Dagur - 16.05.1959, Síða 1
Fylgizt með því sem gerist
hér í kringum okkur.
Kaupið Dag. — Sími 1166.
Dagur
DAGUR
kemur næst út fimmtu-
daginn 21. maí.
XLII. árg.
Akureyri, laugardaginn 16. maí 1959,
26. tbl.
Sfjórnarflokkarnir fengu herfilega
úfreið í eldhúsefagsumræðunum
Vinsældir fyrrverandi stjórnar lágu eins og mara á íhaldinu
og rugluðu dómgreind þess og málílutning. Öllum er orðið
Ijóst, að fjárlagaafgreiðslan er óraunhæf og glæfraleg með af-
brigðum. Og í kjördæmamálinu standa þríflokkarnir mál-
efnalega mjög höllum fæti.
Táknrænt var það í eldhús-
dagsumræðunum fyrr í vikunni,
hvernig vinstri stjórnin sáluga,
störf hennar og stefna, lá eins og
mara á r§eðumönnum Sjálfstæð-
isflokksins og varnaði þeirn að
njóta sín. Hvar, sem þeir vildu
grípa niður stóð vinstri stjórnin
og verk hennar þversum á vegin-
um og lokaði allri útsýn þeirra
yfir þau málefni, sem nú er við
að glíma, svo óhagstæður er
íhaldinu allur samanburður á
fyrrverandi stjórn og þeirri lepp-
stjórn, sem það ber nú ábyrgð á.
Og ekki var það síður eftir-
tektarveí't í þessum umræðum,
að ekkert gátu vinstri flokkarnir
verra sagt hver um annan, en að
„hinir flokkarnir“ ættu sök á
stjórnarslitunum. Þetta er at-
hyglisverður vitnisburður og
glöggur er hann um vinsældir
vinstri stjórnarinnar. Svikin við
hana, bæði af hendi kommúnista
í Alþýðubandalaginu og hægri
arms kratanna, voru þjóðar-
ógæfa. Um hina óþjóðhollu af-
stöðu íhaldsins efaðist enginn
fyrirfram. En hrópyrði þess um
vinstri stjórnina verða sér æ
meira til minnkunar vegna þess
hve gjörsamlega núverandi stjórn
Árni Jónsson á söngferð
Árni Jónsson söngvari er ný-
lega kominn til landsins og mun
hann halda söngskemmtanir
víða um land í sumar, meðal
annars á Akureyri.
Hinn vinsæli söngvari hefur
fengið mörg atvinnutilboð er-
lendis, en hann mun fresta því til
haustsins að ákveða svör sín. En
þá fer hann utan og mun þá m. a.
„prufusyngja“ fyrir norsku óper-
una.
wm
er úrræðalaus í höfuðþáttum
stjórnmálanna.
í ofboðslegri hræðslu um stór-
fellt fylgishrun, hefur svo íhaldið
og með því bæði kratar og
kommúnistar, gripið til þess ör-
þrifaráðs, að brengla kjördæm-
unum í eins konar hefndarskyni
fyrir það, að fólkið kýs „ekki
rétt“!
í efnahagsmálunum vottar ekki
fyrir nokkurri úrlausn. Það er
ekki einu sinni séð fyrir tekjum
til hinna stórfelldu niður-
greiðslna, sem búið er að binda
ríkissjóði og Utflutningssjóði. —
Verklegar framkvæmdir eru
stórlega skertar og sérstaklega
níðst á fólki í dreifbýlinu með
afnámi 10 ára raforkuáætlunar-
innar o. fl. Núverandi stjórn hef-
ur lýst vantrausti sínu á fall-
vötn sem orkugjafa, en aðhyllist
olíumótora til rafmagnsfram-
leiðslu og þykir nógu gott í
sveitum.
Fulltrúar á þingi Héraðssamb. Skagafj. að félagshciniilinu Bifröst.
Vilja að Brefar séu kærðir íyrir S. Þ.
Fjölmennt þing Ungmennasamb. Skagafjarðar
TOGARARNÍR
allir með fullíermi af
Nýfundnalaiidsmiðiim
Kaldbakur kom 13. þ. m. með
307 tonn fiskjar af Ritubanka
eftir 13 daga veiðiferð og er á leið
vestur.
Harðbakur kom i gær af sömu
miðum með ca. 340 tonn.
Sléttbakur og Svalbakur eru
j báðir á heimleið af sömu miðum
með fullfermi. Verða hér eftir
! helgina.
Frá eldhúsumræðiinum:
Raforkuframkvæmdir fyrr og nú
Upplýst var í umræðunum eft-
irfarandi um rafmagn til sveita-
býla:
Samkvæmt tíu ára áætluninni
áttu 1337 sveitabýli að vera búin
að fá rafmagn frá samveitum í
árslok 1958. Þá var búið að tengja
1320 býli við veiturnar og langt
komið að leggja á nokkra bæi til
viðbótar.
Vilja menn ekki bera þetta
saman við tal stjórnarliðsins um
„frestun“ framkvæmda í stjórn-
Nýft skipafélag - Nýft skip
í gær var í Hamborg lagður
kjölur að nýju flutningaskipi, 750
tonn að stærð.
Tómas Björnsson kaupmaður á
Akureyri skýrði blaðamönnum
frá þessu á miðvikudaginn í
myndarlegu kaffiboði að Hótel
KEA. Hann sagði m. a. að Verzl-
anasambandið h.f. hefði verið
stofnað haustið 1954 og að i því
væru um 50 fyrirtæki víðs vegar
um land, einkum utan Rvíkur, og
er það umboðs- og innflutnings-
samband.
Helgi Bergsson er fram-
kvæmdastjóri þessa fyrirtækis,
en Tómas Björnsson kaupmaður
á Akureyri formaður þess.
Síðastliðið sumar ákvað sam-
band þetta að leita leyfa stjórn-
arvaldanna fyrir skipakaupum og
voru þau veitt gegn því skilyrði,
að lán fengist erlendis til 10 ára
með sanngjörnum kjörum.
haust samþ. Verzlanasambandið
að stofna hlutafélagið „Hafskip
h.f.“ með tveggja millj. kr. hluta-
fé. Formaður „Hafskips h.f.“ er
Helgi Bergsson.
Nú er þessum málum svo langt
komið, að kjölur nýs 750 smál.
flutningaskips er lagður, eins og
fyrr segir, og skipið á að afhend-
ast í nóvember næstkomandi.
artíð Framsóknarflokksins?
Nú á hins vegar að taka út úr
áætluninni framkvæmdir, sem
mundu kosta nú 108 millj. kr. og
setja í staðinn ýmsar „hæpnar“
framkvæmdir, „svo að eitthvað
komi í staðinn“, eins og það var
orðað af sérfræðingum raforku-
málanna í álitsgerð þeirra í vetur.
Ábending borgara
Einn af góðum borgurum þessa
bæjar leit inn á skrifstofu blaðs-
ins í gær og bað að koma þeirri
ábendingu sinni á framfæri, að
nú þegar yrði höfð umferðavika
hér á Akureyri. Færi vel á því,
að nota einmitt þennan tíma til
þess, á meðan bifreiðaskoðun
stendur yfir og áður en ferða-
mannastraumurinn beinist hing-
að fyrir alvöru í sumar. Borgar-
inn getur þess, að umfei'ðamenn-
ingunni sér hér í mörgum atrið-
um svo áfátt, að furðu gegni. Til
Lánið fékkst í Þýzkalandi og í dæmjs nefnir hann það> að bif.
reiðastjórar noti ekki einu sinni
stefnuljósin, jafnvel ekki lög-
reglubíllinn, ekki sé óalgengt að
sjá ekið með 80—90 km. hraða
eftir Strandgötunni og gangandi
fólki sé einnig mjög áfátt í þekk-
ingu á einföldustu atriðum um-
erðareglna.
Blaðið kemur hér með ábend-
’ngar borgarans á framfæri og
mælir eindregið með þvi að henni
sé gaumur gefinn.
Ársþing Ungmennasambands
Skagafjarðar var haldið í Félags-
heimilinu Bifröst á Sauðárkróki
dagana 2. og 3. maí sl. Tólf félög
með 649 félaga eru í U. M. S. S.
Þingið sátu 35 fulltrúar. Þingfor-
seti var kjörinn Halldór Bene-
diktsson, bóndi, Fjalli í Sæmund-
arhlíð. Sambandsstjóri, Guðjón
Ingimundarson, setti þingið og
flutti starfsskýrslu stjórnarinnar.
íþróttastarfsemin var mikil á
vegum sambandsins og virðist
áhugi á knattspyrnu mjög vax-
andi. Knattspyrriuþjálfararnir
Ellert Sölvason og Olafur Gísla
son leiðbeindu hjá félögunum um
nokkurt skeið og var þátttaka
góð. íþróttamót voru mörg á ár-
inu. Skákmót var háð með 6
sveitum. Sigraði U. M. F. Glóða-
feykir.
Margar samþykktir voru gerð-
ar á þinginu og skal hér getið
þeirra helztu:
Um landhelgismál.
„Ársþing U. M. S. S. 1959 fagn-
ar útfærslu fiskveiðilandhelginn-
ar í 12 rnílur og telur að verndun
fiskimiðanna sé eitt brýnasta lífs-
hagsmunamál íslenzku þjóðar-
innar.
Ársþingið vítir hai'ðlega fram-
komu brezkra stjórnarvalda að
beita hreinum ofbeldisaðgerðum
við varnarlausa smáþjóð, sem
jafnframt er vina- og bandalags-
þjóð.
Skorar ársþingið á Alþingi og
ríkisstjórn að kvika í engu frá
þeirri ákvörðun, sem tekin hefur
verið um 12 mílna fiskveiðiland-
helgi.
Með tilliti til síðustu atburða,
telur þingið fullkomlegatímabært
að Bretar verði kærðir fyrir
Sameinuðu þjóðunum. Skorar
því þingið á íslenzk stjórnarvöld
að vinna að því bráðan bug, að
svo verði gert.“
Til landhelgisgæzlunnar.
„40. ársþing U. M. S. S. vottar
starfsmönnum landhelgisgæzl-
unnar virðingu sína og þakkir
fyrir drengilega og einarða fram-
komu í baráttu sinni við hinn
taumlausa yfirgang brezkra land
helgisbrjóta.“
Þá var samþykkt að reynt yrði
að koma á starfsíþróttamóti í
sumar. Hefur sú íþróttagrein lítt
rutt sér til rúms hér í Skaga-
íirði.
Einnig samþykkti þingið að
styðja skógræktarmál Skagfirð-
inga, eftir beztu getu og hvatti
alla ungmennafélaga til að mæta
á næsta gróðursetningardegi
Framhald, á 4. siðu.
Hioar sterku heildir
Því stærri heildir, þcss
betra. Því stærri kjördæml,
þcss bctra fyrir háttvirta
kjóscndur, scm þá geta snúið
sér til margra þingmanna með
inálefni sín í stað eins eða
(vcggja áður, segir ihaldið.
En það sem íhaldið hugsar
er þetta: Við fáum ekki fólkið
til þess að kjósa okkur í hin-
um ýmsu kjördæmum og þess
vegna cr kjördæmaskipunin
óréttlát og við skulum leggja
þau niður og búa til önnur við
okkar hæfi.
Með sömu rökum og íhaldið
notar í kjördæmamálinu ætti
ckki að kjósa fulltrúa í hverj-
um hreppi til að fara með at-
kvæði á sýslufundi, heldur
kjósa þá alla í einu lagi til að
fullnægja „réttlætinu“. Mcð
íhaldsrökum hafa Grímsey-
ingar engan rétt á heilum full-
trúa á sýslufundi og auk þess
yrði hag eyjarskeggja miklu
bctur borgið með því að svifta
þá sérstökum fulltrúa sínum.
Samkvæmt rökum íhaldsins
um hinar stóru og stcrku
heildir, hefur það liklega verið
glæfraspor fyrir íslendinga að
losa sig undan dönskum yfir-
ráðum og vera að basla með
lýðveldi og sjálfstæði í stað
þess að vera hluti af stærra
ríki.