Dagur - 25.04.1959, Side 1

Dagur - 25.04.1959, Side 1
Fylgizt með því sem gerist hér í kringum okkur. Kaupið Dag. — Sími 1166. DAGUK kcmur næst út miðviku- daginn 29. apríl. XLII. árg. Akureyri, laugardaginn 25. apríl 1959 22. tbl. Brezka stjórnin ver landlielgisbrot Ósvífið svar við mótmælum fslendinga Utanríkisráðuneytinu barst s.l. laugardag svar brezku ríkisstjórn- arinnar við mtkmaslaorðsendingu þcj'rri, sem ráðuneytið bar fraro við Brezka sendiráðið 26. marz sl., er brezkt herski)) hindraði varðskipið Þór í að taka togarann Carella, sem staðinn var að ólöglegum veiðuro á Selvogsgrunni um 8.5 sjómílur imi- an íslenzkrar fiskveiðilögsögu. Jafn- framt því, sem borin voru fram harðorð roótmæli vegna atburðar þcssa, var þess krafizt af hálfu ríkis- stjórnar íslands, að brezka stjórnin gerði þegar í stað ráðstafanir til að hið íslenzka varðskip gæti haldið áfrant töku landhelgisbrjótsins eða honum yrði snúið til íslenzkrar hafnar, til þess að íslenzkur dóm- stóll gæti fjallað um mál hans. I svari sínu, sem sendifulltrúi Brctlands í Reykjavík afhenti utan- ríkisráðuneytinu sl. laugardag (18. apríl), endurtekur brezka stjórnin fyrri yfirlýsingar um að liún viður- kenni ekki fiskveiðilögsögu íslend- inga utan þriggja mílna landhelgi og véfengi því rétt íslenzkra varð- skipa til þess að taka erlend skip „á höfum úti“, eins og það er orðað, eða veita þeiro eftirför, nema um sé að ræða brot, sem framin séu innan Jtriggja mílna landhelgi. Brezka stjórnin heldur því og fram, að togarinn Carella hali ekki verið innan fjögurra mílna mark- anna samkvæntt reglugerðinni liá 1952 um fiskveiðilögsögu Islands, og neitar því að viðurkenna stað- setningu togarans samkvæmt mæl- ingum hins íslenzka varðskijis. Þá neitar brezka ríkisstjórnin að verða við kriifunni um, að um mál togarans vcrði íjallað at íslenzkum dómstólum, þar eð Itún telur, að reglugerðin unt 12 mílna fiskveiði- lögsögu íslands sé ógild að alþjóða- lögum. Vernd sú, sem hið brezka herskip veitti togaranum, hafi verið utan þriggja sjónn’lna yfirráðaréttar Islauds og því heimil samkvæmt al- þjóðaliigum, en auk jtess sé jjað ckki á valdi brezku stjórnarinnar að íyr- irskipa brezkum fiskiskipum að halda til crlendrar hafnar. I.oks tekur brezka stjórnin frarn, að hún lelji líklegustu leiðina til jress að koma megi í veg fyrir að atburðir sem þessi endurtaki sig — meðau ekki liggi fyrir niðurstaða væntanlegrar alþjóðaráðstefnu vor- ið 1960 um réttarreglur á haíinu, að fundin verði bráðabirgðalausn varðandi fiskveiðar hér við land, annað hvort með samningaviðræð- um eða með J>ví að vísa málinu til aljjjóðadómstólsins. 20. apríl 1959. Ulanrikisráðuneytið. Togskipin með góðan afla Snæfellið var að landa á Dal-® vík í gær. Afli þess var 110 smá- lestir eftir 6 daga veiði. Snæfell er búið að fá 380 tonn samtals. Björgvin landaði 106 tonnum fiskjar á Dalvík síðasta vetrar- dag. Skipið er búið að afla 495 tonn. Sigurður Bjarnason er búinn að fiska 500 tonn, kom með ca. 18 smálestir í gær. Súlan hefur fengið 215 smá- lestir. Hún kom með 70 tonn í gær. Mikil veiði Frá því var sagt í útvarpinu í gær, að Guðmundur Þórðarson hefði fengið 107 tonn fiskjar og væri það mestur afli fiskiskips í veiðiferð. Næst var Akraborg, sem einhvern tíma hafði fengið 102 tonn. Þess má geta til viðbótar þeim fregnum sem útvarpið flutti, að Snæfell kom í gær úr 6 daga veiðiför með 110 tonn. Loðnan kom seint að þessu sinni. Að morgni sumardagsins fyrsta komu nokkrir bátar að með loðnu og er myndin tekin á Frystihúsbryggjunni. Verið er að lesta bíl frá Húsavík. — (Ljósmynd E. D.) ændafél. Eylirðinga mót- Forföll 26-27% vcgna inflúenzu í gær vantaði rúmlega fjórða hlutann af börnunum í Barna- skóla Akureyrar. 'Er hér um að kenna flenzunni. Vorpróf byrjuðu í gær í barna- skólum bæjarins, svo að segja má, að flenzan gangi á hinum óheppilegasta tíma, einkum fyrir þau börnþsem barnaprófi eiga að Ijúka nú í vor. æmai Gerir áíyktanir um áburðarverð, niðurgreiðslur landbúnaðarvara, Osta og smjörsölima s.f. o. fl: Aðalfundur Bændafélags Ey- firðinga var haldinn að Hótel KEA mánudaginn 20. Jr. m. Auk venjulegra aðalfundarstarfa voru samþykktar nokkrar ályktanir. Fundarstjóri var Árni Jónsson tilraunastjóri. Þjóðarnauðsyn að fella frumvarpið „Aðalfundur Búnaðarfél. Öng- ulssíaðahrepps 20. apríl 1959, mót mælir harðlega frumvarpi fram komnu á Alþingi um breytingu á stjórnarskrá íslands, þar sem lagt er til að fækka kjördæmum lands ins úr 28 í 8 og taka upp hlutfalls kosningar um land allt með 11 uppbótarþingsætum til viðbótar. Telur fundurinn, að svo hljóti að fara hér, sem crlendis, að slíkt kosningafyrirkomulag leiði af sér fjölgun flokka, auki vald flokks- stjórna en minnkandi áhrif alls almcnnings á gang þjóðmála og stjórnarfars. Sé því þjóðarnauð- syn að frumvarp þetta nái ekki fram að ganga. En leiðréttingar á kjördæmaskipan verði gerðar í sambandi við aðrar nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni og þá með alþjóðarhag fyrir aug- um.‘‘ Þessi ályktun var samþykkt með 27 atkvæðum gegn 6. Kjördæmamálið. „Aðalfundur Bændafélags Ey- firðinga, haldinn á Akureyri 20. apríl 1959, telur að frumvarp það, sem nú liggur fyrir Alþingi um breytingar á stjórnarskrá íslands verði, ef það nær samþykki, til stórtjóns fyrir þjóðina. Jafnframt lítur fundurinn svo á, að óafsak- anlegt sé að taka þetta eina atriði út úr af öllu því, sem breyta Jvarf í stjórnarskránni. Skorar funduilnn því á Aljúngi að fella frumvarpið um breytingu á kjördæmaskipun landsins, en taka í þess stað upp edurskoðun á allri stjórnarskránni og gera þær einar breytingar á henni, er miða að hag allrar þjóðarinnar.“ Tillagan var samþykkt með 20 atkv. gegn 10. Svohljóðandi frávísunartillaga var felld með 20 atkv. gegn 11: „Fundurinn lítur svo á, að J>að sé ekki í verkahring B. E., að ræða eða gera tillögur um stjórn- skipunarlög íslenzka lýðveldisins, Framhald. á 7. síðu. Minka- og (ófuskotf fyrir 66 |jús. Maður grunaður uin að bafa svikið út féð Þessir ungu menn veiða við bryggjuna. Tveir þeirra drógu fisk þegar Ijósmvndarann bar þar að og eru þeir líka hinir ánægðustu. (Ljósm. E. D.) í vikunni vár í sakadómi Reykja- víkur í'jallað um mál manns eins og honum gelið að sök að hafa svikið lé út á „tilbúin" rel'a- og minka- skott. En hann fékk greitt út á 280 minkaskott og 30 refaskott samtals kr. 65.500.00. 1 málllutningi sækjanda konx fram, að sum skottin höiðu verið búin til úr skúmi af kindafótum og öunur úr hundsskinni og enn önn- ur úr minkaskinni. Það ]>ykir og grunsamlegt við sakborning, að hann helur, samkvæmt fjölda skottanna, veitt átta sinnum meira én hinn frægi Carlsen á sama tíma og haf'ái J)ó hvorki hund né byssu, en sagðist hafa notað net og grjót.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.