki eins ljóst þá, eins og síðar, hvílíkur afburða smiður hann var. Það var nautn að sjá hann vinna að smíðum. Hann fór sér að engu óðslega, en hvert handtak var sem hnitmið- að, óskeikult, ákveðið og traust. Viðarkubbarnir komu nákvæm- lega réttir, hver með sinni lögun, úr höndum hans og skipuðu hver sitt sæti, unz smíðisgripurinn — hvort sem það var gluggi, marg- brotin spjaldahurð, búshlutur eða eitthvað annað — stóð full- skapaður, eins og ein samgróin heild, sléttur, fagur og sam- skeytalaus að sjá. Slíkir voru smíðisgripir Ólafs. Frábærlega traustir, stilhreinir og vandaðir. Mér hefur fundizt þeir. orka á mann með sterkum, föstum, sér- kennilega listrænum, og þó per- sónulegum blæ, eins og gæddir töfrum frá sál smiðsins sjálfs. — Það var raunar sama, hvaða störf Ólafur vann. í þeim öllum spegl- aðist hagsýni, snyrtimennska, vandvirkni, nýtni og samvizku- semi. Eigi þarf að undra, þó að Ólaf- ur heitinn væri eftirsóttur smið- ur. Enda má telja að smíðar — aðallega hús'asmíðar — yrðu að- alævistarfið, þó að hann stundaði búskap öðrum þræði, og einnig vegavinnu hin síðari ár, áður en heilsan bilaði. Hann hafði yfir- umsjón með og byggði fjöld. íbúðarhúsa í Skagafirði, auk kirkna og annarra bygginga. Hér í Lýtingsstaðahreppi mun hann hafa stjórnað og unnið að endur byggingu fleiri bæja og býla en nokkur annár maður. Enda mun minning hans hér lengi lifa. Síðustu árin, sem þau hjón dvöldu hér í hreppi, eða frá 1952 —1955, fói' heilsu Ólafs hnign andi, svo að hann gat eigi unnið erfiðisvinnu að staðaldri. Samdist þá svo um, að hann tæki að sér daglega umsjón með heimavist- arbarnaskóla hreppsins, Steins- staðaskóla, jafnframt því að hann kenndi þar. smíðar, en þá var kona hans þar ráðskona heima- vistar. Þetta starf lætur lítið yfi sér, en er þó meira virði en margan grunar, sé það rækt af árvökulli samvizkusemi og ósér plægni eins og þarna var gert. - Handtökin urðu ótrúlega mörg. og margt lagfært. — Jafnframt kom hann þarna upp vísi að verkfærasafni til smíðakennslu Smíðaði t. d. sjálfur hefilbekk er hann gaf skólanum. Unnu þau hjónin bæði þarna mjög þakkar- verð störf, enda söknuðu þeirra margir, er þau urðu að flj'tjast burtu. Ólafur var mjög hægur maður. yfirlætislaus, fáskiptinn og dul- ur, og tók vanalega lítt þátt orðræðum manna, og allra sízt ef hávaði og skvaldur fór fram kringum hann. En hann hlustaði þeim mun betur, og lagði sitt eig- Framhald á 7. síðu. Hjálmar beztur samanlagt KA og Þór sáu um mótið Akureyrarfélögin, KA og Þór, gengust fyrir skíðakeppnum um páskana, fyrir skíðamenn þá, sem hér hafa dvalið við æfingar undir Vetrar- Ólympíuleikana. Einnig tóku þátt í mótunum all- margir aðrir skíðamenn, sem hingað voru komnir á leið til Siglufjarðar á Skíðalandsmótið. Veður var hið ákjósanlegasta keppnisdagana og áhoi'fendur margir. — Úrslit urðu þessi: Svig karla {25 keppendur): — 1. Kristinn Bene- diktsson, ís., 70,4. —- 2. Hjálmai' Stefánsson, A., 72,4. — 3. Hákon Ólafsson, S., 73,7. — 4. Stefán Kristjánsson, R., 74,2. — 5. Árni Sigurðsson, í., 74.7. — 6. Bragi Hjartarson, A., 75,3. Svig kvenna: — 1. Marta B. Guðmundsdóttir, R., 46,1. — 2. Eirný Sæmundsdóttir, R., 73,1. Drengjasvig, 12 og 15 ára flokka, unnu Smárl Sigurðsson og Magnús Ingólfsson úr KA. Stórsvig karla (28 keppendur): — 1. Stefán Kristjánsson, R., 75,3. — 2. Úlfar Skæringsson, R., 75.8. — 3. Hjálmar Stefánsson, A., 76,4. — 4. Einar V. Kristjánsson, f., 76,5. — 5. Kristinn Benedikts- son, í., 76,7. — 6. Hákon Ólafsson, S., 77,0. Stórsvig kvenna: — 1. Marta B. Guðmundsdótt- ir, R., 48,3. — 2. Lilja Sigurðardóttir, S., 54,6. Stórsvig drengja, 12 og 15 ára fl., unnu Smári Sigurðsson, KA, og Björn Guðmundsson, Ólafsfirði. f flokkakeppni í svigi (3ja manna sveitir) voru 3 sveitir dæmdai' úr leik, en B-sveit Akureyringa og A-sveit Reykvíkinga luku keppninni og sigruðu Reykvíkingar á 412,5 sek., en Ak. 420,6. Beztu ein- staklingst.mar voru þessir: 1. Einar Valur 115,1. — 2. Hjálmar Stef. 116,0. — 3. Úlfar Skæringss. 116,9. — 4. Valdimar Örnólfss. 123,3. — 5. Kristinn Bene- diktss. 125,0. — 6. Sigtryggur Sigtryggsson 125,1. Austurríski skíðakappinn, E. Zimmermann, seru stjórnar Olympíuæfingunum, tók þátt í mótinu og: vann með miklum yfirburðum svigið á 64,0 og stór- svigið á 68,3. Þjálfarinn er nú á förum til ísafjarð- ar, þar sem þjálfuninni verður haldið áfram, og lík— lega haldin 1—2 reynslumót svipuð þessu, og mun verða tekið mikið tillit til þeirra við endanlegt val á þeim, sem keppa eiga fyrir íslands hönd á Olym- píuleikunum, sem verða í Squaw Valley í Banda- ríkjunum 18.—28. febrúar 1960. íslandsmeistararnir frá sl. ári, Eysteinn Þórðai'- son og Magnús Guðmundsson, gátu hvorugur tekið þátt í þessu móti, sem að öðru leyti var skipað flestum af beztu skíðamönnum fslands. Reykvík- ingarnir virðast ekki vera í mikilli æfingu nú, enda mun hafa verið snjólítið hjá þeim í vetur, hins veg- ar hafa þeir Hjálmar og Kristinn með þessari ör- uggu frammistöðu mjög aukið á líkurnar fyrir þvf að verða valdir í Ólympíulið íslands, verði 5—6 menn sendii’. ÞANKAR OG ÞYÐINGAR Tekjur. Á síðasta ári höfðu langflestir Kaupmannahafnarbúar frá 8—12 þús. króna árstekjur. Einn hafði meira ert milljón króna tekjur það ár. Ekki er þess getið, Iiver hann var, né hve mikla skatta hann þurfti að greiða. Varðskip. Dönsku varðskipin „Heimdal“ og „Holger danske“ eru orðin gömul og úrelt. Nú ætla Danir að byggja tvö ný í þeirra stað, og verða tvær þyrlur með í hvoru skipi. Er varðskipum þessum einkum ætlað að verja landhelgi Færeyja og Grænlands. . Hvar skyldi blessunin hún „Fylla" gamla vera? Ráðlegging. Þegar þú vilt að börn þín heyri alls ekki það, sem þú segir, þá skaltu látast vera að tala við þau í áminn- ingartón.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.