Dagur - 02.04.1959, Blaðsíða 2
2
D A G U R
Fimnitudaginn 2. apríl 195?
Fjórir menn eiga samanlagl stærri skuidlausa
eigsi en SíSP sem er saniband 30 þús. manna
Samvinnuhreyfingin er stærsta fjöldahreyfing á Islandi og
samvinnufélögin fullkomnustu iýðræðisstofnanir landsins,
sem miða verk sín við hag f jöldans og vinna gegn einokun,
hringamyndun og auðvaldi
Jón Arnþórsson, sölustjóri
iðnaðardeildar S.Í.S. ílutti
nýlega ræðu uni samvinnumál
í Félagi ungra Framsóknar-
sóknarmanna í Reykjavík, og
birtum við hér útdrátt úr
ræðunni:
GEGN EINOKUN OG
HRINGUM.
„Sambandið hefur ævinlega
starfað á heilbrigðum grunni.
Þess vegna hefur því líka
farnazt vel við hin ólíkustu
skilyrði. Það hefur þróazt úr
því að vera einingartákn 3ja
kaupfélaga með takmarkað
starfssvið í það að verða sverð
og skjöldur 56 kaupfélaga á
hinum ýmsu sviðum athafna-
og viðskiptalífsins.
Vöxtur S.Í.S. hefur orðið
mörgum þyrnir í augum, en
þcgar athugað er, hverjir það
eru, sem hneykslazt helzt,
verður það cin órækasta
sönnun þess, að 30 þúsundim-
ar, sem standa að baki S.I.S.
eru á réttri braut.
Andstæðingar samvinnu-
hugsjónarinnar vilja gjarna
kenna Sambandið við auð-
hringa. Nú er það staðreynd,
að aðalhættan við auðhringaer
sú, að að þeir séu undir stjórn
fárra manna. Samvinnufélögin
eru undir stjórn 30.000 manna
og getur því aldrei orðið auð-
hringur.
Onnur hætta auðhringa er
sú, að þeir haldi uppi verðlagi
til að skapa gróða. Gróðinn er
ekki tilgangur samvinnufélag
anna og þau halda verðlagi
niðri eftir föngum.
Að sjálfsögðu er cngum
blöðum um það að fletta, að
samvinnuhreyfingin, sem er
fjöldahreyfing, hlýtur að
mynda miklar stofnanir. Slíkt
liefur gerzt á fleiri sviðum í
íslenzku efnahagslífi og stund
um án þess að fjöldahreyfing-
ar fólksins stæðu á bak við
það.
Þessi þróun hefur orðið í
öllum löndum og fslendingar
hafa fylgzt með í þessu eins og
öðru. Mörg stór fvrirtæki hafa
risið upp og stóreignamenn,
sem tengja mörg smærri fyr-
irtæki saman sem eitt væri. —
Sambandið er stærst sökum
þess, hvernig það er byggt
upp, en það er Iangt frá því
að vera voldugast. I þeim efn-
um er frekar að Jcita til hinna
huldu þráða, sem tengja einka
fyrirtækin saman. Þau hafa
um 80% af innflutningsverzl-
uninni, 80% af útflutnings-
framleiðslunni og 70% af
smásöluverzlun Iandsins. Það
er ótrúlegt, hve þræðirnir
mörgu liggja til fárra manna.
29 EINSTAKLINGAR 250
millj., 4 einstaklingar 55 millj.,
S.f.S. 53 milljónir.
Þegar stóreignaskatturinn
var lagður á, reyndust 29 ein-
staklingar eiga skuldlausa
cign yfir fimm milljónir og
eru þeir hinir eiginlegu auð-
menn íslands, sem ástæða er
til að athuga, þegar talað er
um auðhringa í þessu landi.
Hæsti skattgreiðandinn er
Einar Sigurðsson, sem á
skuldlausa eign yfir 17 millj.,
næstir eru Tryggvi Ofeigsson
og Þorsteinn Sch. Thorsteins-
son með yfir 13 milljóna
skuldlausar eigur og fjórði cr
Eggert Kristjánsson með yfir
12 milljónir.
Skuldlaus eign Sambands
ísl. samvinnufélaga var á sama
tíma um 53 millj. króna,
reiknað á nákvæmlega sama
hátt og tölur einstaklinganna.
Væri Sambandið félag, sem
hefði gróða að takmarki, eins
og einkafélögin, mundu eignir
þess verða miklu meiri. Svo
er ekki, og tekjuafgangi hefur
verið skilað til kaupfélaga og
þaðan til neytenda í stað þess
að breyta honum í eignir. Það
nemur tugum milljóna.
Til samanburðar við þetta
má benda á, að 29 RÍKUSTU
EINST AKLIN G ARNIR Á
LANDINU Á’FTU .250 MILL-
JÓNIR, EÐA TÆPLEGA
FIMM SINNUM MEIRA EN
SAMBANDIÐ, SEM ER
EIGN 30.000 FÉLAGS-
MANNA í 56 KAUPFELÖG-
UM.
Ef lagðar eru saman eignir
fjögurra ríkustu manna lands-
ins, sem áður var getið, eiga
þeir samtals um 55 milljónir
króna, eða nokkru meira en
Sambandið. Þetta eru allt
óvenjulegir athafnamenn, sem
hafa komið víða við í starf-
semi sinni. Væru reitur þeirra
lagðar saman í eitt fyrirtæki
til samanburðar við Sam-
bandið, mundi unnt að skipta
því í allmargar deildir:
Tryggvi Ófeigsson og Einar
Sigurðsson eiga mikla togara-
útgerð, en það á Sambandið
ekki. Báðir eiga þeir frvstihús,
þar á meðal tvö hin stærstu í
landinu, hús Júpitérs og Marz
á Kirkjusandi í Reykjavík og
Hraðfrystistöðina í Vcst-
mannaeyjum. Allir eiga þeir
miklar húseignir víða um
land, þar á meðal stórhýsi í
miðbænum í Reykjavík, t. d.
Reykjavíkurapótek Schevings.
Þeir eiga smásöluverzlanir.
Einar og Tryggvi eru stærstu
áðilar í Jöklum h.f., sem eiga
kaupskip, og allir eiga þeir
myndarlega í Eimskip. Eggert
Kristjánsson á eitt mesta inn-
flutnings- og heildsölufyrir-
tæki landsins og hinir eiga í
Miðstöðinni h.f., sem er stór
heildsala. Eggert á iðnað,
kexverksmiðjurnar Frón og
Esju, og mikið í matvælanið-
ursuðunni Mata h.f. Einar á
prentsmiðju og Eggcrt er stór
hluthafi í Steindórsprenti.
Þeir eiga í dagblaðinu Visi og
Stuðlum h.f. (sem er peninga-
Iegur bakhjarl Almenna bóka-
félagsins) og svo cru ótaldir
fjölmargir hlutir í öðrum fyr-
irtækjum.
Er þetta ekki bærilegur
hringur, sem fjórir menn ráða
yfir? Ekki þurfa þeir að mæta
á árlegum aðalfundi fulltrúa
30.000 landsmanna. Ekki gefa
þeir út prentaðar skýrslur um
starfsemi sína. Samt er aldrei
minnzt á þessa menn, þegar
verið er að básúna stærð og
veldi Sambandsins, sem á að
vera að sliga þjóðfélagið.
900 SMÁSÖLUVERZLANIR
ERU í REYKJAVÍK EN
LÍTILL ÁHUGI KAUP-
MANNA FYRIR VERZLUN
Á BAKKAFIRÐI OG
SALTHÓLMAVÍK.
Þessu til viðbótar er for-
vitnilegt að kynna sér dreif-
ingu smásöluverzlana í land-
inu.
KAUPFÉLÖGIN VERZLA
ALLT f KRINGUM LANDID
og sums staðar eru þau með
einu verzlunina í plássinu, að-
allega í fámennum byggðum
eða þorpum. Nú vaknar sú
spurning, hvers vegna kaup-
menn verzla ekki á þessum
stöðum.
I REYKJAVÍK EINNI ERU
IIÁTT Á NÍUNDA HUNDR-
AÐ SMÁSÖLUVERZLANIR,
en þess sjást ekki merki, að
eigendur þeirra hafi áhuga á
verzlunarmálum á Salthólma-
vík eða á Bakkafirði. Þetta
sýnir glögglega þá staðreynd,
að einstaklingar flytja fjár-
magn sitt til í verzluninni, og
hrúgast þangað, sein þeir telja
hagnaðarvon mesta. Það er
lögmál fjármagnsins.
KAUPFÉLÖGIN ERU HINS
VEGAR BUNDIN ÁTT-
HAGABÖNDIJM. Þau eru
stofnuð af fólkinu í hverju
byggðarlagi til að þjóna því,
og þeim er stjórnað af þessu
sama fólki. ÞAU FLÝJA
EKKI HEIMABYGGÐ SÍNA,
hvað sem á dynur.“
Framsóknarlmsið og félagsstarf irngra manna
Jón Amþórsson, sölustjóri
hjá iðnaðardeild S.Í.S., á mörg
spor hingað til Akureyrar
vegna starfs síns, og tíðinda-
maður þáttarins hitti hann hér
á förnum vegi og tók hann tali
um hin margvíslegu áhugamál
hans. Þó að Jón sé jafnan
önnum kafinn í starfi sínu,
sinnir hann ýmsum félags-
störfum í frístundum sínum
og er mjög virkur í samtökum
ungra Framsóknarmanna og
hefur gegnt þar ýmsum trún-
aðarstörfum. Hann var um
tveggja ára skeið formaður
Félags ungra Framsóknar-
manna í Reykjavík, á sæti í
skipulagsnefnd Framsóknar-
flokksins og er 1. varamaður í
miðstjórn sem fulltrúi ungra
manna. Þá er hann nú annar
af tveimur ritstjórum Vett-
vangs æskunnar, sem er viku-
legur þáttur í Tímanum, gef-
inn út af Sambandi ungra
Framsóknarmanna.
— Hvað getur þú sagt okk-
ur um starf ungra Framsókn-
armanna í Reykjavík?
— F.U.F. í Reykjavík starf-
ar með ágætum. Formaður fé-
lagsins er nú ungur og áhuga-
samur Framsóknarmaður úr
Reykjavík, Hörður Helgason,
blikksmiður. Félagið gengst
jafnan fyrir umræðufundum á
veturna og heldur stjórnmála-
námskeið. Örlygur Hálfdánar-
son stóð fyrir stjórnmálanám-
skeiði félagsins í vetur, og
þótti það takast vel og er enn
haldið áfram í formi málfunda
annars vegar, en þeir eru
haldnir á tveggja vikna fresti,
og hins vegar eru fengnir
menn til erindaflutnings um
ýmis málefni. í vetur hafa
verið haldin erindi um stór-
iðju á íslandi, samvinnumál
og fleira.
Meðan eg var í stjórn fé-
lagsins, var tekin upp sú
venja á fundum, að í fundar-
byrjun var sýnd stutt kvik-
mynd, og var þá reynt að stilla
svo til, að efni hennar væri í
sem nánustum tengslum við
það umræðuefni, sem fyrir
fundinum lá. Þá var flutt
framsöguræða, en að henni
lokinni var stutt kaffihlé, en
síðan hófust almennar um-
ræður. Þessu formi er enn
haldið á fundum F.U.F. og
gefst mjög vel.
— Skemmtanalífið?
— Já, F.U.F. í Reykjavík
heldur uppi fjörugu skemmt-
analífi. Heldur félagið alloft
almenna dansleiki og svo eru
spilakvöld, þar sem spiluð er
Framsóknarvist og síðan
dansað. Þá er í undirbúningi
að stofna sérstaka ferðadeild
innan félagsins, og mun hafa
verið farin fyrsta ferð á veg-
um hennar nú um páskana.
— Sér F.U.F. ekki um
rekstur Framsóknarhússins?
— Jú, F.U.F. í Reykjavík
rekur húsið í helmingafélagi
við Samband ungra Fram-
sóknarmanna. Fáum var það
betur ljóst en stjórn F.U.F., að
greiður aðgangur að myndar-
legu samkomuhúsi til funda-
og skemmtanahalds er mikil-
væg lyftistöng fyrir félagið og
raunar fyrir öll Framsóknar-
félögin og flokkinn í heild.
Fram til þessa höfum við orð-
ið að hrekjast á milli sam-
komuhúsa með alla starfsemi
okkar, og háði það starfsem-
inni verulega. Aðstaða okkar
er nú stórum bætt, enda fagna
ungir Framsóknarmenn af al-
hug þeim áfanga, sem náðst
hefir með opnun Framsóknar-
hússins.
— Er húsið ekki notað til
annarra þarfa en til flokks-
starfseminnar einnar?
— Jú, að sjólfsögðu. Húsið
rekur almenna veitinga- og
skemmtistarfsemi og er enn-
fremur leigt út til ýmissa ann-
arra aðilja til funda og
skemmtana. Húsið er allt
mjög vel úr garði gert og naut
þegar í upphafi mikilla vin-
sælda, sem óhætt er að segja
að fari vaxandi, enda hefir
jafnan verið boðið upp á góð-
ar veitingar og fyrsta flokks
skemmtanir. Hins vegar er
rétt að minna enn einu sinni á
það, að Framsóknarhúsið er
fyrst og fremst hús Fram-
sóknarmanna og ætlað að
verða miðstöð flokksstarfsem-
innar, og þangað hljóta allir
utanbæjarmenn, sem hlynntir
eru Framsóknarflokknum, að
leita, þegar þeir eru á ferð í
Reykjavík.
— Nokkuð fleira í fréttum?
— Það væri helzt að eg
nefndi stofnun Félags ungra
Framsóknarmanna í Kópa-
vogi. Það er nýlega tekið til
starfa og fór óvenju-glæsilega
af stað. Félagsmenn eru 104.
Formaður þess er Hjörtur
Hjartarson prentari. Félagið
hefir haldið myndarlega
skemmtun, þar sem spiluð var
Framsóknarvist, framreiddar
veitingar, þ. á. m. kaffibrauð,
sem félagskonur höfðu sjálfar
bakað.
Miðstjórnarmenn ungra Frainsóknar-
manna kjörnir á flokksþingi 1959:
Fyrir Reykjavík og nágrenni:
BJÖRN HERMANNSSON,
JÓN SKAFTASON,
JÓN RAFN GUÐMUNDSSON, formaður S.U.F.
Fyrir Austfirðingafjórðung:
INGI JÓNSSON, Borgarfirði.
Fyrir Sunnlendingafjórðung:
EINAR BENDIKTSSON, Hvolsvelli.
Fyrir Vestfirðingafjórðung:
GUNNLAUGUR FINNSSON, Hvilft í Önundarfirði.
Fyrir Norðlendingafjórðung:
SIGFÚS ÞORSTEINSSON, Blönduósi.
(Varmaður: ÁRMANN PÉTURSSON, Reynihlið.)