Dagur - 25.04.1959, Page 8

Dagur - 25.04.1959, Page 8
8 Laugardaginn 25. apríl 1959 Bagujr Þorrabréf til IndriSa ö. Þorsfeinssonar Ég frétti um daginn, að þú værir setztur að á Akureyri til að skrifa sögu. Ég veit vel, að það er mikil þjáning og kenndi til með þér. Svo ákvað ég að ger- ast þjáningabróðir þinn, með því, að skrifa þér þorrabréf. Héðan er ekki mikið að frétta á þorra, nema þetta með storm- inn. Það hafa verið stöðugir sviptibyljir og það er nú svo með storminn, að það veit enginn, hvaðan hann kemur eða hvert hann fer, en þó var stefnan oftast frá Reykjavík. Hér á heimilinu hafa ekki orðið miklir skaðar, þó bar það við, einn morguninn, að fjósberinn tókst á loft og brotn- aði í fallinu. En með þessu er ekki öll sagan sögð. Allan þorrann og lengur þó, hafa verið miklar hræringar hið innra með mér, út af di'aum, sem mig dreymdi. Þetta er ekkert undarlegt, því mig hefur aldrei áður dreymt draum að gagni. Það var aðfaranótt 22. janúar. Mér fannst, og það var áreiðan- legt, að ég vaknaði upp af draumnum klukkan hálf átta um morguninn. Og það var það góða, því gamla fólkið sagði, að meira væri að marka þá drauma, sem menn dreymdi síðla nætur. Ég þóttist standa á hlaðinu heima og horfa á fjallahringinn í suð-vestri. Þá sé ég, mér til mik- illar undrunar, fjallstind, sem gnæfir yfir Gilhagadalinn. Mæli- fellshnjúkurinn var ekki neitt og ekki Járnhryggurinn og því síður írafellsbungan. Fjall þetta var undurfagurt. Það var með snjó- dílum í hlíðum, en annars rautt, þó vetur væri. Ég horfði lengi á þetta, að mér fannst, gagntekinn af • hrifningu. Það var einhver Þetta segi ég nú: VIÐ SKULUM gera okkur í hugarlund þann möguleika, að allir íslendingar, að und- anteknum fáum hræðmn, flyítust til Reykjavíkur. Ættu þá eingöngu að vera til þing- menn Reykvíkinga? Ættu þá hinir örfáu, sem enn héldu tryggð við hin fornu héruð, engan málsvara að hafa á Al- þingi, fæðar sinnar vegna? ÆTTU þá allir þingmenn að verða fulltrúar fólks, sem byggi við götur höfuðborgar- innar, en landið, víðáttan og hin fornu landnám úti um kyggðirnar gömlu engan full- trúa að eiga? MAÐUR nokkur sagði við mig um daginn: „Því færra fólk, sem býr á einu landssvæði, og því meiri hætta, sem á því er, að héraðið leggist í auðn vegna fólksflutninga suður, því meiri nauðsyn er á, að það fólk, sem eftir er, eigi sinn sérstaka fulltrúa á þingi.“ HÖFUÐIN eiga sinn rétt, en lítt numið og víðáttumikið land á hann líka. sælutilfinning, sem ég á erfitt með að lýsa, og ég held, að mér hafi aldrei liðið eins vel í vöku. Þetta mun hafa verið sköpunar- gleði, sem alltaf gerir vart við sig, þegar eitthvað kemur full- mótað úr deiglunni. Hefurðu annars ekki verið viðstaddur barnsfæðingu? Fleira er líka til að skýra fyrirbærið. Oumflýjan- lega hefur þú fundið sköpunar- gleðina, þegar þú skrifaðir síð- asta stafinn í nýrri bók. Hvílík uppljómun! Og ég hef líka fundið ilminn, þegar hún kom úr prent- verkinu. Ég þekkti fjallið vel. Það var sérkennilegasta fjall á íslandi, Baula í Borgarfirði. Mér þótti þetta hafa komið fram með eðli- legum hætti. Baula var á sama stað, en hafði hækkað svo á ein- um degi, fyrir eldsumbrot, að hún bar yfir önnur fjöll. Draumurinn var ekki lengri, en næstu daga og vikur vék hann ekki úr huga mínum, nema stund og stund. Fyrst hélt ég að þetta boðaði dauða minn, en nú gat það ekki staðizt, því ég er ódauðlegur og ekki kalla ég það dauða, þótt ég leggi frá mér skófluna. Eftir mikla hugraun og vanga- veltur í hálfan mánuð, fann ég ráðninguna. Hún þarf nokkurra skýringa við, þó ekki sé hún flókin. Á þessari öld verða mikil tíma- mót, vegna þess, að sóltímabilið rennur út, það er að segja, að sólin hefur þá lokið hringferð sinni í geimnum og er þá á sama punkti og hún var, fyrir 25 þús. árum. Það vitum við vel, að allt er á hreyfingu og hringsólar eftir lögmáli, sem frumvitundin hefur sett. Við lok hvers sóltímabils verða miklar breytingar á jörð- inni — aldahvörf. Þá sekkur heimsálfa í sæ og önnur rís úr djúpinu. í öllum löndum, sem ekki sökkva, verða miklar breyt- ingar; í skipulagi, búfræði og bókmenntum. Okkar land mun ekki sökkva. Það tekur því ekki. Það er heldur engin heimsálfa. En hér munu verða miklar breytingar og hverjar verða þær? Það var engin tilviljun, að Framhald d 7. síðu. „Yakið og syii; Nýtt leikrit sýnt bráðlega - Leikstjóri Baldvin Halldórsson frá Þjóðleikhúsinu Úr fréttabréfi frá Húsavík Leikfélag Akureyrar sýnir bráðlega fjórða og síðasta sjón- leik sinn á þessu leikári, „Vakið og syngið“. Það er eftir hinn kunna ameríska leikritahöfund Clefford Odets. Eftir hann eru m. a. Sex í bíl, Brúin til mánans og Vetrarferðin. Þýðinguna gerði Ásgeir Hjartarson og leiktjöld teiknaði Magnús Pálsson, en þau málar Aðalsteinn Vestmann. Þjóðleikhússtjóri hefur sýnt !L. A. þann sóma að lána félaginu leikstjórann, Baldvin Halldórs- son, og er það í fyrsta skipti að leikfélag úti á landi nýtur slíkrar rausnar. Leikendur eru 9 og 3 af þeim nýliðar. Æfingar hafa gengið vel og er búizt við, að frumsýning verði íum næstu mánaðamót. Nýr vitamálastjóri Aðalsteinn Júlíusson verkfræð ingur var skipaður vita- og hafn- armálastjóri frá 1. marz sl. Aðalsteinn er fæddur á Akur- eyri, sonur hjónanna Júlíusar Júlíussonar, vélavarðar, og Mar- grétar Sigtryggsdóttur, konu hans. Hinn nýi vitamálastjóri er vel menntaður og hefur unnið á Vita- og hafnarmálaskrifstofunni síðan 1955. Slökkviliðið kallað út Á mánudaginn kl. rúmlega 7 var slökkviliðið kallað að húsinu Strandgötu 45 hér í bæ. Eldur bjó í leiguherberginu þar sern hafði orðið laus í leiguherbergi í rishæð hússins. Fljótleg tókst að slökva eldinn en skemmdir urðu nokkrar af eldi og lítilsháttar af vatni. Innbú konu þeirrar, sem ikviknunin varð, var óvátryggt. Hið nýja leikrit „Vakið og syngið“ er alvarlegs efnis með vissum léttleika þó og kímni, og þykir fullrar athygli vert. Sóknarprestur og sóknarnefnd Húsavíkursafnaðar tóku upp þá ný- breytni á síðastliðnu ári að efna til svonefnds kirkjudags, eins og nú tíðkast í nokkrum sóknum landsins. Tilgangurinn með slíkri kirkjuhá- tíð er fyrst og fremst sá, að vekja menii til aukinriar umhugsunar um málefni kirkjunnar, hið mikla gildi hennar í þjóðlífinu og fyrir lít okk- ar hvers og eins. Jafnframt leynist sú löngun meðal forráðamanna, að hægt yrði að fá fólk til aukinnar þátttöku 1 safnaðarstarfinu: Annar kirkjudagur Húsavíkur- sóknar var haldirm sfðastliðinn sunnudag, 12. jr. m. Dagskrá hans var tvíþætt. Fyrri jrátturinn fór fram í kirkjunni og hófst með há- tíðamessu, sem sóknarpresturinn, Friðrik A. Friðriksson, flutti. Að messu lokinni liófst samkoma í kirkjunni. Formaður sóknarnefnd- ar, Sigurður Gunnarson skólastjóri, flutti ávarp og stjórnaði samkom- uniii. Sóra Pétur Sigurgeirsson frá Akureyri flutti ræðu um gildi kristi- legs æskulýðsstarfs og skýrði jtar frá reynslu sinni í þeim efnum. Kirkju- kór Húsavíkur söng sex lög undir stjórn prófasts og tveggja ungra söngstjóra, Ingimundar Jónssonar kennara og Sigurðar Hallmarssonar kennara. Undirleikinn annaðist frú Gertrud Friðriksson. Síðari Jjáttur kirkjudagsins hófst kl. 17 í Samkonmhúsinu. Finnur Kristjánsson kauplélagsstjóri flutti ávarp og stjórnaði samkomunni. Sr. Pétur Sigurgeirsson sýndi og skýrði skuggamyndir frá æskulýðsstarfi Ak- ureyrarkirkju, Grímsey og Lúth- erska kirkjujjinginu í Ameríku sum- arið 1957. — Karlakórinn Þrymur söng sjö lög undir stjórn Sigurðar Sigurjónssonar söngstjóra, og svo söng Kirkjukór Húsavíkur aftur þrjú lög undir stjórn sömu söng- stjóra og lyrr getur. Prófastur las upp kvæði, sem hann hafði j)ýtt, og ávarpaði samkomugesti. Aðgangs- eyrir var enginn að samkomu Jiess- ari, en auglýst hafði verið, að tekið yrði á móti frjálsum framlögum í orgelsjóð kirkjunnar, ]>ar sem á- kveðið hefur verið að kaupa pípu- orgel við fyrstu hentugleika. Barst sjóðnum mikið fé í sambandi við kirkjudaginn, eða samtals 5.858 krónur. Báðurn samkomunum lauk með jjví, að allir viðstaddir sungu „Son Guðs ertu með sanni“. Samkomurn- ar voru báðar frábærlega vel sóttar, og er almenn ánægja innan safnað- arins með þennan hátíðlega dag. Hinn 8. febrúar sl. stofnaði pró- fastur „Æskulýðsfelag Húsavíkur" með l(i fermingarbörnum frá síð- asta vori. Viðstaddir voru nokkrir vinir og velunnarar kirkjunnar og. styrktarmenn liins nýstofnaða fé- lags. Auk stofnenda flutti formaður sóknarnefndar ávarp og heillaóskir. Hinir ungu félagar liafa síðan sótt rcglulega samtals- og fræðslu- tíma til prófasts. Einnig hafa þeir Framliald d 7. siðu. Loffleiðir hafa ákveðið kaup á fveim Cioudmastervélum Samningar undirritaðir - en kaupverð og afhendingartími ekki endanlega ákveðinn Loftleiðir hafa nú um 2V2 árs í Cloudmaster-vélanna er talin mjög skeið leitað eftir hagkvæmum kaupum á flugvélum til endur- nýjmiar flugflota síns. Nýl. voru undirritaðir samningar við Pan American-flugfélagið um kaup á 2 flugvélum af gerðinni Douglas DC-GB, Cloudmaster. Ekki er að fullu gengið frá samningum enn þá, en kaup eru endanlega ákveðin. Kristján Guðlaugsson, formaður stjórnar Loftleiða, hafði orð fyrir forráðamönnum félagsins í viðtali við fréttamenn á laugardag. Taldi hann, að I.oftleiðir hefðu gert mjög hagkvæm kaup, en taldi ekki tíma- bært að skýra frá kaupverði og af- hendingartíma að svo stöddu, [jar sem ekki hefði verið gengið endan- lega frá samningum ennjjá. 80 farþegar. Douglas DC-6B geta flutt 80 far- jjega með góðu móti og geta flogið í 5—6 km hæð, en farþegaklefinn er útbúinn jjrýstikerfi, þannig að lol't- þrýstingur í farþegarúmi samsvarar. miklu lægri flughæð, og veldur hann Jjví farjjegum engum óþæg- indum. Vélar þessar eru jjriggja ára gaml- ar og þær yngstu af Jjessari gérð, er Pan American-félagið á. Ending góð, en reksturskostnaður mun vera nokkru meiri en á Skymastervélum þeim, sem Loftleiðir eiga nú. 465 km á klst. Fluglnaði vélanna er að meðal- tali 465 km á klst., og til dæniis um flugþolið má geta jiess, að Cloud- master-vélin getur farið fiinin sinn- um fram og aftur milli Glasgow og Reykjavíkur án Jjess að taka elds- neyti, eða rúmlega Jjrisvar sinnum milli Kaupmannahafnar og Reykja- vfkur. Vélar Jjessar eiga alla jafna að geta lent á Reykjavíkurflúgvelli, en eins og kunnugt er, stendur lenging einnar ílugbrautarinnar fyrir dyr- um nú. Samkeppni um fargjöld. Mr. lllake, varaforseti Pan Ame- rican, sem undirritaði samningana fyrir hönd félagsins, sagði, að Jressi flugvélategund hefði reynzt félag- inu mjög vel og skilað góðum arði. Stóru ílugfélögin hafa' nú tekið í notkun Jjotur á flugleiðunt milli Ameríku ög Evrópu, en Jiar sem fargjöld væru miklu hærri með Jmt- unum, væri full ástæða til að ætla, að starfsgrundvöllur yrði engu ó- traustari fyrir Cloudmastervélar en hann hefði reynzt fyrir Skymaster- vélar á Jjessari leið. Hvað sögðu þeir? í ÚTVARPSUMRÆÐUNUM um stjórnarskrármálið á dögunum sagði Benedikt Gröndal, að stór kjördæmi stækkuðu þingmenn- ina en lítil minnkuðu þá. Hvað verður þá um hina kjör- dæmalausu uppbótarþingmenn, verða þeir ekki minna en litlir? EMIL JÓNSSON sagði, að Al- þýðuflokkurinn vildi gcra landið allt að einu kjördæmi, en Bene- dikt Gröndal sagði, að Alþýðu- flokkurinn hefði endanlega horf- ið frá þeirri hugmynd að gera allt landið að einu kjördæmi. Hvor þeirra sagði satt? JÓN SIGURÐSSON á Reynistað sagði, að bændur væru orðnir svo lítill hluti þjóðarinnar að þeim væri nauðsynlegt að skipta sér í fleiri stjórmnálaflokka, væru þeir í einum flokki gætu þeir lent í |stjórnarandstöðu og þá gæti illa farið fyrir þeim. Skyldi það geta verið að Jón sé að gefa í skyn, að Sjálfstæðis- floltkurinn kunni að eiga það til að reka hefndarpólitík? ÓLAFUR THORS sagði: „Við Sjálfstæðismenn erum römmustu andstæðingar Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins." Það er sitt hvað, orð og cfndir. SAMI MAÐUR sagði: „Vald sitt tryggir sveitafólkið bezt með því að tryggja Sjálfstæðisflokknum völd.“ Hverjum ætlar Ólafur að trúa þessu? JÓN PÁLMASON sagði, að það væri slagorð Framsóknar að nú- verandi stjórnarflokkar vildu draga úr framkvæmdum út um landið. Hvað halda menn að þessir flokkar mundu leyfa sér, eítir tvennar kosningar, ef þeir koma kjördæmabreytingunni fram, þeg ar þeir nú, fyrir fyrri kosningar ætla að stórlækka framlög til rafvæðingar dreifbýlisins og ann- arra verklegra framkvæmda. Hlustandi.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.