Dagur - 30.05.1959, Blaðsíða 2

Dagur - 30.05.1959, Blaðsíða 2
2 D A G U R Laugardaginn 30. niaí 1959 Ifc&in. Kosningarnar snúasf um kjördæmamálið enda um sfjórnarskrárbreyfingu að ræða Um hvað verður kosið? Um hvað verður kosið í næstu kosningum? Svarið er augljóst: Fyrst og fremst uni KJÖRDÆMAMÁLIÐ. Ákvæðin um kjördæmaskip- un landsins cr að finna í sjálfri stjórnarskránni, grundvallar- lögum islenzka lýðveldisins. Stjórnarskránni verður ekki breytt með einfaldri lagasetn- ingu, hvorki í heild né ein- stökum ákvæðum hennar. Þó að þrír flokkar hafi á Alþingi samþykkt að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar um kjör- dæmaskipunina, verður það ekki að Iögum fyrr en annað sérstaklega kjörið Alþingi hef ur samþykkt breytinguna. Verði næsta þing á annan veg skipað en nú, kann því svo að fara, að kjördæma- breytingin verði ekki sam- þykkt. Það eru því kjóscndur, sem hafa valdið. KJÓSENDUR GETA STÖÐVAÐ KJÖRDÆMA- RREYTINGUNA MED ÞVÍ AÐ FELLA ÞÁ FRAM- BJÓÐENDUR, SEM BIÐJA UM KJÖRFYLGI TIL ÞESS AÐ SVIPTA SÝSL- UR OG KAUPSTAÐI FORNUM RÉTTI TIL SÉR- STAKRA FULLTRÚA Á ALÞINGI. Stjórnarskráin sjálf mælir svo fyrir, að rjúfa skuli þing, ef samþykkt er tillaga um breytingu á stjórnarskránni, og efna þegar til nýrra kosn- inga. Stjómarskráin ætlast þannig til, að kosið sé sérstak- lega um allar stjórnarskrár- breytingar. Þess vegna verða kjósendur nú að greina á milli almennra í stjórnmálaskoðana sinna annars vegar og sér- skoðana sinna varðandi kjör- dæmamálið. ÞEIR, SEM ERU Á MÓTI KJÖRDÆMABRE YTING- UNNI, HVAÐA FLOKKI SEM ÞEIR ANNARS HAFA FYLGT AÐUR, EIGA ÞVÍ AÐ GREIÐA ATKVÆÐI GEGN ÞEIM FRAMBJÓÐ- ENDUM, SEM VILJA AF- NAM HÉRAÐAKJÖRDÆM- ANNA. ,,Afviku Ólafs Thors Sjálfstæðisflokkurinn minnt- ist 30 ára afmælis síns fyrir skömmu. Ólafur Thors ritar í tilefni afmælisins smáávarp í Mbl. Þar viðurkennir hann, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi orð ið að víkja allmikið frá grund- vallarstcfnu sinni, einkum að því er varðar einstaklings- frelsið og einstaklingsfram- takið. Þetta er engin ný vitneskja. Allir, sem nokkuð hafa kynnt sér íslenzk stjómmál á und- angengnum 30 árum, vita, að saga Sjálfstæðisflokksins hef- ur verið einn allsherjar und- ansláttur á grundvallarstefnu- miðum, svo að þar stendur ekki steinn yfir stcini. Glæsileg mynd af stefnu- festu Sjálfstæðismanna er hringsnúningur þeirra í kjör- dæmamálinu. Ólafur Thors er manna hreinskilnastur, gengur jafnan 'fremstur í flokki þeirra, sem játa á sig ofaníát skoðana. Varla hcldur sá maður ræðu, að hann sé ekki á einn eða annan hátt að yfirlýsa skoð- anaskiptum flokksins og sjálfs sín. Á undanförnum mánuðum hefur hann ekki opnað svo munninn, að liann hafi ekki talað þvcrt gegn þeim skoðun- um, sem liann hafði fyrir nokkrum árum á kjördæma- málinu. f þingræðu 1942 sagði Ólaf- ur Thors, að hann þekkti ekki nema einn þingmann Sjálf- stæðisflokksins, scm vildi skipta landinu í fá og stór kjördæmi og bætti svo við með mikilli áherzlu: „OG S JÁLFSTÆÐIS - FLOKKURINN GENGUR ALDREI AÐ ÞEIRRI SKIPAN.“ Hverjar eru svo efndir þeirrar yfirlýsingar? Aðalbar- áttumál Sjálfstæðisflokksins um þessar mundir er einmitt að koma á mcð góðu eða illu því skipulagi, sem þáverandi og núverandi formaður flokks ins sagði, að flokkurinn gengi ALDREI að. Þarna höfum við stefnufcstu Sjálfstæðisflokksins uppmál- aða. Úmmæli Gísla Einn af þjóðræknustu þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins um langt skeið, Gísli Sveins- son, fyrrverandi sendiherra, sagði eitt sinn um héraðakjör- dæmin: „Kjördæmin íslenzku eru ekki til orðin af neinni tilvilj- un og MISSKILNINGUR að ætla, að þeim hafi verið kúgað upp á íslendinga af crlendu valdi, þetta fyrirkomulag er rótfast frá byrjun stjórnskip- unar þessa lands og hefur haldizt ótrúlega vel. Það sýnir, að það hæfir oss bezt.“ Þetta álit Gísla Sveinssonar stingur óþægilega í stúf við hinn fálmkennda málflutning núverandi talsmanna Sjálf- stæðisflokksins, sem telja það til „raka“ að halda því fram, að íslenzka sýsluskipulagiðsé svo danskt, að þess vegna sé cngin eftirsjá í að sýslur missi rétt sinn til sérfulltrúa á Al- þingi. Orð forsetans Ásgeir Ásgeirsson, núver- andi forseti íslands, hefur manna bezt og skýrast lirakið röksemdir Alþýðuflokksmanna og annarra kjördæmabylting- armanna með þessuni orðum: „Sýsluskiptingin hefur þró- azt um þúsund ár, og það skal sterk rök til að raska þeim grundvelli, ef hægt er að finna aðra Ieið til jöfnunar á kosn- ingarétti manna en raska svo fornum grundvelli. Þessi hér- uð — sýslufélögin og bæjar- félögin — eru sjálfstæðar fjár- hagseiningar og menningar- einingar, sem orðnar eru sam- vanar til starfs. Og það verða EKKI BÚIN TIL MEÐ LÖG- UM ÖNNUR HÉRUÐ, SEM BETUR SÉU TIL ÞESS FALLIN AÐ VERA KJÖR- DÆMI.“ Aukið flokksræði Ásgeiri Ásgeirssyni er ljóst, það sem kjördæmabyltingar- menn vilja slá striki yf-iri, að stóru kjördæmin' hljóta' áð lciða til aukins flokksræðis, þ. e. eflingar flokksstjórnarvalds ins. Hann segir svo: „Það er nauðsynlegt að setja flokkaviðurcigninni viss takmörk, og ein af þeim tak- mörkunum er að láta almenn- ing í smákjördæmunum ráða mestu um það, hverjir skipa þingflokkana.“ KOSNINGASKRIFSIOFAN er í Hafnarstræti 95. SÍMI 1443 Heimasími Ingvars Gíslasonar 1746 MUNIÐ að kjósa áður en þér farið úr bæn- um, ef víst er, að þér verðið fjarverandi á kjördegi. MINNIÐ aðra á að kjósa. Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins - Frá aðaifundi Kaupfél. Eyfirðinga Framhald af 8. siðu. efnum stjórnarinnar og þráfald- lega til umræðu. Jóhanncs Benediktsson, Breiða- bóli, kvað eyfirzka sjómenn þess umkomna að stjórna nýjum skip- um og mælti með tillögunni. Sér sýndist og, að lán hefði yfirleitt fylgt skipum frá Skipasmíðastöð KEA, og hefðu skipin hlotið við- urkenningu sjómanna fyrir marga þá kosti, sem skip geta prýtt. Tillaga Ásgríms var síðan sam- þykkt. Jóhannes Óli Sæmundsson námsstjóri gerði fyrirspurnir um þátt KEA í síldarsöltun á Rauf- arhöfn o. fl. Framkvæmdastjóri svaraði því til, að úr því að síldin hefði fært sig austur, hefði ekki verið kom- ist hjá að fylgja henni eftir að nokkru leyti og að nauðsynlegt væri vegna báta og skipa, m. a. vegna Snæfells, að eiga ítök í söltunarstöð á Raufarhöfn. Hins vegar væri lítil fjárfesting þar. Aðalfjárfesting KEA á liðnu *ári væri í hraðfrystihúsunum hér á Akureyri og við fjörðinn. Óskir bærust úr öllum áttum um fram- kvæmdir hér og þar — í bænum og á öðrum stöðum á félagssvæð- inu og jafnvel utan þess. Helgi Símonarson, Torfi Guð- laugsson, Stefán Halldórsson og Garðar Halldórsson báru fram eftirfarandi tillögu, sem var sam- þykkt með miklu lófataki: „Aðalfundur KEA 1959 lýsir ánægju sinni yfir því, að land- helgislínan hefur verið færð í 12 sjómílur. Jafnframt harmar fund uirnn viðbrögð Breta og treystir því, að íslenzka þjóðin standi saman um að hrinda af sér of- beldinu og' ná fullum sigri. Þá vottar fundurinn starfs- mönnum landhelgisgæzlunnar fyllsta traust og þakkar þeim éinarða og drengilega framkomu í viðskiptum við brezka lög- brjóta.“ Hallur Sigurbjörnsson mælti nokkur orð um endurskoðun o. fl. Bjarni Halldórsson spurðist fyrir um, hvort stjórn KEA hyggðist minnast 75 ára afmælis KEA, sem skammt væri fram- undan. Framkvæmdastjóri sagði, að svo myndi verða gert og m. a. með afmælisriti. Frá Jóni Kristinssyni barst sú fyrirspurn hvað liði undirbúningi byggingu útibús í Byggðahverfi. Framkvæmdastjóri taldi nauðsyn á að reisa verzlun í þessum bæj- arhluta, en Glerárhverfi sæti fyrir og athugað yrði um úrbæt- ur í Byggðahverfi og heíði það áður verið rætt í stjórninni. Skeyti barst frá Þórarni Eld- járn frá Tjörn, en hann dvaldist í Reykjavík. Skeytið var vinar- kveðja og þakkaði fundurinn hana og sendi svarskeyti með þökkum og árnaðaróskum. Bernharð Stefánsson ávarpaði bændaöldunginn Hannes Davíðs- son á Hofi, þakkaði honum stór- ar gjafir í þágu búnaðarmála og skógræktar. Vottuðu fundarmenn Hannesi virðingu sína með því að rísa úr sætum, en Ilannes þakk- aði með stuttri ræðu. KOSNINGAR. Bernharð Stefánsson var end- urkjörinn í stjórn KEA til næstu þriggja ára. Guðmundur Skaftason lögfr. var kosinn aðalendurskoðandi til tveggja ára. Steingrímur Bernharðsson var kosinn annar varaendurskoðandi, einnig til tveggja ára. Bernharð Stefánsson var kos- inn í stjórn Menningarsjóðs KEA til þriggja ára, endurkjörinn. Þórarinn Björnsson skólameist- ari var kosinn í stjórn sama sjóðs til eins árs. Hjörtur Þórarinsson var kosinn varamaður í stjórn Menningar- sjóðs. Allar kosningarnar voru leyni- legar. Hólmgeiri Þorsteinssyni þakkað 30 ára starf. Jakob Frímannsson kvaddi sér nú hljóðs og þakkaði Hólmgeiri Þorsteinssyni 30 ára starf við endurskoðun kaupfélagsreikn- inga og framúrskarandi dugnað og hæfni. Taldi mikils virði fyrir kaupfélagið óg samvinnustarfið að njóta öruggg - starfs slíks manns. Hans;' yip| löpgi, úijnnst, sem eins ötulasta samvinnu- frömuðs. Hólmgeir Þorsteinsson þakkaði og bar fram árnaðaróskir til handa Kaupfélagi Eyfirðinga og samvinnustarfsins í landinu. — Rakti hann í stórum dráttum stjóm og framkvæmdastjórn KEA á 30 ára tímabili-og-minnt- ist fjölmargra samvinnumanna, þakkaði að síðustu traust það og vinskap, sem hann hcfði alltaf mætt, jafnt hjá félagsmönnum sem starfsmönnum æðri sem lægri. • Brynjólfur SveirLss’o'n1' -mælti nokkur lokaorð til fundarmanna og að því loknu sleit fundarstjóri, Eiríkur Sigurðsson, 72. aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga með stuttri ræðu. Fulltrúar KEA á aðalfund SÍS voru þessir kosnir: Brynjólfur Sveinsson, Jakob Frímannsson, Björn Jóhannssbn, Ingimundur Árnason, Helgi Símonarson, Jón Jónsson, kennari, Jónas Kristjánsson, Bernharð Stefánsson, Garðar Halldórsson, Jón Melstað, Hjöi'tur Þórarinsson, Eiður Guðmundsson, Halldór Ásgeirsson, Gunnar Kristjánsson. Varamenn: Ármann Dalmannsson, Hólmgeir Þorsteinsson, Torfi Guðlaugsson, Ragnar Davíðsson, Benedikt Júlíusson, Marinó Þorsteinsson, Angantýr Jóhannsson, Sæmundur Guðmundsson, Ketill Guðjónsson, Haraldur Þorvaldsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.