Dagur - 02.04.1959, Blaðsíða 6

Dagur - 02.04.1959, Blaðsíða 6
6 D A G U R Finimtudaginn 2. apríl 1959 - Fiskveiðar við Ijós aukast Framhald af S. siðu. nefnd ljóstrun. Fór hún þannig fram: Aftur af skut veiðibáts var fest fjöl, og á henni lá logandi, olíuborinn múrsteinn, sem varp- aði birtu niður í vatnið, og blik- aði þar brátt á dökka hryggi sil- unganna, sem sóttu í ljósið. Stakk þá fiskimaður snöggt þríkvísluð- um ljóstrinum niður yfir þveran hrygg fisksins, svo að oddarnir þrír með tvöföldum agnúum sukku á kaf í fiskinn. Þó kom oft fyrir, að stórir fiskar rifu sig af ljóstrinum og sluppu með lífi, en algerlega sundurtættir. Hefur því veiði þessi verið bönnuð fyrir nokkrum áratugum. Smala má síld með sökkviljósum. Nýskeð flutti norskt blað frétt þessa: — Ljós sem sökkt er í sjó, geta „stjórnað göngu síldarinn- ar“, og reynslan hefur sannað, að skip sem beitt hafa þessari veiði- aðferð, hafa reynst hinum veiði- sælli. Fyrst voru það veiðiskip frá sunnanverðum Noregsströnd- um (Rogalandi, Sunn-Hörða- landi), sem gerðu tilraunir þcss- ar, en nú er þetta orðið algengt fyrir norðan Stað, á Sunnmæra- hafi og víðar. Á grunnsævi hefur reynst vel að sökkva ljóskerinu til botns, niður undir síldartorfuna, og hefur hún þá lyft sér, svo að til hennar hefur náðst með nótinni. Einnig hefur reynst vel, þegar tryllingur er í síldinni, svo að hætta er á, að hún sprengi nót- ina, að sökkva Ijóskeri niður undir nótina og „stugga þannig við síldinni“ upp á við! Ameríkumenn stjórna síldartorfunum beint í næturnar. í þessu sama norska blaði var einnig kafli úr bréfi frá norskum síldveiðimanni vestan hafs. Segir hann m. a. þannig frá: — Hér vest'ari háfs ha'fa visiridáméhn komizt að raun um, að síldin sé í rauninni ekkert gáfnaljós, og að nota megi sér þetta, þegar síldin gengur nærri landi. Hefur t. d. U. S. Bureau of Commercial Fisherics rekið fróðlega tilrauna- veiði undanfarið. Þeir höfðu litla flugvél, sem fylgdist með síldar- göngunni og skrásetti hana jafn- óðum á sérstakt kortriss, milli lands og eyja, á ákveðnu svæði, svo að alltaf sást, hvað síldar- göngunni leið. í sama vetfangi og síldartorfan stefndi inn í eyja- sundið, lagði vélbátur út 1200 feta gúmslöngu, þéttsetta götum, þvert yfir sundið. Síðan var þrýstilofti blásið gegnum slöng- una svo sterkt, að loftbólurnar mynduðu eins konar vegg í sjón- um. Þegar síldin kom að þessu hvíta teppi, sveigði hún til hliðar meðfi'am loftbólurásinni og beint í nætur fiskimanna, sem biðu hennar viðbúnir. Fiskimálaskrifstofan skýrir svo frá, að í sex tilraunum hafi síld- veiðimennirnir fengið nægilega veiði til að greiða allan kostnað við útbúnað þennan með vélum og öðrum tækjum. Helgi Valtýsson. Frá Barnaverndarfélagi Akureyrar Eins og bæjarbúum er kunn- ugt beitti Lionsklúbbur Akur- eyrar sér fyrir því að fá skemmti krafta hingað til bæjarins til styrktar Leikskólabyggingu Barnaverndarnefndar Akureyrar. Nú nýskeð hefur formaður Lionsklúbbsins afhenti stjórn Barnaverndarfélagsins 15000.00 kr.j eða allan ágóða af skemmt- unum Cirkus-kabarettsins hér. Fyrir þessa rausnarlegu gjöf þakkar Barnaverndarfélagið af alhug, um leið og það óskar Lionsklúbbnum allra heilla. Þá hafa eftirtaldir aðilar á einn eða annan hátt greitt fyrir þess- um góða málstað: Flugfélag fs- lands, Hótel KEA, Hótel Varð- borg og Nýja-Bíó. Öllum þessum aðilum svo og öðrum, sem hafa lagt máli þessu lið, færir félagið einnig alúðarfyllstu þakkir. F. h. Barnaverndarfélags Akureyrar. Theódór Daníelsson, form. HEIMA ER BEZT Forsíðumynd þessa nýútkomna aprílheftis er af Böðvari Magn- ússyni á Laugarvatni og grein er um hann eftir Björn Sigurbjarn- arson. Flosi Björnssonar skrifar um skipsstrand við Skeiðarár- sand. Jóhann M. Bjarnason um Árna lögmann Oddsson og Ingvar Pálsson greinia: Hvcr hugsar um dýrin. Þá eru framhaldssögurn- ar, þáttur Stefáns Jónssonar og nokkur bréf Sig. O. Björnssonar til barnanna. Ritstjórinn, St. Steindórsson, skrifar um tóm- stundir. Heimili og skóli, 18. árg., 1. hefti þessa árs. í þetta hefti rita Hannes J. Magnússon formálsorð undir fyr- irsögninni: Árið okkar, Heimilin og útvarpið, minningargrein um Arngrim Kristjánsson skóla- stj., og grein um Árna M. Rögn- valdsson fimmtugan. Eiríkur Sigurðsson ritar um Theodór Daníelsson fimmtugan og Magn- ús Magnússon skrifar um af- brigðileg börn. Góð mynd í Nýja-Bíó Oklahoma! Um 1940 var söngleikjagerð í Bandaríkjunum í miklum öldu- dal, hver leikurinn var öðrum líkur og allir ómerkilegir. Fæsta grunaði hvílík bylting var á næstu grösurn, þegar þeir Rod- gers og Hammerstein hófu að gera söngleik eftir lítt þekktu leikriti: „Green Grow the Lilacs“ eftir Lynn Riggs. Upphaflega nefndu þeir söngleikinn „Away We Go!“ En skömmu fyrir frum- sýninguna var heiti hans breytt í „Oklahoma"! Hún fór svo fram þann 31. marz 1943 á Broadway. Söngleikurinn „gekk“ síðan á sama leikhúsinu samfleytt í fimm ár! Árið 1944 hlutu höfundarnir Pulizer-verðlaun fyrir leikinn. Og „Oklahoma"! hefur orðið langvinsælasti söngleikur vorra daga. Þegar afráðið var að kvik- mynda söngleikinn, tólf árum eftir frumsýninguna, var talið að hann hefði alls verið sýndur 8000 sinnum, og að 30 miiljónir manna hefðu séð hann og greitt um 100 millj. dollara í aðgangseyri! Einnig hefur hann verið sýndur í níu löndum utan Bandaríkjanna. Með „Oklahoma“! hófst ný stefna í söngleikagerð, sem leitt hefur af sér marga framúrskarandi söng- leiki, eins og „Annie Get Your Gun'1 „South Pacific“, „TheKing and 1“ og „My Fair Lady“. Falleg PEYSA er lieppileg FERMINGARGJÖF Hvergi meira úrval. VERZL. DRÍFA SÍMI 1521 Afgreiðslustúlkur vantar í KJÖRBÚÐ KEA. Ódýrar kartöflur Gullauga og Rauðar íslenzkar kr. 47.50 pokinn. KJÖTBÚÐ Saitkjötshakk <#> KJÖTBÚÐ Hakkað hrossakjöt KJÖTBÚÐ Fermingargjafir: Undirfatnaður Sokkamöppur Sokkar Snyrtitöskur Hanzkar Slœður Hálsfestar Armbönd o. jl. o. fl. VERZL. DRÍFA SÍMI 1521 IIEY Til sölu 10—15 hestar af góðri töðu. Uppl. i sima 1397. NÝ SENDING þýzk barnanærföt VERZLUNIN SNÓT Tökum upp í dag fjöl- breytt úrval af gjafavörum Úra og skartgripaverzlun FRANC MICHELSEN Kaupvangsstræti 3 . Sími 2205 Emaileraðar fötur Plastfötur Blikkfötur Mjólkurbrúsar, 3 og 51. Þvottabalar ...... ' . > V y : • • - VÉLA- OG BÚSÁHALDADEILD Nýkomið! SPORTSTAKKAR KARLMANNA Tvöfaldir. POPLINKÁPUR kvenna og barna. KLÆÐAVERZLUN SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR H.F. RAUÐKAL þurrkað LAUKUR þurrkaður BLÁBER þurrkuð MÖNDLUR — EGGJADUFT GRÓFUR MOLASYKUR VÖRUHÚSIÐ H.F. Hreinlætisvörur Flestar fáanlegaar tegundir til vorhreingerninga. VÖRUHÚSIÐ H.F. Karlm. vinnuskyrtur mjög endingargóðar. Verð frá kr. 105.00. VÖRUFIÚSIÐ H.F. Undirlaka „Stout“ með vaðmálsvíindum. Mjög endingargott. VÖRUHÚSIÐ H.F. Tilvalin fermingargjöf SÆNSKIR OPTIMUS ferðaprímusar koma næstu daga. Póstsendum. BRYNJÓLFUR SVEINSSON H. F. Koma í búðina næstu daga. BRYNJÓLFUR SVEINSSON H. F. Ferðaprímusar sænskir. Hentúg og ódýr fermingargjöf JÁRN- OG GLERVÖRUDEILD . I . » S ' * - ■* < i ">■....—; ; :--------rT- TIL SÖLU þrjár 5 kw. rafm.túbur. SÍMI 2331. NÝKOMIÐ Hvítt plusefni í barnakápur o. fl. Þykkt apaskinn breidd 105 cm. kr. 41.50 m. Odýr sumarkjólaefni ANNA & FREYJA Spí ralkútar nýkomnir. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. Olíusöludeild

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.