Dagur - 02.04.1959, Blaðsíða 5
Fimmtudaginn 2. apríl 1959
D A G U R
5
Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup,
andaðist hinn 21. marz sl. í
Fjóroungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri, og í dag, 2. apríl, verður út-
för hans gerð frá Akureyrar-
kirkju. Með honum er fallinn í
valinn foringi hinnar norðlenzku
kirkju og einn svipmesti per-
sónuleiki íslenzku kh-kjunnar á
þéssari öld. íslenzka kirkjan, og
þá ekki sízt söfnuðir Akureyrar-
prestakalls, blessa minningu hins
látna hirðis og þakka af hjarta
stöi’f hans og líf.
Friðrik J. Rafnar fæddist að
Hrafnagili í Eyjafirði 14. dag fe-
brúarmánaðar 1891. Foreldrar
hans voru hjónin Jónas prófastur
og síðar kennari Jónasson og
Þórunn Stefánsdóttir. Séra Jónas
á Hrafnagili var fæddur Eyfirð-
ingur, sonur hjónanna Jónasar
Jónssonar, bónda og læknis, sem
lengi bjó að Tunguhálsi í Skaga-
firði, og Guðríðar Jónasdóttur
bónda á Halldórsstöðum í Eyja-
firði. Þórunn, móðir séra Frið-
riks, var frá Hlöðutúni í Borgar-
firði, dóttir Stefáns bónda þar
Péturssonar Ottesens, sýslu-
manns á Geitaskarði.
Friðrik ólst upp í foreldrahús-
um til fermingaraldurs. Settist
hann í ■ fyrsta bekk Gagnfræða-
skólans hér á Akureyri, en hætti
þar fljótt námi og réðist sem
skrifstofumaður hjá verzlunar-
húsinu G. Gíslason & Hay í Leith
í Skotlandi. Var ætlunin, að hann
menntaðist í verzlunarfræðum og
aflaði sér lífsstöðu á þann hátt.
Dvalarár Friðriks í Skotlandi
urðu þrjú, og reyndust þau hon-
um heilladrjúgur skóli á margan
hátt. Hann lauk prófi í bókhaldi
frá Leith Academy, en hitt var
þó ekki síður mikils virði, hve
honum jókst þekking og þrosid
við kynni af erlendum þjóðum
og menningu. Vorið 1908 fluttist
hann til Reykjavíkur og vann á
skrifstofu sama firma þar.
En nú vaknaði menntaþráin að
nýju. Ákvað Friðrik að segja
skilið við verzlunarbrautina, og
haustið 1908 settist hann í þriðja
bekk Gagnfræðaskólans á Akur-
eyri og lauk þaðan gagnfi’æða-
prófi vorið 1909. Stúdentsprófi
lauk hann frá Menntaskólanum í
Reykjavík vorið 1912. Hafði hann
þó verið lengst af utanskóla og
stundaði ýmiss konar vinnu til
sjós og lands með náminu.
Candidatus theoligiae varð hann
frá Háskóla íslands vorið 1915.
Næsta ár stundaði hann skrif-
stofustörf í Reykjavík, en 23. maí
1916 var hann settur prestur í
Utskálaprestakalli og vígður
prestsvígslu 1. júní sama ár af
Þórhalli biskupi Bjarnarsyni.
Veitingu fyrir Útskálaprestakalli
fékk hann 3. janúar 1917 að und-
angenginni kosningu.
Haustið 1927 var hann kosinn
sóknarprestur á Akureyri og
fékk veitingu fyrir því kalli 23.
nóv. sama ár. Hann var skipaður
vígslubiskup Hólastiftis 4. júlí
1937, og 29. ágúst sama ár var
hann vígður biskupsvígslu í hinni
fornu dómkirkju að Hólum af1
Jóni biskupi Helgasyni. Prófastur
í Eyjafjarðarprófastsdæmi var
hann frá 1. jan. 1941. Haustið
1954 lét hann af störfum vegna
heilsubrests.
Árið 1916 kvæntist hann eftir-
lifandi konu sinni Ásdísi Guð-
laugsdóttur bæjarfógeta og
sýslumanns á Akureyri Guð-
mundssonar. Varð þeim ekki
barna auðið, en ólu upp þrjú
fósturbörn.
Lífsstarf séra Friðriks var
mikið og margþætt, og mætti
margt um það segja. Verður hér
þó stiklað á stói’u, því að svo
mikið var starfsþrek séra Frið-
riks og afköst meðan heilsa hans
entist, að erfitt yrði upp að telja.
Séra Friðrik vakti snemma at-
hygli''vegna fjölþættra hæfileika
sinna, mannkosta og glæsi-
mennsku. Varð hann frábærlega
ástsæll af sóknarbörnum sínum á
Útskálum, og alltaf var hann
tengdur þeim stöðvum traustum
böndum minninga og tryggðar.
Sama raun varð á hér á Akur-
eyri. Naut hann óskoraðrar virð-
ingar og vinsælda hér, enda var
kostgæfnj hans í embætti með
fádæmum. Akureyri var stórt
prestakall, þegar séra Friðrik tók
við því, en var í örum vexti öll
hans prestsskaparár, og verka-
hringurinn varð því stöðugt
stærri og. umfangsmeiri. Má það
furðulegt telja hve miklu séra
Friðrik afkastaði og hve vel hann
rækti sitt umfangsmikla embætti.
Hef eg fáa menn þekkt, sem bet-
ur kunnu að skipuleggja starf sitt
og vinnutíma. Oll hans prests-
verk einkenndust af formfestu og
fágaðri prúðmennsku. Hann var
gáfaður predikari, djúphugull og
málsnjall. Vel var hann til for-
ingja fallinn í kirkjumálum,
stefnufastur og sókndjarfur, en
gætinn og íhugull. Sem yfirboð-
ari og prófastur var hann sem
bezti faðir, og til hans var ávallt
gott ráð að sækja.
Fyrir utan sín umfangsmiklu,
kirkjulegu embættisstörf hafði
séra Friðrik mörg önnur trúnað-
arstörf á hendi, bæði í ýmsum
nefndum Prestafélags íslands, í
mörgum félagasamtökum öðrum
og fyrir sveitarfélög og bæ, bæði
syðra og hér nyrðra. Aldrei átti
séra Friðrik svo annríkt, að hann
leysti ekki öll þessi aukastörf af
hendi af einstakri alúð og sam-
vizkusemi.
Hann gaf sér einnig tíma til að
sinna ritstörfum, enda lét honum
það mjög vel, eins og hann átti
kyn til. Hann skrifaði fagurt mál,
framsetningin ljós og skýr.
Séra Friðrik gleymist trauðla
þeim, sem af honum höfðu ein-
hver kynni. í mínum augum var
hann bæði sem maður og kirkju-
höfðingi svo sérstæður persónu-
leiki, að hann verður.mér ávallt
sem dæmi traustleika og sannrar
tignarmennsku. Aldrei sá eg
Friðriki bregða, hvað sem á'
dundi. Svo mikið vald hafði hann
yfir sjálfum sér, og svo mikil var
innri ró hans. Trú hans var djúp,
sönn og einlæg. Hann var dul-
hyggjumaður í orðsms fegurstu
merkingu.
Sárara var það en tárum tæki,
hve þetta íturvaxna hraustmenni
þurfti lengi að glíma við erfiðan
sjúkdóm. í gegnum þá eldraun
gekk séra Friðrik með aðdáan-
legu þreki. Nú er þeirri glímu
lokið. Með brosi á vör hvarf hann
til fundar við sinn upprisna
drottin.
í veikindastríðinu naut séra
Friðrik frábærrar umhyggju og
elsku konu sinnar. Frú Ásdís
hefur alltaf verið manni sínum
samhent og tók lifandi þátt í
starfi hans. En aldrei hefur Ásdís
verið stærri í hlutverki sínu en
nú hin síðustu ár reynslunnar.
Ásamt fósturdótturinni, sem allt-
af hefur verið heima, vakti hún
yfir ástvini sínum. Þeim báðum
og ástvinunum öllum sé blessun
og þökk fyrir tryggð þeirra og
fórnfýsi.
Þegar séra Friðrik tók bisk-
upsvígslu, benti Jón biskup
Helgason á það í vígsluræðu, að
aðeins einn biskup hefði áðui-
borið þetta nafn hér norðanlands,
en það var Friðrik biskup af
Saxlandi, sem hingað kom í trú-
boðserindum með Þorvaldi hin-
um víðförla. Um þann Friðrik
segja heimildir, að hann hafi
verið manna postullegastur í
anda. Hinn nýlátni nafni hans bar
einnig merki sannrar, andlegrar
tignar í sínum postuladómi.
Prestastétt Norðurlands þakkar
hinum fallna foringja vegsögu
hans og líf hans allt. Sjálfur
þakka ég vináttu og föðurlega al-
úð hans í gegnum öll okkar
kynni, en þau hófust, er eg var
tveggja ára gamall.
Akureyri kveður í dag sinn
horfna hirði og blessar minningu
hans. Kynslóðir koma og fara.
Kirkjunnar þjónar koma og fara.
En kirkjan lifir.
Kristján Róbertsson.
Ársþing í. B. A. hefst í kvöld
kl. 8.20 í félagsheimilinu í
íþróttahúsinu.
Fermingarböm í
5. apríl kl. lí
Drengir:
Axel Gíslason, Munkaþverávstræti 35.
Baldur Á. Kristjánsson, Mýraveg 118.
Baldur S. Tómasson. Gránufélagsg. 55.
Bragi Sigfússon, Eyrarlandsholti.
Freysteinn Bjarnason, Þingvallastr. 28.
Friðbjörn l’. Jónsson, Fífilbrekku.
Geir Gunnarsson, Aðalstr;rti 20.
Guðm. FI. Arnaldsson, Þingvallastr. 22.
Gunnar Ellertsson, Hafnarstræti 84.
Haraldur Karlsson, Möðruvallastr. 7.
Hermann G. Guðmundsson, Hafn. 49.
Hólmst. Sn. Rósbergsson, Rauðam. 17.
Hreinn Einarsson, Hafnarstr. 77.
Jóhann K. Sigurðsson, Munkaþvstr. 32.
Jón Hl. Áskelssorr, Þingvallastr. 34.
Jón V. Björgvinsson. Hafnarstr. 103.
Karl Magnús Karlsson, Hafnarstr. 07.
Númi Friðriksson, Norðurgötu 41.
Ólafur Gunnarsson, Gránufélagsg. 23.
óli Guðm. Jóhannsson, Engim. 12.
Páll Bergsson, Austurbyggð 4.
Sigtryggur B. Antonsson, Ránarg. 6.
Sigurgeir Soebeck, Hrafnagilsstr. 10.
Snæbjörn Þórðarson. Ránargötu 12.
Stefán Asgrímsson, Munkaþvstr. 37.
Vilhjálmur Björnsson, Austurbyggð 5.
Þórarinn Stefánsson. Gránufélagsg. 11.
Þórir Sigurbjörnsson, Þingvallastr. 39.
Þorstcinn l’étursson, Gleráreyrum 2.
Þorvaldur V. Magnússon, Hmstr. 20.
Ævar Guðmundsson, Hmstr. 28.
- Frá Ólafsfirði
Framhald af 8. siðu.
anlands, og sá 5. er heima og
stundar togveiðar. Auk þess eru
svo tveir minni dekkbátar og all-
margar trillur. Síðast en ekki sízt
eiga Olafsfirðingar einn þriðja
hluta í togaranum Norðlendingi.
En hann hefur aðeins lagt einu
sinni upp í Olafsfirði á þessu ári
og kom þá með 253 tonn af fiski.
Er mikið byggt?
Á sl. ári var lokið byggingu
fjögurra íbúðarhúsa og viðbætur
við eldri hús, auk þess íbúðarhús
handa bæjarfógeta. Félagsheimili
er í byggingu og á að vinna mik-
ið að því á þessu ári. Frammi í
sveit var félagsheimilið Hring-
ver stórlega endurbætt og stækk-
að og ráðgerð er bygging margra
íbúðarhúsa á þessu ári.
Félagslífið?
Því er svo háttað hjá okkur, að
eftir áramót ár hvert, fer unga
fólkið til Suðurlandsverstöðva og
er félagslífið þá í nokkrum mol-
um. Þó starfar slysavarnadeild
kvenna og kvenfélagið af fullum
krafti. Félögin eru auðvitað fjöl-
mörg eins og tíðkast annars
staðar.
Og þið hafið prest og lækni?
Já, roskinn lækni en ungan
prest, og sem betur fer er að-
sóknin meiri hjá hinum síðar-
nefnda, og segir það sína sögu um
heilsufarið annars vegar og hins
vegar áhuga fyrir trúmálum. —
Kirkjan er mjög vel sótt ogerþað
víst meira en hægt er að segja
sums staðar annars staðar og auk
þess eru barnaguðsþjónustur á
hverjum sunnudegi. Sóknar-
presturinn er séra Kristján Búa-
son.
—o—
Blaðið þakkar viðtalið og óskar
þess að það geti sem fyrst sagt
fréttir af fullgerðum akvegi frá
Olafsfirði, kröftugum fiskigöng-
um, auknu athafnalífi og nýjum
atvinnutækjum. — E. D.
Ákureyrarkirkju
fyrir hádegi
S t ú 1 k u r :
Aðalbjörg Kristjánsdóttir, Ásabyggð 4.
Alma Kristín Möller, Oddagötu 11.
Ásdís M. Björnsdóttir, Aðalstræti 4.
Rjörg Rafnar, Asabyggð 5.
Dóróthea K. Valgarðsdóttir, Brún.
Gerður Árnadóttir, Goðabvggð 14.
Gréta M. Karlsdóttir, Jaðri.
Ingunn Baldursdóttir. Laxagötu 7.
Kolbrún Sigurðardóttir, Hrafnag. 34.
Regína Axelsdóttir, Gránnfélagsg. 20.
Sigríður K. Jónasdóttir, Lundarg. 11.
Snjólaug Þóroddscíóttir, Lyngholti 9.
Solveig Erlendsdóttir, Byggðav. 138 A.
Þórey P. Karlsdóttir, Hríseyjarg. 9.
Þrúður Kr. Hjartardóttir, Vökuv. 1.
- Delerium bubonis
Framhald af 8. síðu.
skáldið kemur til sögunnar og
vinnur ástir Margrétar. En atvik-
in greiddu þráðinn á gamalkunn-
an hátt og allt féll í ljúfa löð. —
Ástarsenur unga fólksins eru
mjög léttar, hispurslausar og
spaugilegar, og á Oðinn þar góð-
an hlut að.
Frú Pálína Gunnlaugsdóttir
leikur Siggu vinnukonu mjög
sómasamlega. En þetta hlutverk
gefur lítið svigrúm.
Guðmundur Ólafsson leikur
hið skeggjaða atomskáld, Undór
Andmar, af mikilli kímni og þó
án allra öfga. Höfundum virðist
vera fremur illa við þessa mann-
gerð og það er meira en fyrirgef-
ið. Undór er eitthvert sambland
af venjulegum manni og hálfvita,
og er hann, í meðferð Guðmund-
ar Ólafssonar, æði spaugilegur
upp á að sjá. og eftir að líta.
Guðmundur Gunnarsson leikur
Einar í Einiberjarunni. Einar er
ennþá slungnari og harðvítugri
fjárglæframaður en Ægir Ó og
jafnvægismálaráðherrann og
túlkar Guðmundur þessa mann-
gerð á kröftugan og hispurslaus-
an hátt. Lítið hlutverk en vel af
hendi leyst.
Kjartan Ólafsson leikur Gunn-
ar Hámundarson bílstjóra af
mikilli hógværð.
í sjónleiknum Delerium bubon-
is er mikið af skemmtilegum
söngvum og var sérstaklega vel
með þá farið og án undantekn-
inga. Lyfti það leiknum mjög
mikið.
Líklega verða menn ekki vitr-
ari eða betri af því að horfa á
þennan sjónleik Leikfélags Ak-
ureyrar. En hin skarpa ádeila höf
undanna er vafin svo mikilli
gamansemi að hún hneykslar
engan. Og það er einmitt þessi
gamansemi og fyndni, sem ber
leikinn uppi og gerir hann eftir-
sóknarverðan, enda fjölsóttan, í
Reykjavík að minnsta kosti. —
Óhætt er að ráðleggja fólki að sjá
þennan söngva- og gamanleik.
Leiktjöldin málaði Aðaisteinn
Vestmann af mikilli smekkvísi.
E. D.
Stúkan Ísafold-Fjallkonan nr. 1
heldur fund fimmtudaginn 2. þ.
m. kl. 8.30 e. h. í Landsbanka-
salnum. Vígsla nýliða. Systra-
kvöld. Fjölbreytt skemmtiatriði
og dans. Bræðurnir sérstaklega
boðnir á fundinn. Mætið vel og
stundvíslega. — Æðstitemplar.