Dagur - 27.05.1959, Page 3
Miðvikudaginn 27. maí 1959
D A G U R
3
Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkar samúð, með
hlýhug og minningargjöfum við andlát og jarðarför móður
okkar og tengdamóður
GUÐRÚNAR JÓHANNESDÓTTUR,
fyrrum Ijósmóður í Eyjafirði.
Árni Ásbjarnarson, María Stefánsdóttir,
Ingólfur Ásbjarnarson, María Guðmundsdóttir,
Jóhannes Ásbjarnarson, Guðný Þorbjarnardóttir.
Þ'að tillkynnist vinum og ættingjum að
HALLDÓR FRIÐJÓNSSON
frá Sandi lézt í sjúkrahúsinu á Akureyri 24. þessa mánaðar.
Jarðarförin er ákveðin frá Akureyrarkirkju laugardaginn
30. þessa mánaðar kl. 2 eftir hádegi.
Vandamenn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
STEINUNN SIGRÍÐUR JÓNATANSDÓTTIR,
Árgerði, Glerárþorpi, sem andaðist 21. þ. m., verður jarðsung-
in að MöðruvöIIum í Hörgárdal laugardaginn 30. þ. m. Hús-
kveðja verður að heimili hinnar látnu kl. 2 e. h.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Við þökkum innilega öllum þeim, er auðsýndu samúð og
vináttu vegna andláts og jarðarfarar
BRYNJÓLFS EIRÍKSSONAR
frá Skatastöðum.
Vandamenn.
Skemmtun gagnfræðinga
verður haldirt að Laugum laugardaginn 30. maí.
Kvikmyndasýning kl. 5 og 7 e. h.
Hljómsveit Ingimars Eydals leiltur.
.... ■ Söngvari Óðinn Valdimarsson.
Veitingar seldar til kl. 1.30 e. m.
STJÓRNIN.
ATVINNA!
Stúlka óskast til framreiðslu
starfa og önnur til eldhús-
starfa.
Veitingastofan
MATUR & KAFFI.
Sími 1021.
Bifreið til sölu
Mjí'jg góð fólksbifreið, 7
manna, til sölu. Hagkvæm-
ir greiðsluskilmálar. Skipti
á minni bifreið korna til
greina. Hagkvæmt fvrir at-
vinnubifreiðastjóra.
Uppl. í síma 2107,
eftir kl. 5 daglega.
Tapað
Rautt og hvitt karlm. reið-
hjól (Philips) var tekið við
Borgarbíó á sunnudaginn.
Finnandi vinsamlegast skili
því í Möðruvallastr. 7 eða
skóverzl. M. H. Lyngdals.
Drengir!
Mig vantar 12—15 ára
dreng í sumar. Helzt vanan
sveitastörfum. — Sími utn
Saurbæ.
Finnur Kristjánsson,
Ártúni.
Súgþurrkimarvél
til sölu, Armstrong Siddeley
8—10 h. p., nýupptekin og í
góðu lagi. — Tækifærisverð.
Garðar Halldórsson,
Rifkelsstöðum.
ATVINNA!
Afgreiðslustúlka óskast.
I.ITLI BARINN.
Sími 1977.
Þessar tegundir ávallt fyrirliggjandi: ‘ i'. ,1 » ».«. .«. . *; - TEKEX
(Cream Crackers)
OSTAKEX
(Cheese Crackers)
KREMKEX
KREMSNITTUR
BLANDAÐ KREMKEX
(5 bragðtegundir)
MALTKEX
LORELEI SALTSTENGUR ÍSKEX
KEX HEILHVEITIKEX (ný tegund) KÓKOSKEX
(ný tegund)
Þegar allt er reiknað, verður brauðið ódýr- ara framleitt í verksmiðju, en að kaupa hrá- efnið á smásöluverði og baka í heimahúsum. KRAMARHÚS (Fyllt rneð eggjahvítuskumi, lokað með súkkulaði og- kókós)
Kexið frá Lorelei geymist óskemmt jafnvel ÍSMÓT
um árabil í góðri geymslu. (fyrir mjólkur- og rjómaís)
AÐALFUNDUR
Matthíasarfélagsins á Akureyri, verður haldinn í Kirkju-
kapellunni, niánud. 25. maí n. k., og liefst kl. 8.30 e. h.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
FÉLAGSSTJÓRNIN.
HÚSNÆÐI VANTAR
Síldarleitina vantar 2 herbergi í ca. 2 mánuði, frá 10.
júní n. k. — Æskilegast fæði á sama stað lyrir 2 menn.
Björn Baldvinsson í verzl. Gránu eða í síma 1349,
eftir kl 6.
Laugarborg
DANSLEIKUR laugardaginn 30. maí, hefst kl. 10 e. h.
JUPITER KVARTETTINN LEIKUR.
Sætaferðir frá Ferðaskrifstofunni.
Að gefnu tilefni skal það tekið fram, að framvegis
verður húsinu lokað kl. 11.30 og börn innan 16 ára fá
ekki aðgang.
o o
Kvenfélagið Iðunn og U. M. F. Framtíðin.
Auglýsing um umferðamál
Umferðanefnd og bæjarstjörn liafa samþykkt eftirfar-
andi og er það nú komið til framkvæmda þar sem við-
eigandi merki hafa verið sett.
1. Bílastöður eru bannaðar í Grófargili að öðru leyti
en því, að 15 mínútna stöðuleyfi verður á Kaup-
vangsstræti við norðurkant götunnar frá böggla-
geymslu K.E.A., að „Sjöfn“ (vesturenda).
2. Bílastöður eru bannaðar á Geislagötu allri að þvE
undanskildu, að 15 mínútna stöðuleyfi er við aust-
urkantinn, þar sem ekki eru opin svæði við göt-
una.
3. Bílastöður eru með öllu bannaðar á Spítalavegi.
4. Hámarkshraði í Akureyrarbæ hefur verið ákveðinn
• ' '35 km á klst.'í stað'25 km áðu'r. ‘
F.innig hefur verið ákveðið að mála gangstéttarbrúnir
með GULUM LIT, þar sem bifreiðastöður eru bann-
aðar á akbrautum í stað rauðs litar áður og gildir það
því hér eftir, að ekki má leggja bifreið við gangstétt, sem
er máluð með gulum lit.
Bæjarfógetinn á Akureyri, 20. maí 1959.
SIGURÐUR M. HELGASON
— settur —
AÐVÖRUN
um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti
og útflulningssjóðsgjaldi.
Samkvæmt heimild í lögum nr. 100, 1948 sbr. lög
nr. 86, 1956, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja
hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt og útflutn-
ingssjóðsgjald vegna fyrsta ársfjórðungs 1959 eða eldri,
stöðvaður þar til full skil hafa verið gerð og verður
stöðvunin framkvæmd eigi síðar en miðvikud. 27. þ. m.
Skrifstofu bæjarfógetans á Akureyri og sýslumannsins
í Eyjafjarðarsýslu, 21. maí 1959.
SIGURÐUR M. HELGASON
— settur —